Morgunblaðið - 02.05.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.05.2020, Qupperneq 32
Forstöðumaður Spennandi og fjölbreytt starf við Vinnu og virkni Ás styrktarfélag óskar eftir forstöðumanni í 100% starf í vinnu og virkni og dagþjónustu í Stjörnugróf 7-9. Um er að ræða starfsstað með vinnu- og virknitilboð fyrir fullorðið fólk með fötlun og dagþjónustu fyrir ung börn. Vinnutími er frá 08.00-16.00 virka daga. Helstu verkefni og ábyrgð: • Skipulag á faglegu innra starfi og þjónustu á starfsstöðvum félagsins í Stjörnugróf • Samstarf við notendur þjónustu, aðstandendur og aðra samstarfsaðila • Situr í stjórnendateymi vinnu og virkni sem mótar og hefur yfirsýn yfir innra starf. Teymið sér um sam- hæfingu og útfærslu fjölbreyttra verkefna sem þar eru í boði og tekur þátt í stefnumörkun til framtíðar. • Starfsmannahald og ráðningar • Fjárhagsleg ábyrgð og stjórnun á daglegum rekstri • Vinnur eftir gæðaviðmiðum og lýsingum úr þjónustu- samningum Hæfnikröfur: • B.A. próf í í þroskaþjálfafræðum eða háskólapróf sem nýtist í starfi • Þekkingar á sviði þjónustu við fatlað fólk og ríkjandi hugmyndfræði • Að minnsta kosti 9 ára starfsreynsla í sambærilegu starfi • Reynsla af starfsmannahaldi og stjórnun er nauðsynleg • Þarf að geta unnið undir álagi og eiga auðvelt með að tileinka sér nýjungar • Góð samskipta- og samstarfsfærni og sjálfstæð vinnubrögð • Tölvufærni í Word, Excel og Power point ásamt góðri íslensku- og enskukunnáttu Umsækjandi þarf að taka virkan þátt í innra starfi félagsins og hafa stefnu þess og góða starfshætti að leiðarljósi. Við hvetjum áhugasama karla jafnt sem konur að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Erna Einarsdóttir í síma 414-0500 á virkum dögum. Atvinnumsókn ásamt ferilskrá sendist á erna@styrktarfelag.is Upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess www.styrktarfelag.is Staðan er laus frá 15.ágúst 2020. Umsóknafrestur er til 8. maí 2020. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Áss styrktarfélags. Interviews will be held in Reykjavik in May and June For details contact: Tel.:+ 36 209 430 492 Fax:+ 36 52 792 381 E-mail: omer@hu.inter.net internet: http://www.meddenpha.com Study Medicine and Dentistry In Hungary “2020” Viltu fl ytja til Flateyrar? - Nýtt starf við Lýðskólann Lýðskólinn á Flateyri auglýsir eftir starfsmanni. Við bjóðum sveigjanlegan vinnutíma og krefjandi starfsumhverfi sem reynir á félagsfærni og áhuga á fólki. Meðal verkefna er þróun nýrrar alþjóðabrautar skólans og þátttaka í stjórnun og skipulagningu daglegs skólastarfs í samvinnu við aðra starfsmenn skólans. Mögulegt er að kennsla einstakra námskeiða verði hluti starfsins. Á litlum vinnustað göngum við öll störf eins og að aðstoða nemendur, bera stóla, raða í uppþvottavél og semja námsskrá. Við leitum að dugmiklum einstaklingi sem státar af skipulags- og samskiptahæfni og hefur getu til að hugsa út fyrir boxið. Við viljum ráða ábyrgðarfulla manneskju sem brennur fyrir sköpun og hefur vilja til þess að gera betur og ná lengra. Reynsla af því að vinna með ungu fólki á öllum aldri er kostur. Þekking á skólastarfi og reynsla af skipulagningu og þróun námskeiða er æskileg. Nánari upplýsingar um starfi ð veitir Ingibjörg Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 699 7535 eða í netfanginu skolastjori@lydfl at.is Umsóknir sendist á skolastjori@lydfl at.is fyrir 15. maí. Ráðið verður í starfi ð frá 1. ágúst. Bakari eða konditor óskast til starfa hjá Bernhöftsbakaríi ehf. Eingöngu fagmenntað fólk með sveins- eða meistararéttindi kemur til greina. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Allar frekari upplýsingar veitir Sigurður Már á netfanginu info@bernhoftsbakari.is.        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391 Grunnskóli Fjallabyggðar leitar að liðsauka í frábæran hóp starfsmanna skólans. Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi. Grunnskóli Fjallabyggðar er ríflega 200 nemenda skóli með starfsstöðvar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Skólinn er í samstarfi við Tröppu ráðgjöf ehf. um þróun fjölbreyttra kennsluhátta. Nánari upplýsingar um skólann má finna á http://grunnskoli.fjallabyggd.is/ Nánari upplýsingar um Fjallabyggð er að finna á heimasíðunni www.fjallabyggd.is Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru: Metnaður - Virðing – lífsgleði. Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar: • Þroskaþjálfi 75% staða. • Náms- og starfsráðgjafi 50% staða. • Kennarar. Meðal kennslugreina er hönnun og smíði, list- greinar, almenn kennsla og umsjón á yngra stigi og miðstigi. • Deildarstjóri yngri deildar, 1.-5. bekkur á Siglufirði. • Deildarstjóri eldri deildar, 6.-10. bekkur í starfsstöðinni í Ólafsfirði. Ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2020. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi viðkomandi fagfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheiti viðkomandi fagstéttar: kennari, þroskaþjálfi eða náms- og starfsráðgjafi • Reynsla af kennslu eða viðkomandi fagstarfi í grunnskóla er æskileg • Reynsla af stjórnun er æskileg fyrir umsókn um deildarstjórastöður • Góð kunnátta á notkun tölvu- og stafrænna lausna í skólastarfi • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um tvo umsagnaraðila. Umsóknum skal skila á netfangið erlag@fjallaskolar.is Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda i sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Fjallabyggð áskilur sér rétt til að hætta við ráðningu í einstaka stöðu og auglýsa að nýju. Upplýsingar um störfin veitir Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar í gegnum netfangið erlag@fjallaskolar.is eða síma 865-2030. Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2020 Lausar stöður við Grunnskóla Fjallabyggðar Leitað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi. Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru: Kraftur - Sköpun - Lífsgleði Leikskóli Fjallabyggðar er 8 deilda leikskóli með um 120 nemendur og starfsstöðvar í Ólafsfirði og Siglufirði. Í leik skólanum er m.a. unnið með námsefnið Leikur að læra og Lífsleikni í leikskóla. Nánari upplýsingar um leikskólann má finna á http://leikskolifjallabyggdar.leikskolinn.is. Nánari upplýsingar um Fjallabyggð er að finna á heimasíðunni www.fjallabyggd.is Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar við leikskólann: • Stöður kennara með deildarstjórn. • Stöður kennara. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið kennari • Reynsla af kennslu í leikskóla er kostur • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum • Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund. Ráðið er í stöðurnar frá 10. ágúst 2020. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Upplýsingar veitir Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar í gegnum netfangið olga@fjallaskolar.is eða síma 848-7905. Umsóknum skal skila á netfangið olga@fjallaskolar.is. Öllum umsóknum verður svarað. Lausar stöður við Leikskóla Fjallabyggðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.