Morgunblaðið - 02.05.2020, Page 35

Morgunblaðið - 02.05.2020, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Forstjóri óskast Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að framsýnum leiðtoga með brennandi áhuga á að bæta þjónustu og rekstur ríkisins sem forstjóri Ríkiskaupa. Forstjórinn þarf að hafa framtíðarsýn fyrir rekstur og þjónustu ríkisins ásamt frumkvæði og metnaði til að sýna árangur og kraft til að hrinda verkefnum í framkvæmd. Viðkomandi mun taka virkan þátt í umbreyt- ingarferli og innleiðingu aðgerða þvert á stofnanir ríkisins ásamt því að stýra stofnuninni og bera ábyrgð á rekstri hennar, þjónustu og árangri. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi. • Árangursrík reynsla af stjórnun, rekstri, stefnumótun og áætlanagerð er skilyrði. • Færni og reynsla af umbótavinnu og breytingarstjórnun er skilyrði. • Sannfærandi samskipthæfni ásamt leiðtogahæfileikum, getu og vilja til að hvetja aðra til árangurs. • Reynsla af opinberri stjórnsýslu og alþjóðasamstarfi er kostur. • Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku er nauðsynleg. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf um hvers vegna sótt er um starfið, rökstuðningi um færni viðkomandi til að gegna starfinu og upplýsingar um árangur sem viðkomandi hefur náð í fyrri störfum. Nánari upplýsingar um Ríkiskaup er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.rikiskaup.is Fjármála og efnahagsráðherra skipar forstjóra Ríkiskaupa til fimm ára. Starfskjör eru í samræmi við grunn- mat starfa forstöðumanna sem er aðgengilegt á vef Stjórnarráðs Íslands ásamt stjórnendastefnu ríkisins. Upplýsingar um embættið veitir Guðrún Ögmundsdóttir skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, í síma 545 9200. Umsóknarfrestur er til og með 11. maí nk. Umsóknum skal skila rafrænt á vef Starfatorgs. Finnur þú starf við þitt hæfi hjá Kópavogsbæ? kopavogur.is P ip a r\TB W A \ SÍA Kynntu þér fjölbreytt og spennandi störf hjá Kópavogsbæ á vefsíðu okkar, kopavogur.is. Hlökkum til að starfa með þér. Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR Verkstjóri Fagverk verktakar ehf. óskar eftir að ráða verkstjóra til að sinna daglegri stjórnun og skipulagningu á vinnu starfsfólks við malbiksframkvæmdir. Æskilegt er að viðkomandi geti hafi ð störf sem fyrst. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynslu af verkstjórn og starfsmannahaldi ásamt hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af malbiksframkvæmdum æskileg. Umsóknir sendast til villigeir@malbikstodin.is fyrir 12. maí 2020.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.