Morgunblaðið - 02.05.2020, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 02.05.2020, Qupperneq 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Á nokkrum mánuðum hafa þrír íþróttamenn, sem hlotið hafa sæmdarheitið Íþróttamaður ársins hjá samtökum íþrótta- fréttmanna, ákveðið að láta staðar numið sem keppnisfólk. Knattspyrnukonan Mar- grét Lára Viðarsdóttir, körfu- knattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson (gaf það sterklega í skyn í það minnsta) og nú í vikunni landsliðsfyrirliði í hand- knattleik til margra ára, Guðjón Valur Sigurðsson. Allt leikmenn sem náðu óvenju miklum ár- angri á íslenskan mælikvarða. Er þetta til marks um að kyn- slóðaskipti séu að eiga sér stað þegar fólk í þessum gæðaflokki hverfur af þessu sjónarsviði. Ef til vill hefur Jón Arnór ekki tekið endanlega ákvörðun og þar má kannski slá varnagla. Fleiri hafa ákveðið að láta gott heita. Ásgeir Örn Hall- grímsson, sem vann til tvennra verðlauna á stórmótum með landsliðinu í handknattleik, er hættur. Þá hefur Ásdís Hjálms- dóttir, Íslandsmethafi í tveimur greinum og þrefaldur ólympíu- fari í spjótkasti, ákveðið að hætta eftir sumarið. Í umfjöllun hér í blaðinu um fyrsta landsleikinn eftir að Ólafur Stefánsson hætti með landsliðinu, gegn Hvíta- Rússlandi í október 2012, virð- ist ég hafa skrifað að ég von- aðist til þess að Guðjón Valur myndi gefa kost á sér í lands- liðið þar til hann yrði 67 ára. Augljóslega hefði það verið sanngjörn krafa en ég mun ekki erfa það við Guðjón að hætta tæplega 41 árs. Hvernig hægt er að spila í hæsta gæða- flokki fram að þeim aldri er rannsóknarefni út af fyrir sig. #takkgaui BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu sendi frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að félög væru staðráðin í að leika tímabilið til enda og að deildin færi aftur af stað þegar það væri öruggt. Í yfirlýsingunni var lögð áhersla á að öryggi og heilsa leik- manna væri í fyrirrúmi, sem og heilsa þjálfara, starfsfólks og stuðn- ingsmanna. Unnið er að því að gera deildinni kleift að hefjast á ný í fyrsta lagi í næsta mánuði. Verður það gert í samstarfi við stjórnvöld og heil- brigðisyfirvöld. Stofnuð hafa verið samtök starfsfólks í heilbrigðisþjón- ustu sem eiga að koma að því að hjálpa íþróttamönnum í fremstu röð að komast örugglega af stað á ný. Munu leikmanna- og þjálfarasamtök leika stórt hlutverk til að deildin geti hafist að nýju. Minni líkur eru á að tímabilið verði klárað í næstu þremur deild- um fyrir neðan. Leeds og West Bromwich Albion eru í tveimur efstu sætum B-deildarinnar og náist ekki að klára tímabilið fá þau vænt- anlega sæti í úrvalsdeildinni. Leeds er í toppsætinu með 71 stig og West Brom með einu stigi minna. Liðin í 3.-6. sæti myndu mætast innbyrðis í umspili um þriðja og síðasta lausa sætið í deild þeirra bestu. Þar eru sem stendur Fulham, Preston, Brentford og Nottingham Forest. Yrðu umspilsleikirnir leiknir á hlut- lausum völlum. Staðráðin í að klára tímabilið Evrópska knattspyrnusambandið samþykkti í gær tillögu hollenska knattspyrnusambandsins um að verðlauna fimm efstu lið hollensku úrvalsdeildarinnar með sætum í Evr- ópukeppnum á næstu leiktíð. Hollensku úrvalsdeildinni var af- lýst í síðustu viku, en þrátt fyrir það heldur deildin fimm Evrópusætum. Ajax og AZ Alkmaar fá sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leik- tíð, en liðin voru í tveimur efstu sæt- um deildarinnar. Albert Guðmunds- son leikur með AZ, sem lék í Evrópudeildinni á þessari leiktíð. Þá fá Feyenoord, PSV og Willem II sæti í Evrópudeildinni, en þau voru nokkuð á undan liðunum þar fyrir neðan. Tímabilinu í Hollandi var aflýst og var enginn meistari krýndur, ekkert lið féll og ekkert lið fór upp. Efstu fé- lög B-deildarinnar voru allt annað en sátt og má hollenska knattspyrnu- sambandið búast við lögsókn frá Cambuur og De Graafschap á næstu vikum, en þau voru bæði á góðri leið með að tryggja sér sæti í efstu deild. Elías Már Ómarsson er leikmaður Excelsior, sem var í sjöunda sæti í B- deildinni og átti enn möguleika á að fara upp um deild. Stærsta sviðið bíður Alberts hann fór ekki í 18 holu umspil um sigurinn á mánudeginum. Þá fór um okkur. Nú var hann orðinn mega- stjarna og okkur datt ekki í hug að þá væri hægt að fá hann til Íslands. Við töldum að við þyrftum að fá ann- an í staðinn með litlum fyrirvara. Við settum okkur í samband við IMG og þau skildu ekki þessar áhyggjur okkar. Maðurinn væri einfaldlega með samning og bókaður þennan til- tekna dag á Íslandi. Eins og gefur að skilja vorum við afskaplega ánægð með að fá hann sjóðandi heitan til Ís- lands. Goosen er alveg pollrólegur á velli. Ekkert haggaði honum og hann kvartaði ekki yfir neinu. Hvorki dett- ur af honum né drýpur þegar hann einbeitir sér að golfinu. Eftir svona hálftíma í kvöldverðinum setti hann niður keppnissvipinn og kom út úr skelinni. Þá reyndist hann mjög skemmtilegur og ég endaði með hon- um á pöbbarölti til eitt um nóttina,“ sagði Sigurjón og hló að minning- unni. Með Goosen í för var Ronan Rafferty, sem hafði unnið Ryder- bikarinn með Evrópuliðinu árið 1989. Rose afskaplega kurteis Árið eftir kom Padraig Harrington og með honum Nick Dougherty, sem í dag er þekktur sjónvarpsmaður hjá Sky Sports. Harrington tók sig til og vann þrívegis risamót 2007 og 2008. Opna breska tvívegis og PGA- meistaramótið einu sinni. Var á því einn albesti kylfingur heims um tíma og verður liðsstjóri Evrópu í næstu keppni um Ryder-bikarinn sem til stendur að verði í haust. „Harrington vann ekki mótið á Hvaleyrinni og fór ekki með okkur út að borða um kvöldið. Hann var frekar svona stirður að mér fannst en kannski fór hann bara í fýlu af því að hann tapaði. Allir hinir voru af- skaplega almennilegir,“ sagði Sigur- jón og ber Justin Rose sérstaklega vel söguna, en hann kom 2003. Rose er núverandi ólympíumeistari í golfi, sigraði á Opna bandaríska 2013 og var um tíma í efsta sæti heimslist- ans. Peter Baker kom einnig, en hann var í Ryderliði Evrópu 1993. „Við fórum með Justin Rose í Bláa lónið. Hann var afskaplega kurteis drengur og þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir hann. Rose var ekki orðinn þessi súperstjarna sem hann var í dag. Núverandi eiginkona hans var einnig stödd á Hvaleyrinni. Þau höfðu verið saman í nokkur ár en svo vildi til að hún var starfsmaður um- boðsskrifstofunnar á þeim tíma.“ Immelman stóð uppi allslaus Síðasta mótið var haldið 2004 og þá kom Trevor Immelman. Hann var ekki mjög frægur á þeim tíma en það átti heldur betur eftir að breytast þegar hann sigraði á Masters 2008 og vann Tiger Woods með þremur höggum. Babb kom hins vegar í bát- inn hjá Immelman á Íslandi. „Þegar við sóttum hann á hótelið klukkan 7 um morguninn sagði Immelman: „Ég er kominn en það vantar allt dótið.“ Þá hafði búnaður- inn ekki skilað sér. Var það allur búnaður hans sem tengdist golfinu, hvort sem það voru kylfur og boltar eða hlífðarföt og skór. Hann var alls- laus og átti að keppa á Hvaleyrinni síðar um daginn. Ólafur Þór Ágústsson og félagar hjá Keili hringdu strax í golfverslun í Hafnarfirði. Tjáðu þeim að hér væri þessi ágæti maður kominn til að spila á Hvaleyrinni en væri ekki með neitt. Þá var farið í að græja kylfur, skó og annað frá Nike sem Immel- man var með samning við. Var hlaupið með þetta út á völl. Hann hafði því aldrei slegið með þessum kylfum þegar hann fór út á völl. Þegar Immelman spilaði var virkilega hvasst. Var það eiginlega í eina skiptið þegar þessi mót fóru fram. Maður dáðist að því hversu flinkur hann var að spila í vindinum. Hann afsannaði kenningar um að Ís- lendingar yrðu betri en útlending- arnir í rokinu. Var mjög gaman að sjá Immelman pútta og hvernig hann las púttlínuna. Mikil fag- mennska var í kringum það allt sam- an og hann setti niður mörg löng pútt. Geta þessara manna er auðvitað mögnuð. Goosen sló til dæmis upp- hafshöggið út í hraunið á 5. holunni, sem er par 4. Þurfti að taka víti og slá þá þriðja höggið. Setti það inn á flötina með 8 járni, púttaði í og fékk par. Ekkert mál.“ Ekki alveg sjálfsagt Sigurjón bendir á að aðstæður hafi verið tímabundið með þeim hætti að gerlegt var að ráðast í mótshaldið þar sem Nýherji og Golf- klúbburinn Keilir lögðust saman á árarnar. Það sé hins vegar allt annað en sjálfsagt mál að geta fengið slíkar kempur til að spila hérlendis. „Að mörgu leyti var viss heppni að við hefðum aðgang að þessum mönn- um en þessu fylgdi einnig mikil vinna. Canon var með samninga við kylfingana sjálfa rétt eins og KPMG er með samning við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og fleiri kylfinga. Eftir 2004 sneri Canon sér að öðrum íþróttum. Fyrirtækin færa gjarnan áherslurnar til og eru ekki alltaf í því að styrkja sömu íþróttina. Þegar Canon hætti að styrkja golf þá var mótinu í raun sjálfhætt. Ég er ekki viss um að Íslendingar hafi ekki endilega áttað sig á því hversu stór viðburður það var að fá þessa menn hingað. Átta sig ekki á því að þetta er ekki alveg sjálfsagt. Ég er þess nokkuð viss að þessi mót voru hins vegar mikil lyftistöng fyrir golfíþróttina á Íslandi. Við áttum frábært samstarf við alla sem að þessu komu og ekki síst forsvars- menn og stjórnendur hjá Keili, sem lögðu allt í að gera þetta sem best úr garði,“ sagði Sigurjón Hjaltason enn fremur við Morgunblaðið. tti ekki Íslandsferð Ljósmynd/ Úr safni Nýherja/Phil Hvar er ég? Justin Rose leitar í hrauninu á fyrri hluta vallarins. umferðum þegar keppnin var flaut- uð af. Sandra segist ekki hafa haft mikinn tíma til að kynna sér nýja fé- lagið en hún veit þó að stefnan er sett á að komast beint aftur upp í efstu deild. „Ég hafði ekki mikinn tíma til að svara og er aðeins að stökkva út í djúpu laugina. Ég veit að fyrsta deildin er mjög sterk og við stefnum á að vera í toppbaráttunni og helst að komast strax upp aftur. Ég held að þessar deildir, hér heima og úti, séu svipaðar. Það eru toppliðin sem eru svipuð og svo aðeins lakari lið þar fyrir neðan,“ sagði Sandra og bætti við að draumurinn væri nú að vinna sér inn fast sæti í landsliðinu. „Það er auðvitað bara undir mér komið. Það væri óskandi og það sem maður vill en svo sjáum við til.“ Sandra hefur talað opinskátt um erfiðleika sína vegna átröskunar, en um tíma var handknattleiksferill hennar hreinlega í hættu. Hún seg- ist hafa um tíma gefið drauminn um að komast í atvinnumennsku upp á bátinn og þetta sé því mikill sigur fyrir hana. „Á tímapunkti hélt ég að þessi draumur væri bara farinn. Það er ótrúlega mikill sigur að vera allt í einu á leiðinni að spila úti. Ég vona að stelpur sem eru að vinna sig út úr þessu sjái að það getur allt gerst í framtíðinni,“ sagði Sandra Erlings- dóttir enn fremur. Morgunblaðið/Eggert Álaborg Sandra Erlingsdóttir mun reyna fyrir sér í sterkri atvinnumannadeild á næsta keppnistímabili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.