Morgunblaðið - 02.05.2020, Side 43

Morgunblaðið - 02.05.2020, Side 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Eldar Ástþórsson, sérfræðingur á sviði samfélagsmiðla og stafrænn- ar markaðssetningar hjá CCP, mælir með list, afþreyingu og dægradvöl nú á tímum kórónu- veirufaraldurs og samkomu- banns. „Á milli þess sem ég leysi reikningsþrautir á Facebook og fylgist með heil- brigðisfólkinu okkar dansa hef ég tekið miklu ástfóstri við ákveðna útvarpsþætti síðustu vikurnar. Ég hlusta sjaldan á útvarp í rauntíma, heldur næ mér frekar í þætti í gegnum hlaðvarps- veitur og tónlistarsíðuna Sound- cloud þar sem má finna aragrúa af lögum, DJ-syrpum og þáttum. Á Soundcloud má einmitt finna besta útvarpsþátt á Íslandi í dag, Plútó. Ef þú vilt kynnast því nýj- asta sem er að gerast í tónlist í heiminum í dag, hérlendis sem er- lendis, er gott að stilla á þennan þátt og fá blýþungan bassann og annað forvitni- legt í eyrun. Plútó er á dag- skrá Útvarps 101 öll laugardags- kvöld og læðast svo líka inn á Soundcloudið. Fullkomið pró- gramm til að mála við eða taka með sér út í skokkið. Í ljósi sögunnar á Rás 1 er annar þáttur sem ég hef verið að sturta í mig til að lifa af inniveruna og grá- an hversdagsleikann. Þátturinn um Abba Kovner og Gyðingana í Vilnu er frábært start fyrir byrj- endur. Að lokum hef ég verið að heim- sækja gamlan félaga, Fílalag, sem verður að teljast eitt allra skemmtilegasta hlaðvarp fyrr og síðar. Nýir þættir koma inn viku- lega og þótt efnistök þeirra líti út, svona við fyrstu sýn, eins og hér séu skemmtanastjórar Kringlu- kráarinnar á ferð eru þeir hver öðrum betri – og alveg óhætt að hefja leikinn á fyrsta þætti.“ Mælt með í samkomubanni Morgunblaðið/Eggert Samherjar Bergur Ebbi og Snorri voru saman í hljómsveitinni Sprengju- höllin og sjást hér á tónleikum árið 2007. Nú sjá þeir um hlaðvarpið Fílalag. Gúmmelaði í útvarpinu Eldar Ástþórsson Merki hlað- varpsins Plútó TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Já, Veronique Vaka hefur verið með eindæmum virk í íslensku tón- listarlífi undanfarin ár og það væri að æra óstöðugan ef ég ætlaði að telja það allt upp hér. Hún fæddist 1986 í Kanada en kláraði svo mastersgráðu í tónlist frá Listahá- skóla Íslands. Árið 2015 gaf hún út plötuna Erlendis, „til að klára námið mitt í klassík og elektró-akústík. Svo hellti ég mér út í það að semja nú- tímatónlist, algerlega“, sagði hún blaðamanni í stuttu tölvupósts- spjalli. Fljótlega fór hún að hugsa um landslagið og náttúruna hér, og það sem hún miðar að í tónlistar- sköpuninni er að búa til ljóðræna/ tónræna tengingu á milli þess sem hún sér og heyrir í óspilltri náttúru og þess sem hún svo setur niður á blað. Hún segir: „Það var alltaf á áætlun að búa til afstrakt tónlist undir áhrifum frá náttúrunni og það vill bara svo til að ég bý á Ís- landi. Ég viðurkenni að ég er enn að kynnast náttúrunni hérna og held ég verði aldrei búin að skoða hana til hlítar.“ Blaðamaður stenst ekki mátið að spyrja hana út í þær náttúru- klisjur sem eru oft beintengdar íslensku tónlistarlífi, hvort sem það er popp, rokk eða skrifuð tónlist. Er hún meðvituð um þetta? Er hún jafnvel að sveigja frá slíku? „Ég er sannarlega meðvituð um þær,“ segir hún og hlær í gegnum tölvu- póstinn. Mér er mikið í mun þegar ég sem að fjarlæga mig frá allri rómantík eða væmni og fer þess í stað beint í hreinar jarðfræðilegar tengingar og staðreyndir sem ég vinn svo inn í tónlistina. Náttúran er kjarninn í vinnuferlinu, en eftir að ég er búin að véla um þetta er lítið af þráðbeinum tilvísunum í náttúruna ef svo mætti segja.“ Það er fallegur tónn í tónlist Veronique og höfundareinkenni sterk. Maður heyrir að þetta er Veit duftsins dóttir nokkra dýrlegri sýn? Ljósmynd/Silvia Gentili Jarðbundin Veronique Vaka vinnur á nýstárlegan hátt með náttúruna. hún, hvort heldur í styttri poppaðri verkum (Erlendis) eða íburðar- meiri. Næmt jafnvægi einhvern veginn sem virkar og er smekk- legt. Hörðu kaflarnir eru alltaf mátulega harðir og þeir fallegu mátulega fallegir! Verkin hafa komið ört út síðastliðin fimm ár eða svo. Tveir heimar (2013), Umbra (2016), Rift (2017), Sceadu (2018,19) og Lendh (2018) fyrir sin- fóníuhljómsveit og var hún tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir það síðastnefnda. Verk fyrir minni sveitir eru mun fleiri, bera nöfn eins og Flowen, Sciftan og Perspicere, og hafa verið að ryðj- ast út síðan 2016 eða svo. Veronique er að semja sellóverk fyrir Sæunni Þorsteinsdóttur eins og er. Sum verka hennar má heyra á Youtube eður Spotify. Bendi áhugasömum líka á ansi greinar- góða heimasíðu höfundar, veron- iquevaka.com. Ég spurði hana að lokum hvernig það væri að lifa og starfa hér; hvort hún og hæfileikar henn- ar væru umföðmuð eða hvort hún fyndi sig á milli þilja, sem á það til að gerast þegar fólk af erlendu bergi brotið flytur hingað og starf- ar. Óþolandi t.d. þegar maður situr í dómnefndum og alltaf er spurt hvort menn eins og Ben Frost séu gjaldgengir; Ástrali sem hefur búið hér í tuttugu ár, talar lýtalausa íslensku og hefur auðgað íslenskt tónlistarlíf svo um munar. Ekkert slíkt er að plaga Veronique, sem betur fer. „Ég er heppin finnst mér! Ég hef kynnst og starfað með yndislegu fólki. Þau hafa farið út fyrir öll mörk við að hjálpa mér við að ná þeim þroska sem ég hef tekið út undanfarin ár.“ » Það er fallegurtónn í tónlist Veron- ique og höfundarein- kenni sterk. Maður heyrir að þetta er hún, hvort heldur í styttri poppaðri verkum (Erlendis) eða íburðar- meiri. Veronique Vaka er frá Kanada og hefur verið búsett hér á landi um nokkra hríð. Hún hefur vakið verðskuldaða athygli undanfarin misseri fyrir tónlist sína og skrifar um þessar mundir selló- konsert fyrir Sæunni Þorsteinsdóttur. Les inséparables, skáldsaga sem Simone de Beauvoir skrifaði árið 1954 en var aldrei gefin út, verður nú loksins gefin út. Bókin kemur út á seinni hluta þessa árs en hún þótti of opinská til að hægt væri að gefa hana út á meðan de Beauvoir var á lífi. Í bókinni skrifar de Beauvoir um samband sitt við unga stúlku, Elisabeth Zözu Lacoin, sem lést 21 árs gömul úr heilabólgu. Frásögnin er í fyrstu persónu og kallar de Beauvoir sig Sylvie og stúlkuna Andrée. Sylvie verður hugfangin af Andrée sem er ný í bekkn- um og gerir allt hvað hún getur til að fá ást sína end- urgoldna. Þær verða óaðskiljanlegar allt fram að hörmulegu andláti Andrée. Útgefandi bókarinnar, forlagið Vintage, segir að dóttir de Beauvoir, Sylvie Le Bon-de Beauvoir, hafi fundið hana nýverið og fór hún þess á leit við forlagið að bókin yrði gefin út. Hún ritar formála hennar. Bókin kemur út á ensku á næsta ári og hefur verið lýst sem hrífandi þroskasögu um vinasamband kvenna og afstöðu þeirra til úreltra hug- mynda um stöðu kvenna í samfélagi þess tíma sem bókin var skrifuð á. Saga de Beauvoir loksins gefin út Simone de Beauvoir Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is Björt og fallegt þriggja herbergja íbúð á 1. hæð með sérinngangi og stórum skjólgóðum sólríkum palli. Rúmgóð svefnherbergi og gott skápapláss. Innihurðir og skápar eru úr ljósri eik eða sambærilegu. Ljóst eikarparket á gólfum í stofu og herbergjum og flísar á eldhúsi og forstofu. Stofan er björt og rúmgóð og er gengið úr stofu út á stóran nýjan pall. Herbergin eru rúmgóð og björt með góðu skápaplássi. Eldhúsið er bjart með opnanlegum glugga, góðum borðkrók og hvítri innréttingu með borðplötu úr eikarlímtré. Baðherbergið er með dökkum gólfflísum og hvítum veggflísum og er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara inn í innréttingu. Mjög stutt í leikskóla og er Foldaskóli í 400 metra fjarlægð. Tilvalin íbúð fyrir fjölskyldu með gæludýr. Sérmerkt bílastæði. ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Frostafold 149, 112 Rvk. Ekki verður opið hús en eignin verður sýnd eftir pöntun Verð 42,5 m. Stærð 97,5 m2 Upplýsingar gefur Óskar Bergsson, löggiltur fasteignasali í síma 893 2499 og oskar@eignaborg.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.