Morgunblaðið - 02.05.2020, Side 44

Morgunblaðið - 02.05.2020, Side 44
Ég var öllum stundum úti ínáttúrunni að leika mér,drullumallaði bæði kökurog eitthvað annað; ég raðaði steinvölum á ýmsan máta, fann fjöl sem ég lagði yfir læk og þar með bjó ég til brú yfir lækinn. Ég fann eitthvert spýtnarusl og bjó til úr því ýmislegt; lá á bakinu tímunum saman og horfði upp til skýjanna og sá stöðugt í þeim nýjar og nýjar myndir. Það voru endalaus- ir möguleikar. (S.B. bls. 2) Á síðasta ári kom út bók um lista- mannsferil Sigríðar Björnsdóttur, myndlistar- manns og listmeðferðarfræðings. Sigríður fagnaði þá níræðisafmæli og af því tilefni réðust aðstandendur hennar í gerð þessarar bókar þar sem mörg verka hennar sjást nú opinberlega í fyrsta sinn. Sigríður var brautryðjandi í listmeðferðar- fræðum á Íslandi og starfaði meðal annars á Barnaspítala Hringsins í fjölda ára og er þekkt fyrir sitt mikilvæga frumkvöðlastarf á því sviði. Hún hefur þó alltaf sinnt myndlistinni samhliða öðrum störf- um og eftir hana liggja yfir 700 verk. Sigríður var alin upp í sveit en flutti með fjölskyldu sinni til Reykja- víkur á hernámsárunum, þegar hún var á ellefta ári. Eftir útskrift frá Verslunarskóla Íslands, lá leiðin í Myndlista- og handíðaskólann og þaðan lauk hún myndlistarkenn- araprófi árið 1952. Fáum árum síðar nam hún við Central School af Art and Crafts í London og árið 1984 lauk hún diplómanámi í listmeðferð frá Goldsmiths College í London. Megintexti bókarinnar er eftir Aðal- stein Ingólfsson, „Sigríður Björns- dóttir: Myndir endurtekinnar hug- ljómunar“, þar sem hann fer yfir myndlistarferil hennar og stöðu í ís- lenskri myndlistarsögu. Í kaflanum „Valin verk“ má sjá ljósmyndir af verkum sem undirstrika tímabilin í verkum Sigríðar en einnig er í bók- inni heildaryfirlit ljósmynda af verk- um hennar í tímaröð frá 1950-2019. Auk þess birtist í bókinni ljóðabók Sigríðar, Ljóð teikningar, í heild sinni. Líf Sigríðar hefur verið samofið íslenskri myndlistarsenu með einum eða öðrum hætti. Eftir námið í London vann hún sem myndlistar- maður í starfsnámi á sjúkrahúsi á Englandi, þar sem hún byrjar að nota myndlist til meðferðar fyrir börn. Um miðjan sjötta áratuginn starfaði Sigríður í Kaupmannahöfn þar sem hún kynntist tilvonandi manni sínum, Dieter Roth. Þau fluttu til Íslands árið 1957 og Dieter átti eftir að hafa afgerandi áhrif á ís- lenskt myndlistarlíf og víðar um Evrópu þegar leið á tuttugustu öld- ina. Verk Sigríðar hafa ekki verið sýnd oft opinberlega á söfnum og sýningarstöðum hér á landi og Aðal- steinn bendir á að mögulega sé hæv- ersku hennar um að kenna en einnig þeim örlögum Sigríðar og margra mætra listakvenna sem voru giftar starfandi myndlistarmönnum að lifa í skugga maka síns, án þess að vera metnar að verðleikum. Margbreytilegur ferill Þegar litið er yfir feril Sigríðar kem- ur í ljós að hann er æði margbreyti- legur, verkin eru viðbragð og úr- vinnsla utanaðkomandi áreitis. Starf hennar sem listmeðferðarfræðingur hefur haft áhrif á sköpun hennar, þar sem listamaðurinn sækir í eigið innsæi og vitund fremur en áhrif frá liststraumum samtímans. „Því ein- kennist myndlistarferill hennar fremur af skyndilegum hugljóm- unum, jafnvel kollsteypum, en óslit- inni framvindu“ (bls. 13). Sigríður notar ólíkan efnivið í verk sín svo sem bílalakk, ritblý, olíuliti, húsamálningu, gasbrennara, eggjárn auk ýmissa aðskotahluta. Tímabilið frá 1957-1970 var frjótt í listsköpun Sigríðar og Aðalsteinn dregur vel fram listrænt sjálfstæði hennar gagnvart verkum Dieters. Sigríður prófaði sig áfram og gerði tilraunir með fótógrömm (þar sem ljósmynd er búin til án ljósmynda- vélar) undir lok sjötta áratugarins. Í sumum þeirra verða til myndljóð þar sem hún fellir orð og bókstafi inn í verkin. Um tíma gerði Sigríður verk þar sem ýmiss konar aðskotahlutum er steypt saman, svokallaðar „sam- skeytur“. Í listsögulegu samhengi er fróðlegt að kynnast frumlegri nálg- un Sigríðar á þessu tímabili. „Sam- skeytingar Sigríðar frá 1961-1962 staðfesta ótvírætt listrænt frum- kvæði hennar í þessari grein mynd- listar og gefa fullt tilefni til endur- mats á framlagi hennar til mynd- listarsögunnar í landinu á þessu umbrotatímabili.“ Að mati Aðal- steins eru þessi verk týndur hlekkur milli frjálsrar abstraktlistar og ný- raunsæis SÚM-hreyfingarinnar (21- 22). Metnaðarfull útgáfa Mikill metnaður hefur verið lagður í útgáfuna og hönnun bókarinnar er vel heppnuð. Sjaldgæft er að freista þess að birta nánast öll verk lista- manns á prenti eins og gert er hér, enda er útkoman stórt og mikið rit sem telur um 300 blaðsíður. Það er spurning hvort það þjónar tilgangi í útgáfu sem þessari og hefði farið betur að halda heildarská verka til haga með öðrum hætti. En vissulega gefur það heildstætt yfirlit yfir feril Sigríðar og opnar lesendum sýn á listamann sem tekur stöðugum breytingum og gerir áhugaverðar tilraunir á löngum ferli. Í nýjustu landslagsverkum Sigríðar standa eftir einföld grunnform sem minna á blæbrigði náttúrunnar en áhorfand- anum er látið eftir að búa til eigin skýjamyndir. Skýjamyndir Brautryðjandi Bókin gefur „heildstætt yfirlit yfir feril Sigríðar og opnar lesendum sýn á listamann sem tekur stöð- ugum breytingum og gerir áhugaverðar tilraunir á löngum ferli,“ segir um bókina um feril Sigríðar Björnsdóttur. Myndlist Sigríður Björnsdóttir. Myndverk 1950-2019 bbbbn Ritstjórar og höfundar inngangs: Karl Roth, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Björn Roth og Vera Roth. Höfundur texta: Aðalsteinn Ingólfsson. Hönnun: Ármann Agnarsson og Björn Roth. Útgefendur: Börn Sigríðar, ROTH Ver- lag, 2019. Kilja, 303 bls ALDÍS ARNARDÓTTIR BÆKUR Fjölbreytileg Eitt verka Sigríðar í vandaðri og vel hannaðri bókinni. 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. MAÍ 2020 Ný þáttaröð er væntanleg af hinum vinsælu dönsku dramaþáttum Borgen sem sýndir voru á RÚV fyrir fáeinum árum. Danska ríkis- útvarpið, DR, mun sem fyrr fram- leiða þættina en nú í samstarfi við hina voldugu streymisveitu Netflix. Þáttaröðin verður sú fjórða og ekki frumsýnd fyrr en eftir tvö ár, 2022, en þá verða níu ár liðin frá því síðasta þáttaröð var sýnd. Þættirnir verða bæði sýndir á DR og á Netflix og verða eldri syrpur þáttanna aðgengilegar síðar á þessu ári. Leikkonan Sidse Babett Knudsen mun snúa aftur í hlutverki Birgitte Nyborg sem verður að þessu sinni í starfi utanríkis- ráðherra Danmerkur. Borgen eru meðal vinsælustu þátta DR fyrr og síðar og margverðlaunaðir. Hafa þeir m.a. hlotið Bafta-verðlaunin og Peabody. Endurkoma Sidse Babett Knudsen snýr aftur í fjórðu þáttaröð Hallarinnar. Fjórða syrpan af Höllinni árið 2020 Ný heimildarmynd, sem hinn þekkti heimildarmyndahöfundur Michael Moore framleiðir, hefur valdið usla meðal vísindamanna og baráttumanna í umhverfismálum. Er myndin sögð beina spjótum sín- um að meintri hræsni umhverfis- verndarsinna og vera hættuleg, afvegaleiðandi og skaðleg, að því er fram kemur á vef dagblaðsins The Guardian. Hvetur hópur vísinda- manna og umhverfisverndarsinna til þess að myndin verði fjarlægð úr sjónvarpsveitum þannig að almenn- ingur geti ekki horft á hana. Myndin nefnist Planet of the Humans og var gerð aðgengileg í síðustu viku. Í lýsingu á myndinni segir að hún sé árás á hinar heilögu kýr og sýni m.a. fram á galla raf- magnsbíla og sólarorku. Umdeildur Michael Moore er bæði dáður og fyrirlitinn heimildarmyndasmiður. Heimildarmynd sögð skaðleg ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.