Morgunblaðið - 02.05.2020, Page 48
Frá menningarhúsinu Hannesarholti verður á morgun,
sunnudag, klukkan 12.15 streymt á samfélagsmiðlum
flutningi á aríum úr óperunni The Raven’s Kiss eftir Ev-
an Fein og Þorvald Davíð Kristjánsson sem frumflutt
var á Seyðisfirði í fyrra. Óperan er skrifuð fyrir fimm
einsöngvara og litla hljómsveit, en á tónleikunum sem
verður streymt sér Sigurður Helgi Oddsson píanóleik-
ari um meðleikinn. Söngvarar eru Hildur Evlalía
Unnarsdóttir, Ólafur Freyr Birkisson, Egill Árni Pálsson,
Bergþór Pálsson og Berta Dröfn Ómarsdóttir.
Streyma flutningi á aríum úr
óperunni The Raven’s Kiss
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þegar einar dyr lokast opnast aðrar,
líka í kórónuveirufaraldri um allan
heim. Hlaupahópur Þróttaranna
Ólafs Frímanns Kristjánssonar, Sig-
urðar Traustasonar og Högna
Hjálmtýs Kristjánssonar varð til í
samgöngubanninu, en vegna þess og
tveggja metra
reglunnar hafa
þeir aldrei
hlaupið saman.
Félagarnir
eru æskuvinir
og léku fótbolta
saman upp alla
yngri flokkana í
Þrótti í Reykja-
vík. Ólafur er í meistaranámi í við-
skiptafræði í Háskóla Íslands, Sig-
urður í meistaranámi í lögfræði í HÍ
og Högni starfar sem hagfræðingur.
Eftir að þeir hættu í fótboltanum
hafa þeir eflt líkama og sál hver með
sínum hætti en hist reglulega þar
fyrir utan. Í lok mars virtust þeim
allar bjargir bannaðar í líkamsrækt-
inni, en þá varpaði Ólafur fram þeirri
hugmynd að þeir efndu til keppni í
samkomubanninu, færu að hlaupa
„saman“ og notuðu ákveðið hlaupa-
forrit, þar sem þeir hlypu einir en
gætu fylgst hver með öðrum. „Við
erum engir hlaupagarpar en þarna
var komin leið til að styrkja okkur,“
segir Högni, sem hefur tvisvar
hlaupið hálft maraþon. Sigurður á að
baki eitt heilt maraþon og annað
hálft en ferilskrá Ólafs er tóm hvað
þetta varðar. „Við vissum að í samko-
mubanninu myndum við ekki hittast,
ekki spila fótbolta okkur til gamans,
ekki fara í ræktina og svo framvegis
þannig að allt í einu sáum við til
sólar.“
Stefna á alþjóðlegt mót
Keppnin var tvíþætt til 4. maí. Í
fyrsta lagi að hlaupa sem lengst sam-
anlagt í mánuð og síðan að hlaupa
styttri vegalengdir í tímatöku. „Við
höfum ekkert hist en spjallað saman
á tölvufundum,“ segir Högni og bæt-
ir við að þeir stefni að því að hlaupa
saman langhlaup á næstunni.
Félagarnir búa í Þróttarahverfinu
og hafa hlaupið vítt og breitt um bæ-
inn, allt frá þremur kílómetrum upp í
22 km í einu. Oftar en ekki hafa þeir
komist að því eftir hlaup að þeir hafi
verið á sömu slóðum en þeir hafa
aldrei verið í augsýn hver við annan.
„Við höfum haft mjög gott af þessu
og vegna keppninnar hef ég til dæm-
is hlaupið oftar og meira en áður, en
Ólafur hefur engu að síður mikla
yfirburði í keppninni,“ segir Högni.
„Við erum allir á fullu í vinnu eða
námi og hlaupin hafa haldið okkur
við efnið auk þess sem þau hafa brot-
ið upp daginn.“
Vegna árangursins hafa félagarnir
rætt um að halda uppteknum hætti,
en þegar fótboltinn byrjar að rúlla á
ný verða þeir á sínum stað í hópi
Köttara á vellinum að styðja sína
menn í Þrótti. „Í fyrra byrjuðum við
að spila golf saman af miklum krafti
og stefnum á að halda því áfram í
sumar,“ segir Högni. „Við höfum
rætt um að taka hlaupin alvarlega,
stefna að ákveðnum tíma í hálfu og
heilu maraþoni, og erum farnir að
velta fyrir okkur þátttöku í hálfu
maraþoni í London 15. nóvember.
Við verðum samt að bíða og sjá
hvernig veirufaraldurinn þróast áður
en við tökum ákvörðun.“
Köttarar Sigurður, Ólafur og Högni hittust í fyrsta sinn í samkomubanninu vegna myndatökunnar fyrir Moggann.
Aldrei hlaupið saman
Þrír æskuvinir hafa keppt innbyrðis án þess að hittast
Sími 580 7000 |www.securitas.is
Með öryggishnapp Securitas um
úlnlið eða háls eykur þú öryggi þitt ef eitthvað
kemur upp á. Þú býrð við meira öryggi á heimilinu
og aðstandendum líður betur að vita af þér í
öruggum höndum.
Þú ýtir á hnappinn, boðin berast samstundis til
stjórnstöðvar Securitas þar sem þú færð samband
við sérþjálfað starfsfólk. Öryggisverðir Securitas
með EMR þjálfun eru alltaf á vakt og bregðast hratt
og örugglega við.
Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma
580 7000 og kynntu þér kosti öryggishnappsins og
hvaða annan öryggisbúnað hægt er að hafa með
honum.
SAMSTARFSAÐILI
ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS
09:41 100%
ÖRYGGI ÖLLUM
STUNDUM
ÖRYGGIS-
HNAPPUR
SECURITAS
LAUGARDAGUR 2. MAÍ 123. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
„Ég var að skoða þetta fyrr í vetur en ekkert spennandi
kom upp og ég skrifaði undir hjá ÍBV. Svo var ég bara
orðin mjög spennt fyrir næsta tímabili, enda vorum við
komin með þrusugott lið, en svo kom þetta upp,“ sagði
handknattleikskonan og leikstjórnandinn Sandra Er-
lingsdóttir í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að til-
kynnt var að hún færi til Danmerkur eftir allt saman.
Þar mun hún leika með Álaborg í fyrstu deildinni
dönsku, en unnusti hennar leikur einnig handbolta í
Danmörku. »40-41
Hafði skoðað þennan möguleika
fyrr í vetur en sá ekkert spennandi
ÍÞRÓTTIR MENNING