Morgunblaðið - 03.05.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 03.05.2020, Síða 12
BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Aldrei þessu vant steig Warren Buffett á svið fyrir framan galtóman sal á árlegum aðalfundi Berkshire Hathaway í Omaha um helgina. Í seinni tíð hefur aðalfundur félagsins orðið að risaviðburði og vörusýningu en þar var slegið nýtt met í fyrra þegar 40.000 manns frá öllum heims- hornum flykktust til Omaha til að hlýða á stjórnendur þessa volduga eignarhaldsfélags. Vegna kórónuvei- rufaraldursins voru þátttakendurnir aðeins tveir að þessu sinni; forstjór- inn Warren Buffett og Greg Abel, varaformaður stjórnar. Charlie Munger var fjarri góðu gamni, sem og Ajit Jain sem einnig er varafor- maður stjórnar. Búist er við að Abel og Jain taki við stjórnartaumunum í félaginu þegar Buffett og Munger stíga til hliðar en þeir eru í dag 89 og 96 ára gamlir. Bandarískir galdrar Heyra mátti á svörum Buffetts á fundinum, sem sendur var út á fjár- málavef Yahoo, að hann er bjartsýnn á að bandarískt efnahagslíf muni jafna sig á því tjóni sem veirufarald- urinn hefur valdið: „Við höfum tekist á við stærri áskoranir, og banda- ríska kraftaverkið – bandarísku galdrarnir – hafa alltaf orðið ofan á.“ Þegar hann var beðinn að spá um framhaldið sagði Buffett, sem oft er kallaður véfréttin frá Omaha, að af- leiðingar veirufaraldursins gætu þróast með margvíslegum hætti, en hægt væri að þrengja betur hring- inn í dag en fyrir nokkrum vikum um mögulega framvindu mála. „Núna virðist ólíklegt að heims- byggðin þurfi að glíma við að allt fari á allra versta veg, bæði á sviði efna- hags- og heilbrigðismála,“ sagði hann og bætti við að hagkerfi Bandaríkjanna myndi jafna sig með tíð og tíma. Buffett er m.a. þekktur fyrir að forðast að fjármagna fjárfestingar sínar með lántökum og notaði hann hluthafafundinn til að minna á hversu gagnlegt það væri í erfiðu ár- ferði eins og nú að sitja ekki uppi með háar skuldir: „Það er alltaf óhætt að veðja á Bandaríkin, en það er ekki sama hvernig maður veðjar, því markaðurinn er til alls líklegur.“ Ekki nógu margir farþegar til að fylla flugvélarnar Ljóst er að Buffett er alltént ekki reiðubúinn að veðja á bandarísku flugfélögin og var greint frá því fyrir aðalfundinn að Berkshire hefði selt alla þá hluti sem félagið átti í fjórum bandarískum flugfélögum. Það þóttu merkileg tíðindi árið 2016 þegar Berkshire eignaðist nokkuð stóra hluti í Delta, American, Southwest og United því áður hafði Buffett ver- ið mjög andvígur fjárfestingum í flugfélögum og gengið svo langt að kalla þau „dauðagildru fyrir fjár- festa“. Greinir FT frá að í apríl hafi Berkshire selt frá sér um sex millj- arða dala virði af hlutabréfum í fé- lögum tengdum flugrekstri. Af ummælum Buffetts á hluthafa- fundinum má ráða að hann hafi ekki mikla trú á að umskipti verði í flug- geiranum á komandi misserum. „Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér, en ég held að rekstrarumhverfi flug- félaga hafi tekið meiriháttar breyt- ingum,“ sagði hann og kvaðst efast um að fólk yrði jafn duglegt að fljúga að tveimur eða þremur árum liðnum og það var á síðasta ári. „Og ef eftisrpurnin eftir flugi nær að verða 70 eða 80% af því sem hún var [fyrir faraldur] þá hverfa ekki þær flugvélar sem þegar eru í notkun. Það er of mörgum flugvélum til að dreifa.“ Erfið byrjun á árinu Berkshire var rekið með miklu tapi á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Nam tapið nærri 50 milljörðum dala og hefur aldrei verið meira í sögu fé- lagsins. Sagði Buffett að flest af þeim u.þ.b. 90 fyrirtækjum sem Berkshire á að hluta eða í heild glímdu við allt frá tiltölulega létt- vægum yfir í mjög alvarleg vanda- mál vegna veirufaraldursins. Frammistaða Berkshire hefur vald- ið fjárfestum vonbrigðum og hefur hlutabréfaverð félagsins lækkað um 19% það sem af er þessu ári, en á sama tíma hefur S&P 500-vísitalan veikst um 12%. AFP Klípa Buffett á hluthafafundi Berkshire fyrir ári. Hann spáir gjörbreyttu rekstrarumhverfi flugfélaga.  Hefur selt alla hluti Berkshire í bandarískum flugfélögum  Hann á von á minni eftirspurn eftir flugsætum á komandi árum en offramboði á flugvélum Buffett bjartsýnn fyrir hönd Bandaríkjanna 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnlíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is 4. maí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 146.42 Sterlingspund 183.17 Kanadadalur 105.59 Dönsk króna 21.358 Norsk króna 14.256 Sænsk króna 14.595 Svissn. franki 150.91 Japanskt jen 1.3734 SDR 200.11 Evra 159.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.7208 Hrávöruverð Gull 1673.05 ($/únsa) Ál 1460.5 ($/tonn) LME Hráolía 22.87 ($/fatið) Brent Á sunnudag varð 7,4% hrun í Tada- wul-kauphöllinni í Sádi-Arabíu eft- ir að Mohammed Al-Jadaan, fjár- málaráðherra konungsríkisins, tilkynnti að hið opinbera myndi þurfa að ráðast í sársaukafullar niðurskurðaraðgerðir, bæði vegna kórónuveirufaraldursins og vegna verðhruns á olíumörkuðum. Hlutabréf ríkisolíufélagsins Saudi Aramco lækkuðu um rúmlega 5% og kosta núna 30 ríala en voru seld á 32 ríala við skráningu félagsins í kaup- höll í desember á síðasta ári. Hlutabréfaverð þriggja stærstu banka landsins lækkaði um 6,7 til 8,7% en margir sádiarabískir bankar veittu lán fyrir kaupum á hlutabréf- um Aramco gegn veði í bréfunum sjálfum. ai@mbl.is Lækkun í Sádi-Arabíu Mohammed al-Jadaan Norska lággjaldaflugfélagið Nor- wegian tilkynnti á sunnudag að samið hefði verið við lánardrottna félagsins um að breyta um 1,2 millj- arða dala virði af skuldum í hlutafé. Að sögn Reuters þýðir þetta að eignarhald yfir félaginu færist að stærstum hluta til kröfuhafa flug- félagsins, en samningurinn eykur líkurnar á að takist að bjarga rekstrinum á meðan kórónuveiru- faraldurinn gengur yfir. Samkomulagið náðist á síðustu stundu því aukaaðalfundur hefur verið boðaður hjá Norwegian í dag, mánudag, þar sem vonir standa til að hluthafar samþykki nýja björg- unaráætlun fyrir flugfélagið. Viðræður við kröfuhafa runnu út í sandinn á föstudag en um helgina tókst Norwegian að tryggja sér stuðning nægilega hás hlutfalls skuldabréfaeigenda til að breyta skuldum félagsins. Nú hyggst Nor- wegian gefa út ný hlutabréf og þannig afla 400 milljóna norskra króna, jafnvirði um 5,6 milljarða ís- lenskra króna. Þar sem hlutfall skulda af eigin fé hefur batnað mun félagið geta nýtt sér lánaábyrgð sem norska ríkið veitir, að upphæð allt að 2,7 milljörðum norskra króna. ai@mbl.is AFP Lent Norwegian er hólpið í bili. Norwegian tókst að semja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.