Morgunblaðið - 03.05.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020
Suðurkóreski
herinn segir að
skothríð norð-
urkóreskra her-
manna á vopna-
hlésbeltinu á
landamærum
ríkjanna hafi ver-
ið óviljaverk, að
sögn Yonhap-
fréttastofunnar.
Skyndilega hófust tvær skot-
hrinur suður yfir línuna en suð-
urkóreski herinn brást við með því
að skjóta til baka. Hæfðu kúlur suð-
urkóreska varðstöð.
Atvikið á sér stað daginn eftir að
ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu
fréttir og myndir af leiðtoganum
Kim Jung Un sem ekkert hafði sést
til eða heyrst frá í þrjár vikur. Ákaf-
ar vangaveltur fóru af stað um að
hann glímdi við ýmis heilsuvanda-
mál. Yfirvöld í Seúl í Suður-Kóreu
segja að Kim hafi ekki gengist undir
skurðaðgerð, eins og talið var.
„Ég er ánægður að sjá hann kom-
inn hressan til baka,“ sagði Donald
Trump Bandaríkjaforseti í tísti í
gær. agas@mbl.is
SUÐUR-KÓREA
Skiptust á skotum
Læknar sem önn-
uðust Boris John-
son forsætisráð-
herra Bretlands
á spítala eftir að
hann veiktist af
kórónuveirunni
voru reiðubúnir
með yfirlýsingu
um andlát hans
dæi hann á sjúkrabeðinum.
Johnson skýrir frá þessu í sam-
tali við blaðið „Sun on Sunday“ í
dag. Segist hann hafa þurft á
óvenjumikilli súrefnisgjöf að halda
til að þrauka. Hann lá m.a. þrjá sól-
arhringa á gjörgæsludeild St.
Thomas’-spítalans.
„Ég var ekki vel á mig kominn og
mér varð ljóst að áætlanir voru fyr-
ir hendi. Læknarnir voru búnir að
gera alls konar ráðstafanir um
hvað gera skyldi ef allt færi á
versta veg,“ segir Johnson í samtal-
inu.
Hann var í sjálfskipaðri ein-
angrun nokkra daga fyrir spít-
alavistina og segir erfitt að gera
sér í hugarlund hversu hratt heilsu
hans hrakaði í veikindunum. Verst
hafi ástandið á honum verið þegar
helmingslíkur voru á að renna
þyrfti súrefnisslöngu niður önd-
unarveginn. Um það leyti hafi
læknar byrjað að ræða hvernig þeir
ættu að tilkynna ef illa færi.
Johnson og unnusta hans Carrie
Symonds tilkynntu í gær að þau
hefðu gefið nýfæddum syni sínum
nafnið Wilfred Lawrie Nicholas en
síðasta nafnið var valið til heiðurs
læknum tveimur sem björguðu lífi
Johnsons. agas@mbl.is
BRETLAND
Tilbúnir með
andlátsbréf
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Nokkur Evrópuríki stíga í dag fyrstu skrefin í þá
átt að aflétta ströngum reglum sem gripið var til
vegna kórónuveirufaraldursins. Þar á meðal er
Ítalía, þrátt fyrir að dauðsföll af völdum veirunnar
hafi aukist aftur um helgina eða úr 269 dauðsföllum
á föstudag í 474 á laugardag.
Á morgun geta Ítalir heimsótt vini og vanda-
menn eftir tveggja mánaða einangrun. Alls hafa
28.710 manns dáið úr veikinni á Ítalíu og smitfjöldi
á dag stendur meira og minna í stað, við 1.900 ný
smit. Á Spáni verða lítil þjónustufyrirtæki opnuð
aftur, svo sem rakarastofur, og í Þýskalandi hefst
skólastarf á sumum svæðum. Skylt verður að bera
andlitsgrímu í samgöngufarartækjum á Spáni.
Að minnsta kosti 243.637 manns hafa dáið af
völdum kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Kína
í desember sl., að sögn AFP. Alls hafa 3,4 milljónir
smitast. Manntjónið er mest í Bandaríkjunum, eða
66.385 manns. Í Evrópu hafa 142.611 dáið.
Í Rússlandi kom upp metfjöldi nýsmita á laug-
ardag eða 9.623, langflest í Moskvu. Alls hafa
124.054 smitast þar í landi. Íhuga ráðamenn þar að
grípa til stífra innilokunar fólks a heimilum sínum
til að ná sýkingum niður.
Hálfsmánaðar sóttkví fyrir alla
Frakkar ákváðu í fyrradag að slaka ekki á klónni
í stríðinu gegn kórónuveirunni og framlengdu
neyðarástand í heilbrigðiskerfinu um tvo mánuði,
til 24. júlí, til að eiga ekki yfir höfði sér aðra flóð-
bylgju smits, að sögn heilbrigðisráðherrans Oli-
viers Verans. Hann sagði nýjar reglur skylda þá
sem koma til Frakklands til að dveljast í hálfsmán-
aðar sóttkví áður en þeim yrði hleypt inn í landið.
Eigi það jafnt við um Frakka á heimleið frá öðrum
löndum. Í Frakklandi hafa 24.594 látist en und-
anfarnar þrjár vikur hefur þeim fækkað dag frá
degi.
Fækkun dauðsfalla af völdum veirufaraldursins
á Spáni og í Þýskalandi hefur leitt til aukins þrýst-
ings á stjórnvöld um að aflétta þvingunaraðgerðum
sem komið hafa hart niður á efnahagslífinu. Giu-
seppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, varðist ásök-
unum um að fara sér hægt í þágu atvinnulífsins.
„Neytendur verða að hafa það á tilfinningunni að
þeir séu óhultir og undir vernd,“ sagði hann.
Stíga fyrstu afléttingarskrefin
Atvinnulífinu finnst of hægt farið í að aflétta þvingunaraðgerðum vegna kórónu-
veirunnar þrátt fyrir undanhald hennar Skylt verður að bera grímu á Spáni
AFP
Veðurblíða með bili Danskt par með litla dóttur nýtur veðurblíðunnar á Íslandsbryggju á Amager í
Kaupmannahöfn í gær. Svæðið er kirfilega merkt til að auðvelda fólki að hafa gott bil sín á milli.
Þýska flugfélagið Lufthansa er vongott um að
þýska ríkið hlaupi undir bagga með því til að lina
áhrif og afleiðingar kórónuveirufaraldursins á
reksturinn. Lufthansa hefur sagt að sér sé að
blæða fjárhagslega út og gæti þurft að fara fram
á greiðslustöðvun. Hefur félagið farið fram á 10
milljarða evra aðstoð, jafnvirði um 1.600 millj-
arða króna, að sögn tímaritsins Der Spiegel.
agas@mbl.is
AFP
Lufthansa vongott um ríkisaðstoð
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma