Morgunblaðið - 03.05.2020, Page 26
LANDSLIÐIÐ
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Knattspyrnuheimurinn hefur auð-
vitað orðið fyrir skakkaföllum und-
anfarið vegna kórónuveirufaraldurs-
ins en aðeins virðist þó vera farið að
birta til. Æfingar eru að fara aftur
af stað og til stendur að hefja Ís-
landsmótið í næsta mánuði. Fé-
lagslið eru smátt og smátt að ná
vopnum sínum á ný en staðan verð-
ur áfram erfið hjá landsliðsþjálf-
urum eins og Morgunblaðið komst
að eftir samtal við Jón Þór Hauks-
son, þjálfara kvennalandsliðs Ís-
lands.
„Við höfum reynt að vera í sam-
skiptum síðan við komum frá Spáni í
mars, þetta ástand fór á fulla ferð á
meðan við vorum úti og við bara rétt
sluppum heim,“ sagði Jón en lands-
liðið keppti á Pinatar-mótinu á þeim
tíma sem faraldurinn var að skella á.
„Við höfum reynt að heyra í leik-
mönnum og aðstoða þá ef hægt er.
Aðalatriðið hefur bara verið að at-
huga hvort allir séu ekki heilir
heilsu, það er númer eitt, tvö og
þrjú í þessu. Sem betur fer hafa allir
sloppið vel, það er jákvætt.“
Ástandið er hörmulegt
Staðan á liðinu er hins vegar erf-
ið. Leikirnir þrír á Spáni voru þeir
fyrstu hjá landsliðinu í hálft ár og nú
er ljóst að liðið þarf að bíða álíka
lengi eftir að koma saman aftur.
„Ástandið er hörmulegt, það er
ekki hægt að segja annað. Vonandi
fer þetta í gang aftur í haust en þá
er staða okkar þannig að við erum
búin að spila þrjá leiki á heilu ári,
það er bara mjög slæm staða.
Við fundum fyrir því í mars að
það var langt síðan við spiluðum leik
þar undan, þetta er ekki góð staða
til að vera í með lið. Það segir sig
sjálft,“ bætti Jón við og benti á að
landslið ættu engan möguleika á að
koma saman á næstunni.
„Þegar tímabilið fer í gang aftur
höfum við engan möguleika á að
koma saman heldur. Það er sérstakt
starf, að vera landsliðsþjálfari, og
enn meira svo í svona ástandi.
Þegar deildirnar fara loks aftur í
gang verður spilað mjög þétt og
enginn tími mun gefast fyrir neitt
annað. Það er mikil pressa að klára
þessar deildakeppnir og auðvitað
bitnar það á landsliðunum.“
Jón segist hafa nokkrar áhyggjur
af knattspyrnufólki og hvernig það
hefur unnið sig út úr þessum erfiðu
tímum. Íslandsmótið á að hefjast
aftur snemma í næsta mánuði og
kemur þá fljótt í ljós hvar leikmenn
standa.
„Við munum sjá strax þegar bolt-
inn fer aftur að rúlla hverjir hafa
nýtt tímann vel og hugað að sínum
leikmönnum. Þá er ég líka að tala
um andlega heilsu. Eftir okkar
langa undirbúningstímabil á Íslandi
kemur þetta ástand þegar knatt-
spyrnufólk var farið að sjá grasið
loks grænka og orðið fullt tilhlökk-
unar fyrir tímabilinu. Þetta var auð-
vitað mikið högg andlega.“
Ætlum okkur á EM
Hann er þó vongóður um að
landsliðið geti haldið uppteknum
hætti, þegar undankeppni EM hefst
aftur í haust, en Ísland vann fyrstu
þrjá leiki sína en á eftir að mæta
Svíþjóð tvívegis, sem einnig hefur
unnið fyrstu þrjá leiki sína.
„Eins og staðan er núna eigum
við að spila í september og við eig-
um fimm leiki eftir í undankeppn-
inni. Vonandi verður hægt að klára
þessa leiki á árinu og þá er eins gott
að við séum tilbúin þá. Við munum
þurfa að nýta tímann vel.“
Þá hefur Knattspyrnusamband
Evrópu, UEFA, frestað Evrópu-
keppninni sjálfri, sem átti að fara
fram á Englandi sumarið 2021, um
eitt ár og fer hún því fram dagana 6.
til 31. júlí 2022.
„Við ætlum okkur að komast
þangað, við erum í góðri stöðu í riðl-
inum og höfum byrjað vel. En þetta
er auðvitað bara byrjun og það er
langt síðan við spiluðum. Það var
góður taktur í liðinu en það vinnur
gegn okkur hvað við höfum spilað
lítið undanfarið.“
Þá vék hann sér að lokum að orð-
rómnum um að landsliðsfyrirliðinn
Sara Björk Gunnarsdóttir gæti
skipt yfir úr meistaraliði Wolfsburg
í Þýskalandi í sterkasta lið Evrópu,
Lyon í Frakklandi.
„Þetta er toppurinn í kvenna-
knattspyrnunni, Lyon er stærsta
liðið og ég vil sjá okkar leikmenn í
stærstu liðunum. Þetta er algjört
draumaskref fyrir hana og hún er
algjörlega tilbúin í það. Ég held að
hún muni styrkja gríðarlega öflugt
Lyon-lið, það væri mjög spennandi
og eflandi fyrir íslenska kvenna-
knattspyrnu almennt.“
Erfiðara að
vera landsliðs-
þjálfari núna
Munu spila þrjá leiki á einu ári
Draumaskref fyrir Söru Björk
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
EM 2022 Ásta Eir Árnadóttir, Jón Þór Hauksson og Glódís Perla Viggós-
dóttir fyrir sigurleikinn gegn Slóvakíu í undankeppni EM í haust.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020
4. maí 1975
Kristbjörg Magnúsdóttir er
vesturþýskur meistari í hand-
knattleik með
Eintracht Mind-
en sem sigrar
RW Kiebitzreihe
12:8 í úrslitaleik.
Hún er eina ís-
lenska konan
sem hefur unnið
þýska meistaratitilinn. Eig-
inmaður hennar Axel Axels-
son leikur úrslitaleikinn í
karlaflokki með Dankersen en
lið hans bíður lægri hlut gegn
Gummersbach, 13:7.
4. maí 1984
Ásgeir Sigurvinsson skorar
tvö marka Stuttgart og leggur
eitt upp í 5:1-
sigri á Kickers
Offenbach í vest-
urþýska fótbolt-
anum og fær þá
umsögn í sjón-
varpslýsingu
leiksins að hann
sé besti leikstjórnandi Bundes-
ligunnar. Ásgeir er þá kominn
með 11 mörk í deildinni á
tímabilinu og Stuttgart er með
eins stigs forskot á Ham-
burger SV í baráttunni um
vesturþýska meistaratitilinn
þegar þremur umferðum er
ólokið.
4. maí 1990
Morgunblaðið segir frá því að
Guðmundur Torfason lands-
liðsmaður í knattspyrnu hafi
fengið sjö viðurkenningar sem
leikmaður ársins hjá St. Mirr-
en í skosku úrvalsdeildinni.
Hann skoraði 13 af 28 mörk-
um liðsins í deildinni á tíma-
bilinu 1989-90.
4. maí 1997
Íslenska karlalandsliðið í
handknattleik sigrar Hvít-
Rússa, 30:22, í lokaleik sínum
á alþjóðlegu móti á Spáni, sem
er síðasti leikurinn í undirbún-
ingi fyrir HM í Kumamoto.
Gústaf Bjarnason skorar níu
mörk fyrir Ísland í leiknum og
Valdimar Grímsson fimm.
4. maí 2002
Eiður Smári Guðjohnsen tekur
fyrstur Íslendinga þátt í úr-
slitaleik ensku
bikarkeppn-
innar í knatt-
spyrnu. Eiður,
sem gerði 23
mörk fyrir
Chelsea á tíma-
bilinu sem þarna
var að ljúka, verður þó að
sætta sig við silfurverðlaunin
en Arsenal leggur Chelsea að
velli, 2:0, á Millennium-
leikvanginum í Cardiff.
4. maí 2014
Valsmenn leggja KR-inga að
velli, 2:1, í fyrstu umferð Ís-
landsmóts karla í knattspyrnu
en KR þarf að spila heimaleik
sinn á gervigrasvelli Þróttar í
Laugardal. Ian Williamson og
Kristinn Ingi Halldórsson
skora fyrir Val en Gary Mart-
in fyrir KR sem á Íslands-
meistaratitil að verja. Jóhann
Birnir Guðmundsson úr Kefla-
vík skorar hinsvegar fyrsta
mark mótsins þegar Keflavík
sigrar Þór, 3:1.
Á ÞESSUM DEGI
Hvíta-Rússland
BATE Borisov – Neman Grodno ........... 3:1
Willum Þór Willumsson lék allan leikinn
með BATE.
Efstu lið: Slutsk 16, Torpedo Zhodino 14,
BATE 13, Energetik Minsk 12, Isloch 12,
Shakhter Soligorks 11, Dinamo Brest 10.
KNATTSPYRNA
Bandaríska knattspyrnukonan
Megan Rapinoe, besti leikmaður
HM 2019, sagði á Twitter að leik-
menn bandaríska landsliðsins
myndu aldrei hætta baráttunni
fyrir jafnrétti. Á laugardag var
kröfu 28 leikmanna liðsins um að
fá sömu laun og karlalandslið
þjóðarinnar hafnað af alrík-
isdómstóli á þeim forsendum að
kvennaliðið hefði áður hafnað því
að fá greitt á sömu forsendum og
karlarnir, og væri auk þess með
hærri laun en þeir á ársvísu. Leik-
ir kvennaliðsins eru hins vegar
mun fleiri.
Hætta aldrei bar-
áttu fyrir jafnrétti
AFP
Leiðtogi Megan Rapinoe er áber-
andi í baráttu bandaríska liðsins.
KR-ingar verða með tvö lið í
tveimur efstu deildum Íslands-
móts karla í körfuknattleik næsta
vetur eftir að KV tók boði móta-
nefndar KKÍ um að leika í 1.
deildinni 2020-21. Lið KV er skip-
að ungum leikmönnum úr KR og
hafnaði í þriðja sæti af tólf liðum
2. deildar í vetur, á eftir B-liðum
KR og Vals. Félögin eru jafn-
framt með sameiginlegan
drengja- og unglingaflokk á Ís-
landsmótinu. Þar með verða tíu
lið í 1. deild næsta vetur í stað
níu á nýliðnu tímabili en ekkert
lið fellur.
KR líka með lið
í 1. deildinni
Ljósmynd/KR
Sigursælir Leikmenn KV fagna
sigri í leik í 2. deild síðasta vetur.
leikmenn auk þjálfara geti æft í
hverri einingu fyrir sig. Gert er ráð
fyrir að Íslandsmótið í knattspyrnu
fari af stað í júní ef ekki kemur bak-
slag vegna kórónuveirunnar. Þar
hafa dagsetningarnar 5. júní fyrir
bikarkeppnina og 14. júní fyrir Ís-
landsmótið verið nefndar en það er
ekki staðfest enn sem komið er.
Áréttað er varðandi leiki og æf-
ingar 16 ára og yngri að ætlast sé til
þess að foreldrar séu ekki við-
staddir.
Golfsamband Íslands hefur gefið
út leiðbeiningar fyrir kylfinga en
fram kemur á vef GSÍ að golf upp-
fylli nánast öll skilyrði samkomu-
banns og því er fyrst og fremst lögð
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslensk íþróttafélög hefja starfsemi
sína á ný í dag en fyrsta þrepið í af-
léttingu samkomubanns hefur í för
með sér að börn og ungmenni 16 ára
og yngri geta hafið æfingar að nýju
án takmarkana.
Fullorðnir og ungmenni frá 17 ára
aldri þurfa hinsvegar að æfa með
takmörkunum næstu þrjár vikurnar
eða svo, eða fram að næsta þrepi af-
léttingarinnar.
KSÍ hefur birt á vef sínum að í
meistaraflokki og 2. flokki sé heimilt
að skipta knattspyrnuvelli í fullri
stærð í fjórar einingar þar sem sjö
áhersla á þá hluti sem gætu orsakað
smithættu. Þar er ítarlegar leiðbein-
ingar að finna um slíkt. Allt móta-
hald GSÍ er samkvæmt áætlun fyrir
sumarið og fer af stað fljótlega.
Engar upplýsingar um byrjun
tímabilsins í frjálsíþróttum er að
finna á vef FRÍ en samkvæmt móta-
skrá eiga fyrstu frjálsíþróttamótin
að fara fram 21. maí.
Líney Rut Halldórsdóttir fram-
kvæmdastjóri ÍSÍ sagði á upplýs-
ingafundi almannavarna á laug-
ardaginn að tekjutap íþrótta-
hreyfingarinnar vegna veirunnar
væri í kringum tveir milljarðar en
ítarlega er fjallað um fundinn á
mbl.is/sport.
Ljósmynd/Lögreglan
ÍSÍ Líney Rut Halldórsdóttir fram-
kvæmdastjóri ÍSÍ fór yfir stöðuna.
Starfsemi íþróttafélaganna
fer af stað á ný í dag