Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020
GRÆNT ALLA LEIÐ
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Finnur Oddsson
hefur verið ráð-
inn forstjóri
Haga hf. Mun
hann hefja störf
hjá félaginu í
sumar þegar
hann hefur lokið
störfum hjá
Origo, en í gær-
kvöldi var til-
kynnt um starfsflok hans þar og í
kjölfarið ráðningu til Haga. Sem
kunnugt er óskaði Finnur Árnason
eftir að láta af störfum hjá Högum í
síðustu viku.
Finnur hættir hjá
Origo og fer til Haga
Finnur Oddsson
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, var í fyrradag gerð að heið-
ursfélaga Félags um skjaldarmerkjafræði. Af því tilefni afhentu félags-
menn Vigdísi skjaldarmerki hennar sem til stendur að hengja upp í Veröld,
húsi Vigdísar. Skjaldarmerkið var hannað í samráði við Vigdísi er hún var
sæmd dönsku Fílsorðunni snemma í forsetatíð hennar, og hangir frum-
myndin uppi í Friðriksborgarhöll í Danmörku.
Morgunblaðið/Eggert
Skjaldarmerki Vigdísar loks á Íslandi
Báðum starfsmönnum Vesturverks
á Ísafirði, framkvæmdastjóra og
upplýsingafulltrúa, hefur verið sagt
upp störfum. Þetta staðfestir Jóhann
Snorri Sigurbergsson, forstöðumað-
ur viðskiptaþróunar hjá HS Orku,
stærsta eiganda Vesturverks.
Félagið var stofnað utan um fyrir-
hugaða virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði
og aðra mögulega virkjunarkosti á
Vestfjörðum. Með uppsögnunum
verður uppbygging virkjunarinnar
því sett tímabundið á ís.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Jóhann að uppsagnirnar hafi ekkert
með kórónuveirufaraldurinn að
gera. Hins vegar séu markaðsað-
stæður breyttar frá því farið var af
stað með verkefnið. Raforkuverð í
Evrópu hafi lækkað mjög skarpt
undanfarið sem geri samkeppnis-
stöðu íslenskra raforkuframleiðenda
verri og dragi úr orkuþörf hér á
landi. „Þótt Hvalárvirkjun sé ekki
hugsuð sérstaklega fyrir stóriðju er
ljóst að ef hennar nýtur ekki er
minni þörf á raforku í landinu,“ segir
Jóhann. Aðgerðirnar séu sársauka-
fullar en nauðsynlegar til þess að
tryggja áframhaldandi rekstur Vest-
urverks.
Þrátt fyrir að báðum starfsmönn-
um fyrirtækisins hafi verið sagt upp
verður áfram unnið að rannsóknum
og leyfismálum, en þó ekki af sama
krafti og gert var ráð fyrir. Segir Jó-
hann að þar sé að mestu um að-
keypta vinnu að ræða, svo sem
vatnamælingar og ýmsar rannsókn-
ir. Spurður hvenær megi vænta þess
að starfsemi fari af stað á ný, segir
Jóhann það óvíst en hann gerir ráð
fyrir að staðan verði endurmetin á
næsta ári. alexander@mbl.is
Hvalárvirkjun á ís
vegna aðstæðna
Vesturverk segir upp starfsfólki
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Erla María Markúsdóttir
Verkfall félagsmanna Eflingar er
þegar farið að hafa talsverð áhrif í
þeim sveitarfélögum sem það tekur
til. Mest eru áhrifin í Kópavogi þar
sem loka hefur þurft fjórum grunn-
skólum og fjórum leikskólum. Þá er
skólastarf einnig verulega skert á Sel-
tjarnarnesi, en í Mosfellsbæ og Ölfusi
er von á að verkföllin fari fljótlega að
hafa áhrif. „Við höldum úti skólastarfi
með ákveðnum takmörkunum þar
sem meirihluti þeirra sem sjá um þrif
í skólum eru félagsmenn Eflingar,“
segir Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjöl-
skyldusviðs hjá Seltjarnarnesbæ. Alls
starfa 23 félagsmenn Eflingar hjá
bænum en verkfallið hefur mest áhrif
á grunnskólann þar sem fimm starfs-
menn sem sjá um þrif eru í verkfalli.
Miðað er við að allir nemendur fái
eitthvað að mæta í skólann í hverri
viku, en áhersla er lögð á útiveru,
íþróttir og skólasund og fá nemendur
í 10. bekk forgang.
Samningafundi Eflingar og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, sem fer
með samningsumboð fyrir hönd sveit-
arfélaganna fjögurra, lauk um klukk-
an níu í gærkvöldi. Boðað hefur verið
til næsta fundar klukkan 10 á laug-
ardag.
Vilja sömu hækkanir og í
Reykjavík
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður
Eflingar, vildi lítið segja um gang mála
að fundi loknum, annað en að samn-
ingaviðræður héldu áfram um helgina.
Efling hefur sakað Samband íslenskra
sveitarfélaga um að neita að gera sam-
bærilegan samning við félagsmenn og
þann sem Reykjavíkurborg, ríkið og
Faxaflóahafnir hafa gert við stéttar-
félagið. Hefur Aldís Hafsteinsdóttir,
formaður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, sagt að samningar verði að taka
mið af samningum sveitarfélaganna
við önnur stéttarfélög.
Verkfall farið að hafa talsverð áhrif
Fjórir grunnskólar og fjórir leikskólar lokaðir í Kópavogi vegna verkfalls Eflingar Engin niður-
staða á samningafundi í gær Útilokað að semja um meiri hækkanir en hjá öðrum, segir formaður SÍS
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kjaraviðræður Samninganefndir funda næst á laugardag.
Tilkynningum um heimilisofbeldi
þar sem börn koma við sögu fjölg-
aði hlutfallslega mikið milli mán-
aða frá mars til apríl. Barnavernd
bárust 468 tilkynningar í apríl um
332 börn sem er næstmesti fjöldi
tilkynninga á mánuði frá upphafi
árs 2018. Alls voru 220 tilkynning-
anna vegna vanrækslu, 135 vegna
áhættuhegðunar barna og 113
vegna ofbeldis. Í 71 tilviki var
barn metið í bráðri hættu. Virk
mál á borði barnaverndarstarfs-
manna í Reykjavík eru 2.175 tals-
ins.
Í tilkynningu frá Barnavernd
Reykjavíkur er haft eftir Hákoni
Sigursteinssyni framkvæmdastjóra
að þessi fjölgun sé mikið áhyggju-
efni.
Fjölgun barnavernd-
armála áhyggjuefni