Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty Höfum opnað vefverslunmisty.is Sendum frítt ef verslað er yfir 10.000 kr. GLEÐJUM MÖMMU Á MÆÐRADAGINN Handáburður frá Spa of Iceland fylgir öllum gjafabréfum fyrir 10.000 kr. eða meira. SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við hér á Seltjarnarnesi erum orðin langþreytt á því hvernig málum sem þessu er hugsunarlaust ýtt áfram. Geirsgata er, ásamt Hringbraut, samgönguæð okkar og það verður að tryggja gott flæði bílaumferðar á þessum götum í stað þess að þrengja sífellt að. Það voru því gríð- arleg vonbrigði að upplifa þetta mikla samráðsleysi hjá Reykjavík- urborg,“ segir Magnús Örn Guð- mundsson, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, í samtali við Morg- unblaðið. Vísar hann í máli sínu til fram- kvæmdar við Geirsgötu í miðbæ Reykjavíkur. Er þar verið að setja upp nýja stoppistöð Strætó og hefur það vakið talsverða athygli að ekk- ert útskot fylgir stöðinni, líkt og greint var frá hér í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag. Þetta veldur því að strætisvagnar munu þurfa að stoppa á miðri akbraut til að hleypa farþegum sínum inn og út úr vagn- inum með fyrirséðum töfum á um- ferð um Geirsgötu. Í kjölfar fréttaflutnings blaðsins af málinu var framkvæmd Reykja- víkurborgar tekin fyrir á fundi hjá skipulags- og umferðarnefnd Sel- tjarnarnesbæjar. Telur nefndin að framkvæmdirnar séu ekki í sam- ræmi við samkomulag Reykjavíkur- borgar og Seltjarnarness um skipu- lag svæðisins, sem undirritað var 12. nóvember 2013, þar sem þær þrengi að umferð að Seltjarnarnesi. Telur nefndin það jafnframt vera ámælis- vert að ekki hafi verið haft samráð við Seltjarnarnesbæ og hefur skipu- lagsfulltrúi þegar komið athuga- semdum á framfæri við Reykjavík- urborg vegna þessa. Verkið sé víðáttuvitleysa Magnús Örn segir framkvæmdina við Geirsgötu einnig verða til um- ræðu á næsta bæjarstjórnarfundi og að bæjarstjóri Seltjarnarness muni senda borgarstjóra erindi þar sem verkinu er mótmælt. Segir hann allra leiða verða leitað til að fá út- færslu á stoppistöðinni breytt. „Ég held að þessi framkvæmd sé bara gríðarlega illa undirbúin, enda stenst hún ekki einu sinni samkomu- lag okkar við borgina. Það má ekki gleyma að um Geirsgötu er mikil og þung umferð, bæði í Vesturbæinn og á Nesið en einnig á þjónustusvæðið á Granda, svo ekki sé minnst á olíu- flutninga. Það verður að tryggja góðar og öruggar samgöngur á milli sveitarfélaga og ég efast um að Strætó telji þetta vera heppilegustu lausnina, einkum í ljósi umferðarör- yggis,“ segir hann. Þá segir Magnús Örn það und- arlegt að Reykjavíkurborg skuli fremur kjósa róttæka aðgerð í stað þess að fara skynsamlegan milliveg í góðri sátt og samráði við aðra. „Það er alltaf verið að tala um að þörf sé á því að gera öllum jafn hátt undir höfði í umferðinni. Hér er beinlínis verið að fara þvert á það. Það hefði verið svo einfalt að útfæra þetta öðruvísi enda mikið pláss á þessu svæði. En í stað þess að hafa alla sátta þá tókst mönnum einhvern veginn að klúðra því. Manni fallast hreinlega hendur, svona útfærsla er ekkert annað en víðáttuvitleysa og við munum krefjast breytinga.“ Verða að treysta á rétt mat Jóhannes Svavar Rúnarsson er framkvæmdastjóri Strætó. Hann segir sveitarfélög ákveða staðsetn- ingu stoppistöðva. „Við verðum bara að treysta því að þessi sveitarfélög séu að vinna í samræmi við það sem þau telja best fyrir farþegana og aðra vegfarendur,“ segir hann. Nánar má lesa um þetta á mbl.is. Mótmæla borginni harðlega  Seltjarnarnesbær telur samráðsleysi Reykjavíkurborgar vera ámælisvert  Orðin langþreytt á mál- um sem hugsunarlaust er ýtt áfram, segir forseti bæjarstjórnar  Krefjast breytinga á skýlinu án tafar Morgunblaðið/Árni Sæberg Þrenging Ekki er gert ráð fyrir útskoti fyrir strætó vegna nýrrar stoppistöðvar við Geirsgötu í miðbænum. Á svæð- inu er þó vel hægt að koma fyrir útskoti en þá yrði hjólastígur norðan við skýlið að taka smá sveig. Fyrri ummæli » Vigdís Hauksdóttir, borgar- fulltrúi Miðflokksins, sagði framkvæmdina ekkert annað en hluta af þrengingarstefnu meirihlutans í Reykjavík. » Sigurborg Ósk Haralds- dóttir, borgarfulltrúi Pírata, sagði óþarft að hafa áhyggjur af stoppistöðinni. Ekki sé vilji hjá borginni til að hafa umferð- arhávaða í miðbænum. » Þetta snýst um forgangs- röðun ferðamáta, sagði hún. Skannaðu kóðann til að lesa meira um þetta á mbl.is „Um 50% færri einstaklingar út- skrifuðust hjá okkur í apríl en í sama mánuði á síðasta ári og skýr- ingin á því er eflaust sú að það er mun erfiðara að útskrifa ein- staklinga í vinnu við þessar að- stæður og því höfum við gefið ákveðinn tímabundinn slaka hvað varðar útskriftir,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. Hlutverk sjóðsins er að efla starfs- getu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. Vigdís segir að þjónustan þessa dagana fari að mestu fram í gegnum síma og fjarfundarbúnað en það sé samt sem áður smám saman að breytast. „Við höfum t.d. opnað fyr- ir einstaklinga í starfsendurhæfing- armat hjá sjúkraþjálfurum, sálfræð- ingum og læknum og ég á von á því að upp úr miðjum mánuði fari ein- staklingar að koma aftur í viðtöl á starfsstöðvum ráðgjafa ef allt geng- ur vel,“ segir hún. Vigdís segir að þjónustan hafi gengið vel undanfarnar vikur þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Hafi ráð- gjafar VIRK, sérfræðingar og ein- staklingar í þjónustu lagt sig alla fram um að gera sitt besta. Þjón- ustuaðilar um allt land hafi einnig verið mjög duglegir að bjóða upp á ýmis úrræði í gegnum fjarfundar- búnað. Í dag eru 2.760 einstaklingar í þjónustu hjá VIRK og hafa aldrei verið fleiri. Í mars komu 202 nýir einstaklingar inn í þjónustuna og voru það um 20% fleiri en á sama tíma í fyrra. Í apríl kom 171 nýr ein- staklingur inn í þjónustu og er það svipaður fjöldi og í fyrra. Stöðug fjölgun hefur verið á umsóknum og gert er ráð fyrir að svo verði áfram. „Faraldurinn mun eflaust hafa áhrif á fjölda umsókna til okkar en þau áhrif geta einnig orðið seinna. Einstaklingar sem missa vinnuna tímabundið þurfa yfirleitt ekki á starfsendurhæfingu að halda. Löng fjarvera frá vinnumarkaði getur hins vegar haft alvarlegar heilsu- farslegar afleiðingar og dregið úr vinnugetu einstaklinga,“ segir Vig- dís. Hún segir að hugsa þurfi til fram- tíðar núna og mikilvægt að styðja það fólk sem er í framlínunni í bar- áttu við faraldurinn til að sporna við brottfalli þess af vinnumarkaði síð- ar. gudmundur@mbl.is VIRK útskrifaði 50% færri í apríl  Finna vel fyrir samdrættinum Geirsgata í Reykjavík hefur lengi verið einn af stofnvegum landsins, en með því er átt við vegi sem tengja saman byggðir landsins og eru þeir í umsjá Vegagerðarinnar. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vega- gerðarinnar, segir Geirsgötu nú vera það sem kalla má „skilaveg“ og mun gatan fara í umsjá Reykjavíkurborgar um næstu áramót með lagabreyt- ingu. G. Pétur segir Reykjavíkurborg ekki hafa ráðfært sig við Vegagerð- ina áður en tekin var ákvörðun um að koma umræddu strætóskýli fyrir við Geirsgötu. Spurður hvort borgin hefði átt að gera það svarar hann: „Vegurinn er enn í okkar umsjá og því hefði verið kurteisi að gera það. En kannski gerði borgin það ekki því við höfum til þessa ekki verið að setja okkur upp á móti breytingum þarna því vegurinn er að færast yfir til þeirra. Þeir hafa bara litið svo á að það sé ekki sérstök þörf á því.“ Spurðu ekki um leyfi áður GEIRSGATA ER ENN Í UMSJÁ VEGAGERÐARINNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.