Morgunblaðið - 08.05.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70
hitataekni.is
Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar
ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými.
Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð
og framleidd í Svíþjóð.
– sjö viftur í einni
Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB)
Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
úr silki
LEIKFÖNG
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Efnahagsleg áhrif kórónuveirunnar
á Evrópu komu skýrar í ljós í gær
þegar þrjú af helstu ríkjum álfunnar,
Bretland, Frakkland og Þýskaland,
greindu öll frá miklum samdrætti
sem rekja má beint til veirunnar og
viðbragða gegn henni.
Englandsbanki spáir því að
þjóðarframleiðsla Breta muni falla
um 14% á þessu ári vegna kórón-
uveirunnar. Ákvað bankinn að halda
stýrivöxtum sínum í 0,1% vegna
þessa, en spár bankans gera einnig
ráð fyrir hagvexti upp á 15% á næsta
ári þegar faraldurinn verður um
garð genginn.
Breska ríkisstjórnin ræddi í gær
hvernig létta ætti á samkomubanni
sínu, en gildistími þess var fram-
lengdur um þrjár vikur. Boris John-
son forsætisráðherra hyggst hins
vegar kynna bresku þjóðinni tillögur
sínar á sunnudaginn um hvernig létt
verði á banninu í skrefum.
Versta hrun frá sameiningu
Opinberar tölur frá Þýskalandi
sýndu að iðnaðarframleiðsla þar í
landi féll um 9,2% milli mánaða í
marsmánuði. Er þetta mesta fall í
framleiðslunni þar í landi frá árinu
1991 þegar mælingar hófust í sam-
einuðu Þýskalandi.
Í Frakklandi var staðan verri, en
þar dróst iðnaðarframleiðsla saman
um 16,2% milli mánaða í mars. Var
samdrátturinn rakinn til strangra
aðgerða franskra stjórnvalda til þess
að ná böndum á kórónuveirufaraldr-
inum, en byggingariðnaðurinn
franski dróst saman um 40,1% í
mars eftir að hafa vaxið um 1,1% í
febrúar.
Helsta undantekningin frá þróun-
inni var í lyfjaiðnaðinum, sem óx um
15,9% í mars, sem og í iðnaði sem
framleiddi tilbúnar máltíðir og
barnamat.
Ætla sér ekki að svara beint
Á sama tíma ríkir enn óvissa um
hver næstu skref Evrópusambands-
ins verða eftir úrskurð þýska stjórn-
lagadómstólsins á þriðjudaginn, þar
sem Seðlabanki Evrópu var krafinn
svara um stórfelld kaup sín á ríkis-
skuldabréfum vegna kreppunnar.
Heimildir Financial Times innan
æðstu stjórnar seðlabankans herma
að þar vilji menn ekki svara úrskurð-
inum beint, þar sem slíkt gæti grafið
undan meintu sjálfstæði bankans, og
um leið opnað á að aðrir dómstólar
innan aðildarríkja ESB færu að gera
athugasemdir við störf bankans.
„Röksemdir dómsins eru fárán-
legar og við gætum auðveldlega
svarað þeim á fimm mínútum, en við
ættum alls ekki að gera það,“ sagði
einn meðlimur yfirstjórnar bankans
við blaðið. Þess í stað var talið líklegt
að það myndi falla í hlut þýska seðla-
bankans að reyna að sannfæra dóm-
stólinn um að skuldabréfakaupin
fylgdu meðalhófsreglum.
Þá hefur úrskurður dómsins einn-
ig vakið spurningar um fullveldi
ríkja innan Evrópusambandsins, þar
sem hann gerði í úrskurði alvarlegar
athugasemdir við háttalag Evrópu-
dómstólsins, og sagði að dómarar
þar hefðu farið út fyrir valdsvið sitt.
„Ef allir stjórnlagadómstólar allra
aðildarríkjanna fara að túlka með
sínum hætti hvað Evrópa getur og
getur ekki gert er það upphaf enda-
lokanna,“ sagði Guy Verhofstadt,
Evrópuþingmaður og fyrrverandi
forsætisráðherra Belgíu.
Veirukreppan farin að bíta
Þjóðarframleiðsla Bretlands dregst saman um 14% Þýskur og franskur iðn-
aður fær skell Óvissa hvort og hvernig Seðlabanki Evrópu bregst við dóminum
AFP
Dómstóll Andreas Vosskuhle, forseti þýska stjórnlagadómstólsins, tekur af sér hattinn á þriðjudaginn.
Þingmenn á ísr-
aelska löggjafar-
þinginu, Knesset,
veittu í gær sam-
þykki sitt fyrir
myndun nýrrar
samsteypu-
stjórnar Likud-
bandalags Benja-
míns Netanyahu
og Bláhvíta
bandalags Bennys
Gantz. Vonast er til að stjórnarmynd-
unin geti komið á stöðugleika í ísr-
aelskum stjórnmálum á ný, en kosið
hefur verið þrisvar til þingsins á síð-
ustu 12 mánuðum.
Stjórnarsáttmáli flokkanna hlaut
stuðning 71 þingmanns en 37 greiddu
atkvæði gegn honum, og tekur rík-
isstjórnin því við völdum 13. maí
næstkomandi.
Samkvæmt samkomulagi flokk-
anna mun Netanyahu áfram gegna
embætti forsætisráðherra næstu 18
mánuði, en þá tekur Gantz við stjórn-
artaumunum.
Andstæðingar fyrirhugaðrar ríkis-
stjórnar hafa reynt ýmislegt til að
koma í veg fyrir myndun hennar,
meðal annars með því að vísa málinu
til hæstaréttar Ísraels með þeim rök-
um að Netanyahu, sem hefur verið
ákærður fyrir spillingu, geti ekki
gegnt embætti forsætisráðherra.
Rétturinn taldi hins vegar ekki
ástæðu til að grípa inn í.
„Þjóð-
stjórnin“
samþykkt
Benjamín
Netanyahu
Netanyahu áfram
næstu 18 mánuði
Sergei Sobjanín, borgarstjóri
Moskvu, tilkynnti í gær að útgöngu-
bannið í höfuðborg Rússlands yrði
framlengt til 31. maí næstkomandi.
Þá verður Moskvubúum gert að
ganga um með grímur og hanska
þegar þeir nota almenningssam-
göngur í borginni.
Tilfellum kórónuveirunnar hefur
fjölgað hratt síðustu í daga í landinu
og hefur Moskva orðið einna verst
úti í faraldrinum.
Útgöngubann hefur verið í gildi í
borginni frá 30. mars og er íbúum
hennar einungis heimilt að yfirgefa
heimili sín í skamma stund til að fara
í matvörubúðir, að ganga úti með
hunda eða til atvinnu sinnar ef hún
telst vera mikilvæg.
Nú hafa rúmlega 177.000 manns
smitast af kórónuveirunni í Rúss-
landi, en af þeim hafa rúmlega 92.000
tilfelli greinst í Moskvu. Þá fjölgaði
daglegum tilfellum í gær um rúm-
lega 11.000, og var það fjórða daginn
í röð sem nýjum smitum í landinu
fjölgaði um meira en 10.000.
Þrátt fyrir þessa öru aukningu síð-
ustu daga hafa einungis 1.625 dauðs-
föll verið staðfest af völdum kórónu-
veirunnar í Rússlandi.
Taka „árásartali“ illa
Þá brugðust Kínverjar illa við um-
mælum Donalds Trump Bandaríkja-
forseta í fyrrinótt, en þar líkti hann
meðal annars faraldrinum við árás
Japana á Perluhöfn í síðari heims-
styrjöld. „Þetta er versta árás sem
við höfum orðið fyrir,“ sagði Trump.
„Þetta er verra en Perluhöfn. Þetta
er verra en tvíburaturnarnir.“ Sögðu
talsmenn kínverskra stjórnvalda
ummælin vera tilraun Trumps til
þess að varpa af sér ábyrgð á far-
aldrinum og færa hana yfir á Kína.
3,2 milljónir Bandaríkjamanna
sóttu um atvinnuleysisbætur í fyrsta
sinn í síðustu viku, og eru nú um 33,5
milljónir manns án atvinnu þar í
landi eftir faraldurinn. Þrátt fyrir
þau ótíðindi fóru hlutabréfamarkaðir
vestanhafs vel af stað í gær, en fjár-
festar voru sagðir binda vonir við að
brátt yrði hægt að koma hjólum
efnahagslífsins aftur á hreyfingu eft-
ir ládeyðu síðustu vikna.
Í banni til mánaðarloka
Tilfellum fjölgar hratt í Rússlandi Trump líkir veirunni
við Perluhöfn Atvinnuleysi eykst enn í Bandaríkjunum
AFP
Moskva Tómlegt er um að litast í Moskvuborg, þó að þess sé minnst að 75 ár séu liðin frá stríðslokum í Evrópu.