Morgunblaðið - 08.05.2020, Side 17

Morgunblaðið - 08.05.2020, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 ✝ Svana Sig-tryggsdóttir fæddist á Innri- Kleif í Breiðdal 28. maí 1953. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. apríl 2020. Foreldrar henn- ar voru Sigtryggur Runólfsson, f. 1921 og Guðbjörg Sig- urpálsdóttir, f. 1926, þau eru bæði látin. Systk- ini Svönu eru: Jón Guðlaugur, f. 1944, Fríða Hrönn, f. 1946, d. 2009, Rósa Pálína, f. 1947, Magnús Arnar, f. 1948, d. 1990, Sigrún, f. 1949, Vilberg Smári, f. 1951, Hreinn Ómar, f. 1952, Runólfur, f. 1955, Svala, f. 1956, og drengur, f. 1958, d. 1959. Eiginmaður Svönu var Ing- ólfur Árni Sveinsson f. 9. apríl 1947, d. 16. júní 2002. Börn þeirra eru: 1) Ólafía Rósbjörg, f. 1974, maki Jón Óskar Pét- ursson. Börn þeirra eru Viktor Ingi Jónsson, maki Dagrún Sól Barkardóttir, Vala Björk og Sara Kristín. 2) Unnsteinn Fannar, f. 1975, börn hans eru Ingólfur Þór og Sunna Karen. 3) Jón Loftur, f. 1980, maki hans er Elísa Sigríður Guð- mundsdóttir. Þeirra börn eru Eydís Emma, Aldís Lilja, Fann- ey Dís og Svandís Lóa. 4) Guð- björg Lilja, f. 1985, hennar son- ur er Alexander Máni. Svana fluttist ung með for- eldrum sínum og systkinum til Reykjavíkur þar sem fjöl- skyldan bjó lengst af í Heið- argerði. Þar gekk Svana í Breiðagerðisskóla og síðar Réttarholtsskóla. Svana vann hin ýmsu störf, m.a. var hún eitt ár sem au pair í Banda- ríkjunum, vann í Skíðaskálanum í Hveradölum og á Umferðarmiðstöð- inni BSÍ. Árið 1972 kynntist hún eig- inmanni sínum Ing- ólfi og giftust þau á Þingvöllum 3. júní 1973. Árið 1978 fluttu þau hjónin ásamt börnum sínum og ömmu Ingólfs að Syðri- Kárastöðum í Vestur- Húnavatnssýslu þar sem þau hjónin hófu búskap. Svana vann samhliða búinu í sláturhúsi KVH, Kaupfélagi V-Húnvetn- inga, og Meleyri en lengst af vann hún í Grunnskóla Húna- þings vestra. Haustið 2015 flutt- ist hún til Hafnarfjarðar, þar sem hún vann um tíma í Hraun- vallaskóla og síðar á Skálat- únsheimilinu í Mosfellsbæ, en þar starfaði hún er hún lést. Svana var ein af Húsfreyj- unum á Vatnsnesi, félagsskap sem séð hefur um ýmsar uppá- komur á Vatnsnesinu og góð- gerðarstörf. Útför Svönu verður frá Hvammstangakirkju í dag, 8. maí 2020, klukkan 14. Vegna aðstæðna í samfélaginu verður athöfninni útvarpað á FM 106,5 á Hvammstanga og einnig verð- ur henni streymt á slóðinni: http://www.smashcast.tv/ sigurvald. Stytt slóð á streymi: https://n9.cl/71ff. Slóðina má einnig nálgast á www.mbl.is/ andlat. Elsku mamma. Það er sárara en tárum taki að þú sért farin. Fallega, sterka, ósérhlífna, duglega mamma mín. Þú sagðir eitt sinn að þú vildir ekki að skrifaðar yrðu um þig minning- argreinar, fyrirgefðu en ég get ekki farið eftir því. Þetta kom svo óvænt, þú varst alltaf svo hress og kát og drífandi. Ég hélt að ekkert gæti bitið á þér. Þú stóðst upp aftur eftir allt sem þú hafðir upplifað, t.d. ótrúlega erfitt ár þegar pabbi lést og húsið brann. Það var aðdáunarvert hvað þið pabbi voruð samheldin og unnuð vel saman. Þú hélst áfram og sinntir vinnu þinni, áhugamálum og okkur börnunum og barnabörn- unum. Það voru komin umsókn- areyðublöð fyrir vegabréf í hús þegar hann dó. Loksins ætl- uðuð þið að leyfa ykkur að ferðast til útlanda og njóta ykkar. Þú lést verða af því að fara nokkrar ferðir og alltaf naustu þín. Þú ert sú sem hefur haldið mér uppi síðastliðin 2 ár, án þín væri ég ekkert. Þú gast ekki beðið eftir að komast norður um páskana, hafðir ekki komist svo lengi vegna veðurs og veiru. Sú ferð endaði ekki vel. Þú sagðir alltaf við stelpurn- ar að þær væru heppnar að eiga svona klikkaða ömmu, þú hafðir rétt fyrir þér. Það er ómetanlegt að eiga svona ömmu og mömmu. Ekki bara pínulítið klikkaða heldur svona ömmu og mömmu sem stóð með okkur í gegnum súrt og sætt. Ég sit í stofunni á kvöldin og bíð eftir að þú komir úr vinnunni, en þú kemur ekki, sest ekki niður og horfir á einn þátt með mér og sefur yfir hon- um hálfum. Þú kemur ekki og sækir Emblu til að fara í göngutúr, þú kemur ekki og drífur mig áfram í því sem þarf að gera, þú kemur ekki heim aftur. Þú varst svo sterk, elsku mamma, en þú réðir ekki við þetta síðasta verkefni sem þú fékkst, það hefði reynst öllum ofviða. Jafnvel á sjúkrabeðinum hafðir þú meiri áhyggjur af öðrum en þér og það lýsir þér svo vel. Þú varst svo drífandi, skap- andi, listræn, dugleg, dreifst þig í verkefnin og sást enga ástæðu til að bíða með þau. Þú ert fyrirmynd mín, klett- urinn minn, besti vinur minn. Eftir standa góðar minning- ar sem ég mun varðveita. Elska þig endalaust. Þín dóttir Ólafía (Lóa). Elsku amma mín. Ég trúi ekki að þú sért farin. Þú sem varst svo hress og kát, labbaðir á stultum, klifraðir upp í stóra stiga, sippaðir og gerðir margt, margt fleira. Ég held að þú hafir getað gert allt. Það eru ekki allir jafn heppnir og ég að hafa átt svona skemmtilega og klikkaða ömmu. Þú varst alltaf að stjana í kringum mig. Það var alltaf gaman að koma í uppáhalds- sveitina þína og vera með þér. Mér fannst ekkert skemmti- legra en að vera með þér að föndra einhver listaverk. Sakna þín. Þú ert fyrirmyndin mín, besta vinkona mín og sterkasta kona sem ég veit um. Ég elska þig. Þín Vala Björk. Elsku besta amma mín. Þú ert frábær amma og skemmtileg. Ég elska þig svo mikið. Og ég sakna þín svo mikið. Takk fyrir allt sem þú hefur gert. Elska þig. Þín Sara Kristín. Svana Sigtryggsdóttir ✝ Ingólfur Magn-ússon fæddist á Akureyri 10. apríl árið 1928. Hann lést 16. apríl 2020. For- eldrar hans voru Magnús Sigbjörns- son (1878-1954) og Bergljót Guðjóns- dóttir (1893-1972). Systir samfeðra: Bjarnheiður (1902- 1981). Alsystkin: Aðalsteinn (1916-1920), Þórunn Björg (1924-2002) og Helga Maggý (f. 1936). Ingólfur kvæntist Jennýju Karlsdóttur (f. 1939) þann 28. júlí árið 1957. Börn þeirra eru: 1) Anna Þorbjörg (f. 1957), gift Brynjari Bragasyni. Þeirra börn eru: a) Jenný (f. 1975), gift Halldóri Elíasi Guðmundssyni. Þeirra börn eru Anna Laufey (f. 1999) og Tómas Ingi (f. 2005). b) Bragi (f. 1986), kvæntur Alix Johnson. c) Baldur (f. 1991), unn- usta hans er Brynja Bjarnadótt- ir. 2) Bjargey (f. 1959), gift Brynjari Hólm Bjarnasyni. Andra. b) Hlín Ólafsdóttir, gift Pétri Erni Valmundarsyni og þau eiga Jóhönnu Rakel. 4) Karl (f. 1965). Börn hans með Friðriku Marteinsdóttur eru: a) Gaukur (f. 1999), b) Sóley (f. 2002) og c) Stormur (f. 2004). 5) Dagbjört Ingólfsdóttir (f. 1969). Ingólfur starfaði alla sína starfsævi sem baðvörður og síð- ar húsvörður í Íþróttahúsinu við Laugargötu á Akureyri. Lengi vel rak hann einnig vörubíl og var í vegavinnu víðs vegar um Norðurland á sumrin. Ingólfur eignaðist snemma hesta og áttu þau Jenný hesthús í Búðargili þar sem þau voru einnig með nokkrar kindur. Þau áttu ætíð góða hesta og fóru hvert sumar í lengri og styttri hestaferðir um landið. Ingólfur fæddist á býlinu Nýrækt við Þórunnarstræti á Akureyri og sagðist vera kom- inn hringinn þegar hann vist- aðist á Öldrunarheimilinu Hlíð, nánast á sama blettinum og býlið stóð. Þar lést hann 16. apríl sl. Útförin fer fram í dag, 8. maí, klukkan 13:30, frá Akureyr- arkirkju og verður í kyrrþey í ljósi aðstæðna en streymt á fa- cebook-vefnum: Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – Beinar út- sendingar. Stytt slóð: https:// n9.cl/xs8ax. Slóðina má einnig nálgast á www.mbl.is/andlat. Þeirra börn eru: a) Bergdís Inga (f. 1986), sambýlis- maður hennar er Jakob Tómas Bull- erjahn og þeirra dóttir er Ida Þor- björg (f. 2017). b) Birkir (f. 1988), sambýliskona hans er Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og þeirra sonur er Kristján Ýmir (f. 2018). c) Krist- jana Björk (f. 1994). 3) Magnús Ingólfsson (f. 1960), kvæntur Jóhönnu Sveins- dóttur. Börn hans með Jónu Gunnarsdóttur eru: a) Ingólfur (f. 1980), kvæntur Vigdísi Ás- geirsdóttur og þeirra börn eru Hekla Maggý (f. 2014) og Álf- grímur (f. 2016). b) Helga Maggý (f. 1986), hennar sambýlismaður er Rúnar Ágúst Svavarsson og þeirra börn eru Bjartur Aron (f. 2016) og Ólíver Egill (f. 2019). Börn Jóhönnu Sveinsdóttur: a) Sveinn Anton Ólafsson, kvæntur Elínu Ósk Vilhjálmsdóttur og þau eiga Árna Dag og Ólaf Kveðja Drúpi ég höfði, dimmt er í ranni. Sár er sorgin sársauki nístir. Tregt er um tungu, tómarúm stórt. Hugsanir streyma hljótt með tárum. Horfinn er vinur, hljóðnuð röddin, síðasti geisli sólarlagsins. Leita á hugann ljúfir ómar. Glitra sem perlur góðar stundir, söngur í hjarta, sumardýrð. Dögg geymir spor, draum í brjósti, traust von og trú, trygglyndi og ást, andblæ eilífðar. – Alúðar þökk. Farðu vel vinur. Þín Jenný Karlsdóttir. Kærleikur. Skilyrðislaus kær- leikur er það fyrsta sem mér kemur í hug þegar ég minnist föður míns sem kvaddi okkur fyr- ir skömmu. Þó finnst mér eins og hann hafi ekki farið neitt og sé enn með mér og ég veit að þannig verður það. Faðmur pabba var stór og hlýr og þangað var ég allt- af velkomin. Ég minnist þess þegar pabbi lagði sig eftir hádeg- ismatinn og við elstu börnin þrjú kúldruðumst hjá honum þar sem hann reyndi að hvíla sig og veitti víst ekki af því hann fór snemma á fætur og vann langan vinnudag. Aldrei amaðist hann þó við okk- ur. Hann kallaði mig skottuna sína og mér þykir vænt um það gælunafn. Pabbi ólst upp við mikið ástríki en lítil efni. Hann var góður námsmaður en þurfti að fara að vinna fyrir sér og létta undir með foreldrum sínum strax á ung- lingsaldri. Hann var innan við tví- tugt þegar hann hóf störf sem baðvörður í íþróttahúsi bæjarins og var þá gjarnan kallaður Ingi sturta því í þá daga var gengið eftir því að börn færu í sturtu eft- ir leikfimistíma, líka í kalda sturtu. Hann lauk starfsævinni sem húsvörður í sama húsi. En þetta var ekki eina vinnan hans lengi framan af. Hann keypti ungur vörubíl og var í vegavinnu mörg sumur víða um Norðurland og leyfði þá sveitakrökkunum iðulega að sitja í bílnum hjá sér, það var meira spennandi þá en nú. Pabbi söng gjarnan við raust þegar hann var undir stýri. Okk- ur systkinunum þótti það ekkert smart þegar við vorum unglingar en yljum okkur nú við minning- arnar og lögin hans pabba. Pabbi fékk snemma áhuga á hestum. Þau mamma áttu hest- hús í Búðargili og líka kindur og þar áttum við systkinin margar ánægjustundir þótt okkur þætti vinnan ekki alltaf skemmtileg og vildum heldur leika við vini okk- ar. Einu skiptin sem pabbi hast- aði á okkur var þegar honum fannst við sinna vinnunni með hangandi hendi. Slíkt féll honum ekki. Pabbi og mamma fóru í lengri og styttri hestaferðir á hverju sumri á meðan heilsan leyfði og þau áttu góða hesta. Við krakkarnir fengum að fara með þegar við gátum. Pabbi var áræð- inn og traustur ferðamaður og naut þess að ferðast. Hann var einstaklega minnugur á landslag og örnefni og vel lesinn um sögu lands og lýðs. Þess vegna var allt- af ánægjulegt að vera með hon- um á ferð og þau eru mörg ferða- lögin í minningabankanum. Pabbi var ætíð áhugasamur um menn og málefni en talaði ekki illa um fólk. Hann var trygg- lyndur og hjálpsamur en krafðist aldrei neins fyrir sig. Hann laðaði að sér barnabörnin með kærleika sínum og umhyggjusemi, örlæti og gamansemi. Þess naut líka stórfjölskyldan öll því hann átti kærleiksríkt samband við systur sínar og þeirra fjölskyldur. Pabbi tók heilsubresti á síðari hluta ævinnar með aðdáunar- verðu æðruleysi og kvartaði aldr- ei yfir hlutskipti sínu. Hann var þrautseigur, hafði sterkan lífs- vilja og var jákvæður og hress í anda uns yfir lauk. Það má með sanni segja að hann hafi lifað eftir heilræðum Hávamála þar sem segir: Glaður og reifur skyli gumna hver, uns sinn bíður bana. Guð blessi minningu míns elskaða föður. Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir. Þegar ég hugsa til Ingólfs get ég ekki varist því að brosa. Hann var svo hlýr og skemmtilegur, faðmur hans svo breiður að á stundum var eins og öll fjölskyld- an gæti komist þar fyrir, sama hversu hún stækkaði. Í hvert skipti sem við komum til Akur- eyrar í fallega gula húsið sem liggur með annan fótinn við fjallið kom Ingólfur að okkur brosandi. Ert þetta þú, Harpa mín? Að koma til hans og Jennýjar var frá fyrsta degi ævintýri. Jenný hafði útbúið hjónabandssælu fyrir þreytta ferðalanga, sýndi okkur gersemar sínar í skúffum og hill- um, garn sem hún hafði litað, ofið eða djásn sem hún smíðaði úr silfri. Húsgögn úr smiðju for- eldra hennar, blómastofan björt og stórkostleg. Yfir Ingólfi var undursamleg hlýja og ró, hann fylgdist vel með, spurði út í til- veruna, mundi smáatriðin, hafði mikinn húmor og hikaði ekki við að bjóða okkur annan, þriðja, fjórða konfektmolann. Þótt ég hafi aðeins fengið að kynnast honum þessi síðustu ár eru þau mér afar dýrmæt. Það var gjöf að fá að njóta návistar hans, vænt- umþykju og smitandi hláturs. Í síðasta skipti sem við sáum hann á sjúkrahúsinu man ég best eftir lófunum hans. Stórum lófum sem tóku þétt utan um hönd mína og sonar míns. Lófar sem héldu hughreystandi utan um Björk og Birki meðan hann sagði sögur og hlustaði á þeirra. Í gegnum lóf- ana streymdi hyldjúpur kærleik- ur. Svo mikill að ég veit að hann bætist í hóp verndarengla sem í kringum okkur eru. Það þarf rétt að loka augunum og minnast hans til að finna fyrir þakklætinu og kærleikanum streyma í gegn- um okkur eins og kraftmikill foss. Ragnheiður Harpa Leifsdóttir. Elsku besti afi er fallinn frá. Hann var eins og fullkomnir afar eiga að vera: traustur, þolinmóð- ur, ástríkur og ávallt stoltur af okkur barnabörnunum. Ég hefði ekki getað verið heppnari með afa. Svo margar minningar rifjast upp við þessi skrif og það er greinilegt að afi hefur sett stóran svip á æsku mína og uppvöxt. Ég man eftir heimsókn hans til okk- ar systkinanna þegar við vorum krakkar í Noregi, eftir ferðalög- um, bíltúrum og samverustund- um fyrir norðan, sem og fyrir sunnan. Ég á sérstaklega eftir að sakna bíltúranna með afa, sem voru fastur liður í heimsóknum okkar til Akureyrar. Þá var fyrst komið við í Brynju til að kaupa ís áður en lagt var af stað. Afi var mikill sælkeri og honum fannst ómögulegt að við fengjum okkur ekki Brynju-ís. Það þurfti líka alltaf að vera hægt að bjóða upp á sætabrauð með kaffinu. Það er mér minnisstætt þegar ég var fyrir norðan og amma ekki heima, þá bauð afi meira að segja upp á ástarpunga og kleinur í „eftirrétt“ eftir morgunmatinn. Afi hvatti okkur alltaf áfram og studdi okkur í því sem við tók- um okkur fyrir hendur. Það fyrsta sem við systkinin gerðum þegar við fengum einkunnir í lok hverrar annar var að hringja í afa og tilkynna honum árangurinn. Afi sat hinum megin á línunni og skrásetti einkunnirnar okkar með fallegu rithöndinni sinni. Hann lofaði okkur hástöfum fyrir að standa okkur vel og lýsti því yfir hvað hann væri stoltur af okkur. Það er hreint ótrúlegt hversu mikla þolinmæði afi hafði fyrir okkur krökkunum. Sérstaklega finnst mér aðdáunarvert hvað hann nennti að spila við okkur. Í spilum við afa lærðum við að vera ekki tapsár og hugsa nokkra leiki fram í tímann. Spilastundirnar með afa voru því mjög þroskandi. Ég á eftir að sakna stóru, traustu handanna hans afa, þétta og innilega faðmlagsins og að vera ekki lengur ein af „drottn- ingunum“ hans. En að sama skapi er ég líka svo þakklát fyrir allt sem hann kenndi mér, ástina sem ég fékk að upplifa og allan þann tíma sem við áttum saman. Skarðið er stórt sem hann skilur eftir sig. En ég hlakka til að geta sagt dóttur minni og verðandi systkini frá langafa þeirra og öllu því sem hann kenndi mér. Minn- ing afa lifir áfram. Bergdís Inga Brynjarsdóttir. Ingi afi var einstaklega ljúfur maður. Hann var þeim eiginleika gæddur að láta okkur öllum barnabörnunum finnast við vera í sérstöku uppáhaldi. Þegar ég var yngri mátti ég alltaf eiga von á símtali þegar einkunnir komu í hús og hann skrifaði þær niður hjá sér í sérstaka bók. Tilfinning- in að afi væri stoltur af mér var mér mikil hvatning. Afi var mikill hestamaður og fengum við ávallt að koma með í hesthúsið. Venjulega endaði ferð- in með Brynjuís. Bíltúrar voru vinsæl dægrastytting. Mér mjög minnisstætt þegar Land Róver- inn blikkaði öllum viðvörunar- ljósum í Ljósavatnsskarðinu, þá orðinn smurolíulaus. Afi var auð- vitað með nóg af olíu til vara og tæmdi úr brúsanum á vélina. Fljótt varð okkur öllum þó ljóst að vandamálið var annað þegar olían kom rennandi undan bílnum aftur. Tappinn undan olíupönn- unni hafði þá hrokkið undan og mátti rekja olíuslóðann langt til baka. Tappinn fannst ekki en þá var farið heim að nálægum bóndabæ, þangað sem gamli Land Róverinn hans afa hafði verið seldur mörgum árum áður. Þar stóð hann með öðrum aflögð- um bílum og heyvinnslutækjum en tappinn sem okkur vantaði sem betur fer enn á sínum stað. Þá gat ferðin haldið áfram en síð- an heitir Ljósavatnsskarðið alltaf Tappaskarð í okkar munni. Þegar heilsan fór að gefa sig í seinni tíð missti hann aldrei sitt góða skap og sýndi fádæma dugnað. Og þá tóku barnabörnin við akstrinum í bíltúrunum. Þá var nú gaman að keyra um Eyja- fjörðinn og benda á alla hóla og hæðir í leit að einum sem afi gæti ekki nefnt á nafn en hann var afar minnugur og kunni margar góðar sögur úr sveitinni. Það er vel af sér vikið að ná 92ja ára aldri með skýran koll þótt líkaminn verði þreyttur. Þrátt fyrir heimsóknartak- markanir náði afi að hitta nán- ustu aðstandendur áður en hann lést. Sú kveðjustund er okkur öll- um mjög dýrmæt. Ég sakna þín, elsku afi minn, og munu margar góðar minningar hlýja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Þinn uppáhalds, Bragi Brynjarsson. Ingólfur Magnússon  Fleiri minningargreinar um Ingólf Magnússon bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.