Morgunblaðið - 08.05.2020, Side 20

Morgunblaðið - 08.05.2020, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 ✝ Katrín Guð-mundsdóttir fæddist á Súðavík 29. desember 1925. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 29. apríl 2020. Foreldrar hennar voru Guðmundur Óskar Þorleifsson, f. 1884, d. 1964, og Ágústína Jónsdóttir, f. 1884, d. 1957. Systkini Katrínar eru: Gísli Ágúst Guðmundsson, f. 1909, d. 1909, Lovísa Guðbjörg Guðmunds- dóttir, f. 1910, d. 1913, Þorlákur Guðmundsson, f. 1912, d. 1929, Ástríður Guðbjörg Guðmunds- dóttir Stave, f. 1913, d. 1996, Guð- mundur Guðmundsson, f. 1914, d. 1949, Bjarni Guðmundsson, f. 1916, d. 2011, Sigurður Konráð f. 14. október 1979, gift Tryggva Ingólfssyni, f. 2. júní 1981. Sonur þeirra er Óskar, f. 24. júní 2015. b) Katrín Ósk, f. 14. október 1979, gift Viðari Steini Árnasyni, f. 17. maí 1976. Þau eiga tvo börn: El- ísabetu Ósk, f. 20. nóvember 2009, og Rebekku Sigrúnu, f. 8. desem- ber 2015. c) Ársæll Páll, f. 31. ágúst 1990, sambýliskona hans er Salóme Guðmundsdóttir, f. 21. október 1983. Sonur þeirra er Benjamín, f. 23. júlí 2018. 3) Jó- hannes Sævar, f. 23. ágúst 1958. 4) Sigurgeir Kári, f. 23. ágúst 1958, kvæntur Kristínu Magnúsdóttur, f. 4. desember 1960, og eiga þau tvö börn: Theodór og Kára, fædda 5. febrúar 1997. Kristín átti áður Magnús Stefánsson, f. 20. ágúst 1988, giftur Söndru Bergþórs- dóttur, f. 1990, og dóttir þeirra er Diljá Mist, f. 2016. Sandra átti áð- ur Halldór Atla, f. 2011. Katrín átti áður 5) Guðmundu Ásdísi Guðbjörnsdóttur, f. 28. maí 1949, gift Peter Vita Sr., f. 29. sept- ember 1949. Eiga þau tvö börn, Peter Jr., f. 2. nóvember 1983, kvæntur Jennifer Nifer, f. 29. ágúst 1985, og Soley, f. 27. janúar 1981, gift Louis Zeppetelli, f. 5. maí 1977, og eiga þau börnin Bo- den, f. 8. nóvember 2015, og Ade- lynn, f. 27. janúar 2019. 6) Ólaf Pétur Pétursson, f. 12. júlí 1952. Dóttir Ólafs er Kristín Eva Ólafs- dóttir, f. 1. desember 1991, sam- býlismaður hennar er Kristinn Freyr Sigurðsson, f. 1991, og dótt- ir þeirra er Heiða Karen, f. 2016. Katrín ólst upp á Súðavík en flutt- ist ung til Siglufjarðar og vann þar í apóteki. Katrín bjó lengst af á Akranesi og í Keflavík, þar sem hún starfaði í þvottahúsi varnar- liðsins. Árið 1996 fluttu Katrín og Ársæll til Garðabæjar þar sem synir þeirra bjuggu en undanfarin fjögur ár hefur Katrín dvalið á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún síðan lést. Útför Katrínar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. maí 2020, og hefst athöfnin klukkan 15. Streymt verður frá athöfninni á https://www.sonik.is/ hafnarfjardarkirkja. Slóðina má einnig nálgast á www.mbl.is/ andlat. Guðmundsson, f. 1918, d. 1993, Sigríð- ur Halldóra Guð- mundsdóttir, f. 1922, d. 2013, Sigurgeir Óskar Guðmundsson, f. 1924, d. 2010. Eft- irlifandi systir Katr- ínar er Anna Svein- borg Guðmundsdóttir Os- tenfeld, f. 1927. Katr- ín giftist Ársæli Jó- hannesi Jónssyni frá Öndverðarnesi á Snæfellsnesi, f. 3. október 1928, d. 26. mars 2017. Foreldrar hans voru Jón Þorleifur Sigurðsson, f. 1893, d. 1961, og Guðrún Jóhannesdóttir, f. 1889, d. 1948. Börn Katrínar og Ársæls eru: 1) Jón Rúnar, f. 4. október 1954. 2) Óskar Ágúst, f. 25. júní 1956. Börn hans eru: a) Björg Rún, Elsku mamma. Núna ertu komin í hvíldina löngu, 94 ára. Mamma bjó á Hrafnistu í Hafn- arfirði síðustu árin og vil ég þakka starfsfólkinu þar fyrir góða og hlýja umönnun. Starfsfólkið talaði um það hversu vel var hugsað um hana. Heimsóknir á hverjum degi frá Nonna bróður, og reglulegar heimsóknir frá öðrum systkinum og ættingjum. Frænka okkar og nafna mömmu, Katrín Alberts- dóttir, kom vikulega og lagaði á henni hárið og snyrti neglur. Það verður seint hægt að endurgreiða þann velvilja. Mamma var alltaf svo fín og flott, í nýjum fötum sem Guð- munda systir sendi henni frá New York, þar sem hún og fjölskylda hennar búa. Þau gátu því miður ekki verið með okkur í dag og ekki heldur eina eftirlifandi systkini hennar, Anna Ostenfeld sem bú- sett er í Danmörku. Önnur nafna mömmu, Katrín Ósk, dóttir mín, er því miður líka fjarverandi sökum ástandsins í heiminum en hún er búsett í Lúx- emborg. Mamma fæddist og ólst upp á Tröð í Súðavík, í stórum systkina- hópi. Tröð var tvílyft hús sem stendur enn. Afi var með smíða- verkstæði á neðri hæðinni og fjöl- skyldan bjó á efri hæðinni. Bræð- ur mömmu fóru ungir á sjóinn og systur hjálpuðu til við heimilis- og almenn bústörf. Blessuð sé minn- ing þeirra. Þau voru með eina kú og mamma mundi hvað hún hét alveg fram á síðasta dag, þó svo að hún hefði verið greind með Alz- heimer fyrir nokkrum árum. Hún hét Stjarna. Við mamma áttum okkur leyndarmál sem Samgöngustofa verður ekki hrifin af. Áður en ég fékk bílpróf fór ég í innkaupaferð- ir fyrir mömmu snemma á laug- ardagsmorgnum, á Opelnum hans pabba. Ferðin var farin frá Skóla- vegi 44 að Skúlabúð í Lyngholti. Skúli og frú báðu mig um að fara varlega heim, því ég náði varla upp fyrir stýrið. Elsku mamma, takk fyrir allt, ást og hlýju sem þú veittir okkur öllum. Þín verður sárt saknað af öllum sem fengu að kynnast þér, ættingjum, börnum, barnabörn- um, barnabarnabörnum og vin- um. Með von um að þér líði vel á nýjum stað. Óskar Ágúst Ársælsson. Elsku fallega amma okkar er dáin. Dýrmætar minningar streyma fram í hugann á ljós- hraða. Amma Gógó var yndisleg kona eins og allir vita sem voru svo lánsamir að kynnast henni. Heimili hennar og afa einkenndist af hlátri, gleði, góðvild og um- hyggju og þar vildum við systur helst vera. Hún elskaði að hafa fólk hjá sér og þá sér í lagi barna- börnin, sem hún gat stjanað við og dekrað út fyrir endamörk heims- ins. Allt var leyfilegt hjá ömmu og setningin „Þær mega allt“ er okk- ur efst í huga þegar við systurnar lékum okkur með kristalla, stytt- ur og fínerí sem amma hafði safn- að í gegnum árin. Okkar ánægja var meira virði en einhverjir líf- lausir skrautmunir sem margir hverjir voru án efa verðmætir, því við vorum jú „gullin hennar ömmu sinnar“. Foreldrar okkar höfðu oft orð á því hversu uppvöðslu- samar við vorum þegar við kom- um heim eftir helgardvöl í Kefla- vík og tók það gjarnan nokkra daga að ná okkur aftur niður á jörðina. Amma var glæsileg hús- móðir og gestrisni hennar var slík að engum gleymist er hana sóttu heim. Hún bauð gjarnan upp á te- kex með osti og tesopa að kvöld- lagi, áður en hún söng mann í svefn með sinni yfirveguðu söngs- nilld. Hún bakaði pönnukökur og bar fram bakkelsi við minnsta til- efni og aldrei fór maður svangur frá ömmu. Örlæti var einnig að- alsmerki hennar. Fyrir hverja ut- anlandsferð var komið við hjá ömmu, þar sem við systur vissum vel að peningagjöf væri þar að þiggja. Fimm- og tíuþúsund kall- arnir flæddu úr veski hennar yfir í vasa okkar og þetta voru nammi- peningar, að hennar sögn. Þvílík alsæla fyrir litla óvita krakka, að geta keypt sér nammi í fríhöfninni fyrir allan þennan pening. Á ung- lingsárum okkar fékk amma stundum það hlutverk að sitja í farþegasætinu þegar kom að æf- ingaakstri okkar systra. Amma þurfti að komast í lagningu og við þurftum að æfa aksturshæfni okkar en í sakleysi sínu áttaði hún sig aldrei á því að það hlutverk krefðist ökuskírteinis (sem hún aldrei hafði). Ömmu vantaði því aldrei far á hárgreiðslustofuna eða í bankann til að sækja pening handa okkur. Amma var líka frið- arsinni með eindæmum. Þegar við systur rifumst (sem var ansi oft) heyrðist hún segja „vera góin“ sem þýðir einfaldlega að við eig- um að vera góð hvert við annað. Við systur náðum ekki alltaf að til- einka okkar þann boðskap þá en við skiljum það í dag. Fyrir það erum við henni ævinlega þakklát- ar, sem og allar þær fallegu minn- ingar og yndislegu samverustund- ir sem við áttum með henni. Elsku amma, hvíl í friði. Við elskum þig alltaf, að eilífu. Björg Rún og Katrín Ósk. Katrín Guðmundsdóttir ✝ EymundurÞórarinsson fæddist 26. ágúst 1951 í Saurbæ í Skagafirði. Hann lést 30. apríl 2020 á HSN á Sauðár- króki eftir baráttu við krabbamein. Hann var sonur Þórarins Eymunds- sonar bónda í Saur- bæ, f. 12. maí 1925, d. 13. ágúst 1976. Móðir hans er Margrét Björnsdóttir fyrrver- andi húsfreyja í Saurbæ, f. 25. júní 1931. Systkini Eymundar eru Sól- borg Jóhanna, f. 8. febrúar 1953, Hörður, f. 14. ágúst 1955, og Hrefna, f. 7. janúar 1957. Eymundur giftist 17. júní 1976 Sigríði Halldóru Sveins- dóttur, dóttur Sveins Jónssonar og Guðnýjar Friðriksdóttur á Hjallalandi í Sæmundarhlíð. Ey- mundur og Sigríður slitu sam- vistum 2008. Börn þeirra eru: 1) Þórarinn, f. 19. janúar 1977. Eiginkona hans er Sigríður Gunnarsdóttir, þeirra börn eru Eymundur Ás, Þórgunnur og Hjördís Halla. 2) Hallgrímur, f. 19. maí 1978. 3) lagsmálum, var m.a í stjórn Þroskahjálpar, Slátursamlags Skagfirðinga, Landverndar- samtaka Blöndu/Héraðsvatna og hestamannafélagsins Stíg- anda. Eymundur var frum- kvöðull að kornrækt í Skaga- firði og stofnaði Þreski ehf. ásamt fleirum. Hann var for- maður Gullhyls ehf. sem sá um framkvæmd Landsmóts hesta- mannafélaga árin 2002 og 2006 á Vindheimamelum. Síðasti hreppstjóri Lýtingsstaðahrepps 1991-1998. Var félagi í Lions- klúbbi Skagafjarðar. Réttinda- mál fatlaðra brunnu á Ey- mundi, sér í lagi beitti hann sér fyrir umbótum í aðgengismál- um. Eymundur hætti búskap 2014, flutti á Sauðárkrók og sneri sér að sölumennsku í fyrirtæki sínu Bændaþjónust- unni. Útförin verður frá Sauðár- krókskirkju í dag, 8. maí 2020, klukkan 14. Vegna aðstæðna þarf að tak- marka aðgang að kirkjunni, en útvarpað verður frá athöfninni og hægt að hlusta í bílum á FM 107,2. Einnig verður hægt að fylgjast með streymi á face- booksíðu Sauðárkrókskirkju. Slóð á streymi: https:// www.facebook.com/saud- arkrokskirkja. Stytt slóð: https://n9.cl/wd0h. Slóðina má einnig nálgast á www.mbl.is/ andlat. Heiðrún Ósk, f. 30. september 1985. Eiginmaður henn- ar er Pétur Örn Sveinsson og dóttir þeirra er Árdís Hekla. Fyrir átti Ey- mundur dótturina Ástríði Margréti, f. 14. mars 1971, móðir hennar er Salmína Sofie Tav- sen Pétursdóttir. Fyrrverandi eiginmaður Ástríðar er Már Halldórsson, synir þeirra eru Vignir Már og Orri Már. Eymundur ólst upp í Saurbæ, gekk í Steinsstaðaskóla og síð- ar í Iðnskóla Sauðárkróks þar sem hann lærði húsasmíði og lauk meistaraprófi 1979. Ey- mundur bjó á Akureyri frá 1973 til 1977 þar sem hann vann við húsasmíðar. Þau hjón- in tóku við búskap í Saurbæ 1976 ásamt Herði bróður Ey- mundar, eftir að faðir þeirra féll frá. Hann stundaði áfram húsasmíðar meðfram búskap og hélt úti byggingarflokki til ársins 1984 þegar Hörður seldi þeim hjónum sinn hlut í búinu. Hann tók virkan þátt í fé- Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Í dag verður kvaddur hinstu kveðju Eymundur Þórarinsson, eiginmaður minn í 32 ár. Við kynntumst fyrst sumarið 1972 þegar Eymundur vann í byggingaflokki sem kom í Sæ- mundarhlíðina. Vorið eftir flutti Eymundur til Akureyrar, þar sem ég var í skóla, og komst þar á samning hjá byggingafyrirtæki og lauk sveinsprófi vorið 1976. Hann var ákaflega vinnusamur og greiðvikinn maður; þegar hann var að læra á Akureyri vann hann við smíðar og múrverk í auka- vinnu, oft langt fram á kvöld. Hann var kappsamur og ósérhlíf- inn og vildi láta hlutina ganga. Við byrjuðum búskap okkar á Akureyri, fyrst í leiguhúsnæði en síðar í eigin íbúð sem Eymundur smíðaði allar innréttingar inn í. Vorið 1977 fluttum við aftur í Skagafjörðinn, tókum við búinu í Saurbæ ásamt Herði bróður Ey- mundar, af foreldrum þeirra bræðra. Þar var strax hafist handa við að byggja upp og bæta og var vinnudagurinn oft langur. Fljótlega fór Eymundur einnig að vinna við húsasmíðar og stofnaði byggingaflokk. Þann tíma sem Eymundur var með bygginga- flokkinn hvíldi búskapurinn meira á Herði bróður hans, en 1984 keyptum við hans hlut í búinu. Fyrstu árin var blandað bú í Saurbæ, en síðar nær eingöngu mjólkurkýr og hross. Eymundur var mikill ræktandi, lagði áherslu á að rækta góð tún og hafa góð hey, en einnig afurðamiklar kýr og góð hross. Hann var land- verndarsinni og náttúrubarn og vildi vernda og græða upp landið. Hann var áhugasamur um allar nýjungar í vélvæðingu varðandi ræktun og heyskap. Hann var óhræddur við að prófa nýja hluti, réðist í verkefnin og lét hendur standa fram úr ermum. Hann var félagslyndur maður og starfaði í mörgum félögum, naut þess að hafa marga í kring- um sig, gat verið hrókur alls fagn- aðar. Eymundur var góður faðir, gerði kröfur til barnanna sinna en vildi allt fyrir þau gera. Hann hafði gaman af útreiðartúrum ef færi gafst, við höfðum alltaf ágæta reiðhesta, einnig barnahesta. Þegar við hættum með mjólk- urkýr 2003 var meiri áhersla lögð á hrossarækt og fjósinu breytt í hesthús. Eymundur var þá byrj- aður að vinna sem sölumaður hjá Skeljungi, seldi bændum áburð. Síðar stofnaði hann fyrirtækið Bændaþjónustuna og seldi bænd- um ýmsar landbúnaðarvörur. Góður drengur er fallinn, ég er þakklát fyrir samfylgdina við hann, margar góðar minningar lifa. Hvíl í guðs friði, elsku vinur. Sigríður Halldóra Sveinsdóttir. Kveðja frá móður Ég sendi þér kæra kveðju, nú kominn er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Að leiðarlokum vil ég af alhug þakka þér, elsku Eymundur minn, allt sem þú gafst mér. Í hjarta mínu mun minningin um þig lifa að eilífu. Mamma. Það er komið að kveðjustund. Pabbi lést 30. apríl eftir langvinn veikindi og þó svo að hann hafi kvatt okkur allt of ungur að árum var hvíldin á þeim tímapunkti vel- komin. En ég vil ekki minnast hans sem veiks manns, enda lét hann veikindi ekki aftra sér í neinu og vann fram á hinstu stund; síðasta verk hans var að fylgjast með uppskipun áburðar sem hann hafði selt nokkrum dög- um fyrir andlát sitt. Heldur vil ég minnast hans sem athafnamanns, framsýns tækjakalls sem tók nýj- ungum með opnum örmum og var alltaf tilbúinn að stökkva á ný tækifæri. Ég vil minnast hans sem ást- kærs pabba sem tók skyldur sínar sem föður alvarlega og sinnti börnum sínum af ást og umhyggju þó að hann hafi líka kennt okkur gildi vinnu, dugnaðar og að gefast ekki upp þótt móti blási. Ég vil minnast hans sem yndislegs afa sem vildi hafa barnabörnin sem mest hjá sér og snúast í kringum þau. Ég vil þakka honum fyrir allt það sem hann hefur gefið mér, ást á tónlist allt frá því að ég var barn því hann leyfði mér að fikta að vild í plötuspilaranum hans, allir út- reiðartúrarnir á fallegum sumar- kvöldum, ást á dýrum, ást á sam- veru með stórfjölskyldunni sem var honum svo mikilvæg, öll ferða- lög sem við fórum, ekki síst stóra fjölskylduferðin síðastliðið sumar til Berlínar sem er einstaklega góð minning að hlýja sér við núna. Ég hefði viljað eiga svo mörg ár til viðbótar með þér, pabbi minn, en minning þín lifir með okkur. Ástríður Margrét Eymundsdóttir, Vignir Már og Orri Már. Hann hleypur við fót og er rok- inn af stað. „Að láta hlutina ganga“ gætu verið einkennisorð pabba. Hann byggði upp búið í Saurbæ á skömmum tíma, sam- hliða smíðavinnu, seinna verk- takavinnu og sölumennsku. Að ógleymdri sjálfboðavinnu við fé- lagsstörf. Pabbi var félagslyndur og átti einstaklega auðvelt með að kynnast fólki og spjalla. Hann var maður framkvæmda og hafði allt- af mörg járn í eldinum. Tími til tómstunda var sjaldnast mikill. Oft var þó lagt á eftir kvöldmatinn á sumrin og riðið í kaffi á nágrannabæjunum. Hestaferðir og ferðalög voru honum að skapi því þá bar alltaf eitthvað nýtt fyrir augu. Pabbi kenndi mér að vinna, hann var kröfuharður og mest á sjálfan sig. Hann hafði gott verks- vit og náði árangri í því sem hann tók sér fyrir hendur. Ekki var slakað á fyrr en takmarkinu var náð þótt stundum væri markið annað er lagt var upp með í upp- hafi. Hann kenndi mér að hafa „augun hjá mér“, fylgjast vel með öllu og sjá hvort eitthvað væri at- hugavert. „Taldir þú hrossin?“ var algeng spurning. Að gera það sem hugurinn stendur til, þora að elta drauminn, var gott veganesti. „Má ég prófa Sokka?“ spurði ég. „Ræður þú við hann?“ var svarið. Með það var ég farinn að leggja á og sjálfstraustið óx með traustinu sem mér var sýnt. Pabbi var réttsýnn og hjálp- samur, einkum gagnvart þeim sem stóðu höllum fæti. Hann barðist fyrir málefnum fatlaðra og aðgengismál voru honum hugleik- in. Hann vildi sjá tröppur og þröskulda hverfa, benti á lausnir sem þykja sjálfsagðar í dag. Pabbi hikaði ekki við að fara ótroðnar slóðir og taka áhættu. Hann var með fyrstu mönnum til að kaupa rúllubindivél. Fór norð- ur í Eyjafjörð með áræðni og framsýni að vopni og keypti hross og hvílík hross! Gola frá Yzta- Gerði og Kraftur frá Bringu sem urðu margverðlaunaðir gæðingar hjá okkur Heiðrúnu. Hallgrím fékk hann til að sjá um tölvu- vinnslu á mörgum Landsmótum, sem tókust með glæsibrag svo stoltið skein af ykkur mömmu í mótslok. Pabbi var fjölskyldumað- ur, hugsaði fyrst og síðast um hag okkar barnanna og hélt sterkum tengslum við stórfjölskylduna. „Fé er jafnan fóstra líkt.“ Hest- arnir hans voru snarir, þolnir og ósérhlífnir. Í göngum á Eyvindar- staðarheiði fór hann austastur á Hraunin, þar er færið þungt og dagleiðin löng og fáir voru betri að hleypa fyrir stóðhrossin. Oft sagt að helstu styrkleikar séu á sama tíma helstu veikleikar. Þannig var pabbi, kappið var oft mikið og stundum einum of. Hann var hvatvís og án þess að hika var hann rokinn út í eitthvað sem eftir á að hyggja var misráðið. En það fannst pabba skárri kostur en að sjá á eftir vannýttum tækifærum. Pabbi hélt ótrauður áfram og lét ekkert stoppa sig, ekki einu sinni krabbann sem hann barðist við undanfarið. Þó að veikindin ágerð- ust og sjúkrahúsvistin tæki við hélt hann sölumennskunni áfram og við grínuðumst með að réttast væri að hengja merki Bændaþjón- ustunnar á herbergisdyrnar. Ég minnist pabba með stolti og þakklæti fyrir allt sem hann gaf mér og kenndi. Pabbi, þín verður sárt saknað, hvíl í friði. Þinn sonur, Þórarinn. Eymundur Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.