Morgunblaðið - 08.05.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.05.2020, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Jearsybuxur st.22 Verð 5.990 Sími 588 8050. - vertu vinur Veiði Silunganet • Sjóbleikjunet Fyrirdráttarnet • Bleikjugildrur Nýtt á afmælisári Kraftaverkanet • margar tegundir 25% afmælisafsláttur af Stálplötukrókum fyrir handfæraveiðar Að auki fylgja silunganetum vettlingar í aðgerðinni Bólfæri Netpokar fyrir þyngingu Og eitthvað meira skemmtileg Heimavík 25 ára 01.05.1995 - 01.05.2020 Tveir góðir úr nýju netunum Reynsla • Þekking • Gæði heimavik.is, s. 892 8655 Bílar VW GTI árg. 2005 til sölu 6 gíra beinsk. 199 hestöfl. Ekinn 142 þús. km. Skoðaður. Verð 680.000.- Upplýsingar í síma 822 6554. Húsviðhald Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Vesturberg 4, Reykjavík, fnr. 205-0851 , þingl. eig. Einar Jósefsson, gerðarbeiðandi Skatturinn, þriðjudaginn 12. maí nk. kl. 10:00. Suðurhólar 18, Reykjavík, fnr. 205-0868 , þingl. eig. Joseph Oyeniyi Ajayi, gerðarbeiðandi Suðurhólar 18,húsfélag, þriðjudaginn 12. maí nk. kl. 10:30. Austurberg 4, Reykjavík, fnr. 205-1481 , þingl. eig. Lísibet Þórmarsdóttir, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Austurberg 2-6, húsfélag, þriðjudaginn 12. maí nk. kl. 11:00. Möðrufell 7, Reykjavík, fnr. 205-2793 , þingl. eig. Sigríður Borg Harðardóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 12. maí nk. kl. 11:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 7 maí 2020 Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Athugun Skipulagsstofnunar Endurbætur á kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík Stakksberg ehf. hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frum- matsskýrslu um endurbætur á kísilveri í Helguvík, Reykjanesbæ. Kynning á frummatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 8. maí 2020 til 26. júní 2020 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar og í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar: www. skipu- lag.is. Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 26. júní 2020 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Við höfum opið alla daga frá kl.9:00-15:00, með tak- mörkunum þó. Þar sem enn eru hópatakmarkanir þarf að skrá sig í alla viðburði hjá okkur. Lögð er rík áhersla á handþvott og sprittun og biðjum við alla að huga að því bæði við komu og brottför. Skráning og allar upplýsingar í síma 411-2701 og 411-2702. Hlökkum til að sjá ykkur. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Höfum opnað smá rifu á félags- miðstöðina. Ákveðnar takmarkanir eru í gildi. Misjafnt eftir svæðum hve margir komast inn í einu. Áfram þarf að huga vel að handþvotti og sprittun bæði þegar komið er inn og þegar gengið er út. Í suma viðburði þarf að skrá sig í síma 411-2790. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Hlökkum til að sjá ykkur. Korpúlfar/Borgir Grafarvogi. Opið í Borgum með ákveðnum tak- mörkunum en förum rólega af stað, skref fyrir skref, sjáumst fagn- andi. Hámark 20 manna hópar og virðum 2 metra regluna. Lögð áhersla á handþvott sprittun bæði við komu og brottför í Borgir, þar sem gleðin býr. Gönguhópur Korpúlfa með göngur alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10 gengið frá Borgum mánudögum einnig frá Grafarvogskirkju. Kaffi á könnunni. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum fyrir íbúa á Skólabraut. Leikfimi í salnum á Skólabraut kl. 11.00 fyrir íbúa Skólabrautar og kl. 13.00 fyrir aðra eldri bæjarbúa. Munum 2 metra regluna, handþvottinn og spritt- unina. Nú  þú það sem þú eia að FINNA.is Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ✝ GuðmundurÞorsteinsson fæddist í Reykjavík 28. júlí 1930. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Eir 23. apríl 2020. For- eldrar hans vou hjónin Þóra Val- gerður Guðmunds- dóttir, f. 29. ágúst 1904, d. 1. febrúar 2000, og Þorsteinn Jósepsson, f. 9. nóvember 1900, d. 30. október 1982. Guðmundur ólst upp í Reykjavík hjá for- eldrum sínum og þremur systr- um og var hann næstyngstur. Þær hétu Ágústa, Guðrún og Sigrún og eru þær allar látnar. Ungur kynntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ingu Huldu Eggertsdóttur, f. 16. október 1934 í Reykjavík, og gengu þau í hjónaband 8. október 1952. For- eldrar hennar voru hjónin Ólafía Þóra Jónsdóttir og Eggert Bjarnason. Saman eignuðust þau fimm börn, en auk þeirra eign- Börn þeirra eru Bjarki Hrafn og Hildur Arna. Fjóla Huld, f. 1989, sambýlismaður Hjálmar Guð- mundsson. Dætur þeirra eru Kristín Edda og Freyja Rún. 4) Guðmundur Lárus, f. 10. maí 1960. Búsettur í Hafnarfirði. Börn hans eru Andri Þór, f. 1983, og Aníta Lára, f. 1996. 5) Erla, f. 4. október 1962, gift Jóni Guðmundssyni. Búsett í Katadal og á Spáni. Dóttir Elísa, f. 1981, sambýlismaður Ólafur Helgi Haraldsson. Sonur Elísu er Ey- þór Máni og stjúpdóttir Sara Dís Ólafsdóttir. 6) Dóttir Guð- mundar er Guðrún Magnea, f. 26. júlí 1972. Sonur Elvar Smári Clausen, f. 1998. Guðmundur lærði ungur bú- fræði en réði sig eftir það til starfa á dekkjaverkstæði í tvö ár. Á þeim tíma tók hann meira- próf og starfaði eftir það við akstur á vörubíl, strætisvagni og leigubíl. Síðustu ár starfs- ævinnar var hann hjá hreins- unardeild Reykjavíkur. Þau hjónin bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, síðustu mánuðina á hjúkrunarheimilinu Eir. Guðmundur verður kistulagð- ur og kvaddur í dag, 8. maí 2020, að viðstöddum nánustu að- standendum. aðist Guðmundur eina dóttur. 1) Egg- ert, f. 11. maí 1953, giftur Vhian Golos- ino Lenogao. Bú- sett í Danmörku. Börn Eggerts eru Atli, f. 1976, giftur Lindu Ósk Högna- dóttur. Börn þeirra eru Arnþór Ós- mann, Hrannar Örn, Högni Jökull, Ásgeir Jaki og Katla Lind. Hulda Marie Haincadto, f. 1995, sambýlismaður Alexander Rasmussen. Sonur þeirra er Justin Klug. Guðmundur, f. 1998. 2) Þorsteinn, f. 4. sept- ember 1955, ekkill. Búsettur í Hafnarfirði. Dóttir Annamaría, f. 1980, gift Davíð Ingvarssyni. Börn þeirra eru Daníel og Ragn- heiður Emma. 3) Sigurður Ingi, f. 28. júní 1957, giftur Herborgu Þorgeirsdóttur. Búsett í Kópa- vogi. Börn Sigurðar eru Guð- mundur Steinn, f. 1982, sam- býliskona Inga Dís Pálmadóttir. Elskulegi afi minn í Reykjavík er nú fallinn frá. Í mínum upp- vexti þótti frekar óeðlilegt ef for- eldrar manns væru ekki fráskild- ir og helst einstæðir. Í mínu tilfelli var það akkúrat þannig. Þá léku gjarnan amma og afi stórt hlutverk í barnauppeldi og barn- gæslu. Afi minn Guðmundur tók þetta hlutverk alvarlega, rétt eins og allir hinir afar mínir og ömmur. Fyrstu ár ævi minnar bjó ég einmitt í Reykjavík og það hentaði illa sveitamanninum mér. Ég samlagaðist illa á leikskóla og fann mig illa þar. Kunni betur við að taka þátt í verkum með full- orðnu fólki. Þetta skildi afi Guð- mundur afar vel, enda þó hann væri fæddur á mölinni hafði hann alltaf áhuga á því sem gerðist í sveitinni og lærði sjálfur búfræði á sínum tíma. Afi vann sem bílstjóri og fannst því ekkert sjálfsagðara en að hlífa barnabarninu (mér) við leikskólavist og sandkassaleikj- um og sækja mig eftir að mamma hafði keyrt mig í leikskólann. Það gladdi mig fátt meira en að sjá afa út um rimlana á leikskóla- garðinum koma og sækja mig. Leyfa mér að sitja frammi í hjá sér allan daginn, spjalla um dag- inn og veginn og taka þátt í hans vinnu, hugsunum og vangavelt- um. Afi var með mikla ferða- og bíladellu. Hann átti Willys sem hann notaði til ferðalaga um land- ið. Þegar ég var rétt um fjögurra ára keypti hann Hilux, sem hefur eflaust verið meiriháttar bylting fyrir ferðaglatt fólk eins og afa og ömmu Huldu. Hiluxinn var lang- ur og með ýmsum meiriháttar lúxus, fram yfir Willys, eins og fokheldri yfirbyggingu og hljóð- einangrun. Afi útbjó þennan bíl og breytti. Það var byggt yfir pallinn og græjuð svefnaðstaða fyrir þau hjónin. Auðvitað fékk ég að vera með í skúrnum þegar verið var að smíða og græja og gera. Svo voru manni sýndar myndir úr öllum ferðalögunum sem þessi ofurjeppi hafði borið þau hjónin í vítt og breitt um landið og ef það þurfti að skutlast með mig eitthvað, þá var það í Hi- lux, til að gleðja mig. Í mínum huga var þetta allt ævintýralegt og á örugglega stóran hluta í því að ég geri það sama í dag, smíða bíla og ferðast um landið. Það var gaman fyrir mig seinna þegar afi var hættur að smíða bíla og ferðast um landið þvert og endilangt að ég gat boð- ið honum og ömmu að ferðast með mér og keyra á bílum sem ég hafði smíðað og ferðast á. Þegar afi, sem var kominn yfir áttrætt, var sestur undir stýri á 44“ breyttum bíl var ekkert gefið eft- ir á inngjöfinni og stýrið fékk að snúast í allar áttir svo mér „unga manninum“ stóð ekki alltaf á sama, en þetta voru skemmtileg ferðalög. Í uppvexti mínum man ég ekki eftir því að afi hafi verið að kjafta af sér og ofnota væmnu orðin frekar en aðrir sannir karlmenn af þeirri kynslóð, en það skiptir engu máli þegar verkin og gjörðir tala fyrir hjarta og huga. Ég fann aldrei annað en að afi minn bæri endalausa væntumþykju í hjarta í minn garð og það var ekki fyrr en síðustu árin að orðin fóru að túlka fyrir hjartað. Samveru- stundir okkar síðustu ár fóru mikið í að ræða gamla tíma. Það gladdi afa minn jafn mikið þegar ég kom til hans síðustu árin, eins og það gladdi mig sem barn þeg- ar hann kom til mín. Ég var svo heppinn að fá að eyða með honum síðasta kvöldinu sem hann lifði. Hann gat svo sem ekki sagt margt þó svo að við gætum horfst í augu og ég talað við hann, en það var gott að halda í höndina á honum síðasta spölinn, eins og hann hafði áður haldið í höndina á mér fyrir um 35-40 árum. Síðustu árin kvaddi afi minn alltaf á þann hátt þegar við höfð- um kysst hvor annan bless að hvísla í eyra mér „ég elska þig, Atli minn“, sem var nýnæmi fyrir mér, þó svo að ég vissi allt um það og hann vissi allt um að ég elskaði hann. Síðasta kvöldið sem hann lifði, en var lagður af stað frá þessum heimi, var ég svo lánsam- ur að fá að fara inn á hjúkrunar- heimilið Eir þrátt fyrir allt þetta Covid-vesen og fá að endurgjalda orðin hans. Síðustu orð mín til afa míns sem ég leit svo upp til og hef svo margt lært af voru „ég elska þig líka, afi minn“ um leið og ég horfði í lífsþreytt augu hans rýna á mig. Við ferðumst aftur saman síðar á jeppum um fjöll og firn- indi. Atli Eggertsson. Guðmundur Þorsteinsson Dauðinn er alltaf nálægur en samt svo fjarlægur. Þeg- ar hann kemur hrekkur maður í kút. Þetta upplifði ég þegar ég frétti af skyndilegu andláti Krist- ínar, minnar yndislegu ná- grannakonu. Kristín bjó við hlið- ina á mér, það var auðvelt að láta sér þykja vænt um hana, hún var mjög góð manneskja, með hlýtt hjarta. Hún vildi ávallt sjá það góða í fólki, hitt vildi hún ekki vita. Þetta er góður eiginleiki. Kristín Rúnarsdóttir ✝ Kristín Rúnars-dóttir fæddist 18. apríl 1966. Hún varð bráðkvödd 15. apríl 2020. Útför hennar fór fram 30. apríl 2020. Börnin hennar þrjú, Daníel Freyr, Óskar Steinn og Ólöf Rún, elskaði hún heitt, þau voru líf hennar, stolt og yndi. Þeirra missir er mestur. Ég vissi að hér áður fyrr gerði Kristín mikið af því að teikna og mála, hún var listfeng svo eftir var tekið. Margir eiga myndir eftir hana. Kristín breytti baklóðinni sinni og gerði hana að litlum fallegum lysti- garði. Hún hafði gott auga fyrir formi og litum blómanna sem hún gróðursetti. Þarna fékk listin og sköpunar- mátturinn að njóta sín. Ég á nokkrar fjölærar plöntur úr garðinum hennar sem ég varð- veiti vel. Ég veit að Kristín hafði gaman af að sitja úti á palli á sumrin og horfa á blómin sín í öll- um regnbogans litum. Kristín átti við mikinn heilsubrest að stríða. Það var þyngra en tárum tæki að horfa á hana svona þjáða, ekkert hægt að gera, sjúkdóm- urinn krónískur og spítalaferð- irnar margar. Alltaf var hún æðrulaus. Kristín var mér afskaplega góð í alla staði, sömuleiðis ég til hennar. Við komum alltaf til móts við hvor aðra og sýndum hvor annarri kærleik. Takk fyrir París litlu, hún er mikill gleðigjafi. Þú trúðir á líf eftir dauðann, ég vil trúa því að þú sért á góðum stað, þar sem engar þjáningar eru og þú umvafin englum. Ég vil kveðja þig á þann hátt sem ég gerði oftast. Elsku Krist- ín mín, góða nótt, sofðu rótt og guð geymi þig. Hvíldu í friði. Votta börnum, tengdadóttur, for- eldrum, systkinum og öðrum skyldmennum innilegar samúð- arkveðjur. Guðfinna Gústavsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.