Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán. – Fim. 10–18 Föstudaga. 10–17 Laugardaga. 11–15 Kolbrún Baldursdóttir lagði ný-lega nýta tillögu fram í borgarstjórn:    Hjólreiðar hafaaukist og er það vel. Hins vegar hafa kvartanir einn- ig aukist sem lúta að hættu sem stafar af hjólreiðamönnum sem hjóla fram hjá gangandi vegfar- anda eða hjólreiðamanni á mikilli ferð. Heimilt er að hjóla á gang- stétt, göngustíg eða göngugötu, enda valdi það ekki gangandi veg- farendum hættu eða óþægindum eða liggi sérstakt bann við því.    Hjólreiðamaður skal gæta ýtr-ustu varkárni og ekki hjóla hraðar en svo að hann geti vikið úr vegi fyrir gangandi vegfarendum. Skort hefur á að borgaryfirvöld birti og minni á reglur um hjól- reiðar.    Skortur er á viðeigandi fræðsluog viðvörunum svo varast megi óhöpp og slys. Slys hafa orðið og enn oftar legið við slysum þar sem hjólandi ekur fram hjá á miklum hraða og rekur sig í hjólreiðamann, eða gangandi vegfaranda eða hunda.    Ekki er nóg að leggja hjólreiða-stíga heldur verður yfirvald einnig að sýna tilhlýðilega ábyrgð og sinna fræðslu til að fyrirbyggja slys og óhöpp.“    Þetta er rétt. Borgaryfirvöldmála hjól á götur án þess að það hafi gildi að lögum. Stundum þvert yfir hefðbundin bifreiða- stæði. Frekjur hjóla á ofsahraða yfir GANGBRAUT og ætlast til að bifreiðar hvellstöðvi. Þekktar regl- ur um gangbrautir eru komnar í graut fyrir tilverknað yfirvalda. Kolbrún Baldursdóttir Rétt sjónarmið STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Byggingarfulltrúinn í Reykjavík hefur sam- þykkt breytingar á Náðhúsinu í Nauthólsvík frá áður útgefnum aðaluppdráttum Arkibúll- unnar, sem samþykktir voru árið 2018. Jafn- framt breytist hlutverk Náðhússins. Þar verður opið skrifstofu- og kynningarrými í stað fyrirlestrarrýmis. Náðhúsið, sem stendur við Nauthólsveg 100, var áður hluti af þyrpingu húsa sem standa norðan við Ylströndina í Nauthólsvík. Fræg- asta húsið er bragginn sem Reykjavíkurborg endurbyggði og fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun. Ákveðið var að fresta endur- byggingu Náðhússins eftir að endurbyggingu braggans lauk. Húsið var áður hluti af bygg- ingum sem hýstu Hótel Winston (síðar Hótel Ritz) á árum seinni heimsstyrjaldarinnar 1944- 1945. Háskólinn í Reykjavík hefur þessar bygg- ingar til umráða, þar á meðal braggann. Veit- ingastaður, sem rekinn var fyrstu árin eftir endurbyggingu, er hættur starfsemi. Náðhúsið er 54,6 fermetrar að stærð og gert er ráð fyrir að fjöldi vinnurýma verði 16-20 að lokinni endurbyggingu. Það er Grunnstoð ehf. að Menntavegi 1 sem sækir um byggingarleyfi fyrir Náðhúsið. Með fylgja teikningar Arkís. Tekið er fram að ekki sé verið að stækka bygg- inguna sisi@mbl.is Náðhúsið fær annað hlutverk Morgunblaðið/Hari Nauthólsvegur Náðhúsið stendur við braggann umdeilda. HR hefur byggingarnar til umráða. Skapa mætti fjölmörg störf með litlum tilkostnaði með því að ráða ungt fólk til sumarstarfa í skógum landsins. Á stjórnarfundi í vikunni samþykkti stjórn Skógræktarfélags Íslands fyrir hönd um 60 aðildar- félaga að bjóðast til að standa fyrir víðtæku atvinnuátaki í samstarfi við sveitarfélög og skógræktar- félög um land allt. Tilhögunin gæti verið með svipuðum hætti og gafst vel 2009-2012. Gerður yrði þríhliða samningur milli Skógræktarfélags Íslands, skógræktarfélags á hverjum stað fyrir sig og viðkomandi sveitar- félags. Skógræktarfélögin legðu fram tillögur að umhverfis- og skógræktarverkefnum á svæðum sínum og áætlun um fjölda mann- mánaða. Framlag sem Skógræktarfélag Íslands hefur nú sótt um til ríkisins, 70 milljónir, stæði straum af kostn- aði við efni, aðstöðu og fólksflutn- inga upp að ákveðnu marki. Sveitarfélögin réðu starfsmenn og greiddu þeim laun. Sveitarfélög eiga þess kost að ráða fólk af at- vinnuleysisskrá til starfa og gætu þá sótt um mótframlag til launa- greiðslna í atvinnuleysistrygginga- sjóð, segir í tilkynningu frá Skóg- ræktarfélaginu. aij@mbl.is Fjölmörg störf með litlum tilkostnaði Ljósmynd/Jón Ásgeir Jónsson Átaksverkefni Ungmenni við stígagerð í einum af skógum landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.