Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 62
62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 varðarstörfunum. Fljótlega kemur í ljós að Danny býr yfir skyggnigáfu, hann skynjar að eitthvað hræðilegt hefur gerst á hótelinu og að illskan dvelur þar enn. Jack missir fljót- lega vitið og reynir undir lokin að myrða eiginkonu sína og son með sama hætti og fyrri umsjónarmaður hótelsins gerði. Sá birtist Jack og hvetur hann til þess að refsa eigin- konu og barni fyrir slæma hegðun. Refsingin felst í því að búta þau nið- ur með öxi. Tveir heimar Í grein eftir bókmenntafræð- inginn Arnar Pálsson, sem birt var í Lesbók Morgunblaðsins árið 2002, er fjallað um þá tvískiptingu sem finna má í kvikmyndum Kubricks, skiptingu sem Arnar segir að kenna megi við tvo heima, hinn venjulega og hinn óvenjulega heim. „Venju- legi heimurinn er oft sá heimur sem „venjulegt“ nútímafólk þekkir kannski hvað best en óvenjulegi heimurinn er hinsvegar dularfullur og fjarstæðukenndur. Það er heim- ur án reglna og ef það fyrirfinnast reglur í þeim heimi eru þær undar- legar og óskynsamlegar. Átök milli þessara tveggja heima má að ein- hverju leyti finna í öllum kvik- myndum Kubricks,“ skrifar Arnar og hittir þar naglann á höfuðið því eitt af því sem gerir The Shining einmitt svo eftirminnilega og óhugnanlega eru þessi óljósu mörk tveggja heima, hins raunverulega og óraunverulega og á köflum er erfitt að átta sig á því hvað er á seyði. Hvað á sér stað í höfði Jacks og hvað ekki? Blóðfoss sem streym- ir úr lyftu er varla raunverulegur en hann birtist þó hinum unga Danny og það oftar en einu sinni. The Shining hefur skotið mörg- um skelk í bringu á undanförnum 40 árum og skal engan furða. Hún er „krípí“, eins og unga fólkið myndi orða það. Blóðið sem flæðir út um lyftudyrnar, tvíburastúlkurnar sem mæta Danny á hótelgangi og biðja hann að leika við sig, fegurðardísin í baðinu sem reynist vera rotnandi lík, brjálæðislegt andlitið á Jack þegar hann hefur brotið gat með öxi á baðherbergisdyrnar og öskr- ar á eiginkonu sína ,,Heeeere’s Johnny“! og þannig mætti áfram telja. Allt eru þetta þekktar og sí- gildar hryllingssenur sem sitja í manni. Ómennskt álag Leikur Shelley Duvall í mynd- inni hefur löngum vakið athygli en hún var raunverulega óttaslegin við tökur eða svo segir sagan. Ekki bætti úr skák fullkomnunarárátta Kubrick og voru Duvall og Nichol- son í þrettán mánuði við tökur á myndinni. Tökudagar voru að auki allt að 16 klst. langir. Slík törn ætti að nægja til að æra óstöðugan og til að bæta gráu ofan á svart var Ku- brick kuldalegur við Duvall en öllu vinalegri við Nicholson, eins og sjá má af upptökum af tökum myndar- innar. Á kvikmyndavefnum Looper er fjallað um ómennskt álagið sem Kubrick setti á tökulið og leikara og kemur þar m.a. fram að hann hafi tekið upp eitt atriði The Shin- ing, þar sem Duvall er í mikilli geðshræringu, 127 sinnum. „Hann var í leit að hinni fullkomnu töku,“ er haft eftir einum leikara myndar- innar, Joe Turkel, „en slík taka er ekki til.“ Turkel lék ímyndaðan barþjón eða mögulega draug í myndinni og lét Kubrick hann og Jack Nicholson æfa samtal fyrir eitt atriði í sex vikur. Skal engan furða að Nicholson hafi virst raunveru- lega tæpur á geði í myndinni. Eitt verður Kubrick aldrei sak- aður um og það eru óvönduð vinnu- brögð. Nema þá kannski þegar kemur að álagi á starfsliðið. Má rétt ímynda sér hversu mikill tími fór í tökur á þeim atriðum þar sem Danny brunar um hótelið á þríhjól- inu sínu. En afraksturinn er eftir því, algjörlega fullkominn. Tónlist- in er líka ein sú áhrifamesta sem heyrst hefur í kvikmynd af þessu tagi, seigfljótandi oft á tíðum og þung en líka tilraunakennd, ekki síst tónlist Pólverjans Krzysztof Eugeniusz Penderecki sem lést fyr- ir skömmu. En tónlistin er líka yfir- þyrmandi á köflum og háir fiðlu- tónarnir sem heyrast ítrekað eru nístandi. Ekki gallalaus Ég sá The Shining fyrst þegar ég var unglingur og heillaðist mjög. Þetta var hinn fullkomni hrollur. Nú, um 30 árum síðar, er myndin enn heillandi en þó ekki al- veg gallalaus. Ég nefndi tónlistina, mér finnst hún yfirkeyrð á köflum enda var hugmyndin væntanlega að örva hjartsláttinn og láta áhorf- endum líða illa jafnvel þótt lítið sem ekkert sé að gerast. Nicholson er einn af mínum uppáhaldsleikurum en hann á það til að ofleika og þegar verst lætur verður það spaugilegt. Endirinn á myndinni, þar sem hann situr fros- inn úti á hlaði með öxina, á að vera skelfilegur en maður getur ekki annað en brosað að svipnum á leik- aranum. Líklega hefur enginn maður leikið eins svakalega með augabrúnunum og Nicholson gerir í þessari mynd. Svo er það samband fjölskyld- unnar eða öllu heldur samskipta- leysi. Aldrei sjást hjónin tala öðru- vísi saman en þannig að Jack tali niður til eiginkonu sinnar. Hann er ógeðfelldur frá upphafi til enda og fer ansi snögglega úr því að vera leiðindagaur yfir í að vera sturl- aður axarmorðingi. Allt er þetta óhemjukuldalegt, tilfinningalega séð, en það var líklega ætlunin. The Shining er unnin af aug- ljósri natni eins af snillingum kvik- myndalistarinnar og heldur athygli manns frá upphafi til enda. Hún vekur líka spurningar eftir áhorfið og situr enn í fólki, 40 árum eftir frumsýningu. Eða er þetta bara vélarlaus glæsibifreið, eins og Stephen King orðaði það? Eða kvikmynd sem er betri en bókin sem hún er gerð eftir? Dæmi hver fyrir sig. Meistaraverk eða vélarlaus bifreið? Gæsahúð The Shining var frumsýnd árið 1980 og er jafnan talin með bestu hrollvekjum kvikmyndasögunnar. Bĺóðið sem flæðir úr lyftunni vekur hroll. » Tökudagar voruallt að 16 klst. langir. Slík törn ætti að nægja til að æra óstöðugan. Stanley Kubrick Stephen King Sturlun Jack Nicholson og Shelley Duvall í einu af þekktustu atriðum hrollvekjusögunnar í The Shining. AF KVIKMYNDUM Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmyndin The Shining erjafnan talin með bestuhrollvekjum kvikmynda- sögunnar og þeir allra hrifnustu segja hana meistaraverk. Myndin var frumsýnd fyrir 40 árum, árið 1980, og hefur mörgum orðið hugs- að til hennar á síðustu vikum og þá ekki aðeins vegna afmælisins held- ur þess hryllings innilokunar og einangrunar sem leikstjórinn Stanl- ey Kubrick færði svo eftirminnilega upp á hvíta tjaldið. Útgöngubann í hinum ýmsu löndum undanfarnar vikur vegna COVID-19 hefur ef- laust leitt huga margra að The Shining eða Duld eins og hún heitir í íslenskri þýðingu, þó ekki hafi verið fyrir þrengslum að fara hjá Jack Torrance og fjölskyldu hans. Önnur Duld Handrit myndarinnar skrifaði Kubrick með Diane Johnson upp úr samnefndri skáldsögu Stephen King og var rithöfundurinn afar óánægður með útkomuna, eins og frægt er orðið, þótti Kubrick ganga alltof langt í skáldaleyfi sínu. Þykir mörgum furða þar sem myndin er ein sú áhrifamesta í kvikmyndasög- unni þegar kemur að hrollvekjum. King lét Kubrick vita af óánægju sinni sem sneri m.a. að því hvernig mynd var dregin upp af rithöfund- inum Jack Torrance sem Jack Nich- olson oflék eftirminnilega. Torr- ance er ekki eins ógeðfelldur í bókinni og í myndinni, að sögn King, sem þótti myndin í heildina of kuldaleg. Kubrick vílaði ekki fyrir sér að breyta endi bókarinnar og drepa eina af helstu persónum hennar, yfirkokkinn Halloran sem Scatman Crothers leikur af mikilli list í kvikmyndinni. Í viðtölum hef- ur King líkt The Shining við fagur- lega hannaða en vélarlausa bifreið. Og nokkrir gagnrýnendur voru honum sammála en miklu fleiri þeir sem lofuðu myndina í hástert. Sturlun og skyggnigáfa Aðdáendur myndarinnar láta sér hina neikvæðu gagnrýni auðvit- að í léttu rúmi liggja. Vera má að mikill munur sé á bók og mynd, þannig er það nú oft þegar kvik- mynd er gerð eftir bók, en bæði verk má lofa á sínum forsendum. Fyrir þá sem ekki vita – og þeir eru líklega fáir – fjallar The Shining um Jack Torrance, fyrrverandi kennara og rithöfund sem ræður sig sem húsvörð á stóru fjallahóteli í Klettafjöllum veturlangt. Hann dvelur þar með eiginkonu sinni, Wendy (Salley Duvall), og ungum syni, Danny (Danny Loyd), og hyggst skrifa bók meðfram hús- Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUMMINNINGANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.