Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 10
BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Bráðaenduraðgerðum vegna alvar- legra blæðinga eftir kransæða- hjáveitu hefur fækkað marktækt hér á landi undanfarinn áratug. Er um gríðarlega jákvætt skref að ræða, en blæðingar eru meðal hættulegustu fylgikvilla framan- greindra aðgerða. Þetta segir Tóm- as Guðbjartsson, prófessor og yfir- læknir á Landspítalanum. Rannsókn sem unnin hefur verið af vísindamönnum og nemendum við læknadeild Háskóla Íslands og Landspítala var á dögunum birt í læknisfræðiritinu Scandinavian Cardiovascular Journal. Segir Tóm- as niðurstöður rannsóknarinnar mjög merkilegar en þar kemur m.a. fram að enduraðgerðum í kjölfar kransæðahjáveitu hefur fækkað verulega síðustu ár. Tíðnin lækkað síðustu ár Rannsóknin náði alls til 2.060 sjúklinga sem gengust undir krans- æðahjáveituaðgerð á Landspítala á tímabilinu 2001-2016. 130 sjúkling- ar, sem gengust undir enduraðgerð, voru bornir saman við 1.930 sjúk- linga sem ekki þurftu slíka aðgerð. Niðurstaða rannsóknarinnar sýndi að fjöldi þeirra sem þurftu á enduraðgerð að halda var að meðal- tali fremur mikill. Hins vegar kom í ljós að enduraðgerðum fækkaði um 4,1% á ári að meðaltali, eða úr 10- 11% aðgerða þegar tíðni var hæst í undir 4% aðgerða frá árinu 2013. Að sögn Tómasar hefur tíðnin jafn- framt haldið áfram að lækka síðustu ár. „Við erum gríðarlega ánægð með þennan árangur enda er hann á pari við það sem best gerist erlend- is. Ekki skemmir síðan fyrir að þetta hefur haldið áfram að lækka undanfarin þrjú ár,“ segir Tómas. Í ljós kom sömuleiðis að sjúkling- ar í enduraðgerðarhópi glímdu oftar við hjartabilun og voru oftar á kröft- ugum blóðflöguhemjandi lyfjum. Hjá þeim reyndist tíðni alvarlegra fylgikvilla annarra en blæðinga einnig helmingi hærri. Auk þess var lega á gjörgæslu helmingi lengri og 30 daga dánartíðni nær fimmfalt meiri en sjúklinga sem ekki þurftu að fara í enduraðgerð. Að 30 dög- unum liðnum reyndust lífshorfur þó sambærilegar við þá sem ekki höfðu orðið fyrir blæðingum. Gríðarlegur sparnaður Að sögn Tómasar má rekja árangurinn til ýmissa samverkandi þátta, en þó verði að horfa sérstak- lega til notkunar ROTEM-storku- mælingartækja sem voru tekin upp fyrir um sjö árum á Landspítala, en tækin gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að mæla hvaða storkulyf og blóðhluta má gefa til að minnka blæðingu við lok aðgerðar. Þannig fá læknar vísbendingu um hvaða blóðstorkuefni hægt er að gefa inni á skurðstofu til að bæta blæðingu. Að sögn Tómasar er fjárhagsleg- ur ávinningur af notkun tækisins mikill. Nóg sé að benda á kostnað sem skapast sökum legu sjúklings á gjörgæslu- eða legudeild. Kostnað- ur vegna eins sólarhrings á slíkri deild getur hlaupið á hundruðum þúsunda króna. Með því að fækka blæðingartilfellum er gjörgæslutími jafnvel styttur um helming. „Það er til mikils að vinna og bara það að fækka dögunum um helming getur lækkað kostnað al- veg gríðarlega. Góðu fréttirnar eru auðvitað þær að þetta hefur verið að lækka undanfarin ár og því ber að fagna.“ Hafa tekið stór skref fram á við  Enduraðgerðum vegna alvarlegra blæðinga eftir kransæðahjáveitu fækkar marktækt  Gríðarlegan sparnað má rekja til nýs tækis Landspítalans  Árangurinn á pari við það sem best gerist erlendis 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vandaðir þýskir póstkassar, hengi- lásar, hjólalásar og lyklabox. MIKIÐ ÚRVAL Opið virka daga frá 9 -18 lau f rá 10 -16 Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Frí heimsending út maí Kransæðahjáveituaðgerð er framkvæmd við alvarlegum þrengslum í öllum helstu krans- æðum hjartans. Þetta er al- gengasta opna hjartaaðgerðin og eru framkvæmdar rúmlega 100 slíkar aðgerðir árlega á Ís- landi. Eru blæðingar á meðal hættulegustu fylgikvilla að- gerðanna. Oftast er hægt að leysa þær með gjöfum blóðhluta eða storkuhvetjandi lyfjum. Þó get- ur það endað svo að kalla þarf sjúklinginn að nýju inn á skurð- deild. Blæðingar fylgikvilli ALGENGAR AÐGERÐIR Morgunblaðið/RAX Aðgerð Tómas Guðbjartsson í miðri hjartaaðgerð á Landspítala. Framkvæmdar eru um 100 slíkar aðgerðir árlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.