Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 54
54 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið 50 ára Nanna er Reykvíkingur, ólst upp á Óðinsgötu 19 og býr í næsta húsi. Hún er sjúkraliði að mennt frá FB og er skráður græðari. Nanna vinn- ur við heimahjúkrun. Börn: Tinna Karen, f. 1991, Hekla Dögg, f. 1993, og Gabríel Sölvi, f. 2006 og barnabarn er á leiðinni í október. Foreldrar: Jóhannes Þorsteinn Helga- son, f. 1934, fv. sendibílstjóri, bús. í Reykjavík, og Málfríður Erna Sigurð- ardóttir, f. 1941, d. 2007. Þau ráku teppa- og hreingerningarþjónustuna Ernu og Þorstein til margra ára. Nanna Guðný Jóhannesdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er nauðsynlegt að halda sig á mottunni hvað fjárútlát varðar. Leitaðu sérfræðiráðgjafar til þess að tryggja hag þinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Ástarsamband tekur u-beygju. Njóttu samvista við fjölskylduna í kvöld og mundu að bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Stundum er eina ráðið að halda að sér höndum og bíða færis. Hikaðu ekki við að biðjast afsökunar. Jafnvægi er það sem allir þurfa á að halda. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér leiðist aðgerðaleysi og munt þú byrja á einhverju nýju áður en þú hef- ur klárað það sem hefur átt huga þinn undanfarið. Áhyggjur leysa engan vanda. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Mikilvæg ábending frá vini getur leitt til varanlegrar heilsubótar. Farðu að öllu með gát í umferðinni, því ekkert ligg- ur á. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það bendir ýmislegt til þess að gamall draumur þinn muni rætast. Heppnin gæti verið með þér á næstunni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þetta er góður dagur til að gera breytingar á lífinu. Til að endurheimta kraftana skaltu stefna á einveru í ein- hvern tíma. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert í miklu vinnustuði núna. Sýndu sérstaka aðgæslu í fjár- málum. Vinir koma þér á óvart og þú sérð hvað þú átt góða að. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er um að gera að taka lífið ekki of alvarlega. Þú þarft að temja þér þolinmæði. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér líður ekki vel og sjálfs- traust þitt er ekki með besta móti. Þú færð hugmynd sem á eftir að valda straumhvörfum í lífi þínu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Enn og aftur nýturðu góðs af greiðvikni annarra. Farðu þér hægt því þú þarft að vinna aðra á þitt band. Ekki láta æsa þig upp að óþörfu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur lært mikið á því að skiptast á skoðunum við vin þinn. Ef þú þarft á hjálp að halda biddu þá um hana. Ekki láta stoltið ráða för. Fjölskylda Eiginkona Garðars er Anna Ólöf Ólafsdóttir, f. 16.6. 1953, verslunar- stjóri ÁTVR á Höfn. Þau bjuggu á Hvolsvelli 1972 til 1974 en fluttu þá til Hafnar í Hornafirði og hafa búið þar síðan. Foreldrar Önnu voru hjónin Garðar var í björgunarsveit Slysavarnafélagsins á Hvolsvelli og Höfn og sat í stjórn Björgunar- félags Hornafjarðar, Ferðamála- félags Austur-Skaftafellssýslu, Jöklaferða og Félags sérleyfishafa. Ferðalög eru helsta áhugamál Garðars. S igurjón Garðar Óskarsson er fæddur 14. maí 1950 á Syðri-Úlfsstöðum í Aust- ur-Landeyjum í Rangár- vallasýslu. Hann fluttist tveggja ára með fjölskyldu sinni á Hvolsvöll en var alla tíð í sveit á Úlfsstöðum á sumrin, til 15 ára aldurs. Garðar gekk í Barnaskólann á Hvolsvelli og tók síðan gagnfræða- próf frá Skógaskóla 1966. Hann lauk síðan tveimur bekkjum í Iðn- skólanum á Selfossi. Garðar tók einkaflugmannspróf 1988. Garðar var í brúarvinnuflokki Jónasar Gíslasonar í fjögur sumur og einn vetur. „Helstu brýr sem ég vann við að byggja voru yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi og Elliða- árnar í Reykjavík.“ Garðar var eina vetrarvertíð í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum og tvær vertíðir á Kap II VE. Hann var stýrimaður á Þinganesi SF veturinn 1975. Garðar byrjaði árið 1970 að aka rútum hjá fjölskyldufyrirtækinu Austurleið hf. sem Óskar faðir hans stofnaði. Sérleyfið náði frá Reykja- vík og að Fossi á Síðu, en með opnun Skeiðarárbrúar árið 1974 lengdist sérleyfið til Hafnar í Hornafirði og síðar áfram til Egilsstaða yfir sumartímann. Austurleið hf. sam- einaðist síðar Sérleyfisbílum Selfoss og í framhaldi af því Kynnisferðum. Garðar starfaði hjá Austurleið sem bílstjóri og framkvæmdastjóri til 2004, og síðan hjá Kynnisferðum til 2007. „Við vorum með um 35 rútur en þegar fyrirtækið sameinaðist SBS voru bílarnir um 70-80. Við stofnuðum Jöklaferðir í kringum 1981 og vorum fyrst í dags- ferðum upp á Vatnajökul en byggð- um síðan árið 1991 skálann Jöklasel sem er uppi á Skálafellsjökli.“ Tímabilið 1975 til 1988 starfaði Garðar á veturna með akstrinum hjá Byggingafélagi Hornafjarðar, Vélsmiðju Hornafjarðar og lyftara- verkstæði Borgeyrar. Eftir að Garðar hætti hjá Kynnisferðum hef- ur hann unnið við rafvirkjun hjá Rafhorni ehf. á Höfn. „Ég er ennþá að vinna þar og ætla að halda því áfram fram eftir ári.“ Ólafur Guðjónsson, f. 5.4. 1918, d. 5.7. 1998, og Anna Guðmunda Markús- dóttir, f. 2.11. 1913, d. 11.5. 2001, bændur í Vesturholtum í Þykkvabæ, Rang. Börn Garðars og Önnu eru 1) Sig- ríður Guðbjörg Garðarsdóttir, f. 3.2. 1972, bankastarfsmaður Landsbank- Garðar Óskarsson, fyrrverandi sérleyfishafi – 70 ára Fjölskyldan Garðar og Anna ásamt börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum í byrjun ársins 2019. Myndin er tekin í Haukafelli, sem er skógræktarsvæði Hornfirðinga. Frá Reykjavík til Egilsstaða Hjónin Garðar og Anna á ferðalagi erlendis, en þau gengu í hjónaband 1972. Á Djúpavogi Garðar á ferðalagi. Kristín Sturludóttir frá Suðureyri við Súganda- fjörð er 90 ára er í dag. Eiginmaður hennar er Guð- björn Björnsson og þau búa á Sléttuvegi 13, 103 Reykjavík. Árnað heilla 90 ára 40 ára Stephanie er frá Würsburg í Bæj- aralandi en flutti til Ís- lands 2005 og býr í Mosfellsbæ. Hún út- skrifaðist úr hótel- námi í Þýskalandi og er framkvæmdastjóri Öldu hótels á Laugavegi. Maki: Róbert Már Grétarsson, f. 1978, eigandi fyrirtækisins Þakdúkalagnir. Börn: Lilja Ósk, f. 2008, og Jacob Már, f. 2010. Foreldrar: Martina Mauler, f. 1957, hús- móðir og garðyrkjukona, og Siegfrid Mauler, f. 1957, fv. lögreglumaður. Þau eru bæði komin á eftirlaun og eru búsett í Darstadt í nágrenni Würzburg. Stephanie Mauler Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.