Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Margir eldri borgarar erumeðvitaðir um að undirbúasig til að takast á við þriðja æviskeiðið, en það hefst um það bil sem starfslok verða hjá flestum. Á þessum árum skiptir máli að vera í góðu líkamlegu og andlegu jafnvægi, að vera sem lengst sjálfbjarga með allar daglegar athafnir, svo sem að klæðast, baða sig, geta farið á sal- erni, matast og að komast um í sam- félaginu. Þurfa nýtt húsnæði Þegar heilsan er farin að gefa sig geta komið upp ýmsir erfiðleikar varðandi sjálfsbjargargetu og þá er mikilvægt að horfast í augu við vand- ann. Hugsanlega þarf að huga að nýjum húsgögnum bæði stólum, sófa og rúmi sem auðveldara er að standa upp úr, aðrir þurfa að breyta til inni á baði, til dæmis taka baðkar sem erf- itt er að komast upp í og setja sturtu í staðinn. Aðrir þurfa að skipta um húsnæði til að vera með gott aðgengi til að auðvelda þeim að komast inn og úr húsi. Mikið úrval er til af hjálp- artækjum sem auka öryggi og sjálf- bjargargetu fólks. Sjúkratryggingar Íslands bjóða til dæmis upp á úrval hjálpartækja, eftir ákveðnum skil- greiningum, sem lánuð eru út og er þeim síðan skilað aftur eftir notkun en önnur tæki má kaupa. Ýmis hjálp- artæki eða breytingar á umhverfi auka sjálfsbjargargetu einstaklings en oft þarf að læra nýjar aðferðir eða breyta sínum venjum. Mörg slys á baðherbergi Góðar leiðbeiningar um notkun hjálpartækja geta hins vegar ýtt undir þátttöku í athöfnum daglegs lífs þrátt fyrir skerta getu.  Þegar jafnvægið skerðist og aukin hætta er á byltu getur mikið öryggi verið í göngugrind, eða jafnvel hjóla- stól til lengri ferða.  Þeir sem eiga erfitt með að fara í og úr rúmi geta nýtt sér grip á rúmið eða stuðningsstöng.  Því miður verða mörg slys í heimahúsum inni á baðherbergi og því nauðsynlegt að huga að góðu að- gengi þar. Allir eldri borgarar ættu að hafa handföng á vegg fyrir ofan baðkar eða á sturtuveggjum. Þeir sem hafa t.d. baðkar geta nýtt sér baðbretti og þeir sem eru með hátt þrep inn í sturtuklefa geta nýtt sér baðstóla og/eða stuðningsstangir. Allir þurfa síðan að eiga að eiga góða stama gúmmímottu á baðkarsbotn- inn eða sturtubotninn og aðra með stömu undirlagi til að stíga á þegar stigið er út úr sturtunni.  Einnig er hægt að aðlaga um- hverfi í kringum salerni. Þar sem sal- erni er mjög lágt er hægt að fá sal- ernisupphækkun sem hækkar upp salernið svo auðveldara sé að standa upp og setjast niður. Einnig getur verið gott að setja handföng í kring- um salerni. Margir eldri borgarar hafa nú þegar tileinkað sér snjalltækni og lært að nota tölvur, spjaldtölvur eða snjall- síma. Tæknin gerir okkur auðveld- ara með að hafa aðgang að netbanka, fá heimsendar vörur, minna okkur á til dæmis að taka lyfin okkar og ekki síður að vera í sambandi við sína ætt- ingja og vini. Aðgangur að Heilsu- veru auðveldar öll samskipti við heilsugæsluna en þar er hægt að endurnýja lyf og fá ráðleggingar í gegnum netið. Auðvelda daglegt líf Iðjuþjálfar innan Heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis (HH) fara heim til fólks til að meta hvernig best er að bæta iðjuvanda fólks og efla sjálfbjargargetu þeirra. Það er gert með því að meta að- stæður, þörf fyrir hjálpartæki og al- menna ráðgjöf. Það er oft ótrúlega margt hægt að gera til að auðvelda ýmislegt í daglegu lífi og auka sjálfs- bjargargetuna. Skjólstæðingar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem búa í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði hafa aðgang að þjónustu iðjuþjálfa Heimahjúkrunar HH. Þeir geta beð- ið heimilislækni eða hjúkrunarfræð- ing sem sinnir heilsuvernd aldraðra á heilsugæslustöð að senda beiðni um heimilisathugun. Þeir sem búa annars staðar geta fengið upplýs- ingar á sinni heilsugæslustöð um þá möguleika sem eru í boði. Efla má sjálfsbjargar- getu eldri borgara Morgunblaðið/Hari Stólaleikfimi Að halda kroppnum í lagi er mikilvægt; bætir og kætir í senn. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsuráð Ásbjörg Magnúsdóttir og Guðrún K. Hafsteinsdóttir iðjuþjálfar hjá Heimahjúkrun HH í Hafnar- firði, Garðabæ og Kópavogi. Vigdís er sterk fyrirmyndheilu kynslóðanna og semforseti var hún brautryðj-andi nýrra viðhorfa. Tengdi fortíð, líðandi stund og fram- tíðina í athöfnum sínum og ávörp- um, sem gjarnan fjölluðu um menn- ingu, mannlíf og náttúru. Þau efni eru leiðarstef svo margs í dag og að því leyti var Vigdís brautryðjandi og á undan sinni samtíð. Þjóðleg og heimsborgari í senn,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. 16 ár og myndir Um komandi helgi verður í Þjóð- minjasafni Íslands opnuð sýningin Vigdís – forseti nýrra tíma. Þar gef- ur að líta alls sextán ljósmyndir frá jafnmörgum árum sem Vigdís sat á Bessastöðum sem þjóðhöfðingi Ís- lendinga. Oft og mikið hefur verið fjallað um þau kaflaskil í sögunni sem urðu þegar Vigdís Finnboga- dóttir var kosin í embætti forseta Ís- lands árið 1980, fyrst kvenna í ver- öldinni kjörin lýðræðislegur þjóðar- leiðtogi. Sýning þessi er uppi á svonefndu Torgi, nærri safnbúð og kaffihúsinu á jarðhæð safnhússins við Suðurgötu. Allar eru myndirnar úr myndasafni Þjóðminjasafnsins og valdar af þeim Ingu Láru Baldvins- dóttur og Lindu Ásdísardóttur, sem er sýningarstjóri. „Vissulega er vandratað þegar velja skal til þess að gera fáar mynd- ir frá löngum en viðburðaríkum tíma. Reynt var þó að endurspegla hve víða Vigdís lét til sín taka með sinni heimsborgaralegu framgöngu; bæði meðal íslensks alþýðufólks og erlendra þjóðhöfðingja og allra þar á milli,“ segir Margrét um sýning- una. Til hennar er efnt í tilefni af 90 ára afmæli Vigdísar hinn 15. apríl síðastliðinn og þess að í júní verða 40 ár liðin frá hinum sögulegu forseta- kosningum. Bækur og kort Safnið hefur samhliða sýningunni útbúið skemmtileg tækifæriskort í gjafapakkningu með myndum af Vigdísi við ýmis embættisstörf eftir Gunnar Geir Vigfússon ljósmynd- ara. Pakkningin fæst í safnbúðinni. Þar fást einnig bækurnar Vigdís – kona verður forseti, rituð af Páli Valssyni, og Ein á forsetavakt: dag- ar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur eft- ir Steinunni Sigurðardóttur. Einnig barnabók eftir Rán Flygenring sem kom út fyrir síðustu jól, Vigdís. Bókin um fyrsta konuforsetann. sbs@mbl.is Forseti nýrra tíma á sýningu í Þjóðminjasafninu Vigdís á ljósmyndum Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimsókn Afhentir sauðskinnsskór í ferðalagi vestur á fjörðum forðum daga. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Safn Hafdís Guðmundsdóttir í safn- búð og Margrét Hallgrímsdóttir. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Forsetinn Með börnunum í opin- berri heimsókn á Hvammstanga. ALVÖRU VERKFÆRI 145 EITTRAFHLÖÐUKERFI YFIR VERKFÆRI VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is vfs.is 00000 www.veidikortid.is Gleðilegt veiðisumar! Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.