Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 ✝ Ragnar H. Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 16. maí 1942. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Ísa- fold 30. apríl 2020. Foreldrar hans voru Guðmundur Hjörtur Daníelsson, f. 3.7. 1915, d. 22.10. 1972, og Ingunn Teitsdóttir, f. 1.8. 1912, d. 21. maí 1970. Eiginkona Ragnars er Guðrún Sigríður Jóhannsdóttir, f. 10.4. 1943. Synir þeirra eru: 1) Jóhann Hjörtur Ragnarsson, f. 21.3. 1965. Fyrrverandi maki Sig- urlaug Friðþjófsdóttir, f. 10.9. 1961, dóttir hennar er Birta Marlen Lamm, f. 15.3. 1991. 2) Ingvar Heiðar Ragnarsson, f. 11.5. 1972, eiginkona hans er Ásta Sölvadóttir, f. 23.7. 1971, sonur þeirra er Jökull Tinni Ingvarsson, f. 21.12. 2003. og tók síðar við versluninni. Síðar stofnaði hann heildverslun með öðrum. Stærstan hluta starfsævinnar, árin 1973-1998, starfaði Ragnar fyrir Læknafélög Íslands og Reykjavíkur sem for- stöðumaður Lífeyrissjóðs lækna. Árið 1998 veiktist hann alvarlega og hafði það varanleg áhrif á líf hans frá þeim tíma. Ragnar var skáti. Hann gekk í skátafélagið Landnema 11 ára gamall og starfaði með skáta- hreyfingunni um árabil. Þar kynntist hann konu sinni, Guð- rúnu Sigríði. Þau giftust 19. sept- ember 1964. Þau hjónin hófu bú- skap í Reykjavík en fluttu í Garðabæ árið 1974. Þar hafa þau búið síðan. Auk bókaáhuga hafði Ragnar alla tíð yndi af músík og söng, sótti leikhús, óperur og tón- leika. Hann studdi alltaf mikið áhugamál sona sinna, bæði skák og íþróttir. Sjálfur hafði hann áhuga á íþróttum. Ragnar starf- aði mikið fyrir Stjörnuna í Garða- bæ í tengslum við íþróttaiðkun sona sinna. Einnig sat hann í að- alstjórn Stjörnunnar árin 1988- 1990. Útför Ragnars fer fram 14. maí 2020. Vegna aðstæðna í þjóðfélag- inu verður athöfnin í kyrrþey. Systir Ragnars er Steinunn Guð- mundsdóttir, hún á þrjú börn. Ragnar ólst upp í Reykjavík. Föðurætt hans var úr Leir- ársveit í Borgarfirði og móðurætt úr Víðidal í Húnavatns- sýslu. Ragnar var í sveit hjá skyldfólki sínu í Víðidalstungu frá 6 ára aldri fram á unglingsár. Víðidalurinn átti stóran sess í hjarta hans alla tíð, ekki síst síð- ustu árin.Ragnar var mikill áhugamaður um bækur, hann safnaði þeim og var lestrarmaður mikill. Á mennta- og háskóla- árum seldi Ragnar bækur fyrir Almenna bókafélagið samhliða námi. Hann starfaði um árabil við verslunarstörf. Faðir Ragnars var kaupmaður og rak húsgagna- verslun. Ragnar starfaði við hlið föður síns í upphafi starfsferils Elsku pabbi. Við hlið þér sit og minningar streyma. Strákur man Sundhall- arferðir á sunnudögum. Að fá að fara með þér á skrifstofuna og gamla pósthúsið. Bókamann mik- inn sem ætíð bauð upp á bækur við öll tilefni, m.a.s. þegar pínu- lítill pjakkur vildi matreiðslubók. Manstu allan pönnukökubakstur okkar í framhaldinu? Unglingur man stuðning og samveru tengda íþróttum. Hvað þú fylgdist með öllum fótbolta- og handboltaleikjum okkar áður en það tíðkaðist meðal foreldra. Hvað þú fylgdir okkur út á land og þegar þú skipulagðir utan- landsferð Stjörnustráka í fót- bolta. Hversu oft þú skutlaðir mér snemma á laugardagsmorgnum þegar þurfti að fara eitthvað til að keppa í handbolta. Maður man ótal samveru- stundir, heima og í heildsölunni. Árlegar ferðir í Tungu sýndu hvað öll sumrin í Víðidalnum skipuðu stóran sess í hjartanu. Ég man þegar við máluðum sam- an fyrstu íbúðina er við Ásta byrjuðum að búa. Það var góður tími. Ég man þegar þú veiktist allt of snemma. Síðar brosið breiða þegar þú varðst afi og alla væntumþykjuna þegar Jökull Tinni var hjá þér. Hvernig þið mamma leiddust gegnum lífið, þéttu handtaki, hlið við hlið, alla tíð. Fyrst og fremst man ég brosið, hlýjuna, þolinmæðina. Ljúfa og létta lundina. Farðu í friði, faðir minn. Takk fyrir daginn þinn. Ingvar H. Ragnarsson. Ragnar H. Guðmundsson ✝ Stefán Hall-grímur Björns- son fæddist 23. desember 1935 í Brekku í Gler- árþorpi. Hann lést 1. maí 2020. For- eldrar Stefáns voru Björn Hallgríms- son, fæddur 28. mars 1898, dáinn 8. maí 1960 og Sigríð- ur Ólafsdóttir, fædd 11. júlí 1906, dáin 28. mars 1991. Stefán átti 5 systk- ini: Kristbjörgu, Hrein og Sig- urbjörn sem eru látin og Ár- nýju og Elsu. Stefán kvæntist Ragnhildi Sigfúsdóttur, fædd á ágúst 1963, gift Sigurði Gunn- ari Oddssyni og eiga þau 2 dæt- ur, Huldu Lilý og Hildigunni. 3) Hjördís, fædd 9. júní 1968, gift Jóhanni Pétri Olsen og eiga þau 2 syni, Stefán og Hafstein og 1 barnabarn. 4) Sigfús, fæddur 26. september 1970, kvæntur Júlíu Matthildi Brynj- ólfsdóttur og eiga þau 3 börn, Stefaníu Marín, Bergdísi Hönnu og Björn Andra. 5) Ragnhildur, fædd 14. febrúar 1973. Stefán ólst upp í Glerárþorpi í því frelsi sem börn höfðu á þeim tíma. Hann fór ungur til sjós og lærði til stýrimanns. Hann hóf félagsbúskap með kýr og kartöflur á Einarsstöðum/ Sílastöðum með eftirlifandi eig- inkonu sinni og bróður hennar Eiríki Sigfússyni og eiginkonu hans Soffíu Alfreðsdóttur og var það hans ævistarf. Útförin fer fram í kyrrþey í dag, 14. maí 2020. Skjöldólfsstöðum á Jökuldal 26. maí 1940. Foreldrar hennar voru Sigfús Eiríksson, fæddur 2. október 1904, dáinn 13. janúar 1956 og Kristín Sólveig Björgvins- dóttir, fædd 1. apr- íl 1920, dáin 30. mars 1996. Stefán og Ragn- hildur eignuðust 5 börn. 1) Kristín, fædd 10. júní 1961, gift Sigurði Magnúsi Brynjólfssyni og eiga þau tvö börn, Ragnhildi og Gunnar Torfa og tvö barna- börn. 2) Sigríður, fædd 13. Ég, Stebbi og strákarnir. Hversu margar sögur hjá pabba byrjuðu á þessum orðum? Og margar hverjar voru um hvað Stebbi var sterkur. Já hann var svo sannarlega sterkur. Hafþór kraftakarl var að setja heimsmet um daginn með því að lyfta rúmu hálfu tonni. Ég held að Stebbi hefði getað það þegar hann var upp á sitt besta, svei mér þá. Stefán Björnsson, bóndi á Einarsstöðum, var vinur pabba. Þeir voru vinir frá því pabbi flutti í Glerárþorpið fyrir 1950. Að eiga vin eins og Stebba var pabba afskaplega dýrmætt. Þeir reru saman á Garðari EA-761. Hvort það var bara ein vertíð eða margar veit ég ekki, en miðað við sögurnar gæti það hafa verið um áratugaskeið. Einhvern tímann fyrir margt löngu urðu þeir Norðurlands- meistarar í tvímenningi í bridge og lifðu sögurnar frá því lengi. Þeir voru spilafélagar í ára- tugi og spiluðu einu sinni í viku í Hlíðarbæ. Aldrei fór styggðaryrði á milli þeirra, sama hvaða gloríur voru gerðar í spilamennskunni. Ég man eftir því sem barn að foreldrar mínir voru með kart- öflugarð um tíma úti á Ein- arsstöðum. Ekki er ég viss um að greitt hafi verið mikið fyrir útsæði eða áburð. Allt þótti Stefáni sjálf- sagt. Þeir bændur á Einarsstöðum og Sílastöðum ræktuðu kart- öflur og við systkinin fengum vinnu við upptöku á haustin eins og flest börn í þorpinu. Oft líktust kartöflugarðarnir frekar leikvelli en vinnustað. Stefán tók því með jafnaðargeði, því grunnt var á gleðinni og hlátr- inum og hann skildi svo vel leik barnanna. Á Einarsstöðum/Sílastöðum var rekið myndarkúabú auk kartöfluræktunar. Sem barn var ég viss um að fjósið þeirra væri stærsta fjós á landinu. Kristþór bróðir var seinna vinnumaður á Einarsstöðum og líkaði vel. Alla tíð var góð teng- ing þar á milli. Stefán var hvers manns hug- ljúfi, bóngóður og hjálpsamur. Á bernskuheimili mínu voru margir munnar að metta. Þetta vissi Stebbi og þeir voru ófáir kartöflupokarnir sem hann bar heim til okkar, og skildi eftir í forstofunni ef enginn var heima til að taka við þeim. Hann var sannur og einlægur vinur, enda var talað um bændurna á Ein- arsstöðum með gleði og virð- ingu á mínu heimili. Seinna þegar ég fór sjálfur að búa kom það ósjálfrátt til að aldrei eru keyptar aðrar kart- öflur á okkar heimili en frá Ein- arsstöðum/Sílastöðum. Mun svo verða gert áfram í minningu og virðingarskyni við góðan dreng. Við hjónin vottum Ragnhildi, börnum þeirra og fjölskyldum samúð við fráfall mikils höfð- ingja. Oddur Helgi Halldórsson og Margrét Harpa Þorsteinsdóttir. Stefán Hallgrímur Björnsson Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR LINDA ZEBITZ, Brúnavegi 9, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Mánateig miðvikudaginn 6. maí. Starfsfólki Mánateigs eru færðar alúðarþakkir fyrir einstaklega góða aðhlynningu. Í ljósi aðstæðna verður eingöngu nánasta fjölskylda viðstödd útförina sem fer fram 18. maí. Ólafur Kristinsson Ásta Ólafsdóttir Kristinn Guðni Ólafsson Ingunn Ingimarsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Erlingur Bótólfsson barnabörn og barnabarnabörn Sonur minn, eiginmaður, faðir og fósturfaðir, KRISTJÁN Ó. KRISTJÁNSSON verktaki, Háagerði í Grímsnesi, lést sunnudaginn 3. maí. Vegna aðstæðna mun útförin fara fram síðar. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Kristín Ásta Egilsdóttir Kristín Konráðsdóttir Ólöf Kristín Kristjánsdóttir Benedikt Kristjánsson Friðrik Kristjánsson Margrét Kristjánsdóttir Eva Björg Sigurðardóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA VÍGLUNDSDÓTTIR, Vestmannaeyjum, lést laugardaginn 9. maí á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Friðrik Helgi Ragnarsson Sigurður Vignir Friðriksson Vilborg Friðriksdóttir Sigmar Þröstur Óskarsson og ömmubörnin Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA HELGA GUNNARSDÓTTIR, lést laugardaginn 9. maí. Útför verður auglýst síðar. Ingimundur Magnússon Magnús Ingimundarson Brynhildur Ingvarsdóttir Gunnar Ingimundarson Hrund Sch. Thorsteinsson Bolli Þór Bollason Hrefna Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg systir okkar og mágkona, GRÉTA HALLDÓRSDÓTTIR, fv. bankaritari, Orrahólum 7, lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 10. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Björn Halldórsson Auður Gilsdóttir Sigrún Halldórsdóttir Hafþór E. Byrd Guðmundur Halldórsson Hólmfríður Rögnvaldsdóttir Hrafnhildur Halldórsdóttir John DeMarco og systkinabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og sonur, GUÐMUNDUR VÍÐIR HELGASON sjávarlíffræðingur, Hávallagötu 46, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 9. maí. Útförin auglýst síðar. Edda Guðmundsdóttir Helgi Hrafn Guðmundsson Livia Stevaux Kjartan Guðmundsson Kristín Rut Þórðardóttir Hrafnkell Guðmundsson Zofia Skoroszewska Una Katrín og Freyja Inga Rúna Sæmundsdóttir Ástkær móðir mín, JÓNHILDUR HALLDÓRSDÓTTIR, fyrrverandi forstöðulífeindafræðingur og hjúkrunarfræðingur, Ásbraut 11, Kópavogi lést á heimili sínu laugardaginn 9. maí. Í ljósi aðstæðna og gildandi reglna fer útförin fram frá Digraneskirkju með fjöldatakmörkun, hámark fimmtíu viðstaddra þriðjudaginn 19. maí klukkan 11. Halldór Eiríkur Sigurbjörnsson Jónhildarson Elsku Jóna. Þegar ég kom í sveitina þá varst þú þar og það voru margar ferðirnar sem ég rölti upp eftir til þín í kaffi og þá voru sko málin rædd, hlegið og haft gaman, en sögurnar sem þú sagðir mér eru mér mikils virði. Þú varst mér alltaf svo góð Guðbjörg Jóna Jónsdóttir ✝ Guðbjörg JónaJónsdóttir fæddist 8. mars 1935. Hún lést 27. apríl 2020. Útför Jónu fór fram í kyrrþey að eigin ósk og hlýhugur, virð- ing og þakklæti mitt mun ávallt fylgja þér. Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar, er ljóð, sem himininn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar, er ljóð um kjarnann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar, er ljóð við sönginn, sem aldrei þagnar. (Davíð Stefánsson) Þín Eygló Baldvina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.