Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 57
Daníel, Grétar og Vilhjálmur lykil- menn. Grétar öflugur framherji, Daníel og Vilhjálmur grjótharðir varnarmenn en Daníel hafði reynd- ar verið aðalmarkaskorari liðsins í 3. deildinni þegar hann skoraði 25 mörk í aðeins tíu leikjum sumarið 1981. Guðjón Guðmundsson var hörku- duglegur miðjumaður og leiðtogi, Gísli Heiðarsson traustur mark- vörður og leikmenn á borð við Vil- berg Þorvaldsson, Guðmund Jens Knútsson, Klemenz Sæmundsson, Björn Vilhelmsson, Sigurð Magnús- son og Ólaf Róbertsson sýndu sig allir og sönnuðu í efstu deild. Allir voru þeir úr Garðinum. Liðsaukinn frá Keflavík Með þeim spiluðu síðan í eitt eða fleiri ár leikmenn með reynslu úr efstu deild, svo sem Mark Duffield, Helgi Bentsson, Gísli Eyjólfsson (sem var úr Garðinum en hafði leik- ið með Keflavík í sex ár), Rúnar Georgsson, Einar Ásbjörn Ólafsson, Jón Örvar Arason og Sævar Leifs- son. Þeir Gísli, Einar og Rúnar komu allir frá Keflavík 1985 og reyndust liðinu dýrmætur liðsauki fyrir frumraunina í efstu deild. Haukur, Marteinn og Kjartan Þjálfarar á þessum árum voru Haukur Hafsteinsson sem kom þeim upp í 2. deildina haustið 1982 og hélt þeim þar án vandræða 1983. Marteinn Geirsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, sem tók við 1984 og fór með liðið upp í hóp þeirra bestu, lék þá sjálfur í vörninni sitt síðasta tímabil sem leikmaður, og fylgdi því eftir með því að halda lið- inu í efstu deild 1985. Kjartan Más- son sem hélt liðinu allörugglega í deildinni 1986 og svo Haukur aftur árið 1987 þegar Víðismenn féllu að lokum en með allra minnsta mun. Ævintýraleg björgun Ólafs Fyrsta tímabilið var Víð- ismönnum erfitt og þeir voru í fall- sæti lengst af. Þeir unnu aðeins einn leik í fyrri umferðinni, Víkinga 1:0 á útivelli með marki Grétars Einars- sonar. Í lokin var spennan gríðarleg, Víkingar voru fallnir en Víðir og Þróttur mættust í hreinum úrslita- leik í lokaumferðinni þar sem Þrótt- urum nægði jafntefli. Víðismenn knúðu fram sigur, 3:2, þar sem æv- intýraleg björgun Ólafs Róberts- sonar á marklínu undir lokin gerði endanlega útslagið um að halda Víði uppi og senda Þrótt niður. Árið 1986 voru Víðismenn áfram í námunda við fallsætin framan af sumri. Aukin reynsla í liðinu skilaði sér í góðum kafla um miðbik tíma- bilsins og með 5:0 sigri á Breiðabliki snemma í ágúst var liðið komið í nánast örugga höfn þegar fjórar umferðir voru eftir af deildinni. Svo örugga reyndar að það þoldi vel að tapa síðustu fjórum leikjunum og endaði samt í 7. sæti, sem er besti árangur félagsins fyrr og síðar. Bikarúrslit og fallbarátta sem réðst á einu marki Eins og áður er getið léku Víðis- menn til úrslita í bikarkeppninni haustið 1987. Þar mættu þeir of- jörlum sínum, töpuðu 5:0 fyrir Fram á Laugardalsvellinum, en eftir stendur mikið bikarævintýri þar sem Víðir lagði bæði KR og Val að velli á leið sinni í úrslitaleikinn. Að honum loknum tók við erfið fallbarátta. Víðismenn voru neðstir með 11 stig þegar tvær umferðir voru eftir af deildinni og útlitið var svart. Þeir gerðu sér hinsvegar lítið fyrir og sigruðu Skagamenn 4:3 á Akranesi, komust með því uppfyrir FH og af botninum, og sigruðu síð- an KR 2:0 í lokaumferðinni. Aðeins munaði einu marki að þeir héldu velli í deildinni þriðja árið í röð en Völsungar frá Húsavík náðu 0:0 jafntefli gegn meisturum Vals á Hlíðarenda, fengu 17 stig eins og Víðir og héldu sér uppi á markatöl- unni 20:32 en markatala Víðis var 20:33. Svo tæpt var það! Þeir komu aftur En þó Víðismenn hefðu fallið höfðu þeir ekki sagt sitt síðasta orð. Þeir unnu 2. deildina á mjög sann- færandi hátt árið 1990, undir stjórn Óskars Ingimundarsonar, og léku því sitt fjórða tímabil í efstu deild 1991. Þá voru enn í liðinu þeir Guð- jón, Daníel, Grétar, Vilhjálmur, Vil- berg, Ólafur, Klemenz, Björn og Gísli, sem höfðu tekið þátt í að fara upp úr 3. deildinni níu árum áður. Að þessu sinni var brekkan þó of brött. Víðismenn sátu á botninum allt sumarið og fengu aðeins níu stig, en margir minnast lokaleiks þeirra af þeim sökum að Víkingar fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum á Garðsvelli í lokaumferðinni, eftir 3:1 sigur, þar sem Sævar Leifsson hafði skorað fyrsta mark leiksins fyrir Víði. Skrifuðu áhugaverðan kafla Víðismenn voru komnir niður í 3. deild tveimur árum síðar og hafa ekki komist nálægt úrvalsdeildinni frá þessum tíma. En þeir skrifuðu mjög áhugaverðan kafla í Íslands- sögu fótboltans, voru á sinn hátt brautryðjendur fyrir minni félög og sýndu að með vinnusemi, samheldni og skipulagi er hægt að ná langt í fótboltanum. En fyrst og fremst byggðist þetta á því að fram kom gríðarlega sterkur kjarni af heima- mönnum í Garði sem sýndu og sönn- uðu að þeir gátu staðið sig í sam- keppni við þá bestu á landinu.  Meira af myndum er að finna á mbl.is/sport/fotbolti. Ljósmynd/Einar Ólason ÍÞRÓTTIR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Íslenskar handknattleiks- konur flykkjast nú heim en fyrr í vetur tilkynnti Birna Berg Har- aldsdóttir að hún hefði samið við ÍBV í Vestmannaeyjum. Mariam Eradze fylgdi svo í fótspor henn- ar og gekk til liðs Val og þá samdi Rut Arnfjörð Jónsdóttir við KA/Þór á dögunum en hún var sú handboltakona sem hafði verið lengst íslenskra handbolta- kvenna í atvinnumennsku, á seinni árum í það minnsta. Í vikunni tilkynnti Stjarnan svo að landsliðskonurnar Eva Björk Davíðsdóttir og Helena Rut Örvarsdóttir væru komnar heim úr atvinnumennsku. Það er alveg ljóst að kórónuveiran hefur átt einhvern þátt í því að landsliðs- konurnar hafa ákveðið að snúa heim enda mörg félög í miklum rekstrarvanda eftir heimsfarald- urinn. Kvennalið munu að öllum líkindum fara mun verr út úr far- aldrinum enda erfiðara fyrir þau að sækja sér styrktaraðila en karlaliðin. Eins frábært og það er að fá þessa leikmenn heim þá er þetta ákveðið áhyggjuefni fyrir ís- lenska kvennalandsliðið. Liðið fór síðast á stórmót árið 2012 og miðað við þessa þróun er fátt sem bendir til þess að liðið sé á leiðinni á stórmót á næstu árum. Þá má alveg nefna það líka að þær sem eru að snúa aftur heim eru flestar á besta aldri. Alls leika sex landsliðskonur í atvinnumennsku á næstu leiktíð, sem er því miður allt of lítið. Að sama skapi var gaman að sjá þessa fyrrverandi atvinnumenn koma heim og fara í fleiri lið en bara Fram og Val. Úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð gæti því orðið virkilega skemmtileg áhorfs og mun meira spennandi en undanfarin ár. Sem landsliðs- þjálfari hefði ég samt miklar áhyggjur af gangi mála. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti leikið með FH í sumar. Emil er 35 ára og samnings- bundinn ítalska C-deildarfélaginu Padova til 30. júní næstkomandi. Emil greindi frá því við hlaðvarpið Steve Dagskrá að til greina kæmi að leika með uppeldisfélaginu í sumar. Óvíst er hvort C-deild Ítalíu verður kláruð vegna kórónuveir- unnar. Emil lék 29 deildarleiki með FH frá 2002 til 2004 áður en hann hélt út í atvinnumennsku. Hefur hann leikið 71 landsleik og skorað í þeim eitt mark. Útilokar ekki að spila með FH Morgunblaðið/Eggert Heim Landsliðsmaðurinn Emil Hall- freðsson gæti leikið heima í sumar. Þýska handknattleiksfélagið Nord- horn tilkynnti í gær að gert hefði verið samkomulag við Geir Sveins- son um að láta af störfum sem þjálf- ari karlaliðs félagsins. Geir kom til Nordhorn rétt áður en síðasta tíma- bil hófst og samdi til tveggja ára. Tékkinn Daniel Kubes tekur við starfinu af honum. Nordhorn vann aðeins tvo leiki af 27 í efstu deild Þýskalands í vetur og varð lang- neðst en heldur samt sæti sínu því ekkert lið var fellt úr deildinni vegna kórónuveirunnar og fjölgað um tvö í staðinn. Geir er farinn frá Nordhorn Morgunblaðið/Hari Þýskaland Geir Sveinsson þjálfaði Nordhorn á nýliðnu tímabili. „Það hefur ekkert bréf eða erindi verið sent út, hvorki frá aðalstjórn KA né handknattleiksdeild félags- ins,“ sagði Ingvar Már í samtali við Morgunblaðið. „Menn hafa skipst á einhverjum óformlegum upplýs- ingum varðandi þessi mál en það er ekkert meira en það. Það er þess vegna ekkert í gangi annað en bara einhver umræða um það hvernig best sé að stilla upp íþróttamálum yfirhöfuð á Akureyri,“ bætti Ingvar við. Sérstök umræða Þorvaldur Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, kvaðst hafa heyrt sögusagnir af málinu en ætti eftir að kynna sér það betur. „Handknattleiksdeild Þórs hefur í það minnsta ekki borist neitt erindi frá KA varðandi sameiningu deild- anna, hvað þá einhverja yfirtöku,“ sagði Þorvaldur. „Í næstu viku verð- ur fundur um framtíð handboltans hjá Þór sem snýst einfaldlega um að vekja félagsmenn og fá fólk til þess að standa saman í því að halda uppi handboltanum hjá félaginu. Ég hef heyrt af þessu máli en ég hef ekki fengið neitt í hendurnar sjálfur eða séð neitt tengt þessu. Ég mun hins vegar klárlega spyrja eftir þessu máli en fyrir það fyrsta var Þór aldrei á móti því að vera með sameiginlegt lið. KA sleit sig í raun út úr sameiningunni og ef þeir vilja sameinast aftur núna finnst manni það mjög sérstakt. Eins og staðan er í dag sé ég það ekki fyrir mér að þetta geti gengið upp. Það eru stjórnarmenn hverrar deildar fyrir sig sem bera ábyrgð á sínum deildum, ekki aðalstjórn fé- lagsins. Ef menn hafa ekki meiri pung en það að fara beint í okkar yfirmenn í stað þess að ræða við okk- ur fyrst, þá munu þessar viðræður ekki ná neitt lengra, það er alveg á kristaltæru,“ bætti Þorvaldur við. Ef af þessu verður mun liðum fækka um eitt á Íslandsmóti karla næsta vetur. Þar sem KA og Þór eiga bæði sæti í úrvalsdeildinni myndi losna sæti þar, sem þá yrði væntanlega annaðhvort úthlutað til HK, sem varð næstneðst í deildinni í vetur, eða Þróttar, sem var í þriðja sæti af sjálfstæðum liðum í 1. deild- inni.Ljósmynd/Þórir Tryggvason  Grétar Einarsson og Vilberg Þorvaldsson léku 71 af þeim 72 leikjum sem Víðir lék í efstu deild á þessum fjórum árum, 1985-87 og 1991. Guðjón Guð- mundsson lék 67 leiki, Ólafur Ró- bertsson 64, Daníel Einarsson 63 og Klemenz Sæmundsson 63.  Grétar Einarsson var markahæstur Víðismanna í efstu deild með 18 mörk á þessum fjór- um tímabilum. Guðjón Guð- mundsson skoraði 10, Vilberg Þorvaldsson 9, Steinar Ingi- mundarson 6 og Daníel Ein- arsson 6.  Einar Ásbjörn Ólafsson gerði fyrsta mark Víðis í efstu deild í 1:2 tapi gegn Keflavík í þriðju umferð deildarinnar 1985.  Nýr grasvöllur Víðis sem hefur verið notaður síðan var vígður 29. júní 1985 þegar KR kom í heimsókn. Vesturbæingar sigruðu 2:0 með tveimur mörk- um Ásbjörns Björnssonar. Grétar og Vilberg spiluðu alla leiki nema einn Sterkustu kylf- ingar landsins eru allir skráðir til leiks á fyrsta mót tímabilsins á heimlistamóta- röðinni á Íslandi í golfi, ÍSAM- mótinu, sem fram fer á Hlíða- velli hjá Golf- klúbbi Mosfells- bæjar dagana 16.-17. maí. Vegna kórónuveirunnar verður hins vegar leikið eftir sérstökum kórónuveiru- keppnis- og staðarreglum. Keppendahópurinn á mótinu er gríðarlega sterkur en í kvenna- flokki eru atvinnukylfingarnir Guð- rún Brá Björgvinsdóttir (GK), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) all- ar skráðar til leiks. Þær kepptu síð- ast saman á Íslandsmótinu árið 2016 sem fram fór á Akureyri. Í karlaflokki eru þeir Axel Bóas- son (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Bjarki Pétursson (GKB), Guð- mundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Ólafur Björn Loftsson (GKG) einnig skráðir til leiks en íslenskir atvinnukylfingar hafa lítið sem ekkert getað keppt undanfarna mánuði þar sem öllum mótum hefur verið frestað fram eftir sumri. Öll þau bestu um helgina í Mosfellsbæ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.