Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 26
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í ársskýrslu framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborg- arsvæðisins fyrir árið 2019 er ábending um að fara þurfi varlega þegar athafnasvæði sé skipulagt á Hólmsheiði fyrir ofan Reykjavík. Vart þarf að taka fram hve mikil- vægt er að mengun berist ekki í vatnsbólin á svæðinu. Meðalnotkun heimila á köldu vatni er talin vera 500 lítrar á sólarhring. Á ári hverju dreifa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, um 27 milljón lítrum af köldu vatni sem rennur í gegnum leiðslur sem eru nærri 1.500 kílómetrar að lengd. Nýtt deiliskipulag fyrir Hólms- heiði var auglýst til kynningar á síðasta ári. Framkvæmdastjórnin vakti athygli á því með bókun að hluti skipulagssvæðisins færi inn á öryggissvæði grunnvatns og huga þyrfti að vöktun á framkvæmda- tíma. Mikilvægt væri að sú starf- semi sem yrði þarna í framtíðinni hefði ekki mengunarhættu í för með sér. Rifja má upp í þessu sam- bandi að á árum áður var horft til Hólmsheiðar sem framtíðarflug- vallarstæðis. Fallið var frá þeim hugmyndum, m.a. vegna óhag- stæðra veðuraðstæðna. Beðið með að úthluta lóðum Samkvæmt ákvæðum deiliskipu- lagsins þarf að vinna áhættumat og viðbragðsáætlun áður en hægt er að úthluta lóðum á svæði A þar sem svæðið er að hluta innan ör- yggissvæðis fyrir grunnvatn. Áhættumatið liggur ekki fyrir en Reykjavíkurborg og Veitur eru í samstarfi um vinnslu þess, sam- kvæmt upplýsingum frá Reykjavík- urborg. Lóðum á svæði B, ofar á heið- inni, var ráðstafað fyrir gagnaver og fengu Síminn og GADC vilyrði fyrir sitt hvorri lóðinni. Síminn hef- ur afþakkað lóðina og verður bygg- ingarréttur þeirrar lóðar boðinn út innan tíðar. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til að meta mögulega meng- unarhættu gagnvart nærliggjandi vatnsbólum frá fyrirhuguðu at- hafnasvæði á Hólmsheiði, þ.e. vatnsbólum veitna við Gvendar- brunna og Jaðar. Vatnaskil benda á að fyrirhuguð meðhöndlun ofanvatns á athafna- svæðinu stangist á við forsendur vatnsverndar, þ.e. að ekkert vatn renni á yfirborði vestan Hafra- vatnsvegar, sem gæti þá mögulega borist inn á öryggissvæði vatns- verndar og þ.a.l. áhrifasvæði vatns- bólanna. Hlutverk framkvæmda- stjórnar um vatnsvernd er að tryggja verndun grunnvatns á höfuðborgarsvæðinu. Hana skipa Hörður Þorsteinsson, Árný Sigurð- ardóttir og Þorsteinn Narfason. Í greinargerð Arkís arkitekta með deiliskipulagstillögunni fyrir Hólmsheiði kemur fram að svæðið nái yfir um 60 hektara. Svæðið af- markast af Suðurlandsvegi og Hólmsá í suðri og borgarmörkum Reykjavíkur/Mosfellsbæjar í austri. Vernda þarf dýrmæt vatnsból  Athafnasvæði skipulagt á Hólmsheiði  Sýna þarf mikla aðgát í nágrenni vatnsverndarsvæða  Unnið er að áhættumati  27 milljón lítrar af köldu vatni renna um leiðslur Veitna árlega Tölvumynd/Arkís Hólmsheiði Þannig mun ásýnd athafnasvæðisins mögulega líta út að mati arkitekta, séð frá Suðurlandsvegi. Fremst sést settjörnin sem verður útbúin. Fyrirhugað athafnasvæði á Hólmsheiði Fangelsið Hólmsheiði Reykjavík H Ó L M S H E I Ð I Suðurlandsvegur Grunnkort/Loftmyndir ehf. Hafravat nsvegur (Nesjava llaleið) 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Vatnsverndarsvæði höfuð- borgarsvæðisins þekur um 247 ferkílómetra. Svæðinu er skipt upp í fjóra verndarflokka: Brunnsvæði (3,5% á þekju), grannsvæði (39%), fjarsvæði (49%) og öryggissvæði (8%). Brunnsvæðin eru afgirt og lok- uð fyrir óviðkomandi umferð en grannsvæðin eu ógirt og um- ferð aðallega tengd útivist. Vatns er aðallega aflað úr Gvendarbrunnum, Myllulæk og Vatnsendakrikum. „Neysluvatn sem kemur frá vatnsverndarsvæðinu er í hæsta gæðaflokki og mikilvægt er að þessi auðlind verði nýtan- leg um ókomna tíð,“ segir fram- kvæmdastjórnin. Þekur 247 ferkílómetra VATNSVERNDARSVÆÐIÐ Ungmennaráð fundaði með borgar- stjórn í Ráðhúsinu í fyrradag. Fulltrúar ungmenna þvert á borgina fóru í pontu og fluttu tillögur um betri borg fyrir þeirra kynslóð. Þetta var í 19. sinn sem borgarstjórn og ungmenni funduðu saman en það var fyrst gert árið 2002. Meðal tillagna ungmennaráðs var að tekin yrði upp kennsla í fjármála- læsi, fríar tíðavörur í grunnskóla og félagsmiðstöðvar, fræðsla um mál- efni flóttafólks, ungmennahús í öll hverfi, betra aðgengi félagsmið- stöðva að íþróttasölum, aukin jafn- réttisfræðsla, fræðsla um loftslags- mál og kennsla í sjálfsvörn. Í frétt á vef borgarinnar segir borgarstjóri mikilvægt að raddir ungs fólks rati inn í stjórnsýsluna. Sýnt hafi verið fram á að ákvarðanir sem varða börn og ungmenni verði betri í framkvæmd ef þau séu höfð með í ráðum. Fundurinn var að hluta til haldinn með fjarfundabúnaði. Einungis þau ungmenni sem fluttu tillögur voru stödd í borgarstjórnarsalnum. Ungmenni funduðu með borgarstjórn  Tillaga um kennslu í fjármálalæsi Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarstjórn Ungmenni tóku sæti borgarfulltrúanna í Ráðhúsinu. Sundaborg 7-9, LEIGA TIL LEIGU snyrtileg 110 fm skrifstofa á 2. hæð með sérlega góðu útsýni. Eignin skiptist í fremri hluta með aðstöðu fyrir 3-4 skrifborð og útsýni til norðurs. Aftari hlutinn er eitt opið rými auk kaffistofu, snyrtingu og geymslu. Húsnæðið hentar einkar vel fyrir heildsölu eða hverskonar skrifstofustarfsemi. Aðgengi að sameiginlegri fundaraðstöðu/veislusal. TIL LEIGU snyrtileg 75 fm skrifstofa á 2. hæð. Rýmið er að mestu eitt opið rými auk aðgengi að kaffistofu og snyrtingu. Húsnæðið hentar einkar vel fyrir heildsölu eða hverskonar skrifstofustarfsemi. Aðgengi að sameiginlegri fundaraðstöðu/veislusal. 110 fm 75 fm Pétur Pétursson Löggiltur fasteignasali – s. 897 0047 petur@berg.is Davíð Ólafsson Löggiltur fasteignasali – s. 896 4732 david@berg.is BERG Fasteignasala | Háholt 14 | Mosfellsbæ | Sími 588 5530 | berg@berg.is | berg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.