Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 26

Morgunblaðið - 24.05.2020, Side 26
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í ársskýrslu framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborg- arsvæðisins fyrir árið 2019 er ábending um að fara þurfi varlega þegar athafnasvæði sé skipulagt á Hólmsheiði fyrir ofan Reykjavík. Vart þarf að taka fram hve mikil- vægt er að mengun berist ekki í vatnsbólin á svæðinu. Meðalnotkun heimila á köldu vatni er talin vera 500 lítrar á sólarhring. Á ári hverju dreifa Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, um 27 milljón lítrum af köldu vatni sem rennur í gegnum leiðslur sem eru nærri 1.500 kílómetrar að lengd. Nýtt deiliskipulag fyrir Hólms- heiði var auglýst til kynningar á síðasta ári. Framkvæmdastjórnin vakti athygli á því með bókun að hluti skipulagssvæðisins færi inn á öryggissvæði grunnvatns og huga þyrfti að vöktun á framkvæmda- tíma. Mikilvægt væri að sú starf- semi sem yrði þarna í framtíðinni hefði ekki mengunarhættu í för með sér. Rifja má upp í þessu sam- bandi að á árum áður var horft til Hólmsheiðar sem framtíðarflug- vallarstæðis. Fallið var frá þeim hugmyndum, m.a. vegna óhag- stæðra veðuraðstæðna. Beðið með að úthluta lóðum Samkvæmt ákvæðum deiliskipu- lagsins þarf að vinna áhættumat og viðbragðsáætlun áður en hægt er að úthluta lóðum á svæði A þar sem svæðið er að hluta innan ör- yggissvæðis fyrir grunnvatn. Áhættumatið liggur ekki fyrir en Reykjavíkurborg og Veitur eru í samstarfi um vinnslu þess, sam- kvæmt upplýsingum frá Reykjavík- urborg. Lóðum á svæði B, ofar á heið- inni, var ráðstafað fyrir gagnaver og fengu Síminn og GADC vilyrði fyrir sitt hvorri lóðinni. Síminn hef- ur afþakkað lóðina og verður bygg- ingarréttur þeirrar lóðar boðinn út innan tíðar. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til að meta mögulega meng- unarhættu gagnvart nærliggjandi vatnsbólum frá fyrirhuguðu at- hafnasvæði á Hólmsheiði, þ.e. vatnsbólum veitna við Gvendar- brunna og Jaðar. Vatnaskil benda á að fyrirhuguð meðhöndlun ofanvatns á athafna- svæðinu stangist á við forsendur vatnsverndar, þ.e. að ekkert vatn renni á yfirborði vestan Hafra- vatnsvegar, sem gæti þá mögulega borist inn á öryggissvæði vatns- verndar og þ.a.l. áhrifasvæði vatns- bólanna. Hlutverk framkvæmda- stjórnar um vatnsvernd er að tryggja verndun grunnvatns á höfuðborgarsvæðinu. Hana skipa Hörður Þorsteinsson, Árný Sigurð- ardóttir og Þorsteinn Narfason. Í greinargerð Arkís arkitekta með deiliskipulagstillögunni fyrir Hólmsheiði kemur fram að svæðið nái yfir um 60 hektara. Svæðið af- markast af Suðurlandsvegi og Hólmsá í suðri og borgarmörkum Reykjavíkur/Mosfellsbæjar í austri. Vernda þarf dýrmæt vatnsból  Athafnasvæði skipulagt á Hólmsheiði  Sýna þarf mikla aðgát í nágrenni vatnsverndarsvæða  Unnið er að áhættumati  27 milljón lítrar af köldu vatni renna um leiðslur Veitna árlega Tölvumynd/Arkís Hólmsheiði Þannig mun ásýnd athafnasvæðisins mögulega líta út að mati arkitekta, séð frá Suðurlandsvegi. Fremst sést settjörnin sem verður útbúin. Fyrirhugað athafnasvæði á Hólmsheiði Fangelsið Hólmsheiði Reykjavík H Ó L M S H E I Ð I Suðurlandsvegur Grunnkort/Loftmyndir ehf. Hafravat nsvegur (Nesjava llaleið) 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Vatnsverndarsvæði höfuð- borgarsvæðisins þekur um 247 ferkílómetra. Svæðinu er skipt upp í fjóra verndarflokka: Brunnsvæði (3,5% á þekju), grannsvæði (39%), fjarsvæði (49%) og öryggissvæði (8%). Brunnsvæðin eru afgirt og lok- uð fyrir óviðkomandi umferð en grannsvæðin eu ógirt og um- ferð aðallega tengd útivist. Vatns er aðallega aflað úr Gvendarbrunnum, Myllulæk og Vatnsendakrikum. „Neysluvatn sem kemur frá vatnsverndarsvæðinu er í hæsta gæðaflokki og mikilvægt er að þessi auðlind verði nýtan- leg um ókomna tíð,“ segir fram- kvæmdastjórnin. Þekur 247 ferkílómetra VATNSVERNDARSVÆÐIÐ Ungmennaráð fundaði með borgar- stjórn í Ráðhúsinu í fyrradag. Fulltrúar ungmenna þvert á borgina fóru í pontu og fluttu tillögur um betri borg fyrir þeirra kynslóð. Þetta var í 19. sinn sem borgarstjórn og ungmenni funduðu saman en það var fyrst gert árið 2002. Meðal tillagna ungmennaráðs var að tekin yrði upp kennsla í fjármála- læsi, fríar tíðavörur í grunnskóla og félagsmiðstöðvar, fræðsla um mál- efni flóttafólks, ungmennahús í öll hverfi, betra aðgengi félagsmið- stöðva að íþróttasölum, aukin jafn- réttisfræðsla, fræðsla um loftslags- mál og kennsla í sjálfsvörn. Í frétt á vef borgarinnar segir borgarstjóri mikilvægt að raddir ungs fólks rati inn í stjórnsýsluna. Sýnt hafi verið fram á að ákvarðanir sem varða börn og ungmenni verði betri í framkvæmd ef þau séu höfð með í ráðum. Fundurinn var að hluta til haldinn með fjarfundabúnaði. Einungis þau ungmenni sem fluttu tillögur voru stödd í borgarstjórnarsalnum. Ungmenni funduðu með borgarstjórn  Tillaga um kennslu í fjármálalæsi Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarstjórn Ungmenni tóku sæti borgarfulltrúanna í Ráðhúsinu. Sundaborg 7-9, LEIGA TIL LEIGU snyrtileg 110 fm skrifstofa á 2. hæð með sérlega góðu útsýni. Eignin skiptist í fremri hluta með aðstöðu fyrir 3-4 skrifborð og útsýni til norðurs. Aftari hlutinn er eitt opið rými auk kaffistofu, snyrtingu og geymslu. Húsnæðið hentar einkar vel fyrir heildsölu eða hverskonar skrifstofustarfsemi. Aðgengi að sameiginlegri fundaraðstöðu/veislusal. TIL LEIGU snyrtileg 75 fm skrifstofa á 2. hæð. Rýmið er að mestu eitt opið rými auk aðgengi að kaffistofu og snyrtingu. Húsnæðið hentar einkar vel fyrir heildsölu eða hverskonar skrifstofustarfsemi. Aðgengi að sameiginlegri fundaraðstöðu/veislusal. 110 fm 75 fm Pétur Pétursson Löggiltur fasteignasali – s. 897 0047 petur@berg.is Davíð Ólafsson Löggiltur fasteignasali – s. 896 4732 david@berg.is BERG Fasteignasala | Háholt 14 | Mosfellsbæ | Sími 588 5530 | berg@berg.is | berg.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.