Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR- LAUSU Ertu að byggja eða þarf að endurnýja gamla glerið? Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem reynist vel við íslenskar aðstæður. Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS Alexander Gunnar Kristjánsson agunnar@mbl.is Uppbygging Reykjavíkurborgar á smáhýsum fyrir heimilislausa í Gufu- nesi er utan deiliskipulags og í veg- stæði Sundabrautar. Þetta segir Ólafur Kr. Guðmundsson, vara- borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann óttast að uppbyggingin sé liður í vinnu borgarinnar til að skemma fyrir lagningu Sundabrautar. Byrjað er að grafa fyrir húsunum og merk- ingar komnar. Ólafur telur að ef af byggingu smá- hýsanna verði þurfi að færa Sunda- brautina svo austarlega að hún skar- ist á við Strandveg. Hann segir uppbyggingu borgar- innar á svæðinu þegar hafa valdið vandræðum, en á dögunum var tekin skóflustunga að nýju hverfi á vegum Þorpsins vistfélags, þar sem verða meðal annars 137 íbúðir sem hugs- aðar eru sem hagkvæmt húsnæði fyrir fyrstu kaupendur og munu ódýrustu íbúðirnar kosta innan við 20 milljónir. Fyrir vikið var fyrirhugaðri legu Sundabrautar breytt, en nýja veg- stæðið liggur hærra með tilheyrandi vandræðum og kostnaði, að sögn Ólafs. Hann setur enn fremur spurn- ingarmerki við þá ákvörðun að skipu- leggja bíllaust hverfi í næsta ná- grenni við Sundabraut, sem hann segir verða helstu umferðaræð inn og út úr borginni norðanleiðina þeg- ar fram líða stundir. Bendir hann á að íbúar í Hlíðum kvarti gjarnan yfir hávaða og mengun frá Miklubraut. „Ég geri enga athugasemd við að fólk vilji búa bíllaust og halda kál- garða, en ég efast um að fólk vilji gera það þarna í námunda við veginn,“ segir Ólafur. Margar ákvarðanir gegn Sundabraut verið teknar Ólafur segir að borgaryfirvöld hafi tekið ýmsar ákvarðanir á síðustu ár- um með það fyrir augum að skemma fyrir uppbyggingu Sundabrautar. Nefnir hann í því skyni uppbyggingu á Kirkjusandi, þar sem fjöldi íbúða, þar af 80 á vegum íbúðafélagsins Bjargs, er í byggingu. Þar hafi verið hugmyndir um að Sundabraut gæti tengst vesturhluta borgarinnar. Þá hafi uppbygging í Vogabyggð útilokað innri leið Sundabrautar og orðið til þess að kostnaður við verkið yrði allt að 10 milljörðum meiri en ella. Í vegalögum er kveðið á um að ef sveitarfélag skipuleggur byggð á svæði sem þegar hefur verið skipu- lagt undir veg skuli sveitarfélagið standa straum af auknum kostnaði við breytingar á veginum. Af þeim sökum sendi þáverandi vegamála- stjóri, Hreinn Haraldsson, borginni bréf árið 2017 þar sem krafist var 10 milljarða króna, þó svo að endanleg útfærsla vegarins hefði ekki verið ákveðin. Bréfinu hefur ekki verið svarað. Samgöngunefnd fundar um Hvassahraun í dag Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra koma fyrir umhverf- is- og samgöngunefnd Alþingis í dag. Að sögn Bergþórs Ólasonar, for- manns nefndarinnar, er tilefni fund- arins Hvassahraunssamkomulag frá í nóvember og misjöfn sýn manna á innihald þess. „Mér þykir þó líklegt að Sunda- brautin og þessi mál komist til um- ræðu,“ segir Bergþór. Aðspurður segist hann taka undir orð Ólafs þess efnis að borgin virðist vera að skemma fyrir uppbyggingu Sunda- brautar. „Mér sýnist það því miður vera raunin. Sundabrautarmálið hefur náttúrulega verið mikil þrautaganga og þarna virðist verið að þrengja að veglínunni á sama tíma og ráðist er í vinnu við að leggja mat á lausnir,“ segir Bergþór og vísar til enn eins starfshópsins um framtíðarlegu Sundabrautar, sem skipaður var á dögunum og í sitja fulltrúar Vega- gerðarinnar, borgarinnar og Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Þá segir Bergþór að beita hafi þurft talsverðri hörku til að koma að einni setningu um Sundabraut í samgöngusáttmála ríkis og sveitarfé- laga höfuðborgarsvæðisins í fyrra, en Sundabraut er þó að öllu ófjár- mögnuð ólíkt öðrum verkefnum svo sem Borgarlínu, Miklubraut í stokk og gatnamótum Reykjanesbrautar við Bústaðaveg. „Ég vona að það fáist skýrari mynd á hvort skilningur borgarstjóra eða samgönguráðherra er nærri lagi,“ segir Bergþór. Borgin þrengi að Sundabraut  Fyrirhuguð uppbygging húsnæðis fyrir heimilislausa er utan deiliskipulags, segir varaborgar- fulltrúi  Skemmi fyrir lagningu Sundabrautar  Borgarstjóri á fund samgöngunefndar í dag Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap Vegstæði Sundabrautar, a.m.k. 50 metra breitt 2+2 Helgunarsvæði Sundabrautar BORGIR RIMAR Uppbygging á Gufunesi og lega Sundabrautar Eiðsvík Strandveg ur Su nd ab ra ut S u n d ab ra u t Þorpið Nýtt hverfi í Gufunesi GUFUNES Ljósmynd/Reykjavíkurborg Þorpið í Gufunesi Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók í síðustu viku fyrstu skóflustungu að framtíðarbyggðinni. Ólafur Kr. Guðmundsson Bergþór Ólason Jón Ásgeir Jóhannesson, Ingibjörg S. Pálmadóttir og 365 hf. hafa stefnt Sýn hf., Heiðari Guðjónssyni, for- stjóra félagsins, og stjórn þess til greiðslu skaðabóta að fjárhæð þrír milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýbirtum árshlutareikningi Sýnar. Sýn hafði áður stefnt 365, Torgi ehf., Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri til greiðslu skaðabóta vegna meintra brota á ákvæðum kaupsamnings um starfsemi 365 hf. og yfirlýsingu sem gefin var út í tengslum við kaup- samningsgerðina um samkeppnis- bann. Lutu meint brot gegn sam- keppnisbanninu að tilteknum þáttum í starfsemi vefmiðilsins frettabladid.is. Í árshlutareikningi Sýnar segir að á þessum tímapunkti geti félagið ekki metið framtíðarskuldbindingar eða kröfur sem leiða af niðurstöðum málarekstursins. Segir félagið að af þeim sökum hafi „engin skuldbind- ing eða krafa verið færð í árshluta- reikning félagsins“. Morgunblaðið/Hari Sýn Félagið segist ekki geta metið þær kröfur sem leiða af málarekstrinum. Krefjast þriggja milljarða frá Sýn  Stefna Sýn, forstjóra Sýnar og stjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.