Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020 FRÁBÆR TILBOÐ Verð frá 990 ISK HAPPY HOUR 15 to 18.00 V EG AN- OG GRÆNMETISRE TTI R Í BO Ð I Hádegistilboð kr. 990 - 1.990 Kl. 11:00 - 14:30 Kvöldtilboð kr. 1.990 - 2.990 Kl. 18:00 - 21:00 B A N K A S T RÆ T I 7 A | 1 0 1 R E Y K J AV Í K | ( + 3 5 4 ) 5 6 2 - 3 2 3 2 | S O L O N . I S Áhrif kórónufarsótt- arinnar eru víðtæk á líf fólks, bæði afkomu, lífs- gæði og framtíð. Að okkar mati, sem höfum annast rekstur hús- félaga íbúðar- og at- vinnuhúsa í 20 ár, er viðbúið að þetta ástand geti líka leitt til verra ástands fasteigna og þar með eignarýrnunar almennings, ef nauðsynlegu viðhaldi fasteigna verður slegið á frest vegna fjárskorts. Því hvetjum við stjórn- völd, í aðgerðaráætlunum vegna Covid-19, til að renna stoðum undir getu húsfélaga til viðhalds og fram- kvæmda með því að endurskoða ákvæði fjöleignarhúsalaga nr. 26/ 1994 um viðhaldsmál fjöleignarhúsa, framkvæmdagjöld, framkvæmdasjóð og lögveðstryggingar. Fyrirbyggjandi viðhald er ódýrast Almenn ánægja er meðal eigenda íbúðarhúsnæðis með úrræði stjórn- valda með átakinu „Allir vinna“ þar sem endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu við viðhaldsframkvæmdir og vinnu við rekstur heimila og hús- félaga var aukin í 100%. En meira þarf til. Þótt ástand fjölbýlishúsa á Íslandi sé almennt til fyrirmyndar er fast- eignaviðhaldi samt víða ábótavant. Algengt er að til okkar hjá Eigna- umsjón komi húsfélög þar sem ástand húsa er orðið mjög slæmt, en „íslenska aðferðin“ hef- ur lengi verið sú að bíða í lengstu lög með viðhald og viðgerðir. Því fylgir aukinn kostnaður sem hægt hefði verið að minnka verulega með reglubundnu viðhaldi. Í fjöleignarhúsalögunum er hvergi minnst á viðhaldsáætlanir og í raun lítið fjallað um fjármögnun reksturs húsfélaga og þarf að bæta úr því að okkar mati, enda er fyrirbyggjandi viðhald ódýrast þegar upp er staðið. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að skipuleggja viðhald fasteigna til lengri tíma og dæmi eru um húsfélög hjá okkur sem sett hafa sér allt að 10 ára áfangaskiptar viðhaldsáætlanir. Fjármögnun og framkvæmdasjóður Rannsóknir sýna að til lengri tíma litið er árlegur viðhaldskostnaður húsa 1-2% af virði fasteignar. Af eign sem er 40 milljóna króna virði fara því 400-800 þúsund krónur í viðhald á ári, eða 35-70 þúsund krónur að jafn- aði á mánuði. Stór hluti þeirrar fjár- hæðar fellur til sem sameiginlegur kostnaður og er á ábyrgð húsfélaga. Sumir íbúðaeigendur eiga erfitt með að horfast í augu við raunveru- lega viðhaldsþörf húsa og kostnað því samfara, sérstaklega ef ekki hefur verið hugað að reglubundnu ástand- smati eða söfnun í viðhalds- og fram- kvæmdasjóð. Oft er ráðist í fram- kvæmdir með skömmum fyrirvara og getur kostnaður hlaupið á millj- ónum á hverja íbúð og sett fjárhag venjulegs heimilis á hliðina. Því mið- ur er allt of algengt að tillögur um bráðnauðsynlegt viðhald séu felldar þar sem ekki er til framkvæmdasjóð- ur og þá versnar bara ástandið með tilheyrandi hækkun viðhaldskostn- aðar. Algengt er að húseigendur greiði framkvæmdakostnað með framlagi gegnum húsfélag sitt miðað við fram- gang verks, m.a. af því að þeir sem hafa tök á vilja ávaxta sína peninga í stað þess að fela húsfélaginu slíka ávöxtun. Einnig spilar hér inn í að komi til sölu eignar fylgir fram- kvæmdasjóður nýjum eiganda. Sjaldgæfara er að húsfélög safni í öflugan framkvæmdasjóð til að mæta viðhaldskostnaði en það er sú leið sem við ráðleggjum við húsfélögum eindregið að fara, m.a. vegna ólíkra aðstæðna eigenda og fjárhagslegrar getu þeirra til að mæta háum og skyndilegum útgjöldum. Þá er sjóðs- söfnun stillt út frá viðhaldsáætlun og þess eru dæmi að húsfélög hjá okkur safni árlega 1% af fasteignamati húss í öflugan framkvæmdasjóð. Lántaka húsfélags er óráð ef lögveð stofnast ekki Við aðstæður þar sem hluti húseig- enda getur ekki greitt viðhalds- framkvæmdir koma oft fram tillögur um lántöku húsfélags til að greiða þeirra kostnaðarhlut. Slíkt verður að telja óráðlegt, þar sem það rýrir helstu tryggingu húsfélags fyrir greiðslu viðhaldskostnaðar, þ.e. lög- veð fyrir kostnaði hjá viðkomandi fasteign. Lögveð er forgangsveðréttur ef til nauðungarsölu kemur. Fallið hafa dómar þess efnis að ef framkvæmda- kostnaður hefur verið greiddur með lánsfé stofnast ekki lögveð í umrædd- um eignarhluta með vísan til 48. greinar fjöleignarhúsalaga nr. 26/ 1994 (Dómar Hæstaréttar nr. 120/ 2005 og nr. 642/2009). Við bætist enn fremur að fulltrúar banka hafa árétt- að að lánveiting til húsfélags sé í raun viðbótarlán til hvers og eins eiganda sem þurfi að taka inn í greiðslumat viðkomandi. Á móti má nefna að gott viðhald eykur virði eignar og þar af leiðandi mögulegt veðrými. Lagabreytinga er þörf Til að greiða fyrir lántökum hvetj- um við stjórnvöld til að breyta hið fyrsta ákvæðum laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús þannig að tryggt verði að lögveð spillist ekki. Í lögunum er ekki heldur að finna sérstök ákvæði um ákvarðanatöku fyrir lántöku og hefur það dregið úr vilja lánastofn- ana til lánveitinga. Úr því þarf einnig að bæta enda mikilvægt við sölu fast- eigna að upplýsingagjöf um stöðu lána sé áreiðanleg og að umsjón með fjármálum húsfélags sé traust og í öruggum höndum. Öruggar lánveitingar til húsfélaga myndu tvímælalaust hleypa lífi í frekara viðhald fjölbýlishúsa, auka getu húsfélaga til viðhalds og fram- kvæmda, efla greiðslugetu almennra íbúðareigenda og stuðla að stöðugra ástandi á byggingarmarkaði. Breyta þarf fjöleignarhúsalögum til að efla getu húsfélaga til viðhalds fasteigna Eftir Daníel Árnason » Öruggar lánveit- ingar til húsfélaga myndu tvímælalaust hleypa lífi í frekara viðhald fjölbýlishúsa og stuðla að stöðugra ástandi á bygginga- markaði. Daníel Árnason Höfundur er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar hf. daniel@eignaumsjon.is Það hefur löngum verið draumur drykkjumannsins að aðrir taki út timbur- mennina eða taki a.m.k. þátt í þeim til að lina eigin vítis- kvalir í fráhvörfunum. Nú hefur þetta raun- gerst þótt ekki sé hér um að ræða alkóhól- ista eða aðra eitur- lyfjafíkla. Rétt rúmur áratugur er síðan fjármálageirinn með öllum sínum fjárglæframönn- um kom sínum timburmönnum yfir á almenning. Þessir aðilar höndl- uðu glæfralega með fé sem var að mestu ekki þeirra eigið í trausti þess að þurfa ekki að standa skil gjörða sinna og sú varð raunin. Eigið fé þessara aðila var fengið að láni án þess að setja þyrfti nokkrar ábyrgðir. Síðan var lagt djarft undir í þeirri vissu að vinn- ingurinn lenti í eigin vasa en tapið á skattgreiðendum. Auðvitað reyndu fjárglæframennirnir að koma sökinni yfir á almenning með þeim rökum að hann hafi teflt svo tæpt að fjárfesta í nýjum flatskjám jafnvel þótt gömlu túbu- sjónvörpin hafi ekki lengur verið fáanleg á þessum tíma. Þá var mjög vinsælt að kenna ytri ófyrir- séðum áhrifum um. Hrunið 2008 kom hins vegar sem himnasending fyrir marga sem voru með í hönd- unum vonlaus fyrirtæki sem komin voru að fótum fram löngu áður en veislan tók enda. Þegar rifjað er upp fyrir þessum aðilum gjaldþrot þeirra fyrirtækja þá er viðkvæðið ávallt: „Það varð hrun!“ Þrátt fyrir að almenningur hafi orðið illa úti í þessum hildarleik á meðan fjár- glæframennirnir náðu vopnum sín- um á ný virðist landinn almennt vera búinn að steingleyma þessu. Hjarðhegðun landans er með hreinum ólíkindum og jarmar nú hver í kapp við annan hve allir eigi nú bágt og hverjum og einum finnst sjálfsagt og eðlilegt að hon- um sé úthlutað einhverjum sporslum úr ríkissjóði sem er reyndar alveg galtómur. Ríkis- sjóður er nefnilega enginn sjóður heldur aðeins misdjúpir vasar skattgreiðenda. Þeir sem sýna ráðdeild þurfa svo að blæða fyrir sukkarana. Nú virðist vera búið að innræta þeirri þjóð sem hér býr að ef eitt- hvað bjátar á sé heillavænlegast fyrir hvern og einn að leggjast niður og há- gráta yfir bágindum sínum þangað til fjár- hirðarnir á Austurvelli rétta fram einhverja dúsu frekar en að reyna að bjarga sér sjálfur úr þeim bág- indum sem hann hefur komið sér hjálparlaust í. Fyrir löngu var for- svarsmaður samtaka útgerðar- fyrirtækja sem hétu þá LÍÚ svo duglegur við að gráta í stjórnvöld- um að í daglegu tali var hann al- mennt kallaður Grátur. Þá datt engum í hug að nokkur gæti um fyrirsjáanlega framtíð grátið hærra og meira sannfærandi. En staðreyndin er sú að þessi aðili komst ekki með tærnar þar sem forsvarsmenn Samtaka ferðaþjón- ustunnar hafa hælana. Grátur og Hágrátur er það sem nú kemur fyrst upp í hugann þegar hlustað er á viðtöl við þessa aðila. Þrátt fyrir að dekrað hafi verið óendan- lega við ferðaþjónustuna á meðan gullgrafaræði í greininni stóð yfir mörg undanfarin ár virðist ekkert hafa verið lagt til hliðar til að mæta hugsanlegum áföllum. Svo lítið virðist þessi ferðaþjónusta hafa skilið eftir að skattgreiðendur voru látnir hefja frekari stuðning við hana áður en ferðamenn hættu að koma til landsins. Mjög mörg fyrirtæki fóru allt of geyst, þöndu sig út í veldisvexti og lögðu allt undir í trú sinni á að ferðamönn- um gæti bara fjölgað jafnvel þó að í raun hafi verið orðið löngu upp- selt náttúrunnar vegna. Þessi fyrirtæki spiluðu glæfralega á sama hátt og fjármálageirinn fyrir rúmum áratug. Til að manna ferðaþjónustufyrirtækin hefur svo þurft að flytja inn útlendinga sem nú sitja jarmandi á jötunni með hinum. Það hefur ekki verið fýsi- legt að ferðast um eigið land síð- ustu árin þar sem tæplega hefur verið hægt að panta veitingar á sínu ástkæra og ylhýra móðurmáli vegna þess að gæði eru látin víkja fyrir óstjórnlegri græðgi. Nú á Ís- lendingurinn, sem áður var nánast ósýnilegur fyrir ferðaþjónustuað- ilum, að vera nógu góður til að koma og hlaupa undir bagga með þeim. Túristar eru ekki ósvipaðir flugnageri sem færir sig úr einum stað á annan án þess að hægt sé að festa reiður á hver ástæðan sé. Þótt faraldurinn sem nú gengur yfir sé fordæmalaus þá hefðu allir átt að gera sér grein fyrir að fyrr en síðar myndi draga saman í heimsóknum ferðamanna og nú hefur komið í ljós að fjöldi fyrir- tækja virðist ekki geta lifað af einn einasta dag í tekjufalli. Ferðaþjónustufyrirtækin hafa ekki gengið hægt um gleðinnar dyr í veisluhöldum undanfarinna ára heldur hafa þau treyst á að veig- arnar kláruðust aldrei og partíið héldi áfram endalaust. Nú hefur grátkór ferðaþjónustunnar náð að sannfæra stjórnvöld um að skatt- greiðendur skuli borga sukk ferða- þjónustunnar síðustu ára, alveg á sama hátt og þeir borguðu sukk fjármálageirans fyrir rúmum ára- tug. Þótt ekki hafi tekist að mynda hjarðónæmi gegn kórónaveirunni hefur svo sannarlega tekist að mynda annars konar hjarðónæmi meðal þjóðarinnar. Hjarðónæmi þetta er þess eðlis að fáir virðast vera tilbúnir til að gagnrýna að skattgreiðendur bjargi fólki og fyrirtækjum sem búin eru að spila rassinn úr buxunum. Stuðningur skattgreiðenda við þessi fyrirtæki ætti a.m.k. að vera gegn hlutdeild í þeim sem eigendurnir geta svo keypt aftur til baka. Timburmenn túrismans Eftir Örn Gunnlaugsson »Ríkissjóður er nefni- lega enginn sjóður heldur misdjúpir vasar skattgreiðenda. Örn Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi atvinnurekandi. orng05@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.