Morgunblaðið - 24.05.2020, Blaðsíða 56
56 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2020
14. maí 1988
Alfreð Gíslason á góða mögu-
leika á að verða Evrópumeist-
ari í handknatt-
leik fyrstur
Íslendinga eftir
nauman ósigur
vesturþýsku
meistaranna
Essen, 18:15, í
fyrri úrslitaleik
keppninnar gegn CSKA frá
Moskvu í sovésku höfuðborg-
inni. Alfreð skorar þrjú mörk
fyrir Essen sem á eftir seinni
leikinn á heimavelli sínum
viku síðar.
14. maí 1988
Atli Eðvaldsson skorar í
kveðjuleik sínum í efstu deild
vesturþýska fót-
boltans þegar
hann tryggir
Bayer Uerdin-
gen jafntefli,
2:2, gegn Mann-
heim með föst-
um skalla. Atli
er þarna á heimleið eftir níu
ár í Þýskalandi en hann er
markahæstur Íslendinga í
Bundesligunni frá upphafi
með 59 mörk.
14. maí 1989
Ísland og Austur-Þýskaland
skilja jöfn, 26:26, í vináttu-
landsleik karla í handknatt-
leik í Berlín. Óskar Þór Ár-
mannsson skorar 6 mörk og
Bjarki Sigurðsson 5 fyrir
íslenska liðið sem hafði tapað
með ellefu mörkum í leik lið-
anna í Magdeburg daginn áð-
ur.
14. maí 1997
Ísland sigrar Portúgal, 20:18,
í vináttulandsleik í hand-
knattleik karla í Kumamoto í
Japan, átta dögum áður en
heimsmeistaramótið hefst
þar. Valdimar Grímsson er
markahæstur með 4 mörk.
14. maí 2001
Guðjón Valur Sigurðsson, 21
árs handknattleiksmaður úr
KA, skrifar undir þriggja ára
samning við þýska stórliðið
Essen. „Þetta verður mjög
spennandi og atvinnu-
mennskan er auðvitað það
sem maður hefur stefnt á.
Essen er stórt og virt félag í
Þýskalandi sem hefur mikinn
metnað svo ég tel mig vera
að fara á mjög góða stað,“
segir Guðjón Valur við
Morgunblaðið.
14. maí 2010
„Það var einstaklega sætt að
vinna þennan leik,“ segir
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir,
tvítug landsliðs-
kona í blaki frá
Neskaupstað,
við Morgun-
blaðið eftir að
hafa orðið
norskur meist-
ari með UIS
Volley frá Stavanger með því
að sigra lið Koll sem hafði
verið ósigrandi í sjö ár. Jóna
skorar 13 stig í úrslita-
leiknum.
14. maí 2015
Rúrik Gíslason og Björn
Bergmann Sigurðarson eru
danskir bikarmeistarar í
knattspyrnu með FC Köben-
havn eftir 3:2 sigur á Vests-
jælland í úrslitaleik þar sem
Björn skorar eitt marka FCK.
Eggert Gunnþór Jónsson er í
silfurliði Vestsjælland. Sig-
urmark FCK skorar Brandur
Olsen, 19 ára Færeyingur,
sem síðar gekk til liðs við FH.
Á ÞESSUM DEGI
VÍÐIR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Gætu Víðir úr Garði og Barcelona
mæst á fótboltavellinum? Þessari
spurningu velti ég upp í grein síð-
sumars árið 1987 og hún var alls
ekki óraunhæf á þessum tíma, þó
hún myndi vafalítið teljast vera það
í dag, 33 árum síðar.
Í dag, 14. maí, eru nákvæmlega
35 ár síðan knattspyrnulið Víðis úr
Garði lék sinn fyrsta leik í efstu
deild karla en þá mættu 1.100
manns á gamla malarvöllinn í Garð-
inum, um það bil jafnmargir og
bjuggu í bæjarfélaginu, og sáu ný-
liðana í Víði taka á móti FH. Þeir
fengu ekki þá óskabyrjun sem þá
dreymdi um því mesti markaskorari
deildarinnar til skamms tíma, Ingi
Björn Albertsson, sem þá var spil-
andi þjálfari FH, skoraði sigurmark
Hafnarfjarðarliðsins, 1:0, rétt fyrir
leikslok.
„Aðstæður til að leika knatt-
spyrnu voru ekki upp á það bezta.
Malarvöllur sem bauð ekki upp á
áferðarfallega knattspyrnu. En þess
meiri var baráttan. Hún var alveg
með ólíkindum, sérstaklega hjá
Víðismönnum. Þeir ætla greinilega
að selja sig dýrt í sumar, nýliðarnir í
Garðinum. Síðar í þessum mánuði
ætla hinir dugmiklu Víðismenn að
vígja nýjan grasvöll, þá verður líka
hátíðisdagur þar í plássinu,“ skrifaði
Sigtryggur Sigtryggsson um leikinn
í Morgunblaðið.
Þremur dögum síðar fengu nýlið-
arnir sinn versta skell í efstu deild,
7:0 á Akranesi, en 22. maí mættu
hvorki fleiri né færri en 1.542 áhorf-
endur á gamla grasvöllinn í Garði
og sáu Víðismenn tapa naumlega
fyrir Keflvíkingum, 1:2, í fyrsta
grannaslag félaganna, og jafnframt
fyrstu innbyrðis viðureign Suður-
nesjaliða í efstu deild.
Brautryðjendurnir
Víðismenn voru brautryðjendur í
fótboltanum hér á landi því þeir
voru fyrsta liðið frá bæjarfélagi með
færri en tvö þúsund íbúa til að ná
sæti í efstu deild karla. Aðeins þrjú
félög hafa afrekað það síðan, Leiftur
frá Ólafsfirði, Skallagrímur úr
Borgarnesi og Víkingur frá Ólafs-
vík.
Ævintýrið í Garðinum stóð mun
lengur yfir en nokkurn óraði fyrir
og síðsumars 1987 var liðið á sínu
þriðja ári í efstu deild, ásamt því að
vera komið í úrslitaleik bikarkeppn-
innar í fyrsta skipti, gegn ríkjandi
Íslandsmeisturum Fram.
Þar með var orðinn raunhæfur
möguleiki á að Víðismenn myndu
leika í Evrópukeppni bikarhafa
haustið 1988, ef þeir ynnu Framara
í úrslitaleiknum, eða ef Framarar
yrðu bæði Íslands- og bikarmeist-
arar. Hvorugt gekk eftir, Fram varð
bikarmeistari en missti af Íslands-
meistaratitlinum til Vals.
Hvað gerðist svo ári síðar? Jú,
auðvitað drógust Framarar gegn
Barcelona í fyrstu umferð Evrópu-
keppni bikarhafa. „Þarna hefðum
við getað verið,“ hugsuðu eflaust
sumir Víðismanna þegar þeir leikir
fóru fram.
Öflugur kjarni heimamanna
Ef við horfum aftur til 14. maí
1985, þegar Víðismenn léku fyrsta
leikinn í efstu deild, þá var almennt
ekki búist við því að strákarnir úr
Garðinum hefðu langa viðdvöl á
þessum slóðum og mörgum þótti
hálfeinkennilegt að sjá þetta litla fé-
lag, sem hafði til ársins 1983 ávallt
leikið í 3. deild, spila gegn Fram,
Val, KR, Keflavík, Akranesi og öðr-
um bestu liðum landsins. Í tíu liða 1.
deild, eins og efsta deildin var á
þeim árum.
Hvernig fóru þeir að þessu? Í
Víðisliðinu sem tók að mótast um og
eftir 1980 var mjög öflugur kjarni
heimamanna. Þar voru bræðurnir
Fótbolta-
ævintýrið
í Garðinum
Víðismenn léku fjögur ár í efstu
deild og voru einum leik frá því að
mæta Barcelona í Evrópukeppni
Sögulegt Ævintýralegasta augnablikið í sögu Víðismanna í
efstu deild. Ólafur Róbertsson bjargar á marklínu undir lokin
á hreinum úrslitaleik gegn Þrótti á Garðsvelli í lokaumferð-
inni 1985. Víðir vann 3:2 og hélt sæti sínu en Þróttur féll.
Stjarnan tilkynnti í gær að fjórir ný-
ir leikmenn væru komnir til liðs við
karlalið félagsins í handknattleik.
Þeirra reyndastur er Brynjar Hólm
Grétarsson sem var markahæsti
leikmaður 1. deildar meistara Þórs í
vetur með 92 mörk í 15 leikjum.
Tveir ungir leikmenn með mikla
reynslu úr yngri landsliðum, Arnar
Máni Rúnarsson og Goði Ingvar
Sveinsson, koma frá Fjölni. Goði
skoraði 59 mörk í úrvalsdeildinni í
vetur og Arnar 42. Þá er Sigurður
Dan Óskarsson, tvítugur markvörð-
ur úr FH, kominn í Garðabæinn.
Stjarnan fær
fjóra nýja menn
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Garðabær Brynjar Hólm Grét-
arsson kemur frá Þór.
Hildur Björg Kjartansdóttir, lands-
liðskona í körfubolta, skrifaði í gær
undir samning við Val og mun hún
leika með liðinu á næstu leiktíð.
Hildur, sem er 25 ára, hefur verið
lykilmaður í íslenska landsliðinu á
undanförnum árum. Þá lék hún
með Leganés og Celta Vigo í
spænsku B-deildinni áður en hún
hélt heim og samdi við KR fyrir síð-
ustu leiktíð. Hildur skoraði 13,4
stig og tók 7,6 fráköst að meðaltali í
Dominos-deildinni í vetur. Valur er
ríkjandi deildarmeistari og vann
liðið þrefalt tímabilið 2018/19.
Landsliðskona
samdi við Val
Ljósmynd/Valur
Hlíðar Hildur Björg Kjartansdóttir
leikur með Val á næstu leiktíð.
AKUREYRI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Hefur KA hug á að ná samningum við
Þór um að sjá um allan rekstur hand-
bolta á Akureyri? Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins eru umræður
um það komnar í gang, allavega á
óformlegan hátt, en blaðið fékk í gær
ábendingu um að KA hefði sent Þór
erindi þess efnis. KA og Þór tefla
fram sameiginlegu liði í úrvalsdeild
kvenna í handbolta, en liðin leika
hvort í sínu lagi í meistaraflokki karla.
KA hefur leikið í úrvalsdeild karla
undanfarin tvö tímabil og þá tryggðu
Þórsarar sér sæti í deildinni á síðustu
leiktíð með sigri í 1. deildinni. Þórs-
arar voru með 28 stig eftir fimmtán
umferðir þegar mótinu var aflýst
vegna kórónuveirunnar en þeir höfðu
þá þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeild-
inni.
Þór og KA tefldu fram sameigin-
legu karlaliði undir nafninu Akureyri
handboltafélag frá 2006 til 2017 en
höfðu fram að því leikið áratugum
saman hvort í sínu lagi.
Hugur í Þórsurum
Reimar Helgason, framkvæmda-
stjóri Þórsara, vildi ekki tjá sig um
það hvort Þórsurum hefði borist
formlegt erindi frá KA um að taka yfir
rekstur handknattleiksdeildarinnar.
„Ég get ekki tjáð mig um þetta
mál að svo stöddu,“ sagði Reimar í
samtali við Morgunblaðið. „Að sama
skapi held ég að þetta sé spurning
sem væri best að beina til forráða-
manna KA. Hvað okkur varðar þá er
mikill hugur í mönnum fyrir vetr-
inum og handknattleiksdeildinni en
það er ekkert launungarmál heldur
að rekstur íþróttafélaga í dag er erf-
iður og gildir þar einu hvort um er að
ræða fótbolta, körfubolta eða hand-
bolta,“ bætti Reimar við.
Skipst á upplýsingum
Þá hafði Morgunblaðið samband
við Ingvar Má Gíslason, formann
KA, sem sagði að félagið hefði ekki
sent neitt frá sér til Þórsara sem
tengdist málinu.
Yfirtaka á Akureyri?
Rætt um hvort KA sjái alfarið um handboltann í bænum
Skipst á óformlegum upplýsingum, segir formaður KA Grannaslagur Ekkert er
gefið eftir þegar Akur-
eyrarliðin mætast, en
Þórsarar léku undir nafni
Akureyrar þegar þeir
mættu KA í úrvalsdeild-
inni í desember 2018.