Morgunblaðið - 16.05.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Hefur þú prófað nýju
kjúklingasteikurnar?
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOLT
A
Meiri samkeppnishæfni
Samningar
flugmanna við
Icelandair náðust
Aukið vinnuframlag og meiri sveigj-
anleiki starfsfólks gagnvart vinnu-
veitanda eru lykilatriði í nýjum
kjarasamningi Félags íslenskra at-
vinnuflugmanna og Icelandair
Group sem náðist í fyrrinótt. Samn-
ingurinn var kynntur flugmönnum í
gær og atkvæðagreiðsla um efni
hans stendur í sjö daga. Segi flug-
menn já er slíkt innlegg í að fá skýr-
ar línur í fjármál Icelandair fyrir
hluthafafund í fyrirtækinu sem verð-
ur 22. maí.
„Gerðar voru verulegar breyting-
ar sem tryggja aukið vinnuframlag
flugmanna og gefa félaginu aukinn
sveigjanleika til þróunar á leiðakerfi
Icelandair,“ segir Bogi Nils Bogason
forstjóri Icelandair í tilkynningu.
Eftir Jóni Þór Þorvaldssyni for-
manni FÍA er haft að flugmenn hafi
náð sínu fram en jafnframt hafi sam-
keppnishæfni Icelandair styrkst.
Samningar milli Flugfreyjufélags
Íslands og Icelandair hafa enn ekki
náðst og fundur hjá ríkissáttasemj-
ara hefur enn ekki verið boðaður.
Í gær var gengið frá samningum
milli ríkisins og Icelandair um ferðir
til Evrópu og Bandaríkjanna til og
með 27. júní og hugsanlega lengur.
Flogið er til Boston, London og
Stokkhólms og hugsanlega verður
New York og Kaupmannahöfn bætt
við. Fyrir þetta greiðir ríkið 300
millj. kr., en tekjur Icelandair af
ferðunum lækka greiðslur.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Icelandair Á vængjum breiðum.
„Tilhlökkunin er fölskvalaus. Flest-
ir prestar bíða heldur ekki boðanna
og messa strax,“ segir Pétur G.
Markan, samskiptastjóri þjóðkirkj-
unnar. Guðsþjónustur verða í
kirkjum víða um landið á morgun,
sunnudag, en kirkjustarf hefur leg-
ið í láginni sl. tvo mánuði í sam-
komubanni vegna kórónuveirunnar.
Í Morgunblaðinu í dag eru aug-
lýstar messur víða um landið, en þar
er mikilvægi hreinlætis undir-
strikað og þess að fara með gát.
„Aðstæður hafa fært kirkjuna fram
og fjarþjónusta yfir netið er komin
til að vera. Svo höfum við lært og
fundið hvað mannlegt samneyti er
mikilvægt, enda þáttur í boðskap
kirkjunnar,“ segir Pétur. Hann seg-
ir flestar fermingar sem fram áttu
að fara í vor hafa verið færðar til
haustsins. Í einhverjum tilvikum
verði þó fermt um hvítasunnuna
eins og hefð er fyrir í sveitum.
sbs@mbl.is »26
Messað á ný
Mikill meirihluti,
eða 85,5% þeirra
sem afstöðu tóku
í könnun Gallup
fyrir Samtök
áhugafólks um
spilafíkn vilja
lokun spilakassa
til frambúðar.
Um 70% þeirra
sem tóku afstöðu
eru frekar eða
mjög neikvæð gagnvart því að
starfsemi í almannaþágu sé fjár-
mögnuð með spilakössum,
„Það er gott að nú liggi fyrir að
almenningi finnist skjóta skökku
við að Rauði kross Íslands, Slysa-
varnafélagið Landsbjörg, SÁÁ og
Háskóli Íslands reiði sig á fjár-
framlög frá mjög litlum hópi fólks
sem glímir við spilafíkn,“ sagði
Alma Hafstein formaður SÁF á
blaðamannafundi í gær. »22
Mikil andstaða við
rekstur spilakassa
Alma
Hafsteins
Dönsku varðskipin Hvidbjørnen og Triton eru
nú bæði í Reykjavíkurhöfn og liggja við Faxa-
garð. Fátítt er að fleiri en eitt af dönsku skip-
unum sé hér inni í einu, en þau annast gæslu og
eftirlit við Færeyjar, Grænland og víðar á yfir-
ráðasvæði Dana. Heimahöfn skipanna er
Fredrikshavn á Jótlandi, en áhafnaskipti fara
gjarnan fram á Íslandi og hvert úthald er um
tveir mánuðir.
Hvidbjørnen og Triton við Faxagarðinn
Morgunblaðið/Eggert
Dönsku varðskipin eru fastagestir í Reykjavíkurhöfn
„Þetta er stuðningur við fyrirtæki
sem þurfa að standa í skilum með
uppsagnarfrest starfsmanna og
með þessu úrræði tryggjum við að
slík fyrirtæki munu að fullu geta
staðið við launagreiðslur til sinna
starfsmanna, staðið skil á lífeyr-
isgreiðslum og greitt út orlof,“ seg-
ir Bjarni Benediktsson, fjármála-
og efnahagsráðherra, um nýtt úr-
ræði fyrir fyrirtæki sem hafa orðið
fyrir tekjufalli.
Frumvörp er varða framhald á
hlutastarfaleið stjórnvalda, aðstoð
vegna launakostnaðar á uppsagn-
arfresti, einföldun á fjárhagslegri
skipulagningu fyrirtækja og at-
vinnurekstrarbann til að sporna við
kennitöluflakki
voru samþykkt á
ríkisstjórn-
arfundi í gær.
Bjarni segir að
með áðurnefndu
úrræði sé verið
að verja stöðu
launþega fyr-
irtækja sem hafa
tapað öllum sín-
um tekjum í kjöl-
far kórónuveirufaraldursins.
„Með þessu tryggjum við að allir
launþegar slíkra fyrirtækja fái rétt-
indi sín að fullu gerð upp,“ útskýrir
Bjarni. Nánar er fjallað um þetta á
mbl.is. thor@mbl.is
Nýtt úrræði sem verja
á réttindi launþega
Bjarni
Benediktsson
Fiskvinnslan Oddi hf. á Patreks-
firði hefur ákveðið að hefja vinnslu
á laxi sem framleiddur er í nær-
umhverfi félagsins á Vestfjörðum
af Arnarlaxi og Arctic fish. Gert er
ráð fyrir að verkefnið skapi 16 til
18 heilsársstörf.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá Odda að fyrirtækið hefur fjár-
fest í vinnslulínu frá Marel sem nú
er verið að stilla og hefja prófanir
fyrir fullunnar laxaafurðir þar sem
lögð er áhersla á bestu mögulegu
nýtingu á hráefninu.
Samkvæmt áætlunum munu fyrst
um sinn vera unnin 2.500 til 3.000
tonn af laxi í vinnslu Odda.
Skapar 16-18 ný
störf á Vestfjörðum