Morgunblaðið - 16.05.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 16.05.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tillaga Arkís arkitekta hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík. Heimilið mun standa undir hlíðum Húsavíkurfjalls og þaðan verður fal- legt útsýni, meðal annars út á Skjálf- andaflóa og til Kinnarfjalla. Lengi hefur verið þörf á nýju hjúkrunarheimili á Húsavík. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hvammur er orðið of lítið og fullnægir ekki kröf- um nútímans, hvorki fyrir heimilis- fólk né starfsfólk. Framkvæmdasýsla ríkisins aug- lýsti samkeppni um hönnun nýs heimilis í lok síðasta árs og voru úr- slit hennar kynnt í gær og verðlaun afhent. Arkís arkitektar fengu 5 milljónir í verðlaunafé. Tvenn önnur peningaverðlaun voru veitt, til Teiknistofunnar Traðar sem varð í öðru sæti og A2F arkitekta sem urðu í þriðja sæti. Auk þess var til- laga Andrúms arkitekta keypt. Nýja hjúkrunarheimilið er fyrir 60 íbúa og mun leysa af hólmi dval- ar- og hjúkrunarheimilið Hvamm. Með tilkomu þess fjölgar um sex hjúkrunarrými á svæðinu. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Í fyrsta aðgerða- pakka ríkisstjórnarinnar vegna kór- ónuveirufaraldursins var veitt 200 milljónum kr. til að hefja fram- kvæmdir en heildarkostnaður er áætlaður 2,5 til 2,7 milljarðar kr. Stefnt er að því að heimilið verði tilbúið fyrir lok árs 2023. Heimilislegt yfirbragð Í samkeppnislýsingu var lögð áhersla á að keppendur hefðu um- hverfissjónarmið og vistvæna hönn- un að leiðarljósi. Dómnefnd taldi að hönnuðir hefðu verið meðvitaðir um þetta. Dómnefnd lagði sérstaka áherslu á heimilislegt yfirbragð til- lagnanna og þægilegt vinnuum- hverfi. Dómnefnd nefnir í rökstuðningi fyrir ákvörðun fyrstu verðlauna að tillagan sé einföld og frekar lág- stemmd. Hún falli vel að landi og að- liggjandi byggingum. Tillagan leysi flestar þær kröfur sem komi fram í samkeppnislýsingu á sannfærandi hátt en sé jafnframt hugmyndarík og bjóði upp á marga möguleika. Í heildina bjóði tillagan upp á fjöl- breytt líf og ólíka snertifleti innan sambýliseininga, milli þeirra og úti/ innirýma. Sem galli er nefnt að úti- svæðið að norðan sé í skugga stóran hluta sólarhringsins. Heilbrigðisráðuneytið og sveitar- félögin Norðurþing, Skútustaða- hreppur, Þingeyjarsveit og Tjörnes- hreppur standa saman að byggingu heimilisins. Tölvuteikning/Arkís arkitektar Húsavík Gott útisvæði verður við aðkomutorg nýja hjúkrunarheimilisins auk garðs sem auðvelt verður að komast í. Fjölbreytt líf verði í nýju hjúkrunarheimili  Arkís fékk fyrstu verðlaun fyrir tillögu á Húsavík „Við verðum að reyna að bregðast við þessu. Það er engin spurning,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Barion í Mosfellsbæ, spurður um hvort fótboltaáhugamönnum standi til boða að fylgjast með knatt- spyrnuleikjum á staðnum nú um helgina. Efsta deildin í knattspyrnu í Þýskalandi, Bundesligan, fer af stað í dag eftir hlé sem tilkomið var vegna áhrifa kórónuveirunnar þar í landi. Geta Íslendingar nálgast leiki deildarinnar í gegnum streymis- veituna Viaplay. Á veitunni verða allir eftirstandandi leikir deildar- innar sýndir en einungis níu um- ferðir eru eftir af yfirstandandi keppnistímabili. Verða síðustu leik- ir deildarinnar leiknir fyrir luktum dyrum en áhugamenn geta fylgst með framgangi leikjanna í sjón- varpinu. aronthordur@mbl.is »36 Þýski Lið Alfreðs Finnbogasonar, Augs- burg, hefur leik í þýsku deildinni í dag. Þýski boltinn rúllar af stað á nýjan leik ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI? Fasteignir Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is NÝ SENDING Glaðningur fylgir öllum Frank Walder kaupum Skoðið // www.hjahrafnhildi.is Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook y , gætum fyllsta öryggis v/ covid. SKO ÐIÐ NÝJA NETVE RSLUN LAXD AL.IS FERÐUMST INNANLANDS, VANDAÐUR FERÐAFATNAÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.