Morgunblaðið - 16.05.2020, Page 16
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verði tilllögur stjórnarflokkanna í
Noregi um álagningu framleiðslu-
gjalds á lax úr sjókvíum að lögum
verður gjaldtaka af norsku fiskeldi
mun lægri en af íslensku. Munurinn
ræðst af verðþróun á mörkuðum en
gjaldið verður að minnsta kosti tvö-
falt á við það sem hér er, jafnvel fjór-
falt hærra ef langtímaspár um laxa-
verð á heimsmarkaði ganga eftir.
Tillaga norsku ríkisstjórnarinnar
um að taka upp framleiðslugjald af
sjókvíaeldi kveður á um að inn-
heimta skuli 40 norska aura á hvert
kíló af eldislaxi og silungi sem fram-
leiddur er í sjóeldi sem svarar til
tæplega 6 króna íslenskra. Gjald-
takan hefst á næsta ári. Tekjurnar
eiga að renna til sveitarfélaga og
fylkja þar sem fiskeldi er stundað. Á
móti mun ríkið taka stærri hlut af
öðrum tekjum sem sveitarfélögin
hafa af fiskeldinu.
Gjaldið er heldur hærra en fisk-
eldisiðnaðurinn hafði lagt til en þó
virðast stjórnendur fiskeldisfyrir-
tækja sætta sig við það, ef marka má
frásagnir í norskum fjölmiðlum,
enda búið að veifa framan í þá mun
hærri tölum.
Falla frá hækkun tekjuskatts
Eru þessi áform mikil breyting
frá tillögum sem meirihluti stjórn-
skipaðrar nefndar gerði í svokallaðri
hvítbók á síðasta ári. Þar var gert
ráð fyrir afkomutengdu auðlinda-
gjaldi í formi 40% viðbótar við tekju-
skatt fyrirtækjanna. Tillögurnar
féllu ekki í frjóan jarðveg. Stjórn-
arflokkarnir höfnuðu þeim og einnig
var andstaða meðal sveitarstjórn-
armanna sem óttuðust að mikil
skattlagning drægi úr getu og vilja
fiskeldisfyrirtækjanna til að fjár-
festa og auka umsvif sín og það hefði
þar með neikvæð áhrif á byggðirnar
og uppbyggingu atvinnu.
„Norðmenn hafa greinilega áttað
sig á að ofurgjaldtaka af þessu tagi
gæti haft neikvæð áhrif í norsku
fiskeldi, ekki síst í vinnsluþættinum,
og draga úr atvinnusköpun eins og
margir raunar vöruðu við,“ segir
Einar K. Guðfinnsson, sem vinnur
að fiskeldismálum hjá Samtökum
fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS.
Gjald ræðst af markaðsverði
Lög um töku gjalds vegna fisk-
eldis í sjó og fiskeldissjóð sem tóku
gildi í byrjun þessa árs gera ráð fyr-
ir að fyrirtækin greiði gjald í rík-
issjóð fyrir hvert framleitt kíló.
Gjaldið ræðst af verði á laxi á heims-
markaði á hverjum tíma. Það verður
á þessu ári einn sjöundi af fullu
verði, fer stighækkandi og fullt gjald
verður innheimt árið 2029. Þá er
gert ráð fyrir að um þriðjungur af
gjaldinu renni til uppbyggingar inn-
viða og þjónustu á vegum sveitarfé-
laga þar sem eldi í sjókvíum er
stundað.
Ef gert er ráð fyrir að gjaldið
verði í miðþrepi, eins og helst var
gert ráð fyrir þegar frumvarpið var
lagt fram, verður það 2% af sölu-
verði og gæti, miðað við núverandi
aðstæður, orðið 14 krónur á kíló. Er
gjaldið því meira en tvöfalt það gjald
sem lagt verður á í Noregi. Gjaldið
verður tæpar 25 krónur, miðað við
núverandi forsendur, ef laxaverð
verður hærra en 4,8 evrur á kíló en
sérfræðingar telja líkur á að heims-
markaðsverð verði yfir þeim mörk-
um þegar til lengri tíma er litið.
Samkvæmt því verður framleiðslu-
gjaldið rúmlega fjórum sinnum
hærra hér á landi en í Noregi. Þriðji
möguleikinn er að gjaldið verði mun
lægra, eða 3,50 krónur á kíló, ef
heimsmarkaðsverð verður lægra en
4,30 evrur. Ef svo færi yrði gjaldið
mun hærra í Noregi en hér. SFS
hafa miðað við að gjaldið verði í
hæsta þrepi og taka þá mið af lang-
tímahorfum um heimsmarkaðsverð
á laxi.
Kerfi að færeyskri fyrirmynd
„Þetta sýnir að mínu mati að ekki
er mikil innistæða fyrir umræðu hér
um að Norðmenn séu að flýja ofur-
skattlagningu og flytja framleiðsl-
una til Íslands. Skattaumhverfið hér
er ekki hagfelldara atvinnugreininni
en er í Noregi, heldur þvert á móti,“
segir Einar K. Guðfinnsson.
Þess má geta að íslensku regl-
urnar um gjaldtöku á sjókvíaeldi eru
sniðnar eftir reglum sem verið hafa í
gildi í Færeyjum í sjö ár. Gjaldhlut-
fallið er þó heldur lægra hér. Í
greinargerð með frumvarpinu á Al-
þingi voru rökin fyrir því sögð vera
að tekjuskattur væri lægri í Fær-
eyjum en á Íslandi auk þess sem ís-
lensk fiskeldisfyrirtæki greiði þegar
gjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis.
Fleiri atriði flækja þennan sam-
anburð.
Gjaldið í umhverfissjóðinn hækk-
aði um áramót um 67% og sam-
svarar nú 4 krónum á hvert kíló sem
fiskeldisfyrirtæki hefur leyfi til að
framleiða. Tekur tíma að ná fram-
leiðslunni upp þannig að iðulega er
verið að greiða gjald af framleiðslu
sem ekki fer fram.
Varðandi samanburð á milli Ís-
lands og Noregs má minna á að
Norðmenn hafa boðið út ný laxeld-
isleyfi síðustu ár. Umfang þeirra er
takmarkað enda áður búið að út-
hluta flestum bestu svæðunum og
það varanlega. Í íslensku fiskeld-
islögunum er sömuleiðis gert ráð
fyrir uppboðum við úthlutun nýrra
leyfa í framtíðinni. Er þar miðað við
tímabundna úthlutun, ekki var-
anlega. Á eftir að reyna á hverju það
skilar.
Lægra framleiðslugjald í Noregi
Ríkisstjórn Noregs leggur til að 40 norskra aura framleiðslugjald verði lagt á lax úr sjókvíum
Gjaldið á Íslandi er tvöfalt hærra og gæti orðið fjórfalt hærra með hækkuðu heimsmarkaðsverði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Patreksfjörður Einn af fóðurprömmum Arctic Fish við sjókvíar á Patreksfirði, skammt frá þorpinu. Sveitarfélögin
eiga að fá um þriðjung af framleiðslugjaldi sem ríkið innheimtir af sjókvíaeldi, til að nota við uppbyggingu innviða.
Framleiðslugjald
» Áform eru um að leggja 40
aura framleiðslugjald á lax úr
sjókvíum við Noregsstrendur
eða sem svarar til tæplega 6
kr. íslenskra.
» Á Íslandi ræðst framleiðslu-
gjaldið af heimsmarkaðsverði
á markaði og getur orðið allt
frá 3,50 kr. til 24,50 kr. á kíló,
miðað við aðstæður í dag.
» Sérstakar aðstæður eru á
heimsmarkaði vegna kór-
ónuveirunnar og hefur verð á
laxi fallið að undanförnu. Verð-
ið var þó 4,35 evrur í síðustu
viku þannig að gjaldstofninn
hangir enn í miðjuflokknum.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020
Viljayfirlýsing um að taka í notkun
háspennibúnað fyrir flutningaskip
við Sundabakka og Vogabakka í
Reykjavík var undirrituð í gær.
Umhverfis- og auðlindaráðu-
neytið, Reykjavíkurborg, Faxaflóa-
hafnir, Veitur, Samskip og Eimskip
undirrituðu viljayfirlýsinguna.
Búnaðurinn mun draga verulega
úr losun gróðurhúsalofttegunda og
staðbundinni loftmengun frá starf-
semi hafnarsvæða í Reykjavík. Um
er að ræða fyrsta áfanga í því verk-
efni að tryggja raftengingar fyrir
stærri skip í höfnum á Íslandi.
Áætlað er að rafvæðingin í þess-
um áfanga komi til með að draga úr
bruna á yfir 660 þúsund lítrum af ol-
íu og draga þannig úr losun koldíox-
íðs um 9.589 tonn eða um 20% af nú-
verandi losun á hafnarsvæðinu.
Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið
leggja til 100 milljónir hvert um sig í
þennan fyrsta áfanga en ef allt geng-
ur að óskum munu flutningaskip
Eimskips og Samskipa geta tengst
landrafmagni á næsta ári. Á næstu
árum áforma Faxaflóahafnir að
hefja landtengingar fyrir skemmti-
ferðaskip, en bygging dreifistöðvar
Veitna við Sægarða er forsenda þess
verkefnis. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sundahöfn Skrifað var undir samninginn í gærmorgun á Skarfabakka.
Flutningaskipin
tengd háspennu
Nýhöfn faste ignasa la ı Borgartúni 25 ı 105 Reyk jav ík ı S ími 515 4500 ı www.nýhöfn. i s
Hrólfsskálamelur 5 I 170 Seltjarnarnes
Til sölu er mjög falleg tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð í nýju lyftuhúsi og flottu útsýni á
Seltjarnarnesi. Vandaðar innréttingar sem hannaðar eru af Berglindi Berndsen og Helgu
Sigurbjarnardóttur. Með íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu.
Í stofu og svefnherbergi er aukin lofthæð, 2,85 metrar. Fullkomið loftræstikerfi er í húsinu
með bæði vélrænu útsogi og ferskloftsinntöku sem tryggir góð loftskipti í íbúðinni.
Íbúðin er 74,1 m2, þar af er geymsla í sameign 9,3 m2.
Verð 53,5 milljónir.
Hafið samband á nyhofn@nyhofn.is eða í síma 515 4500
Lárus Ómarsson | löggiltur fasteignasali