Morgunblaðið - 16.05.2020, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Rúmlega þrjú hundruð þúsund manns víðs
vegar um heim hafa látist eftir að hafa smitast
af kórónuveirunni. Þetta er byggt á opinber-
um upplýsingum. En samkvæmt úttekt AFP-
fréttastofunnar gætu dauðföllin verið langtum
fleiri en tölurnar sýna. Hin opinberu gögn
byggjast eingöngu á staðfestum tilvikum um
smit af völdum veirunnar. Séu dauðsföll und-
anfarnar vikur borin saman við sama tímabil á
undanförnum árum eru þau mun fleiri nú. Sér-
fróðir menn telja að fjöldi fólks hafi látist af
völdum sjúkdóma sem það fékk ekki lækn-
ismeðhöndlun við eða sjúkrahúsvist vegna for-
gangs hinna veirusmituðu. Þá er bent á að það
sé mjög mismunandi hvernig einstök ríki safni
upplýsingum um dauðsföll af völdum veirunn-
ar, þannig að samanburður milli landa sé erf-
iður.
Frá 20. febrúar á þessu ári til loka mars
voru 12.428 skráðir látnir af völdum kórónu-
veirunnar á Ítalíu. En tölur um dauðsföll í
landinu á sama tíma sýna að 25.354 hafa látist
umfram dauðsföll að meðaltali síðastliðin fimm
ár.
Munurinn á opinberum tölum um látna af
völdum veirunnar og dauðsföllum umfram
meðaltal er enn meiri í Bandaríkjunum. Í
mars, áður en faraldurinn stakk sér niður af
fullum þunga þar í landi, létust 6.000 fleiri en í
meðalári. Það eru þriðjungi fleiri en opinberar
tölur um dauðsföll af völdum veirunnar.
Jafnvel í Þýskalandi, sem almennt þykir
hafa tekið af meiri festu og ábyrgð á faraldr-
inum en önnur ESB-ríki, létust 3.706 fleiri í
mars en í meðalári. Opinberar tölur segja að
2.219 hafi látist af völdum kórónuveirunnar.
Þessu er öðruvísi farið í Frakklandi. Frá 1.
mars til 27. apríl létust þar samkvæmt op-
inberum tölum 23.291 eftir að hafa smitast af
veirunni. Það er mjög nálægt dauðsföllum um-
fram meðaltal sem voru 24.116 á tímabilinu.
Yvonne Doyle, forstjóri Heilsuverndar-
stofnunar Bretlands, segir að tölur um fjölda
látinna umfram meðaltal séu besta vísbend-
ingin um áhrif veirunnar í mismunandi lönd-
um. „Þetta eru breytur sem eru samanburð-
arhæfar milli allra landa, hvaða aðferðir sem
þau styðjast við að öðru leyti við að skrá
dauðsföll vegna kórónuveirunnar.“ Aðrir sér-
fræðingar vara þó við því að hrapa að álykt-
unum um áhrif veirunnar út frá meðaltalstöl-
um um dauðsföll frá einu tímabili til annars.
Um sé að ræða tölfræðilega aukningu, en or-
sakirnar séu ekki þekktar.
Mun fleiri dauðsföll en í meðalári
Dauðsföll af völdum kórónuveirunnar gætu verið langtum fleiri en hinar opinberu tölur hafa sýnt
Fjöldi látinna umfram meðaltal fyrri ára er talinn besta vísbendingin um áhrif kórónuveirunnar
AFP
Dauðsföll 53 ára gamall karl, sem lést af
völdum veirunnar í Brasilíu, borinn til grafar.
Hópur Óslóarbúa mótmælir fyrirhuguðu niðurrifi
ráðuneytisbyggingar í miðborginni sem skartar á
öðrum gafli sínum vegglistaverki eftir Pablo Pi-
casso og innandyra annarri veggmynd eftir hann.
Húsið eyðilagðist sumarið 2011 þegar þar
sprungu öflugar sprengjur sem hryðjuverkamað-
urinn Anders Behring Breivik hafði komið fyrir.
Til stendur að listaverkin prýði byggingu í ná-
grenninu en mótmælendur vilja að núverandi hús
með verkunum standi áfram sem minnisvarði um
ódæðisverk Breiviks sem myrti 77 ungmenni á
Útey, skammt fyrir utan Ósló.
AFP
Vilja varðveita byggingu með vegglist eftir Picasso
Söguspurning sem lögð var fyr-
ir nemendur sem þreyttu inn-
tökupróf í háskóla í Hong Kong
hefur vakið mikla reiði í Kína.
Lengi hefur grunnt á því góða
á milli höfuðbólsins og hjáleig-
unnar, en Hong Kong er sem
kunnugt er hluti af Kína en
hefur ákveðna sjálfstjórn.
Spurningin sem um ræðir var
hvort innrás Japana í Kína á
árunum 1900 til 1945 hefði ver-
ið til góðs eða ills.
Eftir harða gagnrýni frá kín-
verska utanríkisráðuneytinu og
fullyrðingar um að verið væri
að skapa jarðveg fyrir óþjóð-
holla afstöðu sagði Kevin
Yeung, menntamálaráðherra
Hong Kong, að spurningin yrði
ógilt við yfirferð prófanna þar
sem hún væri hlutdræg og
hefði sært tilfinningar og virð-
ingu Kínverja. Ráðherrann
krafðist þess einnig að skóla-
yfirvöld greindu sér frá því
hvernig það hefði borið til að
spurningin var lögð fyrir á inn-
tökuprófinu.
Innrás Japana í Kína og her-
nám þeirra á hluta landsins um
áratugaskeið er talin hafa leitt
til dauða milljóna Kínverja.
Heimildir sýna að framganga
Japana var ákaflega hrottaleg.
KÍNA
Söguspurning vekur
mjög heit viðbrögð
Landamæri Slóv-
eníu voru opnuð að
nýju í gær fyrir
öllum ríkis-
borgurum frá
löndum Evrópu-
sambandsins. Til-
kynntu stjórnvöld
þar að
kórónuveiru-
faraldurinn í land-
inu væri yfir-
staðinn, en engu að síður var þá enn
verið að greina frá nýjum smitum.
Fólk utan ESB-ríkjanna þarf áfram að
fara í tveggja mánaða sóttkví við komu
til Slóveníu.
„Hvergi í Evrópu er staðan jafn
góð,“ fullyrti Janez Jansa, forsætisráð-
herra Slóveníu, þegar hann greindi frá
ákvörðuninni. Tveir mánuðir eru liðnir
sðan kórónuveiran barst til landsins. Á
fimmtudaginn voru staðfest tilfelli
veirunnar þar orðin 1.500 og dauðsföll
103. Ekki verður strax slakað á ýms-
um varúðarráðstöfunum sem verið
hafa í gildi undanfarnar vikur. Óheim-
ilt er að margir safnist saman á al-
mannafæri, menn þurfa að halda
tveggja fjarlægð sín á milli og bera
sóttvarnargrímur. Hótel hafa verið
opnuð og einnig verslunarmiðstöðvar.
Slóvenía
opnast á ný
Ljúblíana Hjólað
með grímur.
INNRITUN
fyrir skólaárið
2020-2021
552 7366
songskolinn.is
songskolinn@songskolinn.is
rafraen.reykjavik.is