Morgunblaðið - 16.05.2020, Side 25

Morgunblaðið - 16.05.2020, Side 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 SÖLUSÝNING SUNNUDAGINN 17. maí frá kl. 14-15 Hafnargata 29, í miðbæ Keflavíkur Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Nýjar fullbúnar íbúðir í vönduðu fjölbýli. Sjávarútsýni í meirihluta íbúða Stæði í bílakjallara fylgir öllum íbúðum. Verð frá aðeins kr. 39.900.000.- Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Ímars sl. voru 30 ár liðin frá þvíað skákhreyfingin, TaflfélagReykjavíkur og Skák-samband Íslands fluttust í nýtt húsnæði í Faxafeni 12 í Reykja- vík. Haft var á orði við opnunina að sennilega væri þarna kominn einn stærsti skákklúbbur í heimi í fer- metrum talinn og viðburðirnir sem haldnir voru í tilefni þessarar opn- unar voru ekki af verri endanum. Sá fyrri var Stórveldaslagur VISA int- ernational með þátttöku Sovét- ríkjanna, Bandaríkjanna, Englands og úrvalsliðs Norðurlanda. Strax á eftir hófst svo 14. Reykjavíkur- skákmótið og var skipað flestum þeim sem tóku þátt í Stórveldaslagn- um, þar af voru margir af fremstu skákmeisturum Sovétríkjanna. Á meðan Einars S. Einarssonar naut við hjá VISA sáu menn þar á bæ ekkert því til fyrirstöðu að láta hluta fjármuna sem ráðstafa átti til kynningarmála renna til menningar- tengdra viðburða. Áður hafði fyrir- tækið staðið fyrir keppni milli liðs Norðurlanda og Bandaríkjanna og síðar var á dagskrá mótaröð fyrir norræna skákmenn. Kínverjar harðir í netskákinni Það er enginn hörgull á skák- viðburðum á netinu þó að ýmsa sé nú farið að lengja eftir skákkeppnum með hefðbundnu sniði. Sl. fimmtu- dag tilkynnti heimsmeistarinn Magnús Carlsen um fjögur mót til viðbótar í nýrri mótaröð sem ber nafn hans. Það næsta hefst þriðju- daginn 19. maí og lokamótið hefst 9. ágúst nk. Magnús vann fyrsta mótið sem fór fram í apríl. En á dögunum lauk líka óopin- berri heimsmeistarakeppni FIDE á netinu en 6 öflug lið tefldu tvöfalda umferð á fjórum borðum með tíma- mörkunum 25 10. Tvö þau efstu komust í sérstaka úrslitakeppni. Kínverjar höfðu talsverða yfirburði í undankeppninni og var sæti þeirra í úrslitakeppninni aldrei í hættu. Þeir hlutu 25 ½ vinning af 40 mögulegum en Bandaríkjamenn rétt mörðu 2. sæti með 22 vinninga. Þar á eftir kom lið Evrópu, þá Rússar og heimsliðið rak svo lestina. Í úrslitakeppni Kínverja og Bandaríkjamanna gekk á ýmsu. Tefld var einföld umferð á fjórum borðum og lauk viðureigninni með jafntefli, 2:2. Þar sem Kínverjar höfðu unnið undankeppnina dugði þeim jafntefli til sigurs. Einn besti Kínverjinn nú um stundir, Yangyi Yu, hlaut 7½ vinning úr 10 skákum og tók hinn bráðsnjalla andstæðing sinn í karphúsið með eftirminnileg- um hætti: Liðakeppni FIDE á netinu, úrslit: Yangyi Yu – Wesley So 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 d5 5. Db3 c5 6. dxc5 Ra6 7. cxd5 Rxd5 8. c6! Það er vel til fundið að losa sig við c-peðið með þessum hætti. 8. … Da5 9. Bd2 bxc6 10. g3 Rxc3 11. bxc3 Be7 12. Bg2 O-O 13. O-O e5 14. Dc2 Dc7 15. De4 f6 16. Dc4 Kh8 17. Be3 Rb8 18. Hfd1 Ba6 19. De6 Bxe2 20. Hd2 Ba6 21. Rh4 Bc8 22. Dc4 f5 23. Rf3 h6 24. Had1 Kh7 25. h4 Hf6 Það er erfitt að finna betri leik en þennan. En nú kemur sleggjan. 26. Rg5+! hxg5 27. hxg5 Hg6 27. ... Ba6 er svarað með 28. Db3! Hf8 29. f4 og vinnur samkvæmt „vél- unum“ og 27. … He6 er svarað með 28. Bh3! 28. Bd5! Magnaður biskupsleikur. Nú virð- ist hægt að leika 28. … Bxg5 en þá kemur 29. Bxg5 Hxg5 30. Dh4+ Kg6 31. Bg8! og vinnur. 28. … f4 31. Be4! Með hugmyndinni 31. … fxe3 32. Df7! og vinnur. 31. … Bxg5 32. Hd6! Bf6 33. Kg2! f3+ 34. Kxf3! Bg4+ 35. Kg2 Bxd1 36. Hxd1 - og svartur gafst upp. 30 ár frá Stórvelda- slag og opnun skákmiðstöðvar Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Við setningu Stórveldaslagsins 1990. Fremsta í röðinni má þekkja f.v. Nigel Short sem tefldi á 1. borði fyrir Englendinga, Ólaf Ásgrímsson skák- stjóra, Jóhann Hjartarson, aðalskákdómarann Arnold Eikrem, Einar S. Ein- arsson, forstjóra VISA, Ríkharð Sveinsson skákdómara, Þorstein Þor- steinsson skákdómara, Artur Jusupov sem tefldi á 1. borði fyrir Sovétmenn og Simen Agdestein sem tefldi á 1. borði úrvalsliðs Norðurlanda. Ég var fimm sumur í sveit í Króksfjarð- arnesi í Austur- Barðastrandarsýslu. Þar bjuggu búi sínu systkinin Jón Ólafs- son, símstjóri, hrepp- stjóri og fv. kaup- félagsstjóri, og Bjarney Ólafsdóttir. Mikið sómafólk. Ólafía B. Ólafsdóttir var þar, dóttir Þuríðar Ólafsdóttur, hún var dóttir Ólafs Andréssonar sem var lausamaður í Gufudalshreppi, bróð- ir Guðmundar Andréssonar gull- smiðs í Reykjavík. Við Ólafía vorum kærustupar frá átta ára aldri til tólf ára. Hún var fjarska lífleg og skemmtileg manneskja og seinna giftist hún og varð bóndakona á Breiðabólstað á Fellsströnd. Bóndi hennar var bróðir Friðjóns Þórðarsonar sýslu- og alþing- ismanns. Kvöld eitt 3. júlí 1947 fórum við Óla að heyja fyrir dýrin okk- ar, sem voru leggir, skeljar og kjammar, sem urðu vitanlega að eiga hey til vetrarsins. Ég, níu ára, kunni vitanlega ekki að leggja á ljá – en gerði það samt og síðan hófst slátturinn. Ekki hafði ég slegið lengi er ég fór að brýna ljáinn. Gekk það brösulega og missti ég orfið – þannig að ljárinn skar í sundur löngutöng vinstri handar. Við, bæði háorgandi, hlupum inn í bæ til Bjarneyjar hús- freyju. Einhver hringdi eitthvað, ég var drifinn alblóðugur til Reykhóla þar sem læknirinn var, Jón Gunnlaugsson, en kona hans var Selma Kaldalóns, dóttir Sig- valda Kaldalóns. Nú-nú, þarna lá ég í nokkra sólarhringa og væsti ekki um oss. Á þriðja degi legunnar heyrði ég söng og pí- anóspil í næsta herbergi. Þá var puttinn farinn að gróa nokkuð. Þarna sitja að tónlistarflutningi sjálfur Sigfús Halldórsson tónskáld, Sigurður Elíasson, tilraunastjóri á Reykhólum, og Selma Kaldalóns, kona læknisins. En Sigurður samdi textann við Litlu fluguna sem enn lifir góðu lífi í íslenskri tónmenn- ingu. Þarna hafði þessi litli gutti orðið vitni að merkum atburði, sem hann gleymir ekki svo létt, og heiðrar minningu þess góða fólks Sigfúsar Halldórssonar, Selmu Kaldalóns og hins frábæra læknis Jóns Gunnlaugssonar, sem kom þessu öllu heim og saman – þótt ör- ið sjáist enn 72 árum síðar. Litla flugan og fingurmeinið Eftir Braga Kristjónsson »Ekki hafði ég slegið lengi er ég fór að brýna ljáinn. Gekk það brösulega og missti ég orfið – þannig að ljárinn skar í sundur löngutöng vinstri handar. Bragi Kristjónsson Höfundur var fornbókaupmaður í Reykjavík. Sigfús Halldórsson tónskáld. Einar Guðfinnsson fæddist 17. maí 1898 á Litlabæ í Skötu- firði í Ísafjarðardjúpi. For- eldrar hans voru Guðfinnur Einarsson og Halldóra Jó- hannsdóttir. Fjölskyldan flutti frá Litlabæ að Tjaldtanga í Súða- víkurhreppi árið 1915 og átti Einar þar heima í fjögur ár. Þar keypti hann sexæring og reri á honum frá Bolungarvík á vetrum. Síðan flutti hann í Hnífsdal og gerðist íshússtjóri og þar eignaðist hann tvo mót- orbáta. Einar kaupir síðan eignir Nathans & Olsen í Bolungarvík árið 1924 og á nokkrum áratug- um byggði hann þar upp fyrir- tæki í útgerð, fiskvinnslu og verslun, sem varð eitt hið glæsilegasta og best rekna í landinu. Einar átti sæti í hreppsnefnd Hólshrepps í 30 ár, var vara- þingmaður fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og gegndi marg- víslegum trúnaðarstörfum. Einar var gerður að heiðurs- borgara í Bolungarvík 1974 og var fyrsti heiðursborgari sveit- arfélagsins. Hann hlaut stjörnu stórriddara fálkaorðunnar árið 1977. Eiginkona Einars var El- ísabet Hjaltadóttir, f. 1900, d. 1981. Þau eignuðust níu börn og komust átta til fullorðinsára. Einar lést 29.10. 1985. Merkir Íslendingar Einar Guðfinnsson Allt um sjávarútveg Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.