Morgunblaðið - 16.05.2020, Qupperneq 35
DÆGRADVÖL 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020
„BERGUR SKILDI EKKI HVAÐ HÚN SÁ VIÐ
HANN. KANNSKI VAR HÚN BARA SVONA
HRIFIN AF VAMPÍRUM.”
„PABBI, JÓI Í BEKKNUM MÍNUM SEGIR AÐ
VIÐ SÉUM ÖLL KOMIN AF MÖNNUM.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita að hinn eini
rétti er einhvers staðar
þarna úti.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
SKÖPUNARVERK
MITT LIFIR!
TALAÐU NÚ,
TALAÐU!
VOFF!
VOFF!
ÍGOOOOOR?
HVAR FÉKKSTU
HEILANN?
JÆJA GRIMMÚLFUR
GRIMMI, HVERNIG
HEFURÐU ÞAÐ?
ÍGOR ER
Í TÓMU
TJÓNI!
TAKK FYRIR AÐ
SPYRJA! ÞÚ ERT AFAR
UMHYGGJUSAMUR!
EN EF ÉG SEGI ÞÉR ÞAÐ, ÞÁ ÞARF ÉG AÐ STÚTA ÞÉR.
KLA
PPI
KLA
PPI
auðvitað. „Ég ætla að bjóða nán-
ustu fjölskyldu og vinum í dögurð í
tilefni dagsins og njóta sólarinnar.“
Fjölskylda
Sambýlismaður Hörpu er Guð-
mundur Atli Pétursson, f. 14.1.
1981, ljósameistari Rúv og
tónlistarmaður. Þau eru búsett í
Kópavogi. Foreldrar Guðmundar
Atla eru hjónin Heiðveig Andr-
ésdóttir, f. 30.6. 1955, kennari, og
Pétur Heimir Guðmundsson, f.
13.4. 1956, vélamaður. Þau eru bú-
sett í Mosfellsbæ. Fyrrverandi eig-
inmaður Hörpu er Haraldur Ægir
Guðmundsson, f. 30.7. 1977, málari
og tónlistarmaður.
Dætur Hörpu og Haraldar eru
Halldóra Björg Haraldsdóttir, f.
15.12. 2003, nemi, og Matthildur
Haraldsdóttir, f. 7.12. 2009, grunn-
skólanemi.
Stjúpsonur Hörpu og sonur Guð-
mundar Atla er Aron Berg Guð-
mundsson, f. 5.11.2012, grunn-
skólanemi, búsettur í Reykjavík.
Systkini Hörpu eru Guðfinna
Halla Þorvaldsdóttir, f. 14.6. 1970,
framkvæmdastjóri, búsett í Kópa-
vogi; Skúli Magnús Þorvaldsson, f.
12.4. 1973, landfræðingur, búsett í
Kópavogi.
Foreldrar Hörpu eru Hólmfríður
Skúladóttir, f. 26.6. 1947, fyrrver-
andi iðnverkakona, og Þorvaldur
Böðvarsson, f. 24.7. 1946, fyrrver-
andi rekstrarstjóri Vegagerð-
arinnar á Norðurlandi vestra. Þau
eru búsett á Hvammstanga.
Harpa
Þorvaldsdóttir
Friðrik Arnbjörnsson
bóndi og hreppstjóri á Syðsta-Ósi
Ingibjörg Þorvaldsdóttir
húsfreyja á Syðsta-Ósi í
Miðfirði
Böðvar Friðriksson
bóndi og hreppstjóri á Syðsta-Ósi
Guðfinna Jónsdóttir
húsfreyja á Syðsta-Ósi og
verkakona í Reykjavík
Þorvaldur Böðvarsson
fyrrv. rekstrarstjóri á
Hvammstanga
Jón Eiríksson
bóndi á Neðri-
Svertingsstöðum
Hólmfríður Bjarnadóttir
húsfreyja á Neðri-
Svertingsstöðum í Miðfirði
Guðný Friðriksdóttir
húsfreyja á Bjargi í Miðfirði
HólmfríðurBöðvarsdóttir
fv. blómaskreytingakona
og skrifstofukona
Kjartan
Sveinsson
tónlistarmaður
og var í
Sigur Rós
Friðrik Pálsson
hótelstjóri á Hótel Rangá
Magnús Þorleifsson
verkamaður á Hvammstanga
Hólmfríður Júlíana
Sigurgeirsdóttir
kennari á Hvammstanga
Skúli Magnúson
vegaverkstjóri á Hvammstanga
Halldóra Ingibjörg Þórðardóttir Líndal
húsfreyja og verkakona á Hvammstanga
Þórður Líndal Þorsteinsson
bóndi í Þórukoti
Efemía Guðný Benediktsdóttir
húsfreyja í Þórukoti í Víðidal
Úr frændgarði Hörpu Þorvaldsdóttur
Hólmfríður Skúladóttir
iðnverkakona á Hvammstanga
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Við það oft er fleyi fest.
Féð var geymt á þessum stað.
Oft þar lúnum líður best.
Líka hellir vera kvað.
Helgi R. Einarsson svarar:
Við ból er festur bátur,
í bólið ærin fer,
ég blunda í bóli kátur,
bólið hellir er.
Þessi er lausn Eysteins Péturs-
sonar:
Oft við ból var bytnu lagt.
Á bóli kvía ær gaf sjá.
Leggjast í ból var seggi sagt.
Svo má í helli bólstað fá.
Harpa á Hjarðarfelli náði smá
stund frá sauðburðinum og sendi
þessa lausn:
Oft er fleyið fest við ból.
Féð kom heim á kvíaból.
Oft ég lúin leggst í ból.
Líka hellir nefnist ból.
Guðrún Guðbjarnardóttir svarar:
Liggur smábátur við ból.
Í bóli fær ærin skjól.
Úr bólinu seiðir sól.
Saga Fúsabóls kól.
Sigmar Ingason á þessa lausn:
Traustlega skal binda bát við ból.
Búfé reka úr högunum á kvíaból.
Smali að verki loknu leggst í ból.
Lítinn helli fann ég upp við Valaból.
Þorgerður Hafstað svarar:
Bólfæri, fiskar, bátar;
bændur, vatnsból, fé;
bólfarir, konur kátar;
í kletti ból ég sé.
Þessi er skýring Guðmundar á
gátunni:
Oft við ból er fleyi fest.
Féð á ból oft rekið var.
Lúnum hugnast bólið best.
Ból svo hellir vera kvað.
Þá er limra:
Í bólinu maddama Marta
við makann var sífellt að kvarta,
en ekki gekk neitt,
þau unnust jafn heitt
og krybba og halakarta.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Margt er það, sem miður fer
og miðar flestu aftur hér,
en ekki bregst þó gátan góð,
sem gleður bæði menn og fljóð:
Ljós í myrkri lítið er.
Lítið tár á vanga sést.
Uppstytta til hálfs er hér.
Höfum víst í kolli flest.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Köttur í bóli bjarnar