Morgunblaðið - 16.05.2020, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.05.2020, Qupperneq 36
ÞÝSKALAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Landsliðsframherjinn Alfreð Finn- bogason og liðsfélagar hans í þýska knattspyrnufélaginu Augsburg hefja leik að nýju um helgina eftir tæplega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Barátta Þjóðverja við faraldurinn hefur gengið afar vel en leikmenn Augsburg voru byrjaðir að æfa sam- an í litlum hópum strax um miðjan mars. Liðið er sem stendur í fjórtánda sæti deildarinnar af átján liðum, 9 stigum frá fallsæti og 5 stigum frá umspilssæti um fall úr deildinni, en Augsburg tekur á móti Wolfsburg í 26. umferð þýsku Bundesligunnar í dag. „Það eru allir í Þýskalandi mjög spenntir fyrir því að hefja leik,“ sagði Alfreð Finnbogason í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel að end- urkoma deildarinnar muni ekki bara hafa góð áhrif á knattspyrnu- áhugamenn í landinu heldur líka bara á þýsku þjóðina í heild sinni. Ef allt gengur vel hjá okkur, þessar fyrstu vikur, þá er þýska deildin klárlega eitthvað sem aðrar deildir geta horft til og Bundesligan getur auðveldega verið ákveðin fyrirmynd fyrir aðrar deildir. Tímabilið hjá Augsburg hefur ver- ið hálfkaflaskipt og við byrjum tíma- bilið illa. Svo náum við frábærum úr- slitum rétt fyrir jól á meðan það hefur lítið sem ekkert gengið eftir áramót og Martin Schmidt, fyrrver- andi þjálfari liðsins, er svo látinn fara í mars. Eins og staðan er í dag erum við fimm stigum frá umspils- sæti um fall úr deildinni og það er kannski það sem við erum að horfa á þessa stundina. Markmiðið er því að reyna safna stigum og fjarlægjast botnsvæðið og vonandi tekst okkur að skríða aðeins upp töfluna í loka- leikjum tímabilsins.“ Tvö próf á viku Þjóðverjar voru fljótir að hemja veiruna en alls hafa 175.123 manns greinst með veiruna þar í landi sam- kvæmt John Hopkins-háskólanum. Ýtrustu varúðar er gætt þegar kem- ur að smithættu og á Alfreð von á því að lokaleikir tímabilsins muni ganga smurt fyrir sig. „Ég held að það sé algjört eins- dæmi hvernig hefur verið tekið á kórónuveirunni hérna í Þýskalandi og líka bara hvernig þýska knatt- spyrnusambandið hefur staðið að hlutunum. Leikmenn deildarinnar fóru á sinn fjórða upplýsingafund í vikunni um það hvernig við eigum að haga okkur í kringum leikdaga og annað. Leikmenn á bekknum sem dæmi verða allir að vera með and- litsgrímur og það verður að vera tveggja metra bil á milli manna þar. Undanfarnar vikur hafa allir leik- menn deildarinnar farið í tvö kór- ónuveirupróf á viku og þegar deildin fer af stað munu allir fara í próf dag- inn fyrir leik. Fáir þú jákvætt út úr því prófi þá ertu bara settur strax út úr hópi og ferð í einangrun í tvær vikur. Það er mjög vel staðið að öllu hérna og kannski er þetta komið út í smá öfgar en það er samt sem áður alltaf betra að gera frekar meira en minna og vonandi er þetta nóg til þess að hlutirnir geti gengið nokkuð eðlilega fyrir sig.“ Fyrstir til að hefja æfingar Ólíkt öðrum knattspyrnumönnum í Evrópu hefur Alfreð ekki þurft að æfa mikið einn eftir að tímabilinu var frestað um óákveðinn tíma. Þá var Heiko Herrlich ráðinn þjálfari Augsburg um miðjan mars en hann á enn þá eftir að stýra sínum fyrsta leik hjá félaginu. „Við tókum eina viku í hvíld eftir að keppni í deildinni var frestað. Eftir þessa einu viku byrjaði liðið svo aftur að æfa, í litlum hópum. Ég held að það sé rétt með farið hjá mér að vorum fyrsta liðið til þess að byrja að æfa í Þýskalandi en það var gert í samráði við bæjaryfirvöld í Augsburg. Maður fór svo bara heim til sín í sturtu og annað þannig að það var allt gert til þess að halda öll- um snertingum í lágmarki. Við erum því búnir að ná að æfa gríðarlega vel, undanfarnar átta vik- ur, og menn eru í virkilega góðu lík- amlegu formi þessa stundina. Von- andi þá mun þetta gefa okkur aukinn kraft, farandi inn í síðasta hluta tímabilsins. Við fengum nýjan þjálfara sem tók við rétt áður en öllu var frestað og hann á því enn þá eftir að stýra sínum fyrsta leik. Hann hef- ur því fengið góðan tíma til þess að setja sín fingraför á liðið og ég held að þessi „pása“ hafi haft mjög góð áhrif á liðið ef svo má segja.“ Ekki í höndum deildarinnar Tveir leikmenn þýska B- deildarfélagsins Dynamo Dresden greindust með kórónuveiruna um síðustu helgi. Allt liðið var því sett í sóttkví en Alfreð segir að engan bil- bug sé að finna á Þjóðverjum þrátt fyrir þessa uppákomu. „Það eru allir staðráðnir í að klára tímabilið hérna og allir leikdagar hafa verið vel skipulagðir. Síðasti leikdagur verður 27. júní en það eru allir meðvitaðir um að það geta kom- ið upp smit hjá liðum, líkt og í tilfelli Dynamo Dresden. Í svoleiðis til- fellum er það ekki í höndum deild- arinnar hvað verður gert heldur er það sett í hendurnar á heilbrigð- iskerfinu í hverju héraði fyrir sig. Það eru þeir sem ákveða hvort allt liðið verði sett í sóttkví eða bara þeir leikmenn sem eru smitaðir. Það yrði að sjálfsögðu mjög slæmt ef allt liðið færi í sóttkví þar sem það myndi seinka tímabilinu um ein- hverjar vikur. Það er líka hægt að spyrja sig að því hversu sanngjarnir leikirnir verða þegar eitt lið er búið að spila samfleytt í tvær vikur á meðan hitt er búið að vera í sóttkví í tvær vikur. Planið, sem hefur gengið vel hingað til, er að menn hagi sínu lífi á sem allra einfaldastan hátt utan vallar. Það er búið að innstimpla það algjörlega í alla að hugsa sig tvisvar til þrisvar sinnum um, áður en þeir fara út úr húsi, og það er því allt gert til þess að halda smithættu í algjöru lágmarki.“ Mikið undir hjá leikmönnum Alfreð hefur dvalist á hóteli und- anfarna viku ásamt liðsfélögum sín- um. Hann fær svo að fara aftur heim um helgina og hitta fjölskyldu sína. „Allir leikmenn deildanna tveggja eru búnir að vera samfleytt í eina viku inn á hóteli núna til þess að reyna koma í veg fyrir smit. Frá síð- asta laugardegi hefur maður því bara tekið því rólega inn á liðshót- elinu og í raun bara reynt að láta lít- ið fyrir sér fara þannig lagað. Maður hefur því ekkert hitt fjölskylduna sína á þeim tíma en eftir helgina kemst maður aftur heim. Daginn fyrir leik og á leikdegi verður maður hins vegar áfram á hóteli og það er því allt reynt til þess að halda smit- hættu í algjöru lágmarki. Það er mælst til þess að við reyn- um að einfalda líf okkar eins mikið og kostur er. Eins og gengur og ger- ist þá þarf fólk engu að síður að fara út úr húsi öðru hverju til þess að sækja nauðsynjavörur og það er auðvitað alltaf hægt að smitast þar. Það er ekki hægt að koma algjörlega í veg fyrir smit því fólk þarf að geta lifað sínu lífi áfram, upp að einhverju marki í það minnsta. Markmiðið er samt sem áður að klára tímabilið á sex vikum og við gerum okkur grein fyrir því að það þarf allt að ganga upp til þess að það takist. Það hafa ekki verið nein smit í mínu liði hingað til en auðvitað getur það alltaf gerst að menn sofni á verðinum og geri eitthvað sem menn eiga ekki að gera. Þegar allt kemur til alls eru menn aðallega að skaða sjálfan sig með því að fara ekki var- lega því deildin bíður ekki eftir manni. Eins þá getur maður skaðað liðið sitt ansi mikið með því að fara óvarlega þannig að það er ansi mikið undir. Heilt yfir finnur maður að það eru allir saman í bátnum um að leggja þetta á sig og klára tímabilið almennilega.“ Tíðarandinn jákvæður Af fimm sterkustu deildum Evr- ópu er sú þýska fyrst til þess að hefja leik að nýju eftir faraldurinn. Frakkar aflýstu sínu tímabili en England, Ítalíu og Spánn stefna öll á að hefja leik að nýju í júní. Leik- menn í þessum deildum hafa hins vegar viðrað áhyggjur sínar að und- anförnu og eru hræddir við að hefja leik. „Tíðarandinn hérna í Þýskalandi er mjög jákvæður í garð fótboltans á meðan þetta hefur kannski verið að- eins öðruvísi annars staðar. Kór- ónuveirufaraldurinn gekk seinna yf- ir England og veiran var skæðari þar, á Ítalíu og Spáni heldur en til dæmis hér. Það myndi því ekki koma manni á óvart ef tímabilin þar væru að hefjast þegar við erum að klára okkar. Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvernig Þjóðverjum tekst að tækla þetta en þegar allt kemur til alls þarf íþróttalíf í landinu að vera í takt við tilmæli stjórnvalda. Það gengur ekki upp að ætla hefja leik á meðan það er útgöngu- eða samkomubann í gildi. Það hafa ákveðnar tilslakanir á boðum og bönnum hér í Þýskalandi átt sér stað á undanförnum vikum og það er já- kvætt. Um 30 milljónir Þjóðverja fylgjast með deildinni hérna hverja einustu helgi og það verða því ansi margir sem munu fagna því þegar tímabilið fer aftur af stað.“ Erfitt að byrja alltaf á núlli Alfreð var óheppinn með meiðsli á síðasta ári og meiddist í landsleik gegn Tyrkjum í Istanbúl í und- ankeppni EM í nóvember á síðasta ári. Hann var kominn á fullt með Augsburg þegar hlé var gert á deild- inni vegna kórónuveirunnar en framherjinn hefur byrjað átta leiki í þýsku 1. deildinni á tímabilinu þar sem hann hefur skorað þrjú mörk. „Ég lenti í axlarmeiðslum í lands- leiknum gegn Tyrkjum í nóvember en mér var farið að líða mjög vel fram að þeim tímapunkti. Ég gekkst undir aðgerð í apríl og kom því að- eins seinna inn tímabilið og það tók mig smá tíma að komast á almenni- legt skrið. Mér var farið að líða mjög vel á vellinum þegar ég meiðist svo í þessum umrædda leik gegn Tyrkj- um og við taka þá tveir og hálfur mánuður utan vallar. Ég var svo aft- ur að komast af stað af einhverri al- vöru þegar kórónuveirufaraldurinn blossaði upp í Evrópu. Eins og staðan er í dag er ég fyrst og fremst spenntur að ná almenni- legri leikjahrinu með Augsburg og spila fótbolta. Það eina sem hefur vantað hjá manni undanfarin tvö tímabil kannski er að ná tíu til fimm- tán leikjum í röð því ég veit að ég get verið mjög mikilvægur leikmaður fyrir þetta lið. Það er erfitt að sýna sitt rétta andlit þegar maður er allt- af að byrja upp á nýtt en mér líður virkilega vel í augnablikinu og von- ast til þess að geta tekið mjög virkan þátt í þeim leikjum sem eftir eru af tímabilinu,“ bætti Alfreð Finn- bogason við í samtali við Morg- unblaðið. Einsdæmi hvernig Þjóðverj- inn hefur tæklað hlutina  Þýski fótboltinn fer af stað í dag  Alfreð hefur dvalið á hóteli alla vikuna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Langþráð Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg hefja lokasprettinn í þýska fótboltanum í dag en Augsburg mætir Wolfsburg kl. 13.30. 36 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020 16. maí 1992 Eyjólfur Sverrisson er þýskur meistari í knattspyrnu með Stuttgart sem vinnur Lever- kusen 2:1 á úti- velli í gífurlega spennandi loka- umferð og hreppir titilinn á betri markatölu en Dortmund. Hann lék 31 af 34 leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu. 16. maí 2009 Eiður Smári Guðjohnsen er spænskur meistari í knatt- spyrnu með Barcelona en tutt- ugasti meistaratitill félagsins er í höfn áður en flautað er til leiks í 36. umferð af 38 í deild- inni. Eiður lék 24 af 38 leikj- um liðsins í deildinni á tíma- bilinu og hafði með þessu orðið meistari í tveimur af sterkustu deildum heims, á Englandi og Spáni. 17. maí 1966 Íslenska karlalandsliðið í handknattleik sigrar Banda- ríkjamenn, 41:19, í vin- áttulandsleik í New Jersey. Hermann Gunnarsson skorar 17 mörk fyrir Ísland og setur með því markamet. Það stóð í 31 ár, eða þar til Gústaf Bjarnason skoraði 21 mark gegn Kína á Selfossi árið 1997. 17. maí 1980 Pétur Pétursson skorar tvö mörk fyrir Feyenoord þegar liðið sigrar Ajax, 3:1, í úrslitaleik hollensku bik- arkeppninnar í knattspyrnu frammi fyrir 65 þúsund áhorf- endum á De Ku- ip, heimavelli Feyenoord í Rotterdam. Frank Arnesen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Ajax en Pétur gerði síð- an fyrsta og þriðja mark Feyenoord. 17. maí 1989 Ásgeir Sigurvinsson og sam- herjar í þýska liðinu Stuttgart gera jafntefli, 3:3, á heimavelli við Diego Maradona og félaga í ítalska liðinu Napoli í seinni úrslitaleik liðanna í UEFA- bikarnum í knattspyrnu og tapa þar með einvíginu 4:5. Ásgeir leggur upp eitt marka Stuttgart fyrir Jürgen Klins- mann. 17. maí 2008 Hermann Hreiðarsson er enskur bikarmeistari í knatt- spyrnu með Portsmouth sem sigrar Cardiff, 1:0, í úrslita- leik frammi fyrir 90 þúsund áhorfendum á Wembley og spilar allan leikinn. Nwankwo Kanu skorar sigurmarkið. Hermann er þar með fyrstur Íslendinga til að fagna sigri í keppninni. 17. maí 2014 Valskonur eru Íslandsmeist- arar í hand- knattleik í sex- tánda skipti og í fjórða sinn á fimm árum með því að sigra Stjörnuna 23:20 í oddaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Mýrinni í Garðabæ. Anna Úr- súla Guðmundsdóttir skorar sex mörk fyrir Val og Hrafn- hildur Ósk Skúladóttir fjögur en Hrafnhildur hafði áður gef- ið út að þetta yrði sinn síðasti leikur á ferlinum. Á ÞESSUM DEGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.