Morgunblaðið - 16.05.2020, Qupperneq 37
ÍÞRÓTTIR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020
„Hvernig ætlið þið að fara
að því að fylla íþróttasíðurnar
næstu vikur?“
Þessa spurningu fengum
við oft á fyrstu dögunum eftir að
allri keppni í íþróttum var hætt
um miðjan mars vegna kórónu-
veirunnar.
Nú eru tveir mánuðir liðnir
þar sem eina mótið sem hægt
hefur verið að skrifa um er hvít-
rússneska fótboltadeildin en
undirritaður getur sagt með
góðri samvisku að í útgáfu Morg-
unblaðsins og mbl.is hafi tekist
ágætlega til við að framleiða
áhugavert efni fyrir lesendur.
Viðbrögð þeirra eru í það
minnsta meiri og betri en í venju-
legu árferði. Kannski vegna þess
að þá er allri íþróttaumfjöllun
tekið sem sjálfsögðum hlut.
Íslensku fjölmiðlarnir hafa
haft sína aðferðina hver við að
sjá lesendum og áhorfendum
fyrir íþróttaefni. Það sem þeir
eiga sameiginlegt er að þeir hafa
flestir rifjað upp sögulega við-
burði úr íþróttasögunni.
Þar er af nógu að taka. Sjón-
varpsstöðvarnar hafa endursýnt
eftirminnilega viðburði, prent-
og netmiðlar hafa rifjað upp
löngu gleymd afrek, og fyrir vikið
er íþróttafólk sem var í sviðsljós-
inu fyrir tíu, tuttugu og jafnvel
fimmtíu árum allt í einu komið í
umræðuna á ný.
Og nú fáum við fyrirspurnir um
hvort „sögulegt sælgæti“ verði
ekki áfram í boði á íþróttasíð-
unum okkar þó að kórónuveiran
hverfi á braut.
Hér á Mogganum hefur „Sögu-
stund“ Kristjáns Jónssonar verið
vinsælt lesefni um árabil og án
þess að lofa upp í ermina á mér
gæti ég trúað því að ein af já-
kvæðum afleiðingum kórónuveir-
unnar verði sú að lesendur verði
enn upplýstari en áður um alla
þá miklu sögu sem er til staðar í
íþróttaheiminum.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
GOLF
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Ég er mjög spennt að keppa aftur
á Íslandi. Ég er búin að spila tvisv-
ar á þessum velli í vikunni og ég er
að venjast íslenskum aðstæðum á
ný. Það gengur ágætlega,“ sagði at-
vinnukylfingurinn Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir í samtali við Morg-
unblaðið.
Hún verður á meðal þátttakenda
á ÍSAM-mótinu sem fram fer á
Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfells-
bæjar um helgina. Leiknir verða
þrír hringir, tveir í dag og einn á
sunnudag. Allir sterkustu áhuga-
og atvinnukylfingar landsins eru
með á mótinu, þar sem ekki er
keppt erlendis um þessar mundir
vegna kórónuveirunnar. Má því
nánast fullyrða að mótið verður það
best mannaða hér á landi frá upp-
hafi.
Skrítið að keppa á Íslandi
„Þetta er mjög sterkt mót og
þetta verður áskorun. Að hafa
svona marga sterka kylfinga mun
eflaust hvetja okkur öll til að gera
enn betur,“ sagði Ólafía sem lék
síðast keppnisgolf hér á landi fyrir
fjórum árum er hún lék á Íslands-
mótinu á Akureyri 2016. „Það er
svolítið skrítið að koma að keppa á
Íslandi. Ég er búin að vera svo
mikið erlendis og maður er að sjá
fólkið allt aftur,“ sagði Ólafía, sem
hefur leikið sem atvinnumaður allar
götur síðan; fyrst í Evrópumótaröð-
inni og síðar LPGA-mótaröðinni,
þeirri sterkustu í heimi. Nú leikur
hún í Symetra-mótaröðinni og
freistar þess að vinna sér inn
keppni á LPGA á nýjan leik.
Næstu vikur og mánuði mun hún
hinsvegar einbeita sér að því að
spila á mótum hérlendis.
Þarf að venjast aðstæðum
„Það verður meira keppt á Ís-
landi í ár því ég fer ekki út að
keppa á minni mótaröð úti fyrr en í
júlí. Ég tek alla vega næstu þrjú
stigamót fram að Íslandsmótinu í
holukeppni. Þá fæ ég tíma til að
venjast íslenska golfinu aftur,“
sagði Ólafía. Hefur hún undanfarin
ár keppt við bestu aðstæður, en að-
stæður á Íslandi geta verið óút-
reiknanlegar.
„Ég er búin að taka tvo hringi á
Hlíðavelli. Ég náði að spila einn
hring í geggjuðu veðri og svo einn
hring í svakalegri rigningu og vindi,
svo ég er búin að venjast báðum
aðstæðum. Það er góður undirbún-
ingur og svo er völlurinn í góðu
standi,“ sagði hún.
Von á hörkukeppni
Mun Ólafía m.a. mæta atvinnu-
kylfingunum Valdísi Þóru Jóns-
dóttur og Guðrúnu Brá Björgvins-
dóttur og má því búast við
hörkukeppni. Í karlaflokki mæta
kylfingar á borð við Axel Bóasson,
Andra Þór Björnsson, Guðmund
Ágúst Kristjánsson og Harald
Franklín Magnús til leiks.
„Til að byrja með lít ég á þetta
sem undirbúningsmót fyrir móta-
röðina mína úti. Ég skráði mig hins
vegar á mótið, eins og allir aðrir, til
þess að vinna það. Ég er ekki mætt
til Íslands bara til að vera með. Ég
er hérna til að bæta mig og gera
eins vel og ég get,“ sagði hún
ákveðin. Óvissa er með framhaldið
hjá Ólafíu í Symetra-mótaröðinni,
vegna þess ástands sem er í heim-
inum. Hún vonast samt sem áður
til að geta haldið til Bandaríkjanna
í júlí.
Trump að gefa grænt ljós
„Við vorum að fá upplýsingar í
dag [í gær] um að mótin verða færð
aftur. Mótaröðin átti að fara af stað
aftur í byrjun júlí en núna hefur
henni verið frestað fram í miðjan
júlí. Við sjáum til, kannski verður
henni frestað aftur. Ég held að að-
almálið sé að styrktaraðilar eru að
taka skref til baka og langar frekar
að halda mótin á næsta ári og það
er óvissa þar. Það er svo enn verið
að vinna að því hvernig við erlendu
kylfingarnir komumst aftur inn í
landið. Mér heyrist að Trump sé að
gefa grænt ljóst á það.“
Verði hægt að hefja leik í móta-
röðinni í júlí verður væntanlega
spilað fram í desember og sæti í
LPGA-mótaröðinni í boði fyrir þá
kylfinga sem skara fram úr.
Ætlar sér aftur á LPGA
„Það á að vera svipaður fjöldi
móta og var upprunalega á dagskrá
og þá verður spilað fram í desem-
ber. Ég veit ekki hvernig það verð-
ur núna því það er búið að færa
þessi tvö aukamót og við byrjum
aðeins seinna. Það á að reyna að
halda mótafjöldanum uppi og gefa
okkur færi á að vinna okkur inn á
LPGA. Þau vilja ekki gefa keppn-
isrétt á LPGA ef mótaröðin er bara
fimm mót. Þau vilja að þú sannir
þig á heilu tímabili,“ sagði Ólafía og
markmiðið er skýrt. Hún ætlar sér
aftur í sterkustu mótaröð í heimi.
„Alltaf. Stefnan er alltaf sett þang-
að,“ sagði Ólafía Þórunn.
Ekki bara til að vera með
Fyrsta keppnismót Ólafíu á Íslandi í fjögur ár Ætlar sér sigur en þarf að
venjast aðstæðum Vill aftur í LPGA Bestu kylfingar Íslands taka þátt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hlíðavöllur Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ætlar sér sigur á Hlíðavelli um helgina.
Rússneska knattspyrnusambandið
tilkynnti í gær að keppni í úrvals-
deild karla þar í landi yrði haldið
áfram 21. júní og myndi ljúka 22.
júlí. Síðustu átta umferðir deild-
arinnar verða því leiknar á fjórum
vikum. Rússar höfðu lokið 22 um-
ferðum af 30 þegar keppni var
frestað vegna kórónuveirunnar um
miðjan mars. Jón Guðni Fjóluson
leikur með Krasnodar sem er í
þriðja sæti og þeir Arnór Sigurðs-
son og Hörður Björgvin Magnússon
með CSKA Moskva sem er í fimmta
sæti. Zenit er með níu stiga forystu.
Ljúka keppni á
fjórum vikum
Ljósmynd/CSKA Moskva
Moskva Arnór Sigurðsson og Hörð-
ur Björgvin leika með CSKA.
Knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sig-
urgeirsson hefur framlengt samning
sinn við KA en þetta kemur fram í
fréttatilkynningu sem félagið sendi
frá sér í gær. Samingurinn er til
næstu tveggja ára og gildir út tíma-
bilið 2022. Ásgeir, sem er 23 ára
gamall, á að baki 56 leiki í efstu deild
þar sem hann hefur skorað 16 mörk.
Hann er uppalinn hjá Völsungi á
Húsavík en gekk til liðs við KA árið
2016 eftir að hafa verið um skeið í
röðum norska félagsins Stabæk. Þá
hefur hann einnig spilað með öllum
yngri landsliðum Íslands.
Ásgeir á Akureyri
næstu tvö árin
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Akureyri Ásgeir Sigurgeirsson leik-
ur með KA næstu tvö árin.
FIFA mun til-
kynna hvar loka-
mót HM kvenna í
fótbolta 2023 fer
fram 25. júní
næstkomandi.
Brasilía, Kól-
umbía og Japan
koma til greina,
sem og Ástralía
og Nýja-Sjáland
sem vilja halda
mótið saman.
Átti nýr gestgjafi upprunalega að
vera kynntur í Addis Ababa, höf-
uðborg Eþíópíu, en vegna ástands-
ins í heiminum mun gestgjafinn
vera tilkynntur í útsendingu á net-
inu. Ljóst er að nýr gestgjafi verður
tilkynntur því mótið hefur aldrei
farið fram í þeim löndum sem koma
til greina. Tvisvar hefur mótið farið
fram í Kína og Bandaríkjunum. Sví-
þjóð, Þýskaland, Kanada og Frakk-
land hafa síðan haldið mótið einu
sinni hvert.
Í tilkynningu frá FIFA í gær kom
fram að sambandið ætli að fjárfesta
einum milljarði dollara í knatt-
spyrnu í kvennaflokki vegna afleið-
inga kórónuveirunnar. Hafa margir
lýst yfir áhyggjum yfir framhaldi
kvennaknattspyrnunnar undanfarið.
Gestgjafi loka-
móts HM 2023
tilkynntur
Megan
Rapinoe
Rúnar Ingi Erlingsson hefur verið ráðinn þjálfari
kvennaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik. Rúnar Ingi
þekkir vel til í Njarðvík en hann hefur verið aðstoð-
arþjálfari kvennaliðsins undanfarin tvö tímabil og tekur
nú við liðinu af Ragnari Ragnarssyni.
Lárus Ingi Magnússon verður aðstoðarmaður hans
en hann er afar reynslumikill þjálfari og var aðstoð-
arþjálfari Njarðvíkinga þegar liðið varð Íslands- og bik-
armeistari keppnistímabilið 2011-12, undir stjórn Sverr-
is Þórs Sverrissonar.
Njarðvíkingar voru í fjórða sæti 1. deildarinnar þeg-
ar keppni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins með
26 stig eftir 22 leiki en liðið lék síðast í úrvalsdeildinni keppnistímabilið
2017-18.
Rúnar Ingi
Erlingsson
Rúnar tekur við Njarðvíkingum
Frank Aron Booker, landsliðsmaður í körfubolta, hefur
framlengt samning sinn við Val og mun hann leika með lið-
inu á næstu leiktíð. Frank Aron er 26 ára og skoraði hann
15,3 stig að meðaltali og var með tæplega 40 prósenta
þriggja stiga nýtingu í vetur. Frank bjó fyrstu æviárin á
Íslandi en flutti til Bandaríkjanna ellefu ára gamall og var
þar allt til 23 ára aldurs. Þá flutti hann til Frakklands þar
sem hann lék með Evereux í B-deildinni. Eftir það lá leiðin
til Vals. Skotbakvörðurinn lék sinn fyrsta landsleik síðasta
sumar og hefur alls leikið fjóra leiki með A-landsliðinu.
Þá hefur körfuknattleiksdeild Fjölnis gengið frá samn-
ingi við litháísku landsliðskonuna Linu Pikciute og mun
hún leika með liðinu á næstu leiktíð. Hefur Pikciute m.a. leikið í Euroleague,
sterkustu keppni í Evrópu.
Frank Aron
Booker
Landsliðsmaður áfram á Hlíðarenda