Morgunblaðið - 16.05.2020, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2020
Óskar
Bergsson
fasteignasali
s. 893 2499
Hildur
Harðardóttir
lögfr. og lgfs.
s. 897 1339
Sveinbjörn
Sveinbjörnsson
lögmaður
s. 892 2804
Vilhjálmur
Einarsson
fasteignasali
s. 864 1190
H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0
Árangur í sölu
fasteigna
www.eignaborg.is
Áslaug Guðrúnardóttir, kynningar-
og markaðsstjóri Listasafns
Reykjavíkur, mælir með list sem
njóta má innan veggja heimilisins á
tímum COVID-19 faraldurs.
„Samkomubannið hefur haft ým-
islegt gott í för
með sér og jafn-
vel opnað augu
fólks fyrir nýjum
hlutum held ég.
Ég datt um beint
streymi frá Sin-
fóníuhljómsveit
Íslands frá
Hörpu í hádeg-
inu um daginn og
lagði við hlustir.
Tónleikarnir voru ætlaðir börnum
og trúður sá um að kynna verkin
sem leikin voru. Hægt var að fylgj-
ast með hljómsveitinni spila og ég
velti fyrir mér hvernig væri fyrir
þau að sitja svona langt frá hvert
öðru. Þetta var dásamlega notalegt
og músíkin aðgengileg, enda dag-
skráin sniðin að yngri aldurshópum
og hentaði mér því ágætlega þar
sem ég hef ekki hlustað mikið á
klassíska tónlist. Ég viðurkenni að
ég var alltaf að bíða eftir að mynda-
vélinni væri snúið fram í sal, þegar
ég áttaði mig á að fimm ára dóttir
mín væri meðal áhorfenda. Ég mæli
með að hlusta á svona streymi sem
margar menningarstofnanir standa
fyrir, hvort sem það er í beinni eða
sem upptökur.
Ég hlustaði um helgina á út-
varpsþátt sem var gerður fyrir
Útvarpsleikhúsið á Rás 1 – Sjoppur
(in memoriam). Ég er af þeirri kyn-
slóð sem þekkti til sjoppa og þar
sem ég bjó sem unglingur í Breið-
holtinu var nóg af þeim. Sjoppur (in
memoriam) er frábær útvarps-
þáttur og ég er spennt að heyra
seinni hlutann sem verður leikinn
um næstu helgi. Þarna er rætt við
allskonar fólk sem hefur hangið í
sjoppum, rekið sjoppur, ort um
sjoppur eða unnið í sjoppum. Minn-
ingarnar hrannast upp um sjoppu-
ferðirnar með klinkið, að velja sér
sælgæti í litla græna plastpoka og
fá misþolinmótt starfsfólk til þess
að veiða upp fyrir sig molana. Það
er gaman að svona þáttum sem fá
mann til þess að rifja upp alls konar
minningar og það er ótrúlegt hvað
dúkkar upp í kollinum á manni. Í
dag eru aðeins örfáar sjoppur eftir
og kaffihúsin hafa eflaust tekið við
sem hangs-staður fyrir unglinga.
Ég mæli með þessum þætti og svo
mörgum öðrum í útvarpinu okkar!
Ég er nú ekki mikill sjónvarps-
glápari en öðru hvoru dett ég um
eitthvað sem mér finnst spennandi
og þá tek ég það með trompi. Þann-
ig hef ég fylgst vel með flestum
norrænum spennuþáttum í gegnum
tíðina og einstaka sinnum finn ég
seríur á Netflix sem mér þykja
áhugaverðar. Þannig var með
Unorthodox sem ég horfði á nýver-
ið. Þættirnir vöktu áhuga minn þar
sem ég var afar forvitin um lifn-
aðarhætti heittrúaðra gyðinga. Við
fjölskyldan dvöldum nýverið í New
York og meðal annars gengum við
um þessi hverfi þar sem fyrri hluti
þáttaraðarinnar gerist. Þættirnir
Unorthodox svöluðu því forvitni
minni um þennan kima að ein-
hverju leyti. Aðalpersónan, Esty,
leikin af hinni smávöxnu Shira Ha-
as, er einkar heillandi og ég öðl-
aðist strax mikla samúð með henni.
En það var ekki síst þroskandi að
öðlast einhvern skilning á að-
stæðum þeirra sem eru aldir upp í
svona ströngu kerfi – sem fólk fer
ekkert svo auðveldlega út úr. Þætt-
irnir þynntust kannski aðeins þegar
á leið og urðu ótrúverðugir en mér
fannst alveg frábært að fá innsýn í
þennan heim – og mæli með!“
Mælt með í kófinu
Morgunblaðið/Eggert
Sinfó Nokkrir af hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tón-
leikum sem haldnir voru á 70 ára afmæli sveitarinnar í mars á þessu ári.
Sinfó, sjoppur og
sjónvarpsþættir
Morgunblaðið/Ernir
Gítarspil Leikið á gítar fyrir utan
sjoppuna Gotta fyrir níu árum en
hún heyrir nú sögunni til.
Áslaug
Guðrúnardóttir
Unorthodox Úr sjónvarpsþáttunum sem finna má á Netflix.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Hversdagsleikinn er í forgrunni í
nýrri bók Ólafs Páls Jónssonar,
prófessors í heimspeki við mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands. Ýmis
tengsl eiga einnig stóran þátt í bók-
inni, sem ber heitið Annáll um líf í
annasömum heimi. Frásagnarform
ljóða, esseyja og smásagna birtast
öll lesandanum og brjóta söguna
upp á sama tíma og þau tengja
hana saman.
„Ég er að reyna að skrifa um það
hvernig er að vera manneskja í
þessum heimi sem við lifum í og
hvernig sé hægt
að líða vel,“ segir
Ólafur.
„Hversdags-
leikinn er aðal-
atriðið. Ef maður
er ekki ham-
ingjusamur í
hversdagsleik-
anum þá er ham-
ingjan undan-
tekning. Í einhverjum skilningi held
ég að þemu bókarinnar séu tengsl;
tengsl við náttúruna, tengsl við
annað fólk og tengsl við sjálfan
sig.“
Annáll um líf í annasömum heimi
fjallar um líf einnar manneskju sem
er samtímis einstakt og hversdags-
legt. Ólafur skiptir bókinni upp í
tólf kafla eftir mánuðum ársins og
byrjar hver kafli á kvæði en „lág-
stemmdur hversdagsleikinn og
grimmustu áskoranir samtímans
fléttast saman í heimspekilegum
hugleiðingum um stöðu okkar í
samtímanum“ í bókinni, að því er
fram kemur í káputexta bókar-
innar.
Vildi færi á einlægni
Spurður um það hvers vegna
hann nýti sér svo mörg ólík form
skáldskapar í bókinni, ljóð, esseyjur
og smásögur sem þó mynda eina
sterka heild, segir Ólafur:
„Ég hef áður gefið út nokkrar
bækur um heimspeki og ég vinn við
að skrifa fræðilegan texta, þó ég
hafi vissulega gefið út eina barna-
bók líka. Það sem mig langaði að
gera er að komast út úr formi
fræðimennskunnar sem ég er oftast
fastur í og er ekki sérlega aðgengi-
legt fyrir flest fólk. Mig langaði í
senn að tala til stærri lesendahóps
og að finna form sem gæfu mér
færi á að vera einlægari.“
Tengsl við heimspekina eru þó
sterk í bókinni.
„Heimspekin er þarna alls staðar
undirliggjandi í öllum þessum frá-
sagnarformum. Ég skrifa bókina
sem heimspekingur en mig langaði
að skrifa hana sem heimspekingur
hversdagsleikans sem talar við
hvern sem er og er ekki aflokaður í
einhverjum fræðaheimi,“ segir
Ólafur.
Myndir túlka árstíð og ljóð
Bókin er skreytt með vatns-
litamyndum, einni fyrir hvern mán-
uð, sem allar túlka í senn árstíðina
og ljóðið sem fer á undan hverjum
kafla. Dóttir Ólafs, Ása, málar
myndirnar.
„Spurningin um tengslin og
spurningin um að lifa saman á jörð-
inni eru líka spurningar um það
hvernig við getum lifað vel frá einni
kynslóð til annarrar. Því fannst
mér viðeigandi að þessi bók væri
samstarf tveggja kynslóða,“ segir
Ólafur og bætir því við að það hafi
verið virkilega gaman fyrir þau
feðginin að vinna saman að bókinni
með þessum hætti.
Morgunblaðið/Eggert
Tengsl „Spurningin um tengslin og spurningin um að lifa saman á jörðinni
eru líka spurningar um það hvernig við getum lifað vel frá einni kynslóð til
annarrar,“ segir Ólafur Páll Jónsson m.a. um nýútkomna bók sína.
„Hversdagsleikinn
er aðalatriðið“
Frásagnarform ljóða, esseyja og smásagna í nýrri bók