Morgunblaðið - 16.05.2020, Page 44

Morgunblaðið - 16.05.2020, Page 44
Tónlistarkonan Ingibjörg Fríða býður upp á skoðunarferð fyrir yngstu gesti Hörpu, í fylgd fullorðinna, í leit að Max- ímús Músíkús í dag kl. 11. Farið verður um sali, króka og kima Hörpu og hlustað eftir stefi músarinnar. Skoð- unarferðin endar í Norðurljósum í sögustund með Max- ímús kl. 11:30 og er athygli vakin á því að fjöldi þátttak- enda er takmarkaður í hverja ferð og að skráning, miðaafhending og frekari upplýsingar megi fá hjá miða- sölu Hörpu. Í sögustundinni munu Vala Guðnadóttir, Pét- ur Oddbergur Heimisson og Almar Blær Sigurjónsson skiptast á að miðla sögum úr hinum vinsæla bókaflokki Hallfríðar Ólafsdóttur og Þórarins Más Baldurssonar við tónlistarundirleik og myndasýningu af tjaldi. Leit að mús og sögustund í Hörpu „Þetta er mjög sterkt mót og þetta verður áskorun. Að hafa svona marga sterka kylfinga mun eflaust hvetja okkur öll til að gera enn betur,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur sem keppir á sínu fyrsta alvörumóti hérlendis í fjögur ár um helgina. Flestir bestu kylfingar Íslands eru á landinu vegna kór- ónuveirunnar og þess vegna er ÍSAM-mótið sem fram fer í Mosfellsbæ í dag og á morgun eitthvert sterkasta golfmót sem fram hefur farið á Íslandi. »37 Bestu kylfingarnir í Mosfellsbæ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslendingadagsnefnd á Gimli í Mani- toba í Kanada ætlar að halda minn- ingu fjallkonunnar á lofti um aldur og ævi með því að láta útbúa sér- stakan Fjallkonustíg í Víkingagarð- inum í bænum. Hún hefur hafið fjár- söfnun til að hugmyndin geti orðið að veruleika í sumar en áætlaður kostnaður er 25.000 Kanadadollarar, um 2,6 milljónir króna. Víkingagarðurinn í „Íslendinga- bænum“ Gimli er helsta aðdráttarafl bæjarins og fjallkonan er mesta virðingarstaðan í tengslum við ár- lega Íslendingadagshátíð. Hún var kynnt til sögunnar á Íslendinga- dagshátíðinni 1924 og Sigrún Líndal var fyrsta fjallkonan. Sama ár tók Íslendingafélagið í Blaine í Wash- ington-ríki í Bandaríkjunum upp hefðina og fljótlega fylgdu önnur Ís- lendingafélög í Norður-Ameríku í kjölfarið. Fjallkona hefur verið hluti af hátíðarhöldum hérlendis þjóðhá- tíðardaginn 17. júní frá 1944. „Fjallkonan er tákn Íslands og Ís- lendingar eru börnin hennar,“ út- skýrir Tami Jakobson Schirlie, tals- maður átaksins. Hátíðin á netinu í sumar Fyrir hönd Íslendingadags- nefndar og Víkingagarðsins vinna fjallkonurnar Karen Borgford Bott- ing (2016), Tami Jakobson Schirlie (2017), Wanda Josephson Anderson (2018) og Margaret Thorlakson Ker- nested (2019) að átakinu. Í aðsendri grein í Lögbergi- Heimskringlu í gær benda þær á að það að vera fjallkona sé ekki aðeins heiður í eitt ár heldur vari hann út fyrir líf og dauða. Á hverju ári rifji Íslendingadagsnefnd upp nöfn þeirra sem hafi gegnt hlutverkinu og heiðurinn fylgi kynslóðunum. „Mamma, amma og langamma voru allar fjallkonur,“ megi víða heyra með lotningarröddu. Í tilefni 125 ára afmælis Íslend- ingadagsins 2014 var hafist handa við gerð Víkingagarðsins og nú er komið að öðrum áfanga, þar sem Fjallkonustígurinn á að varðveita minningu kvenna sem hafa verið og eiga eftir að vera í hlutverki fjallkon- unnar. Nöfn þeirra með frekari upp- lýsingum verða grafin á sérstakar plötur og þeim raðað upp ásamt nöfnum þeirra sem styrkja verk- efnið. Halldóra Jakobson, amma Tami, var fjallkona Íslendingadagsnefndar 1938 og Vivienne Doreen Jakobson, móðir hennar, 1985. Hún segir það ógleymanlega reynslu að hafa staðið á sviðinu í Gimligarði og talað til fólksins á Íslendingadeginum, „á sama stað og sama tíma og allar fyrri fjallkonur“. Hún segir ótrúlegt til þess að hugsa að forfeður hennar hafi verið í garðinum af sama tilefni. „Ég fylltist stolti yfir því að vera Vestur-Íslendingur og ég er ánægð með að Íslendingadagsnefnd hefur haldið í hefðina.“ Íslendingadagshátíðin verður haldin í 131. sinn í sumar. Vegna kórónuveirufaraldursins verður hún með breyttu sniði og aðeins á netinu. „Heima er best“ er yfirskriftin. Styrkja má verkefnið á heimasíðu Íslendingadagsnefndar (ice- landicfestival.com) með því að fara inn á Viking Park og smella á „donate“ efst til hægri. Fjallkonan í háveg- um höfð á Gimli Morgunblaðið/Steinþór Víkingagarðurinn 2018 Grant Stefanson sýndi forsætisráðherrahjónunum Gunnari Sigvaldasyni og Katrínu Jakobsdóttur fyrsta áfanga garðsins.  Íslendingadagsnefnd undirbýr gerð Fjallkonustígs í Víkingagarðinum Fjallkonan 2017 Tami J. Schirlie. LAUGARDAGUR 16. MAÍ 137. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.