Morgunblaðið - 23.05.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 23.05.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ýmsar breytingar verða gerðar á teng- ingum við aðra vegi þegar ráðist verð- ur í tvöföldum Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Hólmsá, Mosfellsbæ og Reykjavík. Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverf- isáhrifum fyrirhugaðrar tvöföldunar en samkvæmt samgönguáætlun er áætlað að framkvæmdir hefjist á öðru tímabili hennar, á árunum 2025-2029. Kaflinn sem verður tvöfaldaður í um- ræddum áfanga er alls 5,3 kílómetrar auk þess sem gerð verða mislæg vega- mót við Breiðholtsbraut, Norðlingavað og Hafravatnsveg. Einn af þeim vegköflum sem taka munu breytingum er Heiðmerkur- vegur. Kannast eflaust margir við teppur sem skapast hafa við vegamót- in og hættu sem getur skapast þegar bílar taka vinstri beygju inn á Suður- landsveg. Lagt er til að eftir tvöföld- unina komist umferð frá Reykjavík eftir sem áður með hægri beygju að Heiðmörk og umferð til austurs frá Heiðmörk komist inn á Suðurlandsveg á sama stað. Tveir kostir eru til skoð- unar varðandi umferð frá Heiðmörk til vesturs. Annars vegar að gera nýjan 550 metra einstefnuveg sem muni liggja frá hringtorgi á Heiðmerkur- vegi, meðfram núverandi reiðleið, yfir Hólmsá og undir tvöfaldan Suður- landsveg áður en ekið er inn á hann. Þessum kosti hafa hestamenn mót- mælt harðlega. Í umsögn frá reiðvega- nefnd hestamannafélagsins Fáks segir að hætta geti skapast fyrir ríðandi um- ferð verði hann fyrir valinu. Hinn kosturinn er að hafa tengingu eingöngu með hægri beygjum inn á Suðurlandsveg. Þá þarf umferð af Heiðmerkurvegi til vesturs að fara að hringtorgi við Hafravatnsveg og snúa þar við til að komast til vesturs. Umferð að austan inn í Heiðmörk verður þá að fara að hringtorgi við Norðlingavað og snúa þar við til að komast í Heiðmörk. Gert er ráð fyrir að verkið verði unn- ið í fimm áföngum. Í áföngum 1 og 2 verður vegurinn tvöfaldaður án mis- lægra vegamóta. Tvöfalt hringtorg verður við vegamót Hafravatnsvegar. Í áföngum 3 til 5 verða mislæg vegamót byggð við öll vegamót á kaflanum nema við Heiðmerkurveg. Breikkun Suðurlands- vegar í Reykjavík Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda Suður- landsveg frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur. Byggð verða þrenn mislæg vegamót og veg- urinn verður byggður í allt að fi mm áföngum. Vesturlandsvegur Suðurlandsvegur Suðurlandsvegur Breiðholtsbraut Rauðavatn Hólm sá Hólmsheiði Hádegishæð ÁRBÆR HÓLAR GRAFARHOLT NORÐL INGA- HOLT HVÖRF Elliðavatn 1. áfangi Tvöföldun Suðurlands- brautar frá Bæjarhálsi að Norðlingavaði 3. áfangi Mislæg gatna- mót í stað hringtorgs við Breiðholtsbraut 2. áfangi Tvöföldun Suðurlands- brautar frá Norðlinga- vaði að Hólmsá 5. áfangi Mislæg gatnamót við Hafravatnsveg. 4. áfangi Mislæg gatnamót við Norðlingavað Mögulega lokað fyrir varasama vinstri beygju  Til skoðunar að breyta gatnamótum Heiðmerkurvegar LC02 hægindastóll Leður – Verð 319.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (meðVisa / Euro) í allt að 6 mánuði. Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið // www.hjahrafnhildi.is Nýtt merki Green Goose Stærðir 36-52 Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook SUMARGLEÐI afsláttur 20%-50% SKOÐIÐ LAXDAL NETVERSLUNLAXDAL.IS GERRY-WEBER - BETTY BARCLAY Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Josy 23.990 kr. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Heimilt verður að gefa frá sér ferða- gjöf sem stjórnvöld hafa kynnt að standi til boða í sumar. Um er að ræða fimm þúsund króna inneign sem stjórnvöld gefa út til einstaklinga sem eru fæddir árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Hver ein- staklingur má að hámarki greiða með fimmtán ferðagjöfum, alls 75 þúsund krónur. Ferðagjöfin er undanþegin skatti. Þá er hámark á ferðagjafir sem hvert fyrirtæki má taka við. Al- mennt er það 100 milljónir króna en 25 milljónir hafi fyrirtækið verið met- ið í rekstrarerfiðleikum um síðustu áramót. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir ferðamálaráðherra kynnti frumvarp þessa efnis á ríkisstjórnar- fundi í gær. Um er að ræða út- færslu á áður boð- aðri aðgerð stjórnvalda um 1,5 milljarða króna innspýt- ingu til að örva innlenda eftir- spurn eftir ferða- þjónustu. Hægt verður að nálgast gjafabréf- ið á ferdalag.is og það má nota það hvar sem er á landinu, líka í sínum heimabæ. Það nýtist hjá ferðaskrif- stofum, gististöðum, veitingastöðum, bílaleigum og á söfnum og hjá fyrir- tækjum sem bjóða sýningu þar sem áhersla er lögð á íslenska menningu, sögu eða náttúru. Ferðagjöfin verður virkjuð snemma í júní. Hægt að safna ferða- gjöfum stjórnvalda  Hámarkið 75 þúsund krónur á mann Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.