Morgunblaðið - 23.05.2020, Page 14

Morgunblaðið - 23.05.2020, Page 14
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Meginástæðan fyrir því aðvið stofnuðum þettaíþróttafélag er sú aðíþróttaiðkun hér í upp- sveitunum hefur verið þannig að hver sveit er með æfingar í sínu horni. Fyrir vikið hefur ekki náðst nægilegur fjöldi til að halda úti full- skipuðum liðum,“ segir hinn fram- takssami Sólmundur Magnús Sig- urðarson, sem er 19 ára og hvata- maður að því að nú á vordögum var stofnað nýtt íþróttafélag sem og nýtt fótboltalið í meistaraflokki, undir heitinu Íþróttafélag Upp- sveita, ÍBU. „Kveikjan að þessu er sú að ég og Gústaf Sæland erum að þjálfa krakka á grunnskólaaldri í Reyk- holti í Biskupstungum og við vorum ekki með nógu marga krakka til að fara með þau og keppa á mótum, því þar er miðað við flokka og það þurfa að vera sjö í hverju liði. Við gátum troðið okkur sums staðar inn á mót með yngri flokkana með því að bæta einum og einum eldri eða yngri í lið- ið hjá okkur. Þetta var mjög haml- andi, svo við Gústi fórum að bjóða krökkum úr Grímsnesinu og frá Laugarvatni með á æfingar og mót í fyrrasumar. Í framhaldinu hafa ver- ið sameiginlegar æfingar félaganna um helgar.“ Skiptast á að þjálfa krakkana „Þetta nýja félag er í raun eins og regnhlíf yfir öll liðin í sveitunum hér í uppsveitum Árnessýslu, sem sagt í Bláskógabyggð, Grímsnesi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. ÍBU-skammstöf- unin átti að standa fyrir Íþrótta- bandalag uppsveita, en við komumst að því að við megum ekki heita bandalag, svo við breyttum því í Íþróttafélag Uppsveita, eða Upp- sveitir, í styttingu,“ segir Sólmund- ur, sem hefur undanfarin tvö ár þjálfað ásamt fyrrnefndum Gústa krakka í fótbolta á grunnskólaaldri í Reykholti fyrir Ungmennafélag Biskupstungna, en Sólmundur er fæddur og uppalinn í þeirri sveit. „Við Gústi skiptum þessu á milli okkar, ég sé um þjálfunina einn dag í viku en hann sér um það hinn daginn,“ segir Sólmundur, sem keyrir til þeirra verka frá Selfossi í hverri viku, því hann stundar nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands og býr fyrir vikið á Selfossi. Sumarið mun byrja í júní Sólmundur segir að á stofn- fundi félagsins ÍBU hafi einnig ver- ið stofnaður formlega nýr meistara- flokkur í fótbolta karla. „Áhuginn á fótbolta er mikill og það voru svo margir eldri iðkendur að við vorum komin með meistara- flokk hjá körlum. Við lítum á þenn- an meistaraflokk sem aukaafurð í nýja íþróttafélaginu. Þegar meist- araflokkurinn var kominn á flug hafa margir bæst í hópinn, líka við að vinna í stofnun félagsins. Í þess- um meistaraflokki etjum við fram einu liði fullorðinna karla, en við er- um um það bil 40 sem erum virkir í hópnum sem æfum og spilum fót- bolta. Sá sem þjálfar okkur heitir Elvar Már Svansson og við æfum þrisvar í viku í Árnesi og á Flúð- um,“ segir Sólmundur, sem þarf því að keyra frá Selfossi fjórum sinnum í hverri viku, einu sinni til að þjálfa og þrisvar til að æfa sjálfur í meist- araflokknum sem heitir KSÍ upp- sveitir. „Aldursskiptingin í hópnum er þannig að um helmingur okkar er átján til tutt- ugu ára, en hinn helmingurinn er 25 ára til þrí- tugs. Við erum spenntir, fórum á okkar fyrsta æfingaleik fyrir áramót og höf- um keppt á æf- ingamótum líka. Við spiluðum fyrsta KSÍ-leikinn okkar í Lengjubikarnum, en sú keppni var skömmu síð- ar blásin af vegna Covid. Samkvæmt KSÍ eigum við að spila næst 7. júní, þá byrjar sumarið hjá okkur,“ segir Sólmundur og bætir við að mikill hugur sé í þeim félögunum, sannur ungmennafélagsandi og metnaður. „Margir okkar keyra langan veg til að komast á æfingar, sumir búa á Selfossi og nokkrir í Reykja- vík. Í vetur höfðum við eina æfingu í viku á Selfossi til að koma til móts við þá sem búa í bænum.“ Gyllt fyrir Gullna hringinn Sólmundur segir að sveitar- félögin séu að spá og spekúlera hvernig þau eigi að koma að þessu nýja félagi, Íþróttafélagi Uppsveita. „Þau eru að setja upp alls kon- ar sviðsmyndir um hvernig þetta gæti verið, hversu mikið vægi þetta félag verður með á móti gömlu fé- lögunum og hvort okkar félag verði regnhlíf yfir fleiri íþróttir en fót- bolta og fleira í þeim dúr. Þetta er allt í mótun, en mér finnst líklegt að félagið muni ná yfir fleiri íþróttir í uppsveitunum í framtíðinni.“ Hvers vegna völduð þið hrútinn sem tákn í merki hins nýja félags? „Við lögðum þær línur fyrir hönnuðinn að ein- kennin í merkinu ættu að vera hrútur í einhverri mynd og merkið ætti að hafa í sér gylltan lit og rauðan. Gyllti lit- urinn stendur fyrir Gullna hringinn, ferðamannahringinn sem liggur í gegnum svæðið hér, en rauði litur- inn varð fyrir valinu af því við vild- um ekki vera með lit sem gömlu fé- lögin voru með í sínum merkjum. Við þurfum að skera okkur úr. Hrúturinn stendur fyrir sveitina, bændasamfélagið.“ Regnhlíf yfir öll liðin í sveitunum Þeir gerðu sér lítið fyrir ungu mennirnir í upp- sveitum Árnessýslu og stofnuðu nýtt íþróttafélag og líka nýtt lið í meistara- flokki karla í fótbolta. Sólmundur Sigurðarson segir mikinn hug og metnað vera í hópnum. Stofnfundur Þessir ungu menn hafa ekki látið sitt eftir liggja við að stofna nýtt íþróttafélag. Hér eru þeir á stofnfundi sem fór fram nýlega. F.v: Anthony Karl Flores, Sverrir Örn Henriettuson, Sólmundur Magnús Sigurðarson, Kolbeinn Loftsson, Karl Jóhann Einarsson, Bergsveinn Vilhjálmur Ásmundsson, Máni Snær Benediktsson, Sölvi Freyr Freydísarson, Ásgrímur Örn Jónasson, Gústaf Sæland, Jón Óskar Jóhannesson og Björn Mikael Karelsson. Uppsveitir Hrútur stendur fyrir bændasamfélagið. Framtíðin er björt Þjálfararnir Sólmundur og Gústi ásamt ungu liði ÍBU. Efri röð f.v. Sólmundur, Bjarni, Árni Tómas, Birkir og Friðrik. Neðri röð f.v. Unnsteinn Magni, Jóhann Hilmir, Kjartan og Gústaf Sæland. 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Stóll á snúningsfæti í ítölsku nautsleðri 75 cm á breidd Verð frá 120.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.