Morgunblaðið - 23.05.2020, Síða 22

Morgunblaðið - 23.05.2020, Síða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Hydroxychloroquine, tvíblindar prófanir, afturbatablóðvökvi, hjarð- ónæmi. Allt vísindaheiti sem dunið hafa á fólki sem fylgifiskur kórónu- veirufaraldursins. Hafandi sloppið úr einangrun tilraunastofanna eru þau, ásamt öðrum fyrrum torræðum heitum, á góðri leið með að verða hluti af daglegu málfari fólks og um- ræðuefni við eldhúsborðið. Kynni við fag- og fræðiorðin þurfa ekki endilega að leiða til aukins skilnings, ekki síst þegar um flóð nýrra uppgötvana er að ræða. Hvetja sérfræðingar til varfærni. Þegar rannsakendur greinir á um eitthvað eða skipta um skoðun á skilvirkni læknislegrar meðferðar getur rannsóknaraðferðafræði vís- indanna ruglað fólk í ríminu, segja þeir. Linnulaus umfjöllun fjölmiðla og samfélagsmiðla allan sólarhring- inn eykur vandann, bæta þeir við. Fjöldi rannsókna á kórónuveir- unni nýju og sjúkdómnum sem hún veldur skiptir þúsundum. Og á hverri stundu eru hundruð til við- bótar í pípunum. Þannig á það að vera, segir Serge Horbach, sérfræð- ingur í birtingu vísindagreina við Radboud-háskólann í Hollandi og höfundur nýrrar rannsóknar á þeirri flóðbylgju rannsókna sem kórónuveirufaraldurinn hefur leitt af sér. Í heilsufarskreppu sem hefur leitt til þess að fimm milljónir manna hafa smitast og rúmlega 315.000 höfðu látist í byrjun vikunnar segir Horbach að „hröð útbreiðsla viðeig- andi þekkingar skiptir gríðarlegu máli“. Um miðjan apríl hafði hann skráð á þriðja þúsund svonefndra for- birtra greina sem áttu eftir að fara sína leið gegnum ritrýni fagritanna, sem venjulega tekur nokkra mán- uði. Segir hann að um þær megi segja, að „hert hefur verið stórum“ á hefðbundinni ferð nákvæmrar rit- rýni. Horbach segir að á tímum nú- verandi heimsfaraldurs hafi fag- greinar verið komnar í loftið á netinu eða gegnum prentsmiðju á innan við 57 dögum, eða helmingi hraðar en venjulegt mætti telja. Út- gefendur hafa einnig veitt frjálsan aðgang að þeim og fallið frá þeirri venju að birta greinar með tíma- bundnu banni, sem hefur skert að- gang að þeim enn frekar. Um árabil hafa fræðirit legið und- ir þrýstingi vonsvikinna greinarhöf- unda og vísindastofnana um að hraða birtingarferlinu stórum, en það á rætur að rekja aftur til 18. ald- ar. Hafa þau löngum „lofað skjótari og hraðvirkari ritrýni“ til að koma til móts við lesendur og greinarhöf- unda, segir Ivan Oransky, með- stofnandi bandarísku stofnunar- innar Retraction Watch, sem fylgist með því hvernig leiðréttingar vísindagreina skila sér í vísinda- ritum. Sviptir tálvonum Kórónuveirufaraldurinn er ekki fyrsta kreppan í heilbrigðiskerfinu sem skilar sér í mun hraðari birt- ingu faggreina. Sama hraða leit að vísindalegum árangri átti sér stað í fuglaflensufárinu H1N1 árið 2009 og í SARS-faraldrinum 2002/2003. Fyrri faraldurinn reyndist ekki eins banvænn og í fyrstu var óttast. Og sá seinni var ekki mannskæður í samanburði við núverandi faraldur – þótt afleiðingarnar væru miklar á afmörkuðu svæði. Það er af ástæðu sem ritrýni vís- indagreina hefur sinn gang og fyrr- nefndur Horbach spyr hvort hraðari rýni væri endilega betri. Sérfræðingar óttast að skæða- drífa mótsagnakenndra niðurstaðna – virkar þetta lyf eða hitt? – eru andlitsgrímur gagnlegar? – leiði til umræðna sem skaðað gætu trú- verðugleika vísindastarfseminnar. „Skoðið þið umfjöllun heilmargra blaðamanna um kaffi eða rauðvín eða súkkulaði virðist sem neyslan sé gagnleg eina vikuna en banvæn viku seinna, án þess þó að þeir séu vissir um það,“ segir Oransky. Það er ekki einungis þjónustu- hvötin við almenning sem leiðir til birtingaflýtis. Annað og meira ligg- ur undir, að sögn Anne-Marie Dugu- et, sérfræðings í læknasiðferði og heilbrigðislögum við Paul Sabatier- háskólann í Toulouse í Frakklandi. „Þrýstingurinn til að birta er gríð- arlegur til að fá fjármagn til rann- sókna.“ Hún segir skyndilegan grei- naflaum í sjálfu sér ekki vandamál. „Mestu skiptir vísindaleg og sið- ferðileg strangnákvæmni þeirra,“ segir hún við AFP-fréttaveituna. Höfundanna hlutverk væri sjálfs- gagnrýni, til að mynda þegar þeir segðu að uppgötvanir þeirra „lofuðu góðu“. Þeir þyrftu að spyrja sjálfa sig hvort innistæða væri fyrir slíkri fullyrðingu. Duguet bendir á pennavígin sem snerust um franska prófessorinn Didier Raoult, sem lagt hefur ofur- áherslu á lyfið hydroxychloroquine við meðferð gegn kórónuveirusmiti. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ef til vill verið enn meiri bar- áttumaður fyrir lyfinu, sem notað hefur verið gegn malaríu. Síðastlið- inn mánudag skýrði hann óvænt frá því að hann hefði þá tekið hydroxy- chloroquine í um það bil viku. „Á vísindaþingum ríkir ágrein- ingur um umræðuna,“ segir Duguet. „En hvað vill almenningur? Hann ætlast til þess að við komum upp með töfralausnir sem virka og það hratt. – Hvers vegna hefur Raoult náð svo miklum árangri?“ spyr hún og svarar spurningunni strax. „Vegna þess að hann efast aldrei, heldur ótrauður sínu striki.“ Nýlegar rannsóknir hafa bent til að hydroxychloroquine sé óskilvirkt gegn nýju kórónuveirunni og geti haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. Með ágreiningi um gagn- semi lyfsins geti almenningur hafa verið sviptur tálvonum, að sögn Benoits Gaultiers, prófessors við há- skólann í Zürich í Sviss, en hann er meðstjórnandi faraldsfræðilegs rannsóknarhóps við hinn virta franska skóla College de France. „Niðurstaðan af þessu öllu er að al- menningur mun spyrja: Hvaða klúð- ur var þetta allt saman.“ Kórónuveiran og vísindin  Torræð heiti á sjúkdómseinkennum og lyfjum tengdum kórónuveirunni að verða hluti af málfari fólks AFP Þjónustuvélmenni Kórónuveirufaraldurinn gæti greitt fyrir því að sjálfvirkni af ýmsu tagi komi í stað hefðbundinna þjó́nustustarfa á hjúkrunarheimilum og samgöngumiðstöðvum. Þetta þjónustuvélmenni, sem starfsmaður ítölsku iðntæknistofnuninni í Genúa er að nostra við, er m.a. hannað til slíks brúks. 20.000 40.000 60.000 80.000 100.000 21. maí 1. maí 12. apríl apríl 1. 1. mars 2. febrúar 103.406 84.854 77.494 2.3352.600 Yfir 5 milljónir tilfella eru staðfest um allan heim Staðfest tilfelli kórónuveirusýkingar á dag Heimild: Samantekt AFP byggð á opinberum tölum (21. maí kl. 19:00) 106.338

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.