Morgunblaðið - 23.05.2020, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020
Fjöldi fólks lét lífið um hálftíuleytið í gærmorgun þegar
pakistönsk farþegavél brotlenti í íbúðarhverfi í Karachi,
höfuðborg landsins. Um borð í vélinni voru 99 farþegar
og sjö manna áhöfn. Auk þeirra lést fólk sem bjó í hverf-
inu, en ekki liggur fyrir hve margir eru látnir og slasaðir.
Aðeins nokkrir dagar eru síðan farþegaflug var leyft á
ný í Pakistan, en vegna kórónuveirufaraldursins hefur
allt flug legið niðri um nokkurra vikna skeið.
Vélin sem var í eigu pakistanska flugfélagsins PIA var
við það lenda þegar eitthvað gerðist sem olli því að hún
skall niður yfir íbúðarhverfi. Mikil sprenging varð þegar
vélin brotlenti og stóðu eldtungur hátt í loft upp frá slys-
staðnum.
Bráðamóttaka í Karachi staðfesti að til hennar hefðu
verið fluttir fimmtán manns sem slasast höfðu á jörðu
niðri. Þá var vitað um aðra átta sem höfðu látist.
Fjórtán ára gamall sjónarvottur sem AFP-fréttastof-
an ræddi við sagðist hafa verið að koma frá bænastund í
mosku þegar hann sá vélina hallast á aðra hliðina og ein-
kennileg hljóð koma frá hreyflum hennar. Hún hefði flog-
ið svo lágt að húsveggirnir heima hjá honum hefðu
nötrað.
Innanríkisráðherra Pakistans, Ijaz Ahmad Shah, sagði
að flugstjórinn hefði örstuttu fyrir hrapið sent frá sér
neyðarkall um að vélin hefði misst vélarafl sitt.
Fjöldi fólks lést í flugslysi
Farþegaflugvél brotlenti
í íbúðarhverfi í Karachi
AFP
Karachi Björgunarsveitir sprauta vatni á flak farþega-
vélarinnar sem hrapaði í þéttbýlu íbúðarhverfi.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Farþegar sem koma til Bretlands
frá útlöndum þurfa frá mánaðamót-
unum og um ótiltekinn tíma að fara í
fjórtán daga sóttkví. Innanríkisráð-
herrann Priti Patel greindi frá
þessu í gær. Reglan gildir jafnt um
breska ríkisborgara sem útlendinga.
Stjórnvöld hafa heimildir til að
fylgjast með því að fólk haldi sig í
sóttkvínni. Þeir sem óhlýðnast fyrir-
mælunum geta átt von á eitt þúsund
punda sekt.
Með þessum ráðstöfunum vilja
stjórnvöld koma í veg fyrir að önnur
bylgja kórónuveirufaraldursins
skelli á landinu.
Ferðir á milli Bretlands og Norð-
ur-Írlands og Ermarsundseyjanna
eru undanþegnar sóttkvínni svo og
farþegar frá Írska lýðveldinu. Þá
þurfa heilbrigðisstarfsmenn ekki að
fara í sóttkví né heldur þeir sem
annast birgðaflutninga til landsins.
Örfáir aðrir eru undanþegnir regl-
unni. Undanþágan sem Írska lýð-
veldið fær hefur vakið undrun og
gagnrýni.
Við komu til Bretlands verða far-
þegar frá útlöndum skikkaðir til að
gera grein fyrir því hvar þeir muni
dvelja á meðan á sóttkvínni stendur.
Gengið er út frá því að Bretar muni
dvelja á heimilum sínum. Heil-
brigðisstarfsmenn munu gera
úrtakskannanir á því hvort fólk er í
sóttkvínni og hvernig heilsa þess er.
Þessar nýju reglur eru áfall fyrir
þá Breta sem hugðust ferðast til út-
landa nú þegar búið er að opna
landamæri sumra nágrannaland-
anna og draga úr takmörkunum sem
þar hafa verið í gildi.
Priti Patel innanríkisráðherra
sagði í gær að reglurnar yrðu
endurskoðaðar á þriggja vikna
fresti. Óljóst væri hve lengi þær
þyrftu að vera við lýði.
Mörg ríki krefjast enn fjórtán
daga sóttkvíar af öllum farþegum
sem koma að utan. Þar á meðal eru
Bandaríkin, Suður-Kórea, Spánn og
Nýja-Sjáland. Önnur hafa fellt slík-
ar kröfur úr gildi nýlega eða áforma
það í næsta mánuði.
Óttast skaðann
Talsmenn margra breskra flug-
félaga og ferðaþjónustufyrirtækja
hafa lýst megnri óánægju með sótt-
kvína. Þeir óttast skaðleg langtíma-
áhrif á atvinnugreinina.
„Við fögnum heimsóknum útlend-
inga til Bretlands. En við verðum að
hugsa um að vernda heilsu þeirra og
þjóðarinnar og þess vegna er
sóttkvíin nauðsynleg eins og á
stendur,“ sagði Brandon Lewis, ráð-
herra Norður-Írlands, við frétta-
menn.
Allir farþegar í 14 daga sóttkví
Nýjar reglur taka gildi í Bretlandi Gilda jafnt um breska ríkisborgara sem farþega frá útlöndum
Talsmenn flugfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja mjög ósáttir og óttast áhrifin á atvinnugreinina
AFP
Sóttkví Priti Patel innanríkisráðherra greindi frá nýju reglunum í gær.
Föstumánuði múslima, ramadan, helgustu hátíð
þeirra, lauk í gær og minntust trúaðir þess hvar-
vetna um hinn íslamska heim með bæna-
stundum. Myndin er tekin í mosku í Karachi,
höfuðborg Pakistans. Meðan á föstunni stendur
neita múslimar sér um fæði, reykingar og kynlíf
frá sólarupprás til sólarlags. Börnum er þó ekki
ætlað að fasta á þessa tímabili, né heldur sjúku
fólki og öldruðu.
AFP
Ramadan múslima lauk með bænastundum
Enginn hefur rétt
til þess að veita
morðingjum sádi-
arabíska blaða-
mannsins Jamals
Khashoggis
sakaruppgjöf.
Þetta sagði unn-
usta hans, Hatice
Cengiz, í gær eft-
ir að annar
tveggja sona
hans lýsti því yfir í færslu á Twitter
að þeir bræður fyrirgæfu bana-
mönnum hans athæfið og veittu
þeim uppgjöf saka nú þegar Ramad-
an, hinum helga föstumánuði músl-
ima, væri að ljúka.
Khashoggi, sem tilheyrði efstu
lögum valdastéttarinnar í Sádi-
Arabíu, var myrtur á hrottalegan
hátt þegar hann heimsótti skrifstofu
aðalræðismanns landsins í Ankara í
Tyrklandi í október 2018. Hann
hafði gagnrýnt stjórnvöld og skrifað
opinskáar greinar um ástandið í
landinu í vestræna fjölmiðla. Talið er
fullvíst að krónprinsinn, Mohammed
bin Salman, hafi fyrirskipað athæfið
til að þagga niður í Khashoggi, en
konungsfjölskyldan hefur harðlega
neitað því. Morðingjarnir eru nú fyr-
ir rétti í Sádi-Arabíu og er talið að
yfirlýsing sonanna verði til þess að
þeir sleppi við dauðarefsingu.
Morðingjar
fái ekki upp-
gjöf saka
Jamal
Khashoggi
Halla
Lögg. fast.
659 4044
Ólafur
Sölu- og
markaðsstjóri
690 0811
Ellert
Sölustjóri
661 1121
Sigþór
Lögg. fast.
899 9787
Hafrún
Lögg. fast.
848 1489
Bárður
Sölustjóri
896 5221
Elín Urður
Lögg. fast.
690 2602
Elín Rósa
Lögg. fast.
773 7126
Lilja
Sölufulltrúi
820 6511
Kristján
Sölufulltrúi
691 4252
Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is