Morgunblaðið - 23.05.2020, Síða 25

Morgunblaðið - 23.05.2020, Síða 25
Tómas Magnús Tóm- asson hefur verið nefndur „bassaleikari Íslands“ , „upptöku- stjóri Íslands“ og í útfararræðu Ara Eld- járn var hann sagður „fyndnasti maður Ís- lands“. Það eru stór orð úr munni þess sveitunga Tómasar úr Svarfaðar- dal sem nú ber sjálfur þann titil skuldlaust. Við sem áttum því láni að fagna að kynnast Tómasi og starfa með honum hugsum til hans alla daga, söknum hans og minnumst með eilífri eftirsjá og væntumþykju. Allir fundir, æfing- ar, tónleikar og verkefni með Tómasi voru ómælt tilhlökkunarefni. Lund hans var svo ljúf, jákvæð og gam- ansöm að allir litu til samfunda við hann með eftirvæntingu. Slíkt lundarfar er of sjaldgæft í samfélagi okkar. Þrasgirni og ill- mælgi mætti hugsanlega telja til helstu lasta heillar þjóðar sem þó nýt- ur viðurkenningar sem ein mesta vel- ferðar- og fyrirmyndarþjóð heims. Hér koma samfélagsmiðlar og kom- mentakerfi fjölmiðla við sögu. Vinir og velunnarar Tómasar hafa sameinast um verkefnið „Tómasar- lund um land allt!“ Það felur í sér að rækta skóg og lund sína í senn. Fyrstu rætur alls þessa verða í jörð settar í dag, nálægt rótum Tómasar sjálfs, í Svarfaðardal við Eyjafjörð. Frá og með fyrsta júní mun fólk taka að rækta Tómasarlund um land allt – láta skógrækt samtvinnast geðrækt í öllum landshornum, í samvinnu Græna hers- ins, Skógræktarfélags Íslands, skógrækt- arfélaga landsfjórðung- anna, Upplifðu Ísland- hópsins og ótalinna vina og velunnara Tómasar M. Tómassonar, um leið og við minnumst ein- staks lundarfars hans og geðprýði. Hvert jarðsett tré verði okkur hvatn- ing til að gerast betri: Betri þegnar, betri hvert við annað, betri við landið okkar og betri í því sem við tökum okkur fyrir hendur – og það með glöðu geði. Frá og með deginum í dag tökum við höndum saman um að rækta Tóm- asarlund um land allt í minningu hins einstaka öðlings og fjölhæfa merkis- manns sem Tómas Magnús Tómas- son var. Hann hefði orðið 66 ára í dag. Eftir Jakob Frí- mann Magnússon » Vinir og velunnarar Tómasar hafa sam- einast um verkefnið „Tómasarlund um land allt!“ Það felur í sér að rækta skóg og lund sína í senn. Jakob Frímann Magnússon Höfundur er tónlistarmaður. Ræktum Tómasarlund Störf framtíðarinnar verða í auknum mæli byggð á nýsköpun í at- vinnulífinu og samspili þess við rannsókn- arstörf. Þess vegna hafa stjórnvöld stóraukið fjárframlög sín til rann- sókna og nýsköpunar. Viðspyrna Íslands er byggð á skýrri fram- tíðarsýn um aukna verð- mætasköpun. Gott aðgengi að mennt- un og öflugt vísinda- og rannsóknar- starf um allt land er mikilvægt. Með auknum áherslum á rannsóknir og þekkingarstarfsemi byggjum við upp færni til að takast á við þær sam- félagslegu áskoranir sem við okkur kunna að blasa, og styrkjum velferð þjóðarinnar sem og stoðir lýðræðis- legrar umræðu. Stóraukin framlög til rannsókna Enginn hefur efni á því að láta góð tækifæri fram hjá sér fara. Það á sér- staklega við um þann stuðning sem hægt er að veita við hágæða rann- sóknarstarfsemi sem skapar íslensk- um háskólum, stofnunum og atvinnu- lífi nýja þekkingu og undirbyggir frekari þekkingarleit hér á landi sem og erlendis ásamt því að stuðla að ný- liðun ungra vísindamanna. Það er ljóst að verkefni stjórnvalda á næstu miss- erum er að skapa störf. Því vill ríkis- stjórnin fjárfesta í hugviti og rann- sóknum. Þessi áhersla birtist einna helst í aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 með öflugri fjárfest- ingu í samkeppnissjóðum í rann- sóknum; Rannsóknasjóður fékk 575 milljónir kr. viðbótarframlag, Inn- viðasjóður 125 milljónir, Tækniþróun- arsjóður fékk úthlutaðar 700 milljónir, og síðast en ekki síst hefur Ný- sköpunarsjóður námsmanna vaxið úr 55 milljónum í 455 milljónir í ár. Einn- ig voru framlög hækkuð um 500 millj- ónir kr. til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu með stofnun Matvælasjóðs. Með stofnun hans voru Framleiðnisjóður landbún- aðarins og AVS-rannsóknasjóður til að auka verðmæti sjávarfangs samein- aðir. Öll þessi skref sem tekin hafa verið eru til þess fallin að auka verð- mætasköpun. Með þessum fjárfestingum náum við til mannauðs, með auknum styrkj- um og atvinnutækifærum. Nýsköp- unarsjóður námsmanna styrkir verk- efni þar sem ungir vísindamenn hafa fengið sín fyrstu kynni af þátttöku í vísindastarfi sem kveikt hefur áhuga til framtíðar. Þetta er gert til að búa til ný tækifæri og virkja þekkingar- sköpun. Þegar tilkynnt var um auka- fjárveitingu til Nýsköpunarsjóðs fimmfölduðust umsóknir í sjóðinn og verður því fjármagni útdeilt til náms- manna á allra næstu dögum. Rannsóknir eru grundvöllur ný- sköpunar og fjölbreytts efnahagslífs sem eru þjóðfélaginu nauðsynleg til að tryggja hagvöxt til framtíðar. Sjaldan hefur verið skýrara en akkúrat nú hve samkeppnishæfni og styrkur íslensks þekkingarsamfélags skiptir okkur miklu máli. Heimsfaraldur hefur sýnt vel hve mikið traust almenningur á Ís- landi ber til vísindanna. Slíkt traust er ekki sjálfgefið og það þarf að styðja með upplýstri ákvarðanatöku á öllum sviðum. Samstarf opinberra aðila, rannsóknarstofnana og fyrirtækja um viðbrögð vegna þessa ástands hafa skilað okkur skjótri og farsælli niður- stöðu, jafnframt því að byggja upp þekkingu um sjúkdóminn sjálfan sem þegar hefur vakið mikla og verðskuld- aða athygli á heimsvísu. Íslenskir rannsóknar- og vísindamenn hafa unnið mikið þrekvirki á síðustu vikum. Það er ljóst að til að stuðla að hagvexti til framtíðar þarf að efla tæknina með vísindum og nýsköpun. Mikilvægt er að skapa framúrskarandi aðstæður til rannsóknar- og nýsköpunarstarfs til að fyrirtækin í landinu sjái hag sinn í að fjárfesta í þekkingarsamfélagi. Nýsköpun Nýsköpun og hvers konar nýting hugvits er mikilvægur grunnur fjöl- breytts og sjálfbærs atvinnulífs, sterkrar samkeppnisstöðu og hag- vaxtar. Ekki síst í ljósi þeirra miklu þjóðfélagsumbreytinga sem eru og munu eiga sér stað á komandi árum. Ungt fólk er frjótt í hugsun og fyrir- tæki hafa verið tilbúin til að fjárfesta í þeim með aðstoð Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Vinna á vegum Nýsköp- unarsjóðs hefur verið vettvangur fyrirtækja til að mynda tengsl við nemendur og oft hafa þau tengsl leitt til atvinnutilboða að námi loknu. Sjóðurinn er því einnig ákjósanlegur vettvangur fyrir nemendur til að kynnast framsæknustu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Fjármögnunar- og rekstrar- umhverfi nýsköpunarfyrirtækja hefur verið í mikilli þróun hér á landi síðustu ár. Mörg jákvæð skref hafa verið stig- in til að efla og styðja við þennan geira hér á landi. Ríkisstjórnin sýndi vilja í verki þegar 2,3 milljarðar kr. voru veittir til eflingar nýsköpunar og þró- unar. Þar munar mest um að lagt er til að framlag til Kríu, sprota- og nýsköp- unarsjóðs, hækki um 1.150 millj. kr. Markmið sjóðsins er að efla vöxt og samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs Eftir Lilju Alfreðs- dóttur og Willum Þór Þórsson »Nýsköpun og blóm- legt efnahagslíf hald- ast í hendur og styrkja samkeppnisstöðu lands- ins til framtíðar. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Lilja er mennta- og menningar- málaráðherra. Willum Þór er formaður fjárlaganefndar. Rannsóknir og nýsköpun til framtíðar með því að stuðla að virku fjármögn- unarumhverfi fyrir sprota- og nýsköp- unarfyrirtæki. Þá hafa fyrirtækin í landinu einnig eflt nýsköpun og verið hreyfiafl fram- fara. Því var brýnt að hækka endur- greiðslur til þeirra upp í allt að 35% og þak vegna rannsóknar- og þróun- arkostnaðar var hækkað í 1.100 millj- ónir króna. Áhersla á þróun og ný- sköpun skilar sér margfalt til sam- félagsins. Starfsumhverfi fyrirtækja þarf að vera hvetjandi og þau þurfa að vera í stöðu til að fá öfluga einstak- linga til liðs við sig. Menntun er undirstaðan Eitt er það sem má ekki gleymast: Menntakerfið okkar hefur staðist eina stærstu þolraun sem það hefur tekist á við. Skólunum okkar var haldið starfandi á meðan faraldurinn náði há- marki. Hlúð var að velferð nemenda og reynt að tryggja eins vel og unnt var að þeir gætu náð settum mark- miðum. Ljóst er að menntakerfið okk- ar er afar sterkt. Þrátt fyrir að faraldurinn sé í rénun hér á landi ætlum við að halda okkar striki, sækja fram og efla alla mennt- un í landinu. Umfangsmikil vinna í mennta- og menningarmálaráðu- neytinu hefur átt sér stað til að tryggja að menntakerfið geti tekið á móti sem flestum sem vilja auka þekk- ingu sína og menntun. Við ætlum að auka fjárveitingar til verk- og tækni- greina og tryggja að háskólastigið geti mætt þeirri eftirspurn sem verður til vegna stöðunnar. Það er sannkallað fagnaðarefni að sjá þennan mikla vöxt í verk- og tæknigreinum enda hefur það verið markmið í langan tíma að gera betur þar og það er að takast. Við munum einnig leggja mikla áherslu á framhaldsfræðslu og styrkja íslensku- nám fyrir innflytjendur. Markmið þessara aðgerða er að styrkja færni íslensks efnahagslífs, sem lengi hefur einkennst af færni- misræmi á vinnumarkaði. Þessu ætl- um við að breyta og styrkja vinnu- markaðinn. Hér á landi eru einnig mörg rann- sóknasetur sem vinna með yngri skólastigum. Setrin hafa lagt ríka áherslu á miðlun rannsókna með ýms- um hætti fyrir utan birtingu vísinda- greina, t.a.m. með fyrirlestrahaldi, við- burðum og útgáfu fyrir almenning sem er hluti þeirrar samfélagsteng- ingar sem setrin leggja svo ríka áherslu á. Starfsemi setranna er lyfti- stöng fyrir þau samfélög sem þau starfa í. Það er ástæða til að fagna auknu tæknilæsi, sem styður við já- kvætt og uppbyggilegt skólastarf á öll- um skólastigum. Vísindalæsi og auk- inn orðaforði íslenskra barna er lykillinn að því að búa til vísindamenn framtíðarinnar. Samstarf um klasastefnu Brýnt er að móta opinbera klasa- stefnu sem felur í sér að efla stoðkerfi atvinnulífsins á landsvísu í samvinnu við rannsóknar- og menntastofnanir, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila, eins og þingsályktun nr. 27/50 kveður á um. Með klasastefnu er fjármunum ráðstafað markvissar og eflir sam- vinnu, nýsköpun, hagsæld og sam- keppnishæfni. Klasasamstarf hefur í auknum mæli verið nýtt til nýsköp- unar og atvinnuuppbyggingar um all- an heim og til að efla samkeppn- ishæfni fyrirtækja, atvinnugreina, landsvæða og þjóða. Mikil áhersla er lögð á nýsköpun í nútímaklasastjórn- un enda skiptir nýsköpun sköpum í langtímauppbyggingu atvinnugreina. Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að klasasamstarfi eða nýsköpun. Hér hafa sprottið upp sjávarklasi, jarðvarmaklasi og ferða- klasi. Fólk um allan heim nýtur góðs af íslensku hugviti, rannsóknum, þró- un og þekkingu. Heilsuvörur sem byggjast á nýtingu sjávarafurða og líf- tækni. Háþróaðir gervifætur og há- tæknigróðurhús. Svo fátt eitt sé nefnt. Mikilvægt er að styðja enn frekar við nýsköpun og fyrirtækin. Nýsköpun og blómlegt efnahagslíf haldast í hendur og styrkja samkeppnisstöðu landsins til framtíðar. Willum Þór Þórsson 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 Virkjun náttúruauðlinda hefur lengi verið eitt vinsælasta deilu- mál Íslendinga. Annars vegar eru þeir sem telja nauðsynlegt að virkja sem allra mest til þess að efla þjóðarhag og hins vegar þeir sem telja brýnt að virkja alls ekki meir til þess að vernda náttúru landsins. Nú eru uppi hugmyndir um að virkja íslenska rokið sem talið er ákjósanlegur virkjunarkostur. Margir Íslendingar hafa vilja til að reisa vindmyllur og frændur okkar Norðmenn hafa bæst í hóp- inn með stórhuga áætlanir um að vindmylluvæða Ís- land. Merkilegt er að lít- ið hefur heyrst frá talsmönnum náttúru- verndar um þessi áform. Það vekur furðu einkum þar sem þeir hafa talið það fyrst og fremst vatnsafls- og jarðhitavirkjunum til foráttu að þær séu óþolandi aðskota- hlutir í íslenskri nátt- úru, sem skemmi fyr- ir upplifun manna af landinu og stórkostlegri fegurð þess. Þessu er haldið fram þrátt fyrir að slíkar virkjanir hafi í seinni tíð verið lítt sýnilegar og fallið æ betur inn í landslagið. En hvað með vindmyllur, geta þær fallið vel inn í landslagið? Kannski ef unnt væri að fela þær í dölum og skorn- ingum, en það mun tæplega reynast unnt því að rokið ríkir helst uppi á fjalls- toppum og hálendi. Í flestum tilvikum munu því myllur vindorkuvera verða áberandi á fjöllum og hásléttum landsins og sjást víða að. Getur það samrýmst skoð- unum umhverfis- og náttúru- verndarsinna að reistar verði vind- myllur uppi á heiðum og fjöllum landsins í ósnortinni náttúru? Í frægri skáldsögu frá sextándu öld segir frá Spánverja að nafni Don Quixote. Hann réðst til atlögu við vindmyllur sem hann taldi vera ógnvænlega risa. Árásir hans báru ekki árangur og hann varð frá að hverfa. Nú eru horfur á því að hér á landi kunni að rísa fjöldi myll- urisa víðs vegar um landið. Næsta víst er að verðmæti Íslands í aug- um ferðamanna muni rýrna veru- lega. Eigi ekki að hljótast stórtjón af verður að stöðva árás vindmyll- urisanna á landið áður en þeir festa hér rætur. Sagan af Don Quixote er víti til varnaðar. Vindmyllur – tækifæri eða ógn? Eftir Halldór S. Magnússon »Eigi ekki að hljótast stórtjón af verður að stöðva árás vindmyllu- risanna á landið áður en þeir festa hér rætur. Halldór S. Magnússon Höfundur er fv. bankamaður. Ljósmynd/Appolinary Kalashnikova, Unsplash Risar „Í flestum tilvikum munu því myllur vindorkuvera verða áberandi á fjöllum og hásléttum landsins og sjást víða að,“ segir Halldór S. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.