Morgunblaðið - 23.05.2020, Síða 27

Morgunblaðið - 23.05.2020, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 Nú þegar keppnir afýmsu tagi liggja niðri áhverju byggðu bóli erekki laust við að gæti fortíðarþrár í skrifum þeirra sem fjalla um keppnisgreinar. Skákin hefur ekki farið varhluta af því þó svo að mörg mót farið fram á net- inu t.d. í mót nr. 2 í syrpu sem Magnús Carlsen stendur fyrir. Víða má rekast á umfjöllun um löngu liðin skákmót og er hún þá oftast sett fram eins og að tiltekið mót standi yfir akkúrat þessa dag- ana. Dæmi um þetta fann ég á vef- síðu Chessbase um stórmótið í New York 1924 og fyrirsögnin var: Lasker eykur forystu sína eða: Capablanca sannfærandi – Lasker heppinn. Þetta var raunar merkilegt skákmót sem fór fram þarna í heimsborginni fyrir næstum 100 árum og gat af sér fyrstu for- síðumynd Time af skákmeistara. Hana prýddi kúbverski heims- meistarinn og kvennaljóminn Jose Raoul Capablanca. Á áðurnefndri vefsíðu er Bobby Fischer vinsælastur í þessari teg- und umfjöllunar. Rakin hafa verið nokkur mót þar sem hann var meðal þátttakenda árið 1970 og áskorendakeppnin sem hófst ári síðar fær svipaða meðferð. Sér- fræðingi, sem var kallaður var til, tókst að sanna með aðstoð öflugra forrita að staða hans í fjórðu ein- vígisskákinni við Taimanov árið 1971 hafi verið unnin eftir allt sam- an en Taimanov þótti hafa varist illa og að Tigran Petrosjan hafi getað haldið jafntefli í sjöttu skák- inni í einvíginu við Fischer sem fram fór nokkrum mánuðum síðar, en til þess þurfti hann að hitta á biðleik sem var samt einhvern veg- inn alveg út úr karakter Armen- ans. Úr skáksögu okkar má líka rifja upp marga merkis viðburði. Í sum- ar verða t.d. 70 ár liðin frá því að íslenskir skákmenn unnu alla flokka Norðurlandamótsins sem fram fór í nýreistu Þjóðminjasafni. Baldur Möller varði titilinn frá 1948, Friðrik Ólafsson 15 ára vann meistaraflokk og Þórir Ólafsson, Birgir Sigurðsson og Ólafur Ein- arsson unnu riðla 1. flokks. Fyrir lokaumferð mótsins hafði Baldur naumt forskot í landsliðs- flokki og átti að tefla við helsta keppinaut sinn um sigurinn, Norð- manninn Aage Vestöl, sem var ½ vinningi á eftir og varð að vinna. Mögnuð viðureign og vel tefld. Fyrirsögn Morgunblaðsins þann 10. ágúst árið 1950 var: Biðskák hjá Vestöl og Baldri Möller í gær. Biðstaðan var þessi: Skákþing Norðurlanda 1950; 9. umferð: Aage Vestöl – Baldur Möller Það hallar greinilega á hvítan. Biðleikurinn var: 41. e6 d2 42. Hf1 Ke5 43. Ke2 Kf6 44. Hf4 Hd6 45. Kd1 Hd5 46. Hf3 He5 47. Hf1 a6 48. Hg1 Kxf5 49. a4 bxa3 50. Hf1+? Í skýringum í Skákritinu var því haldið fram að hvítur gæti haldið jafntefli með 50. Hg5+ Kxe6 51. Hg6+ Kd5 52. Hd6+! Hrókurinn eltir kónginn, og ef hann er drepinn er hvítur patt. En ungur maður, Freysteinn Þorbergsson, hafði sitt- hvað við þetta athuga. Hann sendi Skákritinu bréf og þar stóð m.a.: Eftir 49. leik svarts telur skýring- arhöfundur, að hvítur geti náð jafn- tefli með 50. Hg5+ Kxe6 51. Hg6+ Kd5 52. Hd6+ o.s.frv. En eftir 52. … Ke4 53. Hd4+ Ke3 54. Hd3+ Kf4 55. Hf3+ Ke4 56. Hf4+ Ke3! (til þess að fá hrókinn á 3. reitalínuna) 57. Hf3+ Kd4 58. Hd3+ Kc5 59. Hxc3 Kb4 vinnur svartur auðveldlega. 50. … Kg4 51. Hg1+ Kh3 - Hvítur gafst upp og Baldur Möll- er var Norðurlandameistari öðru sinni. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Oliver Steinn fæddist 23. maí 1920 í Ólafsvík. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Magnús- son, f. 1887, d. 1936, og Guð- björg Oliversdóttir, f. 1890, d. 1962. Oliver ólst upp í Ólafsvík og frá 1933 í Hafnarfirði. Hann lauk gagnfræðaskólaprófi frá Flensborgarskóla, var versl- unarmaður hjá KRON og verslunarstjóri Bókaverslunar Ísafoldarprentsmiðju. Hann rak eigin bókaverslun í Hafn- arfirði 1957-1978 og jafnframt sitt eigið bókaforlag, Skuggsjá. Oliver var í stjórn Félags ís- lenskra bókaverslana 1953- 1955, var formaður Bóksala- félags Íslands sem nú heitir Félag íslenska bókaútgefenda 1964-1969 og 1980-1984. Hann sat í stjórn Styrktarfélags aldr- aðra í Hafnarfirði frá stofnun þess 1968, sat í stjórn FH um árabil og sat í fyrstu stjórn Frjálsíþróttasambands Ís- lands. Hann var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1974-1978. Oliver var margfaldur Ís- landsmeistari og methafi í frjálsum íþróttum 1939-1947, en sérgrein hans var lang- stökk. Eiginkona Olivers var Sig- ríður Þórdís Bergsdóttir, f. 1924, d. 1998. Börn þeirra eru þrjú. Oliver lést 15.4. 1985. Merkir Íslendingar Oliver Steinn Jóhannesson Capablanca á forsíðu Time. Fortíðarþrá Þarftu að láta gera við? FINNA.is Hamraborg 12 200 Kópavogur 416 0500 www.eignaborg.is ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA Birkigrund 9a , 200 Kópavogur Eignin verður sýnd eftir pöntun Verð 118 m. Stærð 189 m2 + óskráð rými Upplýsingar gefa Vilhjálmur Einarsson lgfs í síma 864 1190, villi@eignaborg.is og Óskar Bergsson lgfs sími 893 2499, oskar@eignaborg.is Virðulegt og vel byggt steinsteypt einbýlishús byggt árið 1950 sem stendur á tæplega 2.000 fm lóð með miklum trjágróðri. Eignin er einstaklega vel staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu en um leið á mjög rólegum og afar veðursælum stað í náttúruperlu Fossvogsdalsins, Kópavogsmegin. Skóli og leikskóli eru í göngufjarlægð og stutt er í fallegar gönguleiðir. Virkilega fallegt og vel umgengið einbýli á þremur hæðum. Aðeins tveir eigendur frá upphafi. Gott fjölskylduhús með aukaíbúð á efstu hæð. ASÍ – stéttarfélög. Hvað er það? Við sem höfum unnið frá blautu barnsbeini höfum greitt til stétt- arfélaga mánaðarlega hluta af launum. Greitt í lífeyrissjóði, sem eru ekkert ann- að en dulbúinn lög- legur þjófnaður. Þegar svo kemur að eftirlaunaaldri virkar lífeyrissjóð- urinn lítið og Tryggingastofnun spilar með; passar upp á að halda þessum greiðslum til eftirlauna- þega á botninum. Stéttarfélögin eru eins og spilakassar; þegar mánaðarlegar greiðslur sem hlut- fall af launum hætta að berast koma eftirlaunaþegarnir stétt- arfélögunum ekkert við lengur. Spilakassinn stoppar þegar klink- ið hættir að berast, þó svo að þeir hafi greitt til þessara félaga alla sína vinnuævi. Ég sendi fyrrverandi formönn- um stéttarfélaganna Eflingar, ASÍ og VR tölvupóst. Svarið sem ég fékk, og á það skriflegt, frá formönnum þessara félaga var að þeir ynnu fyrir starfandi félaga, ekki fyrrverandi félaga. ASÍ er einn af þessum forarpyttum. Drífa og hinn nýi framkvæmda- stjóri hennar, báðar á góðum launum, vinna ekki fyrir almenn- ing. Þriðjudaginn 19. maí var skrif- að undir samstarf nokkurra stétt- arfélaga ASÍ og Öryrkjabanda- lagsins, ekki höfðu þeir með fulltrúa eftirlaunaþega. Öryrkjar væru vel að þessu komnir, en þarna stigu þeir út úr samstarfi við eftirlaunaþega. NB: Þegar ör- yrki nær eftirlaunaaldri fer hann á eftirlaun en ekki sem öryrki og verður á strípuðum eftirlaunum frá TR. ASÍ er rotið félag svo og flest stéttarfélög; „gambling“ félög, sem skammta sér góð laun, koma sínum flokksfélögum að og þá kemur þeim ekkert við um þá sem áður byggðu upp fé- lögin, þeir mega éta það sem úti frýs. Þegar foringjar vinna svona hlýtur að skapast forsenda fyrir að fá endurgreiðslu á öllum stéttarfélags- gjöldum, með vöxtum og verðtryggingu. Svona fram- koma við fyrrverandi félaga, sem hafa skilað sínu æviverki, lýsir þessum félögum og því hugarfari sem þeir bera til sinna fyrrver- andi meðlima. Ég tel að skyldu- aðild að stéttarfélagi hljóti að vera á vafasömum grundvelli. Til að fá fram vilja og skoðanir þessara aðila sendi ég eins og fyrr segir tölvupóst til fyrrver- andi formanna ofangreindra fé- laga og fékk skýr svör; þeir ynnu aðeins fyrir þá sem væru greið- andi í félögin, þeir sem væru komnir á eftirlaun kæmu þeim ekkert við. Ég sendi öllum þeim nýju foringjum sem tóku við stéttarfélögunum tölvupóstssvar fyrirrennara þeirra, eini nýi for- maðurinn sem var sammála mér var Vilhjálmur Birgisson á Akra- nesi, hinum fannst þetta ekki svaravert. Ég mun birta þessi svör í næsta pistli mínum. Stéttarfélög fyrir hvern? Eftir Guðjón Jónsson Guðjón Jónsson » Þegar meðlimur í stéttarfélagi fer á eftirlaun virkar félagið eins og spilakassi; þegar klinkið hættir að koma stoppar kassinn. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. Seaways@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.