Morgunblaðið - 23.05.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 23.05.2020, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 ✝ Magnús Val-steinn Tryggvason fædd- ist á Akureyri 5. febrúar 1936. Hann lést á Kristnesi 15. maí 2020. For- eldrar hans voru hjónin Tryggvi Stefánsson, f. 14. nóvember 1893, d. 11. mars 1983, og kona hans Sigrún Jónína Trjámannsdóttir, f. 18. desember 1898, d. 23. júní 1965. Systkini Magnúsar voru Hörður Zóphaníasson, f. 25. apríl 1931, d. 13. maí 2015, Stefán Trjámann, f. 2. júní 1933, d. 22. október 2001, Jós- ef, f. 5. febrúar 1936, d. 17. febrúar 2007, og Sigríður Sigurrós, f. 27. nóv- ember 1938, d. 2. apríl 2010. Magnús kvæntist 9. nóvember 1960 Lilju Magn- úsdóttur, f. 7. mars 1941, d. 4. september 1988. Lilja var fædd í Hvammi á Hjalteyri og ólst að mestu upp á Hjalteyri. Börn Magnúsar og Lilju eru: 1) Magn- ús, f. 27. maí 1962. Kona hans er Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir. Þau búa á Akureyri. Saman eiga þau tvö börn, Ólaf Þór og Lilju. Áður átti Magnús dótturina Freydísi Dögg. Barnabörnin eru níu. 2) Valrún Helga, f. 29. apríl 1968. Maður hennar er Jóhann Pétursson. Börn þeirra eru Heiðar Gauti, Lilja Katrín og Gunnborg Petra. Þau búa á Ak- ureyri. Magnús stundaði sjó á yngri árum. Síðan lærði hann trésmíði og starfaði sem húsasmíða- meistari um árabil. Síðasta ald- arfjórðung starfsævinnar var hann húsvörður og hafði umsjón með leiguíbúðum Akureyr- arbæjar. Útför Magnúsar fer fram í Möðruvallakirkju í Hörgárdal 23. maí 2020 klukkan 14. Maggi frændi er látinn. Þar með eru öll fimm börn Sigrúnar Trjámannsdóttur og Tryggva Stefánssonar farin heim. Þau ól- ust upp í Lundargötu og Ægis- götu á Oddeyri, fjórir bræður og ein systir. Samheldin fjölskylda, strákarnir hver öðrum stríðnari – en traustir þegar á reyndi. Hörður faðir okkar var elstur, Magnús yngstur bræðranna. Samgangur systkinanna og af- komenda þeirra var alltaf mikill. Síðustu áratugi hafa reglulega verið haldin ættarmót, oftast á Þrastarhóli, en þangað fluttu Sig- rún og Tryggvi 1954 og bjuggu þar um árabil með Jósef syni sín- um, Vilborgu konu hans og stórum barnahópi þeirra. Ættar- mótin hafa alltaf verið góðar sam- komur, þar sem gleðin hefur ríkt. Maggi var ævinlega hrókur alls fagnaðar, hélt ræður og sagði sögur. Systirin Sigga giftist til Klakksvíkur í Færeyjum – og af henni er kominn stór ættbogi, Gunnarstein-fjölskyldan. Stund- um voru ættarmótin haldin þar. Maggi kom auðvitað þangað og hélt sterkum tengslum við fær- eyska ættlegginn. Við elstu systkinin bjuggum á Þrastarhóli 1954-55 og á Hjalt- eyri 1955-58. Þar kynntumst við Magga vel. Hann var þá ógiftur og sinnti frændsystkinum sínum mikið – og af glettni. Í Ólafsvík bjuggum við 1958-60. Maggi kom þangað á vertíð – og sömuleiðis Lilja Magnúsdóttir, sem hafði verið í skátaflokki hjá föður okkar á Hjalteyri. Þau bjuggu hjá okkur í skólastjórabústaðnum við Enn- isbraut – og úr varð farsælt hjónaband. Á yngri árum stundaði Maggi sjóinn, m.a. á togaranum Agli Skallagrímssyni, sem landaði stundum á Hjalteyri. Það fannst okkur kennarabörnunum töff. En lengst af vann hann í landi. Lilja og Maggi giftu sig 1960 og bjuggu þrjú ár á Hjalteyri. Þaðan fluttu þau í Lundargötu, þar sem Tryggvi Stefánsson hafði starfrækt skósmíðaverkstæði – og þar sem Maggi ólst upp fyrstu æviárin. Ættingjar að sunnan voru alltaf velkomnir í gistingu þar, þó að húsakynnin væru ekki stór. Áratug síðar byggðu Maggi og Lilja myndarlegt hús í Lerkil- undi á Akureyri. Þar bjuggu þau með börnum sínum – og áfram voru ættingjarnir ávallt velkomn- ir í heimsókn. Gott var að hlusta á hjónin segja á gamansaman hátt frá svaðilförum sínum í tíðum óbyggðaferðum um Ísland – og smástríða hvort öðru í leiðinni. Lilja dó langt fyrir aldur fram 1988, aðeins 47 ára að aldri – og var okkur öllum mikill harm- dauði. Á kveðjustund er margs að minnast. Maggi var traustur maður og góður, ekki síst við börn. Hann var ævinlega ræðinn og skemmtilegur, hafði skoðanir á öllu – og stutt var í bros og hvell- an hlátur. Við systkinin sendum afkomendum og ættingjum öllum dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Magnúsar Valsteins Tryggvasonar. Ólafur Þ. Harðarson, Sigrún, Ragnhildur, Elín, Kristín Bessa og Guðrún Harðardætur. Magga frænda, föðurbróður minn, hef ég þekkt frá fæðingu í bókstaflegri merkingu. Hann heimsótti mig, nýfæddan frænda sinn, á fyrsta degi á fæðingar- deild Sjúkrahússins á Akureyri og tæplega 65 árum síðar gat hann bent mér á fæðingarstofu mína. Maggi var mér afar kær alla tíð enda mikill öðlingsmaður í alla staði. Hann byrjaði að dekra við mig strax í bernsku minni. Oft rifjaði hann upp fyrir mér að eftir að fjölskylda mín hafði flutt í íbúð í Miklagarði á Hjalt- eyri, eftir árs búsetu í gamla torf- bænum á Þrastarhóli, hefði ég vafið honum um fingur mér og látið hann skutla mér fram og til baka milli Hjalteyrar og Þrastar- hóls, allt eftir því hvort ég vildi sofa heima hjá foreldum mínum eða hjá Tryggva afa og Sigrúnu ömmu. Þrátt fyrir að það hafi ver- ið fyrir mitt minni hafa þá þegar myndast sterk og órjúfanleg tengsl okkar á milli. Síðar, laust fyrir 1960, bjó ég í Ólafsvík. Þá var Maggi frændi mættur til okkar og stundaði sjó þaðan. Er mér enn í fersku minni þeg- ar óveður gekk yfir og flestir bátar á sjó. Hálfur bærinn var mættur niður á bryggju til að fylgjast með bátunum koma að landi, en í þá daga fórust allt of margir sjómenn á Íslandsmiðum. Man ég glöggt hvað mér létti þegar báturinn hans Magga kom siglandi inn höfnina heilu og höldnu. Meðan ég bjó á Hjalteyrinni var Maggi þegar farinn að gera hosur sínar grænar fyrir Lilju frá Ytri-Bakka, sem síðar átti eftir að verða eiginkona hans. Átti ég eft- ir að eiga margar ánægjulegar samverustundir með þeim. Meðan ég var í sveit í Dagverð- artungu var afar kærkomið að koma við hjá þeim Magga og Lilju í Lundargötunni og leika við litlu frændsystkini mín. Síðar átti ég eftir að heim- sækja þau í Lerkilundinn og njóta gestrisni þeirra. Alltaf var tekið jafn vel á móti manni og rifjaðir upp gamlir tímar. Höfðu þau bæði gaman af að segja mér sögur af sjálfum mér frá því fyrir mitt minni. En Lilja lést langt fyrir aldur fram og blessuð sé minning hennar. Í Skógarhlíðinni naut ég einnig gestrisni Magga frænda. Alltaf var hann sami öðlingurinn, ljúf- mennið og snyrtipinninn líkt og faðir hans, afi Tryggvi. Þá eru ógleymanlegar minn- ingar frá Færeyjaferðum þegar við heimsóttum frændfólk okkar í Klaksvík. Um leið og ég kveð kæran frænda færi ég Madda, Valrúnu og fjölskyldum þeirra mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Tryggvi Harðarson. Magnús V. Tryggvason Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Minningargreinar Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undirbúnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús- skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MARÍUS KÁRASON, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík 10. maí. Útför hans fór fram frá Hólmavíkurkirkju 16. maí. Þökkum hlýhug og vinsemd alla. Kristbjörg Jónsdóttir Ægir Þórunn Elfa Selma Óli Þór Berglind Kristný Maren Hafrún Hallgrímur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN VILBERG VILHJÁLMSSON, Faxabraut 13, Keflavík, lést á Hrafnistu, Hlévangi, laugardaginn 16. maí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ásta Vigdís Böðvarsdóttir Kristjana P. Kristjánsdóttir Raymond McQueen Anna Magnea B. Kristjánsd. Kjartan Þór Guðmundsson Böðvar Þórir Kristjánsson Guðrún Karitas Garðarsdóttir Helga Marín Kristjánsdóttir Hörður Ingi Sveinsson afabörn og langafabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og tengdamóðir, RANNVEIG TÓMASDÓTTIR, Brekkubyggð 26, Garðabæ, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 19. maí. Útför verður auglýst síðar. Þórhallur Arason Halla Björg Þórhallsdóttir Guðmundur Kristinsson Þorbjörg Þórhallsdóttir Gísli Þór Guðmundsson Tómas Magnús Þórhallsson Unnur Lilja Hermannsdóttir Rannveig Myrra Gísladóttir Rakel Tómasdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG GUÐMANNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn 18. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir einstaka umönnun. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Svandís Magnúsdóttir Stefán Benediktsson Guðmann Magnússon Sigríður Ólafsdóttir Sigurður Bjarki Magnússon barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA HELGA GUNNARSDÓTTIR, lést laugardaginn 9. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 27. maí klukkan 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Elliheimilið Grund njóta. Ingimundur Magnússon Magnús Ingimundarson Brynhildur Ingvarsdóttir Gunnar Ingimundarson Hrund Sch. Thorsteinsson Bolli Þór Bollason Hrefna Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, ÁGÚST Á. JÓHANNSSON, Vatnsnesvegi 20, Keflavík, lést sunnudaginn 17. maí. Í ljósi aðstæðna verða eingöngu nánasta fjölskylda og vinir viðstödd útförina sem fer fram miðvikudaginn 27. maí frá Ytri-Njarðvíkurkirkju. Elvar Ágústsson Steinunn Hákonardóttir Elva Björk Elvarsdóttir Elvar Örn Brynjólfsson Ágúst Rúnar Elvarsson Guðrún Pétursdóttir og barnabarnabörn Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.