Morgunblaðið - 23.05.2020, Side 33
250 NÝ SUMARSTÖRF
!!
"
585 5500
Vísindi á vakt
Hjá Veðurstofu Íslands starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk að stuðla að
bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því hlutverki
sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun og
greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. Jafnframt er það hlutverk
Veðurstofunnar að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni.
Nánari upplýsingar um Veðurstofu Íslands má finna á vedur.is
Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í tvö spennandi störf:
Snjóflóðasérfræðingur á Eftirlits- og spásviði
Á sviðinu starfa rúmlega 50 starfsmenn við ýmis störf er leika lykilhlutverk í íslensku samfélagi þegar kemur að eftirliti, vöktun og þjónustu
vegna náttúruvár og veðurs. Viðkomandi er hluti af samstilltu teymi sérfræðinga ofanflóðavöktunar Veðurstofunnar, sem er í nánu samstarfi
meðal annars við snjóathugunarfólk víðsvegar um landið og veðurfræðinga á vakt.
Sérfræðingur á sviði ofanflóðahættumats á Úrvinnslu-og rannsóknasviði
Á sviðinu starfa rúmlega 50 manns við ýmis spennandi þróunar- og rannsóknaverkefni er tengjast veður- og loftslagsrannsóknum, ofanflóðum,
jökla-, vatna- og haffræði, jarðskorpuhreyfingum og eldgosum. Viðkomandi yrði hluti af teymi 10 sérfræðinga á fagsviði ofanflóða.
Hópurinn vinnur meðal annars að hættumati, vöktun og rannsókna- og þróunarverkefnum tengdum ofanflóðum.
Ef þú hefur áhuga á að vinna í samstilltu teymi sérfræðinga sem sinnir mikilvægum og krefjandi verkefnum þegar kemur
að eftirliti, vöktun, rannsóknum og þjónustu vegna náttúruvár og veðurs, þá skaltu kynna þér störfin á Starfatorginu –
starfatorg.is en þar eru að finna nánari upplýsingar og hæfniskröfur sem gerðar eru.
Umsóknafrestur er til og með 2. júní, 2020.
– sem sinna eftirliti, vöktun, rannsóknum og þjónustu vegna ofanflóða
TVÖ STÖRF Í ÖFLUGU TEYMI SÉRFRÆÐINGA
Gildi Veðurstofunnar eru
þekking áreiðanleiki,
framsækni og samvinna.
Ráðningar hjá stofnuninni taka
mið af þessum gildum.
capacent.is
Ráðgjafar okkar búa