Morgunblaðið - 23.05.2020, Side 38

Morgunblaðið - 23.05.2020, Side 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS 50 ára Hlynur ólst upp á Hvolsvelli en er kúa- bóndi á Voðmúlastöð- um í Austur- Landeyjum og trúba- dor. Hlynur er bifreiðasmiður að mennt. Maki: Guðlaug Björk Guðlaugsdóttir, f. 1971, kúabóndi. Börn: Valtýr Freyr, f. 1992, Brynja Sif, f. 1994, og Sæbjörg Eva, f. 1999. Barna- börnin eru orðin þrjú. Foreldrar: Brynja Bergsveinsdóttir, f. 1947, fv. starfsmaður Rarik, og Theodór Guðmundsson, f. 1943, fv. verkstjóri hjá Skógrækt ríkisins. Þau eru búsett á Hvolsvelli. Hlynur Snær Theodórsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Varastu ofríki því það skemmir fyrir sambandi þínu við samstarfsmenn eða vini. Hrós getur breytt deginum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér hættir til að færast of mikið í fang í dag. Treystu á innsæið og gakktu úr skugga um að upplýsingarnar sem þú færð séu réttar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú getur lært mikið á því að skiptast á skoðunum við vin þinn. Haltu ró þinni. Þér finnst ástin liggja í loftinu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu ekki gráma hversdagslífsins ná tökum á þér. Vertu ekki of bráðlát/ur. Bíddu með að láta skoðanir þínar í ljós, sér- staklega ef þú ert ósammála síðasta ræðu- manni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er auðvelt að finna til vanmáttar síns í dag. Láttu samt ekki áhyggjurnar taka völdin, sólin heldur áfram að koma upp. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert opin/n fyrir fegurðinni í kring um þig. Spurðu sjálfa(n) þig hvort rifrildið snúist í raun um peninga eða um eitthvað sem ekki hefur verið rætt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitt- hvað renni þér úr greipum. Þér finnst öll vandamál heimsins hvíla á herðum þér. Lof- aðu fólki að segja sína skoðun. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert eitthvað annars hugar í vinnunni og verður að taka þig á áður en allt fer í vitleysu. Njóttu frelsisins á meðan það varir því það verður ekki mikið lengur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ef þú færð tækifærri til að taka stjórnina í einhverju máli, gríptu þá tækifær- ið. Ekki efast um getu þína til að finna bestu leiðina út úr vandanum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér þótt þeir vilji tjá þér vangaveltur sínar um daginn og veginn. Farðu samningaleið- ina í skiptamáli. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er einhver spenna í þér og hætt við að þú látir það bitna á fólkinu í kring um þig. Reyndu að koma einhverju af því í verk, því þá líður þér betur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú reynir á skipulagshæfileika þína og sjálfsaga næstu vikur. Ekki er allt gull sem glóir, þú færð kannski að kynnast því ef þú ert ekki á varðbergi. stjóranum á Suðurnesjum, en þá var verið að stofna Varnarmálastofnun Ís- lands og var ég fenginn í þá uppbygg- ingu.“ Sumarið 2010 var Varnarmálastofn- un lögð niður og starfsemin flutt til Landhelgisgæslu Íslands og fluttist Óskar þá til ríkislögreglustjóra, þar sem hann tók við peningaþvættis- skrifstofu. Vorið 2013 var Óskar beð- inn um að skoða öryggismál Stjórnar- ráðsins, en í framhaldi af því lá leiðin á varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, en sú skrifstofa sá um öryggis- og varnarmál og tengingu við NATO. Þar starfaði Óskar þar til hann fór á eftirlaun 1. júní 2015, eftir 44 ár í lögreglunni og tengdum störf- um. Lögreglumenn þurfa að fara, samkvæmt lögum, á eftirlaun 65 ára. Óskar tók síðan að sér að fara á veg- um varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins til Noregs, Hollands, Belgíu og Englands til að vinna varnaráætlanir hjá NATO, sem lauk haustið 2017. Óskar tók virkan þátt í félags- störfum, var í stjórn IPA (Inter- national Police Association) á Íslandi og forseti í nokkur ár og ýmsum öðr- um stjórnum s.s. Landssambandi lög- reglumanna, Lögreglufélagi Suður- nesja, framsóknarfélögum á Suður- nesjum og Suðurkjördæmi og nú í steinsson lögreglustjóri honum að veita forystu nýrri fíkniefnadeild. Árið 1991 var Óskar skipaður yfirlög- regluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Vorið 2004 fór Óskar í sérverkefni til NATO í Belgíu. Öllum aðildar- ríkjum NATO var boðið að senda full- trúa til ACCI (Allied Command Counter Intelligence) sem var banda- rísk gagnnjósnadeild. Auk þess tók Óskar sæti hermálafulltrúa Íslands í SHAPE (Supreme Headquarters Allied Powers Europe) og sinnti öðr- um störfum tengdum öryggis- og varnarmálum. „Eftir komuna frá Belgíu haustið 2008 var ætlunin að ég færi aftur í mitt starf hjá lögreglu- Ó skar Herbert Þórmunds- son er fæddur 23. maí 1950 í Reykjavík og ólst upp í Melabragganum við Hjarðarhaga. „Fyrstu minningarnar eru fjaran við Ægisíðuna, kappleikir á Melavellin- um, en við strákarnir grófum okkur undir bárujárnsgirðinguna til að kom- ast inn, Trípólíbíó og Dairy Queen ís- búðin við enda braggans,“ segir Óskar. Hann segist einnig ráma í skrítinn karl sem bjó í bragganum og hét Vilhjálmur frá Skálholti. Þegar Óskar var sex ára fluttu for- eldrar hans á Nýbýlaveg 44a í Kópa- vogi. „Það var sumpart til að komast í betra og stærra húsnæði og sumpart til að forða okkur bræðrunum frá að hefja skólagöngu sem „braggabörn“.“ Húsið Nýbýlavegur 44a var kjallari, hæð og ris og stóð beint fyrir ofn sveitabæinn Grænuhlíð, þar sem Markús Sigurðsson bóndi bjó, en stendur nú á horni Hlaðbrekku og Þverbrekku. „Æsku- og unglingsárin í Kópavogi voru skemmtileg og í minningunni hreint ævintýri. Það var verið að allan daginn, fótbolti, stríðsleikir, fallin spýtan, bryggjuveiði, dúfukofasmíði, hasarblöð, þrjú bíó með Roy, Zorro og Tarzan og margt fleira. Ég var hepp- inn að hafa eignast góða og skemmti- lega æskuvini sem maður ræktar of lítið sambandið við og hittir of sjaldan.“ Nokkru eftir að hafa lokið gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Kópa- vogs ætluðu fjórir ungir menn úr Kópavogi að leggja land undir fót og fara til Ástralíu. Tveir heltust úr lest- inni, einn kom nokkrum mánuðum síð- ar þar sem hann var fastur á sjó, en Óskar hélt sínu striki og fór einn á vit ævintýranna. „Í Ástralíu var ýmislegt brallað og er það saga út af fyrir sig.“ Eftir rúmt ár í Ástralíu kvæntist Ósk- ar Elviru Platek og komu þau til Ís- lands haustið 1971 og var hún þá barnshafandi. Óskar gekk í lögregluna í Reykja- vík eftir komuna frá Ástralíu haustið 1971, en vorið 1972 fór hann í lögregl- una á Suðurnesjum. Fyrst í almennu lögregluna og síðan rannsóknarlög- regluna en vorið 1979 fól Jón Ey- stjórn Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Einnig er hann virkur félagi í frímúr- arareglunni á Íslandi og hefur gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. Þá sat Óskar í stjórn Hitaveitu Suðurnesja í nokkur ár. Áhugamálin eru mörg og segir Óskar að dagurinn sé oftast of stuttur, en áhugamálin eru golf, myndlist, silf- ur- og skartsmíði, veiðar, smíðar og ferðalög. Fjölskylda Eiginkona Óskars er Helga Ragn- arsdóttir, f. 22.4. 1961, fótaaðgerðar- fræðingur og flugfreyja. Þau gengu í hjónaband 1992 og eru búsett í Kefla- vík. Foreldrar Helgu eru Ragnar Eð- valdsson, f. 6.11. 1940, bakarameistari og Ásdís Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 12.3. 1942, húsmóðir. Þau eru búsett í Keflavík. Börn Óskars og Elvu Bjargar Georgsdóttur (Elviru Platek) eru 1) Hólmfríður Þóra, f. 20.11. 1971, leik- skólakennari, búsett í Kópavogi, maki: Brynjar Jónsson; 2) Þorkell Jósef, f. 30.12. 1972, smiður, búsettur í Kefla- vík, maki: Hafdís Ólafsdóttir; 3) Þor- björg Magnea, f. 8.1. 1975, listamaður, búsett í Keflavík; sonur Óskars með Helgu B. Björnsdóttur flugfreyju er 4) Óskar Björn, f. 30.5. 1989, nemi, bú- settur í Reykjavík. Barnabörn Óskars Óskar Þórmundsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn – 70 ára Löggæsla, öryggis- og varnarmál Hjónin Helga og Óskar. Stórfjölskyldan Óskar ásamt konu sinni, móður, tengdaforeldrum og öllum afkomendum nema Kamillu Birtu, Breka Arndal og Brynjar Arndal jólin 2018. 40 ára Guðný ólst upp í Seláshverfi í Reykjavík en býr í Mosfellsbæ. Hún er stuðningsfulltrúi í Varmárskóla. Guðný ræktar St. Bernharðs- hunda og hefur hlotið ýmar viðurkenningar fyrir hundarækt. Maki: Farney Moore, f. 1990, rafvirki hjá Veitum. Synir: Alexander Tryggvi, f. 2009, og Arthur Valur, f. 2019. Foreldrar: Anna Ósk Völundardóttir, f. 1956, uppeldisfræðingur og sálfræðingur og vinnur í Rimaapóteki, og Tryggvi Ólafsson, f. 1953, stofnandi og fv. eigandi Plasthúðunar og pökkunar. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Guðný Vala Tryggvadóttir Til hamingju með daginn Mosfellsbær Arthur Valur Farnleysson Moore fæddist 10. desember 2019 kl. 10.40 í Reykja- vík. Hann vó 4.050 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Guðný Vala Tryggvadóttir og Farnley Moore. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.