Morgunblaðið - 23.05.2020, Side 41

Morgunblaðið - 23.05.2020, Side 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020 ÞÝSKALAND Kristján Jónsson kris@mbl.is Martin Hermannsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, segir merki- legt til þess að vita að stórlið eins og Panathinaikos sýni honum áhuga. Ekki sé langt síðan hann hefði ein- ungis látið sig dreyma um að spila með liði í þeim gæðaflokki, en gríska liðið er það þriðja sigursælasta í Euroleague frá upphafi. Vefmiðillinn Sportando greindi frá þessu í vikunni en Martin segir Panathinaikos hafa sýnt sér áhuga fyrr í vetur en ekkert nýtt hafi gerst í því. „Það er orðið nokkuð síðan þeir höfðu samband við umboðsmanninn og sögðust vilja vita af því ef ég færi frá Alba Berlín í sumar. Ég var hissa á því að þetta skyldi vera til umfjöll- unar á þessum tímapunkti því ekkert hefur gerst frekar varðandi þetta. Þeir hafa hins vegar áhuga og vilja vera með ef einhver lið reyna að fá mig í sumar. Umboðsmaður minn er frá Grikklandi og hann þekkir alla þar. Nokkur lið hafa haft samband við hann til að spyrjast fyrir,“ sagði Martin þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær. Tveggja ára samningi Martins við Alba lýkur í sumar og hann segist vilja gefa Alba Berlín tækifæri til að gera sér tilboð áður en lengra verði haldið. „Þeir buðu mér upphaflega þriggja ára samning en ég vildi semja til tveggja ára. Ef til vill var það vitleysa hjá mér vegna þess að núna hefði ver- ið þægilegt að vera í meira öryggi varðandi næsta tímabil. Forráða- menn Alba hafa látið mig vita að þeir vilji bjóða mér nýjan samning. Vandamálið er að á þessum tíma- punkti vita félögin ekki hvernig fjár- hagsstaðan verður eftir kórónuveir- una. Ég mun leyfa þeim að eiga fyrsta orðið.“ Ýmsar dyr gætu opnast Martin vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína gegn bestu liðum Evrópu í Euroleague í vetur. Sú frammistaða reyndist mikil kynning fyrir hann í körfuboltaheiminum í Evrópu. Í venjulegu árferði má gefa sér að Martin hefði staðið margt spennandi til boða í sumar. Staðan er hins vegar flóknari vegna kórónu- veirunnar og áhrifa hennar á efna- hagslífið í Evrópu. „Hin og þessi lið hafa haft sam- band og sýnt áhuga, sem er risastórt fyrir lítinn Íslending í körfubolta- heiminum. Það er ekki eins og við njótum sömu virðingar í körfubolta- heiminum eins og í handboltanum og fótboltanum. Það virðist vera að ýms- ar dyr gætu opnast og vonandi hef ég opnað einhverjar dyr fyrir aðra ís- lenska körfuboltamenn. Ég yrði stolt- ur af því ef mér tækist að koma Ís- landi frekar á kortið í körfunni. Ef mín frammistaða verður til þess að fleiri lið erlendis horfi til íslenskra leikmanna. Umboðsmaðurinn hefur lagt það til að taka því rólega í þess- um málum þar til í sumar. Auðvitað er spennandi að lið hafi samband við hann sem maður hafði bara látið sig dreyma um að spila með einn daginn.“ Tók þrjú flug til Berlínar Martin er nú staddur í Berlín og er nýbyrjaður að æfa á ný með Alba Berlín. Eftir dvöl á Íslandi þegar allri keppni var frestað fór hann utan á ný fyrir tíu dögum eða svo þegar hann og liðsfélagar hans voru boðaðir í vinnuna. Ekki er það að ástæðulausu því ákveðið hefur verið að halda tíu liða úrslitakeppni um þýska meist- aratitilinn 2020 í München í júní. Martin var ekki skemmt yfir ferða- laginu út, sem áður var beint flug frá Íslandi til Berlín á rúmum þremur tímum. „Það var eins og ég væri að fljúga til Asíu. Ég tók þrjú flug til Berlín. Fyrst til London og beið þar í þrjá og hálfan tíma en Heathrow var eins og eitthvert draugabýli. Þaðan fór ég til Frankfurt og beið í þrjá tíma þar til ég komst loksins yfir til Berlínar. Ég fór að morgni frá Íslandi og kom heim á miðnætti. Ég var ekki upprifinn yfir því að fara aftur út eftir dvölina á Íslandi en nú þegar maður er byrjaður að æfa með liðinu er skemmtilegt að vera farinn að spila körfubolta aftur. Ég var aðeins farinn að sakna þess. En líkaminn er strax farinn að láta vita af sér eftir fyrstu þrjá dagana á æfing- um. Það er sérstakt að detta svona út úr æfingum í þetta langan tíma. Mað- ur tapar niður tilfinningunni fyrir leiknum að einhverju leyti og flest skotin þessa dagana eru frekar stutt. Í þessari viku var okkur leyft að æfa með hefðbundnum hætti. Þeir leik- menn sem verið höfðu í Berlín síðustu vikurnar höfðu verið í þriggja manna hópum í einstaklingsæfingum enda mátti ekki senda boltann á milli manna.“ Munu dúsa á hótelinu Martin segir mjög erfitt að spá fyr- ir um úrslitakeppnina í þýsku deild- inni. „Æfingarnar hafa verið frekar flottar og menn koma nokkuð vel undan þessum tveimur mánuðum. Enginn er á sjúkralistanum en þó var einn leikmaður sem neitaði að snúa aftur vegna þess að hann er með und- irliggjandi hjartasjúkdóm. Úr- slitakeppnin gæti orðið skrítin. Engir áhorfendur og alls kyns reglur í kringum þetta. Menn geta ekki sturt- að sig í höllinni eftir leik og leikmenn verða í hálfgerðri sóttkví á hóteli í München í þrjár vikur. Okkur verður leyft að fara út af hótelinu í þriggja manna hópum. En þá eingöngu til að fara út að hlaupa eða í göngutúr. Mönnum verður ekki heimilt að stoppa neins staðar eða hitta fólk sem þeir þekkja. Nú er reynt að setja dag- skrá fyrir menn svo þeir geti haft eitthvað fyrir stafni á hótelinu,“ út- skýrði Martin, en miðað við styrk lið- anna í vetur ætti Alba Berlín að vera eitt þeirra liða sem eiga möguleika á sigri. Liðið varð bikarmeistari áður en kórónuveiran skall á. „Við og Bayern München erum væntanlega talin sigurstranglegust svona fyrir fram. Tvö önnur lið spiluðu mjög vel í vetur. Oldenburg sem við mættum í bikarúrslitunum og þeir eru alltaf góðir. Ludwigsburg var auk þess í hópi efstu liðanna þeg- ar keppni var frestað. Nú eru liðin á svipuðum stað, en í vetur vorum við og Bayern alltaf að spila leiki í Euro- league meðfram deildakeppninni en aðrir ekki.“ Þétt leikið í München Alba mun að lágmarki spila fimm leiki á tólf dögum í úrslitakeppninni en ef liðið fer alla leið verða tíu leikir á tuttugu og tveimur dögum. Tíu lið- um er skipt í tvo riðla. Þar spilar Alba fjóra leiki og fara fjögur lið úr hvor- um riðli í 8-liða útsláttarkeppni. Því má segja að liðin fái nokkra leiki til að slípa sig saman áður en útsláttar- keppnin byrjar og leikmenn verða þá búnir að stilla miðið. Fyrsti leikur liðsins verður 7. júní. Martin lék vel í vetur og hvernig sem fer náði hann að verða bikar- meistari, sem var viss áfangi á hans ferli. „Engin spurning og ég var ánægður með spilamennskuna. Ég náði að skila góðri frammistöðu jafnt og þétt. Þar með náði ég að sýna að ég á heima í þeim gæðaflokki sem Euroleague er. Ef ég hefði ekki leikið vel í vetur væri maður stressaður yfir því hvað myndi bjóðast eftir tímabil- ið,“ sagði Martin við Morgunblaðið. Veit af áhuga stórliðsins  Umboðsmaður Martins Hermannssonar hefur fengið margar fyrirspurnir um Íslendinginn í vetur  Úrslitakeppni í einni borg fram undan í Þýskalandi EuroLeague Panathinaikos Martin í leik gegn Panathinaikos í vetur. Gríski landsliðsmaðurinn og fyrirliðinn, Nick Calathes, reynir að halda aftur af honum. Calathes er líklega á förum í sumar og Martin er ætlað að fylla hans skarð. Hlynur Bergsson er í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari og Ís- landsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson og hinn efnilegi Dag- bjartur Sigurbrandsson eru jafnir í fjórða sæti á þremur höggum undir pari. Andri Þór Björnsson, sem vann ÍSAM-mótið um síðustu helgi, er í 10. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum á einu höggi undir pari. Verður annar hringurinn leikinn í dag og fara fyrstu kylfingar af stað klukkan 8. Þriðji og síðasti hringurinn verður leikinn á sunnu- dag. Valdís Þóra Jónsdóttir er með eins höggs forystu á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur eftir fyrsta hring á B59 Hotel-mótinu í golfi, en það er fyrsta mótið á mótaröð Golf- sambands Íslands á árinu. Fer mót- ið fram á Leynisvelli á Akranesi, heimabæ Valdísar. Eru nær allir sterkustu kylfingar landsins á með- al þátttakenda, þar sem ekki er leikið erlendis um þessar mundir vegna kórónuveirunnar. Valdís lék fyrsta hringinn á 67 höggum í gær, fimm höggum undir pari, en Ólafía lék á 68 höggum. Hafa Ólafía og Valdís verið fremstu kylfingar Íslands síðustu ár og munu þær væntanlega berjast um sigurinn. Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í þriðja sæti á einu höggi undir pari. Vann Guð- rún Brá ÍSAM-mótið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ um síðustu helgi eftir harðan slag við Ólafíu. Í karlaflokki eru atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús og áhugakylfing- urinn Hákon Örn Magnússon efstir, en þeir léku báðir á 67 höggum og eru því fimm höggum undir pari. Með naumt forskot á heimavelli Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Heimavöllur Valdís Þóra Jónsdóttir er í forystu á heimavelli. Sigurður Pétursson, þrefaldur Íslandsmeistari, var í viðtali í aukablaði um golfi sem fylgdi Morgunblaðinu á fimmtudag. Þar kom ýmislegt athyglisvert fram. Sigurður segist nú slá lengra, tæplega sextugur, en hann gerði þegar hann var í kringum 25 ára aldurinn. „Ég myndi telja að ég geti slegið 40-60 metrum lengra með driver núna heldur en ég gerði þegar ég var upp á mitt besta,“ sagði Sigurður m.a. Þeir sem fylgjast með golf- íþróttinni vita að bestu kylfingar heims slá miklu lengra í dag en þeir bestu gerðu á árum áður. Af umræðunni má stundum ráða að kylfingarnir í dag séu högglengri en kylfingarnir á árum áður. Þessi ummæli Sigurðar benda til að málið sé ekki endilega svo einfalt. Ef vil vill eru þeir bestu á hverjum tíma svipað högglangir en allar breytingarnar sem orðið hafa á boltum, kylfum, kylfu- hausum og sköftum ráða mun meiru. Svo ekki sé talað um mælingarnar og stillingarnar sem eru í boði í dag. „Við gömlu keppnismennirnir köllum þessar nútímagolfkylfur svindlkylfur, því það er búið að auðvelda svo mikið að hitta golf- boltann beint og langt,“ segir Sigurður einnig í viðtalinu. Eftir að vinsældir íþróttarinnar jukust mjög á þessari öld eru fleiri heimsklassa kylfingar sem leggja mikið á sig hvað líkamlega þáttinn varðar. Það er ljóst. En þeir sem á undan gengu unnu hins vegar ekki minna í slætt- inum og sveiflunni. Mögulega var það alveg jafn árangursríkt varð- andi högglengdina. Þetta væri áhugavert að skoða nánar. Hver veit nema maður geti það með hjálp góðra manna. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Þýski fótboltinn heldur áfram um helgina, en fyrsta umferðin eftir kórónuveirufrí fór fram um síðustu helgi. Guðlaugur Victor Pálsson var eini Íslend- ingurinn af fjór- um í tveimur efstu deildum Þýskalands sem lék um síðustu helgi. Á því verður líklega engin breyting um helgina. Alfreð Finnbogason verður ekki með liði sínu Augsburg er það mætir Schalke á útivelli í 1. deildinni á morgun. Alfreð hefur ver- ið að glíma við hnémeiðsli að undan- förnu. Er hann byrjaður að æfa en ekki klár í keppnisleik að sögn Heiko Herrlich, knattspyrnustjóra Augs- burg. Þá er Samúel Kári Friðjónsson nýbyrjaður að æfa með liðsfélögum sínum í Paderborn en verður líkleg- ast ekki með liðinu gegn Hoffenheim í 1. deildinni í dag. Guðlaugur Victor Pálsson er lykilmaður hjá Darmstadt í 2. deildinni og verður væntanlega á sínum stað í byrjunarliðinu er liðið fær St. Pauli í heimsókn í dag. Rúrik Gíslason er ekki í náðinni hjá knatt- spyrnustjóranum Uwe Koschinat hjá Sandhausen og því væntanlega ekki í liðinu sem mætir Jegensburg á heimavelli á sama tíma. Aðeins einn Íslendingur klár í slaginn Guðlaugur Victor Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.