Morgunblaðið - 23.05.2020, Page 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 2020
Anna Margrét Björnsson, blaða-
maður og kynningarstjóri, mælir
með list og afþreyingu sem njóta
má innan veggja heimilisins í kóf-
inu.
„Kvikmyndir: Þar sem maður
eyddi fleiri stundum heima með
börnunum en venjulega þá var
kærkomið þegar
Studio Ghibli-
myndirnar duttu
inn á Netflix. Ég
hef lengi verið
mikill aðdáandi
myndanna og
áhuginn hefur
smitast til
barnanna. Ég
horfði til dæmis
á Kiki’s Delivery
Service og Po-
nyo aftur með átta ára gamalli
dóttur minni.
Kvikmyndir Studio Ghiblis sam-
eina raunveruleika og fantasíu á
mjög lifandi og skemmtilegan
hátt. Þær eru spennandi, fyndnar,
alvörugefnar, hræðilegar og fal-
legar, og innihalda sumsé alla
kosti góðrar fantasíu. Það sem
myndir Studio Ghibli eiga sam-
eiginlegt er að þær eru svo fal-
lega teiknaðar að þeim má líkja
við listaverk, í þeim eru mjög
sterkar kvenhetjur eða persónur
og það eru margar tilvísanir til
japanskra þjóðsagna. Náttúran og
töfrar hennar spila einnig stórt
hlutverk.
Ég fann svo Ghibli-teiknimynd-
ina Grave of the Fireflies á You-
Tube og við horfðum á hana
heima líka. Hún fjallar um systk-
ini í Japan í seinni heimsstyrjöld-
inni og hún er ótrúlega sterk og
falleg mynd og gífurlega sorgleg
og sat heillengi í mér. Svo datt ég
líka í hlustun á útvarpsleikgerð-
inni að Elsku Míó minn eftir Ast-
rid Lindgren á Rúv. Það var mjög
gaman að rifja hana upp með
dóttur minni.
Bækur: Á meðan versta Covid-
ástandið gekk yfir greip ég aftur
í höfund sem er í uppáhaldi, Jos-
eph Campbell. Ég hafði aðeins
lesið hans frægustu bók, The
Hero with a Thousand Faces, sem
ber saman hetjusögur í goðsögn-
um, skáldverkum, mannkynssög-
unni og á okkar tímum, sumsé allt
frá Ódysseifi upp í Star Wars. Ég
sumsé gluggaði í fleiri bækur eft-
ir hann og það er svona sameigin-
legur þráður í skrifum hans að
finna gleði í sársaukanum. Camp-
bell er undir miklum áhrifum frá
Jung og talar til dæmis um að
þegar hlutirnir breytast hratt í
kringum okkur þá getum við
fyllst hræðslu og að eina leiðin út
úr þessari hræðslu er að sam-
þykkja hana, gera hið besta úr
henni og breyta hvernig þú hugs-
ar um hana. Mér fannst þetta allt
mjög viðeigandi á erfiðum tímum.
Tónlist: Ég hlustaði mikið á
svona breskt „early 80’s minimal
wave“ undanfarnar vikur, til
dæmis á sveitina Solid Space en
ég held að þeir hafi bara gefið út
eina plötu. Hún er mjög góð. Svo
uppgötvaði kærastinn minn hljóm-
sveit sem heitir the Soundcarriers
og hún er alveg frábær, búin að
hlusta mikið á plötuna Harmon-
ium sem kom út 2018. Þegar sólin
fór að skína og meiri bjartsýni yf-
ir hlutunum fór ég að hlusta aftur
mikið á Bikini Kill og Le Tigre,
það er svona „ultimate“ hressleiki
og rokk og kvenlæg öskur.“
Mælt með í kófinu
Heillandi Kvikmyndir Studio Ghiblis sameina raunveruleika og fantasíu á
mjög lifandi og skemmtilegan hátt, segir Anna Margrét. Hér má sjá stillu úr
einni slíkri teiknimynd, Grave of the Fireflies, sem finna má á YouTube.
Ghibli, Campbell
og kvenlæg öskur
Anna Margrét
Björnsson
Hljóðberar Hljómsveitin The Soundcarriers er Önnu að skapi.
Í uppáhaldi The Hero with a
Thousand Faces eftir Joseph Camp-
bell en sá höfundur er í miklu uppá-
haldi hjá Önnu Margréti.
Táradrottningin Jojo Moyessnýr aftur með þriðju bók-ina um Louisu Clark,Ennþá ég, sem er nú kom-
in til New York og er fjarri kærast-
anum, bráðaliðanum Sam, sem býr í
London. Louisa landar starfi sem
aðstoðarmaður ungrar konu, Agnes-
ar Gopnik, sem er gift moldríkum
eldri manni.
Louisa er hokin af
reynslu eftir að
hafa gegnt starfi
aðstoðarkonu
Wills Traynors og
hann er aldrei
langt undan þótt
hann hafi yfirgef-
ið jarðvistina.
Agnes er afar
ólík Will og þarf
Louisa að takast á við nýjar óvæntar
áskoranir, sem felast meðal annars í
því að berjast gegn fordómum í
undarlegum heimi hinna ríku.
Louisa kemst fljótt að því að hennar
helsta verkefni felst í raun í að gera
ekki neitt, eða eins og hún orðar það:
„Ríka fólkið á í rauninni engin leynd-
armál. Það hefur bara fólk á launum
við að þegja yfir þeim.“ Louisa þegir
yfir viðkvæmu leyndarmáli Agnesar
sem setur sterkan svip á framvindu
bókarinnar.
Ákvarðanir sem
gjörbreyta lífinu
Bandaríkjamaðurinn Josh hefur
einnig heilmikil áhrif á líf Louisu í
borginni sem aldrei sefur og flækir
ástalífið eins og við var að búast og
setur fjarsambandið við Sam í upp-
nám. Louisa þarf að taka stórar
ákvarðanir og sama hver niður-
staðan verður er ljóst að líf hennar
mun gjörbreytast, sem er kannski
akkúrat það sem hún þarf á að
halda.
Lesendur sem hafa kynnst skrif-
um Moyes verða ekki fyrir von-
brigðum með Ennþá ég. Louisa er
sannarlega ennþá sama litríka,
frjálsa, klaufska og hugljúfa breska
Louisa Clark sem elskar að klæða
sig upp í fallegar flíkur og því opnast
henni heillandi heimur þegar hún
kynnist Margot De Witt, gamalli
konu sem reynist ekki vera alslæm
líkt og fyrstu kynni gefa til kynna.
Hugljúft lestrarléttmeti
Ennþá ég er sjálfstætt framhald
bókanna Ég fremur en þú og Eftir
að þú fórst. Fyrsta bókin sló í gegn
og kvikmyndin sem var gerð eftir
bókinni sló heldur betur í gegn.
Ennþá ég er kannski ekki efni í
Hollywood-mynd en stendur þó fyrir
sínu sem frásögn sem heldur les-
anda við efnið en undirrituð þurfti að
pína sig til að leggja bókina frá sér í
hvert skipti. New York-heimurinn
sem Moyes tekst að skapa er
heillandi en nokkuð raunsær. Bókin
er hugljúf en ljúfsár á köflum og
kannski einmitt það lestrarléttmeti
sem við þurfum á tímum eins og
þessum.
Það vill svo til að í hvert skipti
sem undirrituð hefur lesið bækur
eftir Moyes ber hún barn undir belti
og því er auðvelt að kenna horm-
ónum um tárin sem spretta fram. En
það þarf þó ekki að vera. Þar að auki
er okkur öllum hollt að gráta stöku
sinnum og gráturinn yfir raunum
Louisu Clark er svo sannarlega af
hollari gerðinni.
Ljúfsár Bókin er hugljúf en ljúfsár á köflum og kannski einmitt það lestrar-
léttmeti sem við þurfum á tímum eins og þessum, skrifar gagnrýnandi.
Grátur af hollari gerðinni
Ástarsaga
Ennþá ég bbbmn
Eftir Jojo Moyes.
Herdís M. Hübner íslenskaði.
Bjartur gefur út. Kilja, 491 bls.
ERLA MARÍA
MARKÚSDÓTTIR
BÆKUR
Veiðivefur
í samstarfi við