Morgunblaðið - 23.05.2020, Side 48
Tónlistarparið Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Frið-
riksdóttir mætir í Hljóðberg í Hannesarholti á morgun
kl. 14 og stjórnar fjöldasöng. Þau hafa margoft komið
fram í Hannesarholti á ýmsum tónlistaruppákomum.
Að venju verða textar birtir á tjaldi þannig að allir
ættu að geta tekið undir. Aðgangur er ókeypis fyrir
börn í fylgd með fullorðnum en aðgangseyrir fyrir full-
orðna kr. 1.000.
Fjöldasöngur með Siggu og Kalla
LAUGARDAGUR 23. MAÍ 144. DAGUR ÁRSINS 2020
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.196 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfuknattleik,
er rólegur yfir fréttum af því að eitt besta lið Evrópu,
grísku meistararnir Panathinaikos, vilji fá hann í sumar.
Hann kveðst vita af áhuga Grikkjanna en vill gefa félagi
sínu, Alba Berlín, tækifæri til að gera sér tilboð áður en
lengra sé haldið. Martin er að búa sig undir úrslita-
keppnina um þýska meistaratitilinn sem fer fram í
München frá 6. til 28. júní og rætt er ítarlega við hann í
blaðinu í dag. »41
Martin veit af áhuga Grikkjanna
ÍÞRÓTTIR MENNING
Eiríksson, fyrrverandi framhalds-
skólakennari, verið með frá byrjun.
„Flestir okkar hafa verið fjarverandi
í lengri eða skemmri tíma vegna
framhaldsnáms erlendis en svo kom-
um við aftur þegar við komum heim
og frá byrjun hafa um sjö til tíu
manns að meðaltali komið saman í
kaffið.“ Páll bætir við að í upphafi
hafi eldri menn verið í hópnum.
„Þegar við byrjuðum sat Þórhallur
Vilmundarson, prófessor og for-
stöðumaður Örnefnastofnunar, til
dæmis með okkur á tímabili.“
Syngja ekki saman
Dægurmál, sem efst eru á baugi
hverju sinni, eru tekin fyrir á léttu
nótunum. Páll bendir á að þar sem
skoðanir manna séu misjafnar, ekki
síst í pólitíkinni, sé ekki farið út á hál-
ar brautir í því efni heldur frekar
gantast með hlutina. „Við erum ekki
með og á móti og förum ekki djúpt í
málin með það í huga að maður er
manns gaman og þessar samveru-
stundir byggja á tryggð. Við settum
okkur þá óskrifuðu reglu að rífast
ekki um pólitík heldur tala um hana í
léttum dúr.“
Sagt hefur verið um Skagfirðinga
að þeir kunni að skemmta sér, en á
þessum kaffifundum hefur aldrei
verið bragðað vín og enginn sungið.
„Einhverra hluta vegna hafa ekki
verið stórsöngvarar í þessum hópi og
við höfum aldrei neytt áfengis á fund-
unum, þótt við séum Skagfirðingar.“
Eins og ungra manna er siður voru
strákarnir ekki sérlega alvarlega
þenkjandi þegar þeir hittust yfir
kaffibolla á laugardögum fyrir liðlega
hálfri öld. „Áhugamálin voru sjálf-
sagt eins og gengur hjá ungum
mönnum,“ rifjar Páll upp. „Sumir
segja að við höfum bara talað um
stelpur en það er ekki rétt. Við sett-
um okkur þá reglu að vera aldrei með
gróft tal eða klám en tvíræðar vísur
væru leyfilegar.“ Í því sambandi
bendir hann á að góðir hagyrðingar
og vísnabankar hafi verið og séu í
hópnum og hafi oft látið í ljós sitt
skína.
Karlarnir hafa lítið sem ekkert hist
nema fyrir tilviljun fyrir utan kaffi-
fundina. „Góður frændi minn fyrir
norðan spurði hvernig í ósköpunum
stæði á því að engar konur væru í
hópnum og mér varð svarafátt en
sagði að svona hefði þetta alltaf verið.
Hins vegar væri enginn útilokaður og
allir velkomnir.“
Vegna breytinga á rekstri og svo
kórónuveirufaraldursins var Nor-
ræna húsið lokað lengi í vetur. „Við
þurftum því að fara annað í kaffi á
laugardögum. Nú er búið að opna aft-
ur og við komnir á okkar stað, en
vegna tveggja metra reglunnar heyr-
um við ekki allt sem sagt er og þess
vegna er mikið um ha og hvað.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Skömmu eftir að Norræna húsið var
opnað í Vatnsmýrinni í Reykjavík
1968 byrjuðu ungir háskólanemar og
samstúdent þeirra, sem var nætur-
vörður í Árnagarði, að venja þangað
komur sínar í kaffi á laugardögum.
Þeir hafa haldið uppteknum sið síð-
an, eða í 52 ár. „Vissulega hefur
kvarnast úr
hópnum og nýir
bæst við en við
erum nokkrir
sem höfum stað-
ið vaktina allan
tímann,“ segir
Páll Sigurðsson,
prófessor em-
eritus, en hann
kenndi við lagadeild Háskóla Íslands
í 41 ár.
„Nú er þetta hópur karla sem einu
sinni voru strákar,“ segir Páll. Í
fyrstu samanstóð hópurinn einkum
af Skagfirðingum og vinum þeirra,
sem vildu halda sambandinu áfram,
en flestir höfðu verið saman í
Menntaskólanum á Akureyri. Páll
segir að Ögmundur Helgason, sem
lést fyrir nokkrum árum, hafi haldið
utan um hópinn og hann síðan tekið
við að boða menn, en auk Páls hafa til
dæmis Gunnar Stefánsson, fyrrver-
andi útvarpsmaður, og Kristján
Tvíræðni er leyfileg
Hafa hist vikulega í kaffi í Norræna húsinu í um 52 ár
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Í Norræna húsinu Kaffikarlar frá vinstri: Ragnar Björnsson, Gunnar Stefánsson, Páll Sigurðsson og Óskar Jónsson.