Morgunblaðið - 30.05.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 2020
www.kofaroghus.is - sími 553 1545
339.000 kr.
Tilboðsverð
BREKKA 34 - 9 fm
518.000 kr.
Tilboðsverð
STAPI - 14,98 fm
389.000 kr.
Tilboðsverð
NAUST - 14,44 fm
34mm
34mm44mm
Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik
má finna á vef okkar
VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM!
o e s i e m .is
Tvö ný útboð verkefna á sviði
jarðhita og lítilla vatnsaflsvirkjana
á vegumUppbyggingarsjóðs EES
í Póllandi - tækifæri á samstarfi
pólskra og íslenskra fyrirtækja
Jarðhiti
Markmið útboðsins er að fjármagna verkefni á sviði
endurnýjanlegrar orku, orkunýtni og orkuöryggis – með
aukinni notkun á jarðhita. Framkvæmd verkefnanna munu
leiða til minni losunar á CO2 og auka hagkvæmni.
Litlar vatnsaflsvirkjanir
Markmið útboðsins er að fjármagna verkefni á sviði
endurnýjanlegrar orku, orkunýtni og orkuöryggis – með
endurnýjun og aukinni hagkvæmni lítilla vatnsaflsvirkjana
(allt að 2MW). Verkefninu er einnig ætlað að auka
fræðslustarfsemi sem miðar að því að þjálfa fagfólk á sviði
vatnsaflsvirkjana.
Áður hafa verið auglýst 8 útboð verkefna á sviði loftslags-,
umhverfis- og orkumála, semmunu leiða til munminni losunar
á CO2. Heildarumfang allra verkefnanna
getur verið allt að 65milljarðar sem
skapamikil tækifæri á samstarfi
pólskra og Íslenskra fyrirtækja.
ri in
st r
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það eru engin lög eða reglugerðir
um sölu á þessum púðum. Þó er
hærra nikótínmagn í þessum vörum
heldur en í vörum sem eru leyfðar.
Það er því auðvelt að fá allskonar
eitrunaráhrif enda fylgja engar að-
varanir,“ segir Guðlaug B. Guðjóns-
dóttir, framkvæmdastjóri Krabba-
meinsfélags höfuðborgarsvæðisins.
Aðalfundur félagsins sem haldinn
var á dögunum skoraði á heilbrigð-
isyfirvöld að móta framtíðarstefnu í
tóbaksvörnum. Ekkert hafi gerst á
þeim sjö árum sem liðin eru frá því
að starfshópur um verkefnið var
skipaður.
„Seinagangur hins opinbera í
setningu laga og reglugerða sem
eiga að vernda íslensk börn og ung-
menni veldur miklum vonbrigðum.
Rafsígarettusalar gátu óáreittir í
mörg ár markaðssett og selt sinn
varning. Nú eru það nikótínpúðarnir
sem eru markaðssettir og seldir án
allra takmarkana eða eftirlits. Ís-
land ætti að sýna gott fordæmi og
banna sölu og markaðssetningu á
rafsígarettum eins og mörg lönd
hafa gert og einnig á nikótínpúðum,“
segir í ályktuninni.
Guðlaug segir það áhyggjuefni að
nikótínpúðar séu seldir án eftirlits.
„Það má selja þetta óheft. Í versl-
unum og á samfélagsmiðlum. Það er
enginn feluleikur. Stjórnendur í
skólum hafa lýst áhyggjum og komið
með athugasemdir enda eru hvítir
litlir púðar úti um allt á skólalóðum.“
Viðar Jensson, verkefnisstjóri
tóbaksvarna hjá Embætti land-
læknis, segir að til standi að innleiða
evrópsku tóbaksvarnalögin hér á
landi en þar sé að hluta til tekið á
sölu á nikótínpúðum. Innleiðing lag-
anna hafi dregist vegna málaferla í
Noregi og Liechtenstein.
„Það breytir því ekki að ég get
tekið undir með Krabbameinsfélagi
höfuðborgarsvæðisins að það er
nauðsynlegt að setja lög og reglu-
gerðir sem ná utan um aldurs-
takmark, eftirlit með sölunni og upp-
lýsingar um innihald nikótínpúða.“
Morgunblaðið/Eggert
Sala Svens við Dalveg í Kópavogi var opnuð í síðasta mánuði. Svens er sérverslun með snus og nikótínpúða.
Vilja að lög og reglur nái
utan um sölu nikótínpúða
Telja það áhyggjuefni að ekkert eftirlit sé með sölunni
Á aðalfundi Krabbameinsfélags
höfuðborgarsvæðisins var í álykt-
un lýst yfir mikilli ánægju með
framkvæmd Neytendastofu á
eftirliti með sölustöðum rafsíga-
retta og fylgihluta.
Samkvæmt upplýsingum frá
Skarphéðni Grétarssyni, sérfræð-
ingi hjá Neytendastofu, hefur
Neytendastofa í eftirlitsferðum
sínum lokið málum vegna 394
vörutegunda. Þeim málum hefur
ýmist lokið með varanlegu sölu-
banni eða að varan hefur verið tek-
in af markaði. Um 40 vörutegundir
höfðuðu til barna og aðrar voru
ekki barnheldar. Tæplega 290
áfyllingar voru með rofnum inn-
siglum og nikótíni hafði verið bætt
í. Einnig voru áfyllingar sem inni-
héldu of mikið nikótín.
400 tegundir teknar úr sölu
EFTIRLIT NEYTENDASTOFU MEÐ RAFSÍGARETTUM
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Veip Neytendastofa hefur gert at-
hugasemdir við söluhætti veipbúða.
Þór Steinarsson
Helgi Bjarnason
Samninganefndir Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga og ríkisins tóku
stöðuna í samningaviðræðum á fundi
hjá ríkissáttasemjara eftir hádegið í
gær og lauk fundi þeirra um sjöleytið
í gærkvöldi.
Aðalsteinn Leifsson ríkissátta-
semjari segir fundinn hafa gengið vel
og dagurinn hafi heilt yfir verið góð-
ur, en fundinum átti upphaflega að
ljúka kl. 15. „Þetta var mjög góður
dagur og mjög virkt samtal og við
förum núna inn í þessa hvítasunnu-
helgi og hittumst aftur á þriðjudag-
inn,“ sagði Aðalsteinn í samtali við
mbl.is.
Næsti fundur í kjaradeilunni hefst
klukkan 14 á þriðjudaginn. Báðar
samninganefndir hafa ákveðið að tjá
sig ekki um gang viðræðnanna við
fjölmiðla, en Gunnar Helgason, for-
maður samninganefndar Félags ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga, sagði
fyrir fundinn að unnið hefði verið að
ýmsum verkefnum í hópum og ætl-
unin hefði verið að taka stöðuna á
fundinum í gær.
Afgerandi skilaboð
„Það eru býsna afgerandi skilaboð
sem hjúkrunarfræðingar beina til
okkar. Annars vegar krafa um að
grunnlaun hækki meira og hins vegar
vilji til að fara í aðgerðir til að knýja á
um að orðið verði við kröfunni,“ segir
Gunnar um niðurstöður viðhorfs-
könnunar sem félagið lét gera meðal
félagsmanna fyrr í mánuðinum.
Félagsmenn voru meðal annars
spurðir um viðhorf sitt, ef félagið
teldi að boða þurfi til aðgerða til að
knýja fram kjarabætur. Tæplega
helmingur svarenda, 49,6%, kvaðst
tilbúinn í almennt verkfall, tæpur
þriðjungur, 32,5%, sagðist reiðubú-
inn í yfirvinnubann og rétt rúmur
þriðjungur, 33,5, sagðist ekki vilja
fara í verkfall eða yfirvinnubann. Fé-
lagsmenn gátu merkt við tvo kosti
um aðgerðir en ljóst er að mikill
meirihluti þeirra sem svöruðu er
tilbúinn að fara í vinnustöðvun af ein-
hverju tagi, ef það er talið þurfa.
„Niðurstöður þessarar könnunar
segja til um hver staðan er, við hlust-
um á það og höfum til hliðsjónar í
okkar viðræðum,“ segir Gunnar.
Meirihluti til í aðgerðir
Afgerandi niðurstaða í viðhorfskönnun Samninganefnd-
ir hjúkrunarfræðinga og ríkisins fóru yfir stöðuna í viðræðum
Morgunblaðið/Eggert
Að störfum Mikið álag hefur verið
á hjúkrunarfræðingum.
„Það er afar mikilvægt að Norðan-
fiskur verði áfram á Akranesi og að
kominn sé öflugur hópur fjárfesta
sem ætlar að byggja upp fyrirtækið
og hefur trú á því til framtíðar, ekki
síst á þessum óvissutímum sem nú
eru,“ segir Sævar Freyr Þráinsson,
bæjarstjóri á Akranesi, en tilkynnt
var í gær að hópur fjárfesta á Akra-
nesi hefði undirritað kaupsamning
við Brim hf. um kaup á öllu hlutafé
Norðanfisks ehf.
Sævar Freyr segir það mjög
ánægjulegt að söluferli Brim hafi
lokið á þennan farsæla hátt fyrir
samfélagið á Akranesi, en um þrjá-
tíu manns starfa hjá fyrirtækinu.
„Það er því gríðarlega mikilvægt að
þau störf verða hér áfram,“ segir
Sævar Freyr, en hann sinnti jafn-
framt ráðgjöf fyrir fjárfestahópinn
meðan á söluferlinu stóð.
Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í
framleiðslu, sölu og dreifingu á úr-
valssjávarfangi til veitinga- og stór-
eldhúsa á innanlandsmarkaði ásamt
sölu neytendapakkninga í versl-
unum um land allt, en fyrirtækið
hefur verið starfandi í um 20 ár.
Í fréttatilkynningu segir að kaup-
samningurinn sé undirritaður með
fyrirvara um niðurstöður áreiðan-
leikakönnunar. Gangi þeir fyrir-
varar eftir má gera ráð fyrir að
gengið verði frá viðskiptunum á
næstu vikum. sgs@mbl.is
Sömdu um kaup á
Norðanfiski ehf.
Gríðarlega mikilvægt fyrir Akranes
Ljósmynd/Aðsend
Undirritun Norðanfiskur verður
áfram á Akranesi eftir kaupin í gær.